Tíminn - 02.10.1992, Síða 2

Tíminn - 02.10.1992, Síða 2
2 Tíminn Föstudagur 2. október 1992 Menntamálaráðherra vill byggja undir kennslumið- stöð við Kennaraháskólann en þangað til: Kennslumiðstöð á sama stað und- ir stjóm KHÍ Nylega sagði formaður Kennarafélags Reykjavíkur að hugmyndir mennta- milaráðherra um að ffytja Kennslu- miðstöð námsgagnastofnunar í Kenn- araháskólan væru óraunhæfar þó ddd væri nema vegna þess að þar sé ekkert húsnæði til staðar. ,JÞað eru engar fréttir fyrir mig, ég vissi af því mæta- veL Ég þarf ekki formann Kennarafé- lags Reykjavíkur til að segja mér það. Það er rétt að það er ekkert húnsæði til í dag en það er ekkert sem segir að það sé ekki hægt að færa Kennslumið- stöð undir stjóm Kennaraháskólans nú þegar,“ segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Hann segir að það sé ekki beinn pen- ingalegur spamaður af þessum flutn- ingi heldur segi þeir sem komið hafi að málinu að kennslumiðstöð sé betur fyrirkomið undir stjóm Kennarahá- skólans. Hann bætir við að það þurfi auðvitað samkomulag við Námsgagna- stofnun ef kennslumiðstöð eigi að vera þar áfram þangað til að komið er hús- næði á lóð Kennaraháskólans. Ólafúr segir að Kennaraháskólinn sé engan veginn fúllbyggður og það séu áætlan- ir um áfiamhaldandi byggingar á lóð skólans. .d’að er alveg ljóst að þær þurfa að rísa fyrr eða síðar,“ segir Ólaf- ur. ,J>að sem ég sagði á hátíðarfúndi í til- efni hundrað ára afmælis kennara- menntunar á íslandi var einfoldlega það að eitt af því sem sérstaklega hefúr verið rætt í sambandi við endurskoðun á starfsemi Námsgagnastofnunar er að flytja kennslumiðstöðina til Kennara- háskóla íslands," segir Ólafúr. „Um þetta hefúr orðið eitthvað fiaðra- fok. Ég hef í framhaldi af þessu óskað eftir umsögn stjómar Námsgagna- stofiiunar um breytingu á reglugerð vegna þessa. Þá hef ég óskað eftir að til- nefndir verði fúlltrúar bæði frá Kenn- araháskólanum og námsgagnastjóm með menntamálaráðuneytinu til þess að ræða þennan flutning, þ.e^LS. að kennslumiðstöðin verði feerð undir stjóm Kennaraháskólans og verði á sínum tíma flutt þangað," segir Ólalúr. Ólafúr segist hafo orðið var við tregðu frá stjóm Námsgagnastofnunar. „Er það ekki bara þetta venjulega að menn vilja halda utan um það sem þeir hafo en ekki missa neitt,“ sagði Ólafúr að lokum. HÞ »Rita gengur menntaveglnn", heitir leikrit eftir Willy Russel sem frumsýnt verður á litla sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Leikritið er þýtt af Karli Ágústi Úlfssyni en þessarí uppfærslu leikstýrír María Krístjánsdóttir. Aöalleikararnir sem hér sjást eru Arnar Jónsson, sem leikur kennarann, og Tinna Gunnlaugsdóttir, sem leikur Ritu. Hjá VR eru 410 á atvinnuleysisskrá: Hafa ekki verið fleiri á öldinni f 100 ára sögu Verslunarmannafélags Reykjavíkur hafa aldrei verið fleiri á atvinnuleysiskrá hjá félaginu en um þessar mundir, eða 410 manns. Á síðustu tveimur vikum hefur þeim fjölgað um 40 eða um 10%. Á fúndi stjómar og trúnaðarmanna- ráðs VR í fyrrakvöld var ákveðið að boða ekki til yfirvinnubanns að sinni vegna sunnudagsopnunar verslana í Kringlunni. Pétur Maack, varafor- maður félagsins, segir að á meðan orð séu til alls fyrst, verði reyndur sá möguleiki að fora hina fríðsömu leið, enda hafi bæði kaupmenn og VSÍ lýst yfir vilja til viðræðna við félagið. í samþykkt fúndarins í fyrrakvöld Afkoma vestfirskra byggða: Vá fyrir dyrum Stjórn Alþýðusambands Vestfjarða telur að vá sé fyrir dyrum með afkomu vestflrskra byggða, sem stappar nærri byggðarösk- un, ef 60-70 þúsund tonna niðurskurður á þorskveiðiheimild- um, verði ekki bættur með einhveijum öðrum efnahagslegum úrlausnum en með kvaðalausum fjárstyrkjum til útgerða. f samþykkt stjómar A.S.V. er lý*t eftír tlliögum byggöastofnunar og ráðstöfunum sljómvalda til að leysa úr vanda flskvinnshifólks, frystihúsanna og byggðaríaganna sem sifja cftir með gífurlegan íjárhagsvanda f kjölfar niður- skurðar á þorskveiðiheimildum. Þá mótmælir stjóm sambands- ins harðlega öllum tUlögum sem miða að því að auka vaxtabyrðar á cfnalítiö fólk f verkamannabú- staðakerflnu. „Slíkt er á skjön við Öll fyrirheit í kjarasamníngum sfðustu ára um jöfnuð í þjóðfélag- inu.“ Að sama skapí telur stjóm Alþýðusambands Vestfjaröa það einnig vera brot á samkomulagi verkafólks og stjómvalda ef breyt- ingar á iögum um virðísaukaskatt veldur hækkun á verði matvöru, hltakostnaðl og öðrum brýnum lífsnauösynjum. -grh segir meðal annars að kaupmenn not- færi sér erfitt atvinnuástand með því að þvinga starfsmenn sína bæði leynt og ljóst til að vinna á sunnudögum. Pétur Maack segir að mýmörg dæmi séu til um þetta, því miður. Þá samþykkti fúndurinn að skora á kaupmenn að virða gildandi lög og kjarasamninga, en félagið telur að þeir hafi einhliða brotið gildandi samninga við verslunarmenn með sunnudags- opnun verslana. Jafnframt sé sunnu- dagsopnun í mótsögn við fyrri yfirlýs- ingar vinnuveitenda að ekki sé svig- rúm til launahækkana. Nær væri fyrir þá að hækka grunnlaun sinna starfs- manna en undanferið hefúr stór hluti mánaðarlauna verslunarfólks verið yf- irvinnukaup, sem óhjákvæmilega hef- ur aukið kostnaðinn við að selja vör- una. -grii Loðskinn á Sauðárkróki á í rekstrarerfiðleikum: Getur ekki rettum tima Loðsldnn hf. á Sauðárkróki á í miklum rekstrarerfiðleikum. Fyrirtækið gat ekki greitt laun á réttum tíma um þessi mánaöa- mót Að sögn Birgis Bjamason- ar, framkvæmdastjóra Loð- skinns, er vonast til að það mái leysist í dag, en viðræður standa yfir við viðskiptabanka fyrirtæk- isins, sem er Búnaðarbankinn, og aðra iánardrottna. Loðskinn hefur lengi átt í tals- vert miklum rekstrarerfiðlelk- um. Ástæðan er gamali og þung- ur skuldabaggi sem fyrirtækinu hefur gengið Ula að létta. Birgir sagði að skuldir Loðsldnns hafi ekki aukist síðustu tvö ár en ekki haft tekist að standa í skil- um með eldri ián. Birgir sagðl ekki fyrirhugað að segja starfsfólki Loðskinns upp störfum. HI þess þurfi ekká að koma ef þær viðræður sem nú standa yfir sfeHi jákvæðri niður- stöðu fyrir fyrirtækið. -EÓ Menntamálaráðherra um sölu Skólavörubúðarinnar: Engin ákvörðun tekin ennþá „Það hefur enginn ákvörðun verið tekin um sölu á Skólavörubúð- inni,“ segir Ólafur. Hann segir að í sambandi við endurskoðun á starfsemi Námsgagnastofnunar hafí verið rætt um sölu Skólavöru- búðarinnar en engin ákvörðun hafi verið tekin um það. ,Ég hef m.a. feert það fram að sá niður- skurður sem ég verð að framkvæma hefur áhrif á starf Námsgagnastofhun- ar. Það er ein leið til þess að það hafi minni áhrif að selja Skólavörubúðina. Það er að vísu nokkuð sem gefúr tekjur bara einu sinni. Ég hef aldrei látið að því liggja að það sé einhver framtíðar- rekstrarspamaður af því að selja búð- ina,“ segir Ólafúr. Hann bætir við að hún hafi ekki verið neinn baggi og hún hafi samkvæmt bókhaldi Námsgagnastofnunar skilað hagnaði en segist ekki sjá þær forsend- ur sem eiga að kalla á ríkisrekstur Skólavörubúðarinnar. ,Ég veit að það er ýmislegt sérhæft þar en pöntunarþjónusta í dag er öll önnur en hún var þegar Skólavörubúðin var sett á laggimar," sagði Ólafur. íslandsbanki styrkir starfsmenn sína í að hætta reykingum: Utibúið í Garðabæ er orðið reyklaust í gær var reyklaus dagur í íslandsbanka en undanfama mánuði hef- ur staðið yflr sameiginlegt átak stjórnar íslandsbanka, Glitnis, VÍB og Starfsmannafélags íslandsbanka sem nefnist Reyklaus íslands- banki árið 2000. Ellefu útibú og aðrir vinnustaðir bankans eru þeg- ar orðnir reyklausir. Sá stærsti þessara staða er útibú íslandsbanka í Garðabæ og veitti Tryggvi Pálsson bankastjóri starfsfólki þar sér- staka viðurkenningu í gær. Átakið hófst í byrjun þessa árs og var þá gerð viðamikil könnun meðal starfsfólksins sem leiddi í ljós að yf- irgnæfondi meirihluti þess var fylgj- andi því að vinnustaðir væru reyk- lausir. í tengslum við átakið hafa læknamir Grimur Sæmundsen og Kjartan Magnússon heimsótt flesta vinnustaði bankans, kynnt niður- stöður könnunarinnar, skaðsemi óbeinna reykinga auk þess að svara fyrirspumum. Þá er verið að undir- búa námskeið fyrir þá starfsmenn og maka þeirra sem vilja hætta að reykja. íslandsbanki mun endur- greiða þátttakendum helming nám- skeiðsgjaldsins ljúki þeir námskeið- inu. Þá verður starfsfólkinu endur- greiddur hinn helmingur gjaldsins, verði þeir enn reyklausir á vinnu- stað að tveimur mánuðum liðnum frá námskeiðslokum. Kjartan Magnússon læknir útskýrir fyrir starfsfólki fslandsbanka óhollustu óbeinna reykinga.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.