Tíminn - 17.09.1992, Blaðsíða 1
Fimmtudagur
17. september 1992
173. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, um hækkun framfærslukostnaðar:
Allt brostið með
minnkandi kaupmætti
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar, segir að allar hreyfingar til hækkunar séu til hins
verra. Út af fyrir sig sé allt brostið með minnkandi kaupmætti og
þar undanskilur hann ekki grundvöll núgildandi kjarasamninga.
Hann boðar að verkalýðshreyfingin muni gera ákaflega grimmar at-
hugasemdir við þær ráðstafanir, sem ríkisstjómin boðaði í fyrra-
kvöld sem munu leiða tii minnst 7500 króna hækkunar á fram-
færslukostnaði vísitölufjölskyldunnar.
Sé þessi hækkun skoðuð í ljósi
þeirrar 1,7% hækkunar, sem launa-
fólk fékk við gerð síðustu kjara-
samninga, kemur í ljós að þessi síð-
asta hækkun á framfærslukostnaði
vísitölufjölskyldunnar hefur étið
upp, ein og sér, ríflega helminginn
af því, sem fólk fékk við gerð síðustu
kjarasamninga. Launafólk með 60
þúsund krónur í mánaðarlaun og
því 720 þúsund á ári, fær samtals
12.200 krónum meira í laun á
samningstímanum. Að frádregnum
Davíð Oddsson forsætisráðherra og
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra fullvissuðu aðila vinnu-
markaðarins á sameiginlegum fundi
í gærmorgun um að atvinnumála-
nefnd ríkis og þeirra mundi halda
áfram störfum, þrátt fyrir að stjóm-
in hafi spilað út nokkrum af þeim
trompum sem nefndin vann að, s.s.
framkvæmdum í vegagerð og end-
urbótum á opinbem húsnæði og ný-
byggingum.
Þegar ríkisstjómin kunngerði til-
lögur í atvinnumálum í fyrrakvöld,
urðu margir sárir í atvinnumála-
nefndinni og töldu að grundvöllur
fyrir áframhaldandi nefndarstarfi
væri brostinn. Meðal þeirra var for-
þessum 7500 krónum em því aðeins
eftir 4.700 af ávinningi síðasta kjara-
samnings. Þótt verðlag hafi ekki
mikið hækkað á liðnum missemm
og verðbólga hefur verið lítil, er við-
búið að búið sé að éta þessar launa-
hækkanir upp í hækkandi verðlagi
undir yfirskini kerfisbreytinga.
Formaður Dagsbrúnar segir að
þessi hækkun á framfærslukostnaði
vísitölufjölskyldunnar muni skerða
kaupmátt, auka á erfiðleika fólks og
leiða einnig til aukins atvinnuleysis.
seti Aiþýðusambands fslands, Ás-
mundur Stefánsson.
Að sögn Guðmundar J. lögðu for-
ystumenn stjómarflokkanna allt
kapp á það að nefndin héldi áfram
störfum, m.a. vegna hins mikla
vanda sem er í sjávarútveginum og í
öðmm atvinnugreinum. Hins vegar
vildu þeir ekki lofa nefndinni „opn-
um tékka“, þegar hún leggur fram
tillögur sínar í atvinnumálum.
„Án þess að ég vilji gagnrýna einn
eða neinn, þá tel ég að of mikils
seinagangs hafi gætt í störfum at-
vinnumálanefndarinnar. Því verk-
efnin eru ærin og tíminn dýrmæt-
ur,“ sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson. -grh
Afleiðingar af litlum kaupmætti
birtast m.a. í því að framkvæmdir
verða minni, þar sem kaupgeta fólks
minnkar, og það sé ein aðalástæðan
fyrir þeirri lægð sem er í efnahagslífi
landsmanna. Þótt kaupmáttur tíma-
kaups hafi í sjálfu sér ekki minnkað
mikið, þá hefur hins vegar kaup-
máttur ráðstöfunartekna launafólks
hrapað töluvert með skertri yfir-
vinnu. Guðmundur J. segir að eitt
helsta efnahagsvandamálið um
þessar mundir sé sú staðreynd að
það sé offramboð á fólki með lítinn
kaupmátt.
Þá telur Guðmundur J. fyrirsjáan-
legt að atvinnuleysi muni aukast
m.a. hjá prenturum og bókagerðar-
mönnum, ef boðaðar hækkanir á
bókum og blöðum muni leiða til
samdráttar í viðkomandi atvinnu-
greinum. Að sama skapi ber hann
kvíðboga fyrir vetrinum, þótt eitt-
hvað hafi fækkað á atvinnuleysis-
skrá hjá Dagsbrún í þessum mán-
uði. „Ég er ansi hræddur um að það
fari að halla aftur undan fæti þegar
hann dimmir meira, og þá fjölgar
atvinnulausum á ný,“ sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson, formaður
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar.
-grh
Forstjóri prentsmiðj-
unnar Odda:
Óeðlilegt
og vanhugs-
að slys
,J4ér finnst þetta óeðlilegt, van-
hugsað og þetta er slys, ef þetta
verður svona,“ segir Þorgeir
Baldursson, forstjóri prentsmiðj-
unnar Odda, um niðurfellingu
endurgreiðslu á innskatti, sem
mun líklega leiða til 18% verð-
hækkana á íslenskum bókum.
„Það, sem mér finnst vera afleitt
fyrir prentiðnaðinn, er að þarna
er beinlínis verið að hafa áhrif á
þá þróun að bókaútgefendur taki
inn til sín alla þá vinnslu sem
þeir geta, til að losna við virðis-
aukaskattinn."
„Menn munu í auknum mæli
reyna að ná niður verði. Hvort
þeir leita til útlanda eða til inn-
lendra aðila er spurning um hvar
verðið er best,“ sagði Þorgeir.
Umferðarslys á Suður-
landsvegi:
Sex á
slysa-
deild
Alvarlegt umferðarslys varð á Suð-
urlandsvegi við Gunnarshólma um
klukkan 17.16. Þar rákust saman
fimm bifreiðar, þar af ein rúta og
jeppabifreið. Sex manns voru fluttir
á slysadeild Borgarspítalans í
Reykjavík, þar af tveir alvarlega slas-
aðir. Þeir gengust undir aðgerð og
læknisrannsókn í gærkvöldi og þeg-
ar Tíminn fór í prentun var ekki vit-
að um líðan þeirra.
Slysið varð með þeim hætti að öku-
maður bifreiðar missti stjórn á bíl
sínum, sem skall framan á rútuna.
Lentu bifreiðin og rútan á þremur
öðrum bifreiðum. Lögreglan lokaði
veginum við Gunnarshólma og
þurfti að kalla til tækjabíl slökkvi-
liðsins til að ná þeim slösuðu úr bíl-
unum. Timamynd: Áml Bjama
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum:
Aðeins dropi í hafið
„Þó að talið sé að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í atvinnumál-
um og þá sérstaklega í vegagerð muni skapa 500-600 störf, þá er
þetta engu að síður aðeins dropi í hafið. Við lögðum áherslu á að
þegar yrði hafist handa við að gera allt klárt fyrir útboð,“ sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar.
Ríkisstjórnin hætti ekki við að skerða fæðingarorlof. Flóabátar verða fjármagnaðir af vegafé:
Andstaða í stjórnarflokkum við fjárlagafrumvarpið
Veruleg andstaða er innan þingfiokka Alþýðufiokks og Sjálf-
stæðisflokks við ýmsa þætti fjárlagafrumvarpsins. Útgjalda- og
tekjurammi frumvarpsins hefur hins vegar verið samþykktur.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur ekki samþykkt hvemig
staðið verður að breytingum á virðisaukaskatti. Þá er mikil and-
staða við áform um lækkun á fæðingarorlofi.
Á þingflokksfundi sjálfstæðis-
manna í fyrradag lýstu margir
þingmenn yfir andstöðu við ein-
staka liði fjárlagafrumvarpsins.
Þeir lýstu því yfir að þeir myndu
beita sér fýrir breytingum á því
við afgreiðslu frumvarpsins á
þingi. Ekki var t.d. tekin formleg
afstaða til tillagna um að endur-
greiðslum á virðisaukaskatti til
hitaveitna, fjölmiðla og bókaút-
gáfu verði hætt. Nokkrir þing-
menn lýstu því yfir að þeir vildu
sjá hvaða áhrif þetta hefði á verð á
heitu vatni hjá hitaveitum á
landsbyggðinni, þ.e. hvort niður-
greiðslurnar dygðu til að halda
húshitunarkostnaði þar óbreytt-
um.
Þá er andstaða bæði í Sjálfstæð-
isflokki og Alþýðuflokki við að
lækka tekjuskatt fyrirtækja úr
45% í 33%. Það mál tengist síðan
deilum um fjármagnsskatt, en
fjármagnsskattur fékkst ekki
samþykktur í Sjálfstæðisflokkn-
um við lokaafgreiðslu fjárlaga.
Samkvæmt heimildum Tímans
verður fjárlagafrumvarpið sent í
prentun án þess að hætt verði við
að skerða fæðingarorlof um 200
milljónir. Mjög mikil andstaða er
við þennan niðurskurð í báðum
stjórnarflokkunum. Ekki er frá-
gengið hvernig þessi niðurskurð-
ur verður framkvæmdur, en í
reynd er ekki hægt að koma hon-
um við nema skerða fæðingaror-
lof um einn mánuð eða skerða or-
lofið um 10 þúsund krónur.
Einn viðmælandi Tímans sagði
að ríkisstjórninni hefði sennilega
ekki tekist að koma fjárlagatillög-
unum í gegnum þingflokk Sjálf-
stæðisflokksins ef hún hefði ekki
komið fram með tillögu um
aukningu á vegafé. Þingmenn
gera sér hins vegar grein fyrir,
eins og aðrir, að ekki er allt sem
sýnist varðandi þessa aukningu.
Aukningin er ekki tveir milljarðar
í reynd. Búið var að skerða vegafé
við vinnslu fjárlaga. Ákveðið hafði
verið að fjármagna Vestfjarða-
göng alfarið af vegafé þessa árs,
en ekki með lánsfé. Þá hefur verið
ákveðið að færa fjárveitingar til
flóabáta undir vegafé. Þar er um
tæpar 300 milljónir að ræða.
Raunveruleg aukning á fé til
vegamála frá fyrra ári er því tæp-
lega mikið meiri en um einn
milljarður.
-EÓ
1