Tíminn - 17.09.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. september 1992
Tíminn 7
LONDON
Bretar hækkuðu vexti um 5% (
því skyni að afstýra gengisfalli
breska sterlingspundsins. Eft-
ir að hafa áður hækkað vexti
um þrjú af hundraði, bættu
peningayfirvöld tveimur af
hundraði við og tók viðbótin
gildi í gærdag. Þetta varö til
þess að almennir bankavextir
(Bretlandi eru nú 15% og
hafa ekki verið hærri síðan
breska pundiö tengdist Evr-
ópugjaldmiðlum f október-
mánuði 1990.
STOKKHÓLMUR
Sænski seðlabankinn tilkynnti
f gær að hann hefði hækkað
hæstu dagvexti upp f 500%
úr 75%. Þegar bankinn hækk-
aði þessa vexti í 75%, var það
mál fjármálamanna að fram
færi barátta upp á Iff og
dauða til varnar sænsku krón-
unni, sem sffellt meir væri milli
tannanna á fólki sem spáði
gengisfellingu f Svíþjóð.
MÍLANÓ
ítalska líran féll (næstum það
sem hún hefur lægst verið
gagnvart þýska markinu, eftir
aö hin viðkvæma gengissam-
tenging Evrópugjaldmiðla
komst á. Aðeins fjórir dagar
eru frá því að gengi lírunnar
féll sfðast. Hollendingar og
Belgar tilkynntu óvænt í gær
um 0,25% vaxtalækkun. Hag-
fræðingar telja að það sé
heldur Iftilfjörleg tilraun til
þess að lægja öldurnar f pen-
ingakerfi Evrópu.
PARÍS
Læknar, sem annast Mitterr-
and Frakklanasforseta, segja
að krabbameinsfrumur hafi
fundist í sýnum, sem tekin
voru úr blöðruhálskirtli forset-
ans í sfðustu viku. Hann sé þó
ekki f neinni hættu.
SARAJEVO
Vatnsleiðslur til sjúkrahúsa og
birgðastöðva SÞ hafa eyði-
lagst í bardögum undanfar-
inna daga. Hjálparflug til
borgarinnar hefur og legið
niðri um þriggja daga skeið.
Ástandið í borginni varð enn
hraklegra, þegar bardagar
hörðnuðu enn í gær milli
Serba og annarra Bosníu-
manna.
GENF
Alþjóðlegir sáttasemjarar í
Júgóslavíuátökunum sögðu f
gær að svo virtist sem einhver
hugarfarsbreyting væri að
verða í Belgrad, sem efldi
friðarvonir eitthvað.
GENF
Sú hugmynd að hækka olíu-
verð fékk hljómgrunn á ráð-
herrafundi oliuframleiðsluríkja
f gær. Ráðherrarnir sögðu að
verðbólga og lágt gengi
Bandaríkjadals hefði rýrt mjög
aröinn af hráolíusölu ríkjanna.
MULTAN, Pakistan
Hermenn hafa flutt milljónir
manna á brott frá flóðasvæð-
um Pakistans. Flóð í ám
landsins hafa gereyðilagt stór
svæði ræktunarlands, að
sögn stjórnvalda.
BANDARÍKIN
Hermálayfirvöld segja að
kaup írana á þremur rúss-
neskum kafbátum muni
breyta hernaðarlegum styrk-
leikahlutföllum á Persaflóa.
Bandaríski sjóherinn sé þó f
stakk búinn til að mæta þess-
ari nýju ógn.
Æðarbændur eru svartsýnir:
llla horfir meö æðarrækt
Æðarvarp hefur gengið illa á
þessu sumri og erfitt hefur verið
að sinna því, vegna rigninga í
sumar. Þá er búist við lægra
heimsmarkaðsverði en verið hef-
ur. Þetta kom fram á aðalfundi
Æðarræktarfélags íslands, sem
haldinn var nýlega.
„Tíðarfarið í ár hefur ekki verið
nógu gotL Þessi grein er háð veðri
og vindum. Veðurfar um sunnan-
og vestanvert landið ásamt Vest-
fjörðum var æðarvarpi mjög óhag-
stætt,“ segir Árni Snæbjömsson,
ráðunautur hjá Búnaðarsambandi
íslands.
Hann segir að rigningar og hvass-
viðri hafi Ieikið æðarvarpið grátt.
Þá á hann aðallega við dúninn,
sem þessi veðurskilyrði hafa slæm
áhrif á. „Þegar rigning er dag eftir
dag, er ekki einu sinni hægt að
fara í vörpin. Það má ekki hrekja
fuglinn af í rigningu, því þá blotna
eggin og kólna," segir Ámi. „Þetta
er vítahringur, sem menn lenda í
ef ótíðin er samfelld, því þá komast
menn ekki ti! að hreinsa og setja
þurrt undir," bætir hann við.
Hann segir að á Norður- og Norð-
austurlandi hafi útlitið verið gott
fram að Jónsmessuhretinu í lok
júní. „Sumstaðar var varpi lokið,
en þá var það unginn sem drapst
vegna kulda og hvassviðris. Menn
tala um mikil ungaafföll, sem
bitna á varpinu eftir fimm ár,“ seg-
ir Árni.
Árni bendir á að nú sjáist afleið-
ingar grútarmengunarinnar á
Ströndum. „Það skilar sér ekki
nema lítill hluti af fugli í varp þar.
Ég veit um stór vörp nyrst á
Ströndum þar sem ekki er nema
þriðjungur eða fjórðungur þess
sem það hefur verið undanfarin
ár,“ segir hann.
Hann telur að það séu ekki marg-
ir bændur, sem lifi eingöngu á æð-
arvarpi. Þó nokkurn fjölda segir
hann samt lifa af æðarvarpi að
mestu leyti. „Það er býsna stór
hópur, sem hefur af þessu allmikl-
ar tekjur. Mestur fjöldi æðarbænda
hefur fyrst og fremst stuðning af
þessu," segir Árni.
Árni bendir á að undanfarin ár
hafi æðarbændum gengið vel. ,Á
árunum 1988 til 1990 voru um
3.000 kg af æðardúni flutt út. Síð-
an hefur aðeins dregið úr útflutn-
ingi vegna þess að dúnninn selst
hægar. Það hefur samt gengið bet-
ur að selja hann hérlendis," segir
Árni. Hann bætir við að heims-
markaðsverð á æðardúni hafi
lækkað, en mest selst af æðardúni
til Þýskalands. .Japansmarkaður
var líka öflugur, en nú fer lítið
þangað,“ bætir hann við. Hann tel-
ur að kenna megi efnahagsástandi
í löndunum um. „Vörur úr æðar-
dúni eru lúxusvarningur í þessum
löndum og efnahagskreppa bitnar
fyrst á þannig vörum,“ segir Ámi.
Hann segir að um 40.000 kr. hafi
fengist fyrir hvert kfló undanfarin
ár, en nú megi gera ráð fyrir eitt-
hvað lægra verði.
Um framtíðina segir Árni: „Þetta
hefur alltaf verið sveiflukennd bú-
grein og verður það sjálfsagt
áfram."
Ekki er grundvöllur fyrir rekstri gúanóverksmiðju í Borgarnesi við óbreyttar aðstæður:
Verður gúanó notað til að
knýja gúanóverksmiðjuna?
Frá slátrun í siáturhúsinu í Borgarnesi. Nú er ætlunin að nota af-
gangsdýrafitu sem eldsneyti í kjötmjölsverksmiðjunni þar.
Forráðamenn gúanóverksmiðj-
unnar í Borgamesi hafa undan-
farið verið að skoða kosti þess að
kaupa nýjan gufuketil i verksmiðj-
una, sem getur brennt þeirri Iq'öt-
feiti sem verksmiðjan framleiðir.
Óvíst er hvort af þessari hugmynd
verður, þar sem um talsverða fjár-
festingu er að ræða og ekki hefur
tekist að skapa traustan rekstrar-
grundvöll undir verksmiðjuna.
Gúanóverksmiðjan framleiðir
soðna kjötfeiti (tólg) og kjötmjöl
úr sláturafgöngum og úrgang-
skjöti. Undanfarin ár hafa fallið til
í verksmiðjunni 130-150 tonn af
kjötmjöli og svipað magn af feiti.
Síðustu ár hefur aðeins tekist að
selja um helming af kjötmjölinu
og óverulegt magn af feitinni.
Feitin hefur verið urðuð með leyfi
heilbrigðisfulltrúa Borgarness.
Kjötmjölið hefur verið selt til
þeirra loðdýrafóðureldhúsa sem
enn starfa. Nokkuð er notað af
kjötmjöli í fóður handa sauðfé og
kúm. Þá hefur verið reynt að
markaðssetja það sem lífrænan
áburð, en það hefur ekki tekist
sem skyldi. Nú eru til hjá verk-
smiðjunni birgðir af kjötmjöli frá
fyrra ári og eru þær um 30-40
tonn.
Ketill verksmiðjunnar er orðinn
gamall og þarfnast mikils viðhalds.
Vinnueftirlitið skoðaði hann á síð-
asta ári ásamt viðgerðarmönnum.
Niðurstaðan var að nauðsynlegt
væri að gera endurbætur á honum
til að tryggja öryggi starfsmanna
og til að bæta nýtingu hans, en
hann brennir svartolíu.
Forráðamenn verksmiðjunnar
hafa verið að skoða kosti þess að
kaupa nýjan ketil, sem bæði getur
brennt svartolíu og kjötfeiti.
Gunnar sagði að á Vesturlandi og
víðar á landinu væru stórir not-
endur orku til gufuframleiðslu.
Hann nefndi í því sambandi mjólk-
ursamlög og fiskimjölsverksmiðj-
ur. Hann sagði að verið væri að
skoða hvort grundvöllur væri fyrir
því að reka verksmiðjuna áfram
með nýjum eða endurbættum
búnaði. Hann sagði að ekki verði
grundvöllur fyrir rekstri hennar
nema takist að finna kaupendur að
framleiðsluvörum hennar, og þá
Slátrun hófst 8. september í
Borgarnesi og hefur gengið vel.
Reiknað er með að slátrun ljúki 25.
eða 26. október. Ekkert vandamál
hefur verið að fá starfsfólk til
vinnu, eins og stundum hefur ver-
ið. Að sögn Gunnars Guðmunds-
sonar sláturhússtjóra eru líkur á
að ekki verði hægt að veita öllu því
fólki vinnu við slátrun, sem óskað
horfi menn sérstaklega á kjötfeit-
ina. Gunnar sagði að send hafi ver-
ið sýni af kjötfeitinni til Bretlands
og niðurstaðan sýni að feitin sé
fyllilega nothæf sem ígildi svart-
olíu, ef bætt er smávægilegum
hefur eftir vinnu. Við slátrunina
starfa 120-140 manns. Slátrað
verður um 1.800 fjár á dag, þegar
slátrun verður komin í fullan
gang. Þetta er um 400 kindum
færra en undanfarin ár.
í fyrra var slátrað tæplega 70 þús-
und fjár í Borgarnesi. Þá var slátr-
að óhemju mörgum fullorðnum
ám. Árið 1988 var slátrað 58 þús-
aukabúnaði við gufukatlana.
Gunnar sagði að í dag sé ekki
rekstrargrundvöllur fyrir verk-
smiðjuna og því hafi verið tekin
ákvörðun um að Ioka henni, eftir
að rekstrarútkoma síðasta árs lá
fyrir. Gunnar sagði að mjög lágt
verð fengist fyrir framleiðsluvörur
verksmiðjunnar. Hann sagði að
rekstrargrundvöllurinn hefði
minnkað samhliða fallandi gengi
loðdýraræktar á íslandi. Fram til
ársins 1988 var kjötfeitin flutt út í
nokkrum mæli. Greiddar voru lít-
ilsháttar útflutningsbætur með
henni. Eftir að þær voru felldar al-
gerlega niður, var þessum útflutn-
ingi hætt.
Rekstur var hafinn í verksmiðj-
unni að nýju nú í upphafi slátur-
tíðar. Bæjaryfirvöld í Borgarnesi
gáfu leyfi til að starfrækja hana.
Gunnar sagði að verulegum fjár-
munum hefði verið varið til við-
haids á verksmiðjunni síðustu tvö
til þrjú ár. Nýr gufuketill í gúanó-
verksmiðjuna kostar á bilinu 5-10
milljónir. -EÓ
und fjár, sem er minnsta slátrun
þar í áratugi.
Gunnar sagði að sláturhúsum
væri gert að hagræða hjá sér og ná
niður sláturkostnaði. Hann sagðist
telja að með því að senda gærurn-
ar beint norður til Akureyrar og
með fleiri hagræðingaraðgerðum
muni markmið um sparnað nást.
Fram að þessu hafa gærurnar ver-
ið saltaðar og geymdar í Borgar-
nesi. Þær hafa síðan verið sendar
til vinnslu til Akureyrar eftir að
sláturtíð er lokið. Nú eru gærum-
ar kældar niður og sendar beint
norður að kvöldi. Gunnar sagði að
þessi breyting virtist ætla að koma
vel út. -EÓ
Slátrun í Borgarnesi er hafin. Slátrað verður 9-10 þúsund færri dilkum í ár en í fyrra:
Gærur fluttar ósaltaðar noröur
f haust er áformað að slátra 9-10 þúsund fæiri dilkum í sláturhúsi
Kaupfélags Borgfirðinga í Borgamesi en í fyrra. Áformað er að slátra 57
þúsund fjár. Aldrei áður hefur jafn fáum kindum verið slátrað í Borgar-
nesi. Gærur frá Borgamesi, Egilsstöðum og Vopnafirði em nú í fyrsta
skipti sendar kældar og ósaltaðar beint norður til Akureyrar til frekari
vinnslu. Með þessu er talið að hægt verði að spara umtalsverða fjármuni
við slátrunina.