Tíminn - 02.10.1992, Side 3
Föstudagur 2. október 1992
Tfminn 3
Menntamálaráðherra um heimflutt bein Fjölnismanna:
Er tilbúinn að
hlusta á aðra
Eins og Tíminn hefur greint frá eru ýmsir aðilar áhugasamir um að flytja
bein Fjölnismanna heim þar sem nú á að fara að gera grafreit þeirra í Kaup-
mannahöfn að útvistarsvæði. Vilji stjórnvalda stendur til þess að minninga-
skildir auðkenni grafreitína. „Ég held mig við það sem lagt hefur verið til
og ýmsir menn komið að og rðdsstjórninni er kunnugt en ég er alveg tilbú-
inn að hlusta á aðra og ég held mig ekkert fast við þessa niðurstöðu ef
menn velja eitthvað annað," segir Olafur G. Einarsson menntamálaráð-
herra.
„Það er alveg nýtt að sá áhugi sé
kominn upp,“ segir Ólafur en bætir
við að hann hafi lesið grein Siglaugar
Brynleifssonar sem vaktí máls á þessu
á dögunum.
Ólafur segist þá hafa verið búinn að
kynna þetta mál í ríkisstjóminni, hvað
hefði gerst og afskipti ráðuneytisins af
því. Það segist hann hafa gert eftir
ábendingar um að það ætti að breyta
Assistentskirkjugarðinum í Kaup-
mannahöfn í útivistarsvæði.
Ólafúr segir að fljótlega eftir að hann
tók við embætti menntamálaráðherra
hafi athygli sín verið vakin á þessu
máli en það hefði samt veríð búið að
reyfa það fyrr. „Ég óskaði eftir greinar-
gerð frá Aðalgeir Kristjánssyni og
Bimi Th. Bjömssyni. Aðalgeir skilaði
greinargerð og út úr henni og í sam-
vinnu við sendiráðið í Kaupmanna-
höfn kom þessi hugmynd að setja upp
legsteina með nöfnum þessara mætu
íslendinga og á þetta féllst ríkisstjóm-
in," segir Ólafur. Hann segir að sér
hafi fundist það eðlilegt að kynna mál-
ið fyrir ríkisstjóminni, því það kynni
að verða viðkvæmt, þó málið hafi
kannski ekki verið stórt f sjálfú sér. ,Á
þeim tíma hvarflaði það satt að segja
ekki að mér að það kynni að koma upp
áhugi einhverra á að flytja bein þess-
ara mætu manna heim tíl íslands en
síðan hefur það gerst," segir Ólafur.
Hann segist þekkja vel til sögu þjóð-
argrafreitsins á Þingvöllum því hann
var í fjögur ár formaður Þingvalla-
nefndar. „Ég hef aldrei á þeim tíma
heyrt neinn nefna það að það ætti að
fara að taka hann í notkun að nýju,“
segir Ólafur. „Það verður ekki að mínu
frumkvæði sem farið verður að vekja
upp þær deilur sem ég er alveg viss
um að munu vakna upp við það,“ seg-
ir Ólafúr.
Samtök opinberra starfsmanna á Norðurlöndum halda aðalfund á íslandi:
Ræða m.a. um samdrátt
í opinberri þjónustu
Aðalfundur Samtaka norrænna bæjarstarfsmanna stendur yfír í Reykjavík
þessa dagana. Aðalmál fundarins er framtíð norrænnar samvinnu í samein-
aðri Evrópu, staða verkalýðshreyfingarinnar í sameinaðri Evrópu og breytt
staða kvenna í Evrópu. Auk þess er rætt um vinnumarkaðsmál almennt,
ekki síst hvemig samdráttur í opinberri þjónustu á Norðuriöndunum kem-
ur við opinbera starfsmenn.
í gær fluttu erindi á fundinum ög-
mundur Jónasson, formaður BSRB,
Rannveig Sigurðardóttir, hagfræð-
ingur BSRB, og Hildur Jónsdóttir,
verkefnisstjóri Norræna jaftilauna-
verkefnisins.
Ögmundur sagði að á fundinum
væru menn að velta vöngum yfir
þeim breytingum sem framundan
eru ef áætlanir um stofnun EES
ganga eftir og Evrópubandalagið
heldur áfram að þróast í átt til meiri
samruna. „Það kemur berlega fram
á fundinum að fólk er farið að fylgj-
ast með þessum málum af miklu
meiri áhuga en áður var. Menn
rekja það eindregið til þeirrar um-
ræðu sem fram fór í kjölfar þjóðar-
atkvæðagreiðslunnar um Maast-
richt-samkomulagið í Frakklandi
og Danmörku. Þó að það sé annar
handleggur en Evrópska efnahags-
svæðið þá hefur umræðan innan EB
leitt til þess að það hefur orðið eins
konar vakning víða um Evrópu um
framtíð evrópskar samvinnu," sagði
ögmundur.
ögmundur sagði að samdráttur í
opinberri þjónustu setti svip á
þennan fúnd eins og fleiri fundi sem
opinberir starfsmenn hafa tekið þátt
í síðustu misseri. Á öllum Norður-
löndunum er verið að draga saman
opinbera þjónustu á mjög mörgum
sviðum, ekki síst í Svíþjóð og á ís-
landi. Ögmundur sagði mjög gagn-
legt fyrir opinbera starfsmenn að
bera saman bækur sínar um þessi
mál því þróunin sé um margt svip-
uð milli Norðurlandanna. Hann
sagði þó að í Svíþjóð virtist sem
áhugi væri á að ræða breytingar á
opinberri þjónustu á þverpólitísku
plani. Umræðan þar sé því á nokkuð
öðrum nótum en hér á landi.
í dag flytur Claus Hangaard Sören-
sen, ráðuneytisstjóri í danska utan-
ríkisráðuneytinu, erindi á fundin-
um um Norðurlöndin og Evrópu-
bandalagið. Fundinum lýkur á
morgun.
Félög bæjarstarfsmanna á Norður-
löndum eiga öll aðild að Samtökum
norrænna bæjarstarfsmanna. Fé-
lagsmenn eru um 400 þúsund. -EÓ
HSK heldur landsmót:
Undirbúningurinn á
Laugarvatni hafinn
„Mótið verði í samræmi við stað-
hætti og umhverfi, tengist umhverf-
isvernd og beri þess jákvæð merki að
vera haldið í dreifbýli," segir m.a. í
þeim markmiðum sem nefnd á veg-
um Héraðssambandsins Skarphéð-
ins hefur sett sér en nefnd þessi
undirbýr af fullum krafti 21. lands-
mót UMFÍ sem haldið verður á
Laugarvatni í júní 1994.
Allt bendir til að sett markmið
muni nást hvað það varðar að halda
mótið á þessum tíma. Ungmennafé-
lag íslands frestaði á sínum tíma
landsmótinu um eitt ár, en upphaf-
lega stóð til að það yrði haldið næsta
sumar. Frestunin kom til vegna þess
að Ijóst var að sú aðstaða sem þarf til
að halda megi mótið yrði ekki tilbú-
in í tæka tíð. Þar heftir málið eink-
um snúist um þá spumingu hvort
frjálsíþróttavöllurinn yrði tilbúinn.
Menntamálaráðherra, Ólafur G. Ein-
arsson, hefur nú gefið góð orð um
Frá Laugarvatni.
það að hann muni beita sér fyrir því
að sú aðstaða sem vantar verði tilbú-
in í júlí 1994.
Á síðustu árum hefur mikil upp-
bygging á íþróttamannvirkjum á
Laugarvatni átt sér stað. Komið er
myndarlegt íþróttahús, knatt-
spymuvöllur og í sumar var glæsileg
sundlaug tekin f notkun.
Landsmótsnefnd HSK hefur nú
hafið störf að fullum krafti. Meðal
fyrstu verka hennar var að auglýsa
hugmyndasamkeppni um tákn fyrir
mótið og er skilafrestur í þeirri
keppni til 15. þessa mánaðar. Úrslit
verða svo kynnt eigi síðar en 1. nóv-
ember.
- SBS/Selfossi
TVÖFALDUR
1. VINNINGUR