Tíminn - 17.09.1992, Síða 4

Tíminn - 17.09.1992, Síða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 17. september 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tfminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sími: 686300. Auglýsingaslml: 680001. Kvöldslmar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Óorði komið á stj ómmálin „Við erum ekki eins og þeir. Við erum eini stjómmála- flokkurinn sem lofar því að hækka ekki skatta.“ Eitthvað á þessa leið hljómuðu yfirlýsingar Davíðs Oddssonar, formanns Sjáífstæðisflokksins og núver- andi forsætisráðherra, fýrir síðustu kosningar, þegar hann var að skapa flokki sínum sérstöðu í hinu pólit- íska ölduróti sem þá ríkti. Fyrir nokkrum dögum voru þessi ummæli hans rifjuð upp á Stöð 2 í tilefni þess, að í tengslum við fjárlagagerðina hafa verið uppi talsverð- ir tilburðir til að hækka skatta með breytingum á virð- isaukaskattinum. Niðurstaðan liggur nú fyrir. Tilkynnt hefur verið um verulegar viðbótarskattaálögur á al- menning og þó sérstaklega húseigendur. Auk þess hef- ur innlend menningar- og upplýsingastarfsemi, sem lengst af hefur verið talin hafa sérstöðu hér á landi vegna gildis hennar fyrir menningarlegt sjálfstæði landsins, nú fengið að gjalda þessarar sérstöðu með sérstökum menningarskatti. Horfur eru á að þessi starfsemi muni þurfa að draga verulega saman seglin frá því sem nú er. íslenskir fjöl- miðlar munu þurfa að hagræða og spara og trúlega neyðast þeir til að bjóða upp á fábreyttari dagskrá og dvínandi gæði efnis. Bókaútgefendur hafa bent á að nær ógerningur verði að gefa út þær bækur, sem eru „hægar“ í sölu, en það hefur einmitt verið einkenni á bókum sem hafa sérstaka menningarlega þýðingu. Trúlega verður það eftirminnilegasta afrek ríkisstjórn- ar Davíðs Oddssonar á sviði mennta- og menningar- mála að drepa þá tegund menningar sem finnst í bók- um sem seljast hægt. Áður hafa ráðherrarnir vaðið eld og brennistein til að eyðileggja og útrýma Bókaútgáfu Menningarsjóðs, sem sérhæfði sig einmitt í þessum útgáfum. Eflaust telja þessir háu herrar að Morgan Kane, ísfólkið og Rauðu ástarsögurnar dugi sem nesti í þá Evrópuferð, sem krefst sérstaks vegabréfs inn í 21. öídina. „Við erum eini flokkurinn sem ekki ætlar að hækka skatta,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar. Þetta eru sannarlega ógeðfelld ummæli í ljósi efndanna. Enn nöturlegra er til þess að vita, ef rétt er, að í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sitji fólk sem skiptir enn hraðar um skoðun. Á mánudag sögð- ust margir þessara þingmanna ekki samþykkja neinar skattahækkanir í tengslum við virðisaukaskattsbreyt- ingarnar, enda hafi flokkurinn gefið út kosningaloforð sem ekki væri hægt að svíkja. Sólarhring síðar virðist þetta sama fólk tilbúið að svíkja loforðin og hrifsa í rík- issjóð a.m.k. 7.500 kr. úr vasa launamannsins. Það er ansi stór hluti af síðustu kauphækkunum vísitölufjöl- skyldunnar, sem var eins og menn muna upp á heil 1,7%. Útilokað er að taka mark á stjórnmálaflokki, sem með svo grófum hætti segir eitt fyrir kosningar og annað eftir að í valdastóla er komið. Þessir stjórnmála- menn eru að koma óorði á stjórnmálin. Um þátt Alþýðuflokksins tekur varla að tala. Sá flokk- ur er hættur að fylgja sjálfstæðri stefnu og hans pólit- íska tilvist felst í því að þeytast sem fylgihnöttur í kringum Sjálfstæðisflokkinn. / gær var hafist handa viö aö slétta yfir jaröraskiö á Vlghóli og flytja vinnuvélar á brott. Tímamynd Árni Bjarna Kirkj uby ggingarkróníka Stundum þvælist fyrir mönnum á hvað íslendingar trúa. Fýrir þúsund árum voru þeir kristnaðir með lagaboði, sem ekki var strangara en svo að leyft var að blóta á laun. Þann rétt hafa ey- byggjar nýtt sér æ síðan og trúa á stokka og steina, álfa og huldu- fólk, afturgöngur og galdramenn og yfirleitt flesta þá vætti, sem forfeðumir blótuðu jafnt fyrir og eftir kynni sín af Hvíta-Kristi. f kaþólskum sið höfðu íslend- ingar boð erkibiskupa að engu og prestar jafnt sem biskupar áttu sér sambýliskonur og em miklir ættleggir frá öllu því frillulífi komnir. Páfabullur, sem gmnur lék á að innihéldu boð um að vígðir menn iðkuðu einlífi, vom aldrei brotnar upp og hvergi farið að siðvenjum kristinna kenni- manna. Eftir siðaskipti var farið með Maríubænir og róður til- beðnar þvert ofan í boð og bönn allra kirkjulegra yfir- valda og pápíska iðkuð af enn meiri sannfæringu en nokkm sinni í kaþólskri tíð. Á síðari tímum spretta upp söfn- uðir utan þjóðkirkju þar sem orð- ið er boðað með froðufellandi sannfæringarkrafti og heilags- andahopparar dansa og syngja guðum sínum til dýrðar og sjálf- um sér til sáluhjálpar. Musteri þeirra em gjaman í verksmiðju- húsum og byggingum, sem reist- ar em sem verslunar- og skrif- stofuhúsnæði. Musterabærinn Margir guðir, fomir og nýir, em tilbeðnir og tákn þeirra og must- eri rísa um öll foldarból. í Kópavogi er trúarlíf íjömgra en í flestum plássum öðrum. Þar em athvörf margs kyns heilagsanda- hoppara. Þangað leggja meistarar úr Himalajafjöllum leið sína og færa Búdda, Vishnú og öllu því liði hrísgrjónafómir og ætla að byggja stúpu sem vísar leiðina til himins þeirra Asíumanna. Ein- hvers staðar á teikniborðum er líka til teikning að Bahaítamust- eri, þar sem sullað er saman kokkteil úr Allah, Jahve og heil- agri þrenningu og allt það tilbeð- ið í sameiningu sér til hægri verka. Á sínum tíma átti auðvitað að reisa musterið í Kópavogi, gott ef ekki á Nónhæð. Gamla góða vættatrúin lifir líka góðu lífi í Kópavogi. Bæjarstjóm og bæjarverkfræðingur töldu ekkert eðlilegra en að leggja sveig á götu og allar lagnir umhverfis Álfhól til að eyðileggja ekki híbýli íbúanna þar og styggja þá þar með til hermdarverka. Draumamenn og -konur sögðu fyrir um hvemig verklegum framkvæmdum skyldi hagað, til að koma í veg fyrir hefndir álfa og huldufólks, sem hólinn byggja, ef við honum yrði hróflað. Engum getum skal að því leitt hvort for- ráðamenn Kópavogskaupstaðar em blendnir í trúnni, en hitt er víst að staðfastlega trúa þeir á sömu regin og smalamir sem vöfruðu um Digranesið fyrir ell- efu hundmð ámm eða svo. Örskammt ffá Álfhóli er svo Víg- hóll. Þúsund ára rifrildi Kannski má liggja milli hluta á hvað íslendingar trúa í hjarta sínu eða í fellingum heilabarkar- ins eftir atvikum. En eitt er þó víst og rétt, að þeir em ekki tómlátir um kirkjubyggingar. Allt frá því að Staða-Ámi átti í útistöðum við bændur um hvort þeir eða kirkjan ætti jarðimar, sem guðshúsin vom reist á, hefur verið rifist um eignarhald á kirkjugrunnum og umhverfi þeirra og hvort rífa eigi kirkju hér og reisa þar á nýjum gmnni eða gömlum, á öðmm stað í sókninni eða í þeim garði þar sem sungnar hafa verið tíðir og helvíti og himnaríki boðað á víxl, eða sam- tímis, allt frá árdögum kristni- halds í landinu. Kaþólíkinn í Laxnesi gerir þess- um þætti andlegs lífs í landinu góð skil í Innansveitarkróníku sinni, en í öllum eða allflestum prófastsdæmum landsins em dæmi um heiftúðlegar deilur um kirkjur, ekki síður á vorum dög- um en áður fyrr og í gegnum tíð- ina. Að sjálfsögðu kemur kristin trú eða upphafning andans til hæða ofar Alfhólum og Víghólum Ver- aldarvafstursins svona deilum ekkert við, hefur aldrei gert það og mun aldrei gera. Að engu gert Hundmð milljóna króna kirkju- skrokki á Víghóli var slátrað á safnaðarfundi Digranesssóknar í fýrrakvöld. Samkvæmt hefð var sóknamefndin búin að stika út kirkjustæðið, útmetinn arkitekt hafði lokið teikningum að mó- deme skúlptúr, sem vitnar um flest annað en tilbeiðslu á Jesú Kristi og föður hans á himnum. Biskup var búinn að taka afstöðu og stinga upp hnaus og búið var að fara með bænir og syngja sálma yfir kirkjugrunninum áður en stórvirkar vinnuvélar og dýn- amit hófú að umtuma Víghóli. Á safnaðarfundi var allt þetta að engu gert, þar sem meirihlutinn kærði sig ekkert um kirkju. Deilumar um kirkjubyggingu á Víghóli stóðu um smekk. Samt minntist aldrei nokkur sála, sem lét sig málið varða, á hvort kirkju- skrokkurinn, sem sýndur var á teikningum og líkani, væri ljótur eða fallegur. Það var.aðeins tekið fram hve hátt upp í loftið kirkjan ætti að ná. Þótti sumum hún vera full rismikil, en aðrir sögðu að ekki mætti skorta þumlung upp á til- tekna hæð. Umhverfisvemdarsinnar fóm með sín boðorð og samkvæmt þeim er Víghólakirkja greinilega mengun. Safnaðar- stjómin, prestar og biskupar töldu kirkjuna gera Víghól að un- aðsreit og töluðu og skrifúðu fjálglega þar um. Hún skyggir á útsýnið, sögðu umhverfissinnar. Iss! sögðu þeir sem vildu kirkju, hingað kemur aldrei nokkur maður að líta í kringum sig. Hún eyðileggur fót- boltavöllinn, sögðu umhverfis- sinnar. Safnaðarheimili er hollara en fótbolti, var niðurstaða kirkju- sinna. Nú em vinnuvélar á brott af Víg- hóli og vonandi dýnamitið, sem sprengja átti upp hólinn til að koma húsi drottins fyrir á hon- um. Meirihluti safnaðarfúndar sam- þykkti að færa Hjallasókn vestur fyrir Víghól, en þegar er hafin kirkjubygging í kallfæri frá Víg- hóli og þar er Hjallakirkja nokkuð ávegkomin. Hér er búið að efna til vænlegrar deilu um flutning sóknarmarka og geta íbúar tveggja kirkjusókna tekið þátt í henni með góðri sam- visku. En í guðs bænum gætið þess vel, góðu Kópavogsbúar, að blanda kristinni trú ekki inn í ágrein- ingsefnin, enda engin hefð fyrir slfiai. Hins vegar em biskupar, prófastar og prestar velkomnir í slaginn, enda þúsund ára reynsla fyrir góðri liðveislu þeirra í bar- daganum við hégómann. O.Ó

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.