Tíminn - 03.10.1992, Síða 1
Laugardagur
3. október 1992
185. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Búðarþjófar stela vörum fyrir milljarða:
Kyndir kreppan
undir búðahnupli?
„Þetta eru einhverjir milljarðar á
ári hveiju og þjófnaður hefur aukist
mikið að undanfömu. Það er
kreppa og þetta eykst alltaf á þeim
tímum,“ segir Magnús Finnsson,
formaður Kanpmannasamtakanna.
Magnús nefnir ýmis dæmi um
hversu algengt búðamhnupl sé.
Hann veit t.d. um frammámann í
skólamálum sem var gripinn nýlega
með vörur sem kostuðu tugi þús-
unda kr. Þá segir hann að í sumum
sérverslunum mæti afgreiðslumenn
jafnvel á hlaupaskóm til að geta bet-
ur elt uppi þjófana. Hann hefur það
eftir kaupmönnum matvöruversl-
ana að dæmi séu um að fólk setji
vörur í innkaupakörfur inni í versí-
ununum og aki þeim síðan fram hjá
búðarkössunum.
Hann segir að tap verslunarinnar af
búðaþjófnaði
hafi vaxið upp á síðkastið og þetta sé
mikið vandamál hérlendis. „Ef við
yfirfærum þær tölur sem við höfum
fengið frá öðrum löndum þá skiptir
þetta milljörðum," segir Magnús.
Hann segir að m.a. vegna þess muni
Búðahnupl hefur aukist að undanfömu, enda kreppuástand í
þjóðfélaginu og þegar harðnar á dalnum eykst freistingin að
stinga hinu og þessu í kápuvasann.
Kaupmannasamtökin efna til sér-
stakrar forvarnarumræðu á næst-
unni í tengslum við úttekt félagsvís-
indastofnunar sem hefur skoðað
hátt í 500 verslanir.
Magnús bætir við að hann hafi ný-
lega átt fundi með kaupmönnum frá
Norðurlöndum og þar hafi komið
fram að búðahnupl aukist með vax-
andi efnahagsþrengingum í þjóðfé-
laginu. Magnús segir að sérstakir
eftirlitsmenn séu jafnvel ráðnir í
stærri verslanir til að koma í veg fyr-
ir búðahnupl. „Þetta er aukinn
kostnaðarliður á verslunina sem
þýðir ekkert annað en hækkað vöru-
verð,“ bætir Magnús við.
Magnús segir búðaþjófa ekki vera
einlitan hóp. „Þetta er sjúkt fólk,
fólk sem neyðist til þess að gera
þetta sökum fátæktar og ýmsir aðrir
hópar,“ segir Magnús og bætir við að
verðmæti varningsins geti numið
mörgum tugum þúsunda í sumum
tilfellum. Hann veit og dæmi þess
að starfsmenn fyrirtækja hafi verið
stórtækir og jafnvel stundað eigin
vörusölu.
Formaður VMSl flytur frá
Höfn til Reykjavíkur:
Hættir sem
formaður
Jökuls
Bjöm Grétar
Sveinssaon,
formaður
Verkamanna-
sambands ís-
lands, hefur
ákveðið að
flytja frá
Höfn í Hom-
afirði til
Reykjavíkur. Hann mun láta af
störfum sem formaður Jökuls á
næsta aðalfundi félagsins, en þá
hefur hann gegnt formennsku í
félaginu í sjö ár. Ástæðan fyrir bú-
ferlaflutningi formannsins em
m.a. að verkefni hlaðast upp á
skrifstofu VMSÍ en einnig er ætl-
unin að sambandið auki verulega
á allan erindrekstur sinn. Þar fyr-
ir utan fylgja formannsstarfmu
töluverð samskipti við stjómvöld,
opinberar stofnanir og aðra og
því ekki stætt á öðm en formaður
Verkamannasambandsins sé í
fullu starfi á skrifstofu sambands-
ins.
Björn Grétar segir að auðvitað
sé það blendin tilfinning að hætta
hjá Jökli og flytja frá Höfn til
Reykjavíkur. „Þetta er búinn að
vera mjög skemmtilegur tími og
ég og fjölskyldan munum yfirgefa
Höfn með söknuði þegar þar að
kemur, í byrjun næsta árs.“ -grh
r
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra um rekstrarerfiðleika Járnblendifélagsins á Grundartanga:
Til greina kemur að Landsvirkjun lækki orkuverðið
„Ég tei að það komi fyllilega til
álita að íslenska jámblendifé-
laginu á Grundartanga verði
veittar ívilnanir, greiðslufrestur,
á orkuverði við ríkjandi aðstæð-
ur þar tii ástandið batnar. Þetta
er hins vegar Landsvirkjunar að
meta. En um þetta vil ég aðeins
segja að það getur verið í lang-
tímaþágu Landsvirkjunar. Eg
mæli ekki með öðru en því sem
það væri,“ sagði Jón Sigurðs-
son iðnaðarráðherra um rekstr-
arerfiðleika Járnbiendiverk-
smiðjunnar.
Erfiðleikar Jámblendiverksmiðj-
unnar voru ræddir á ríkisstjómar-
fundi í gær. Samþykkt var að fela
iðnaðarráðherra og fjármálaráð-
herra að skoða leiðir til að bæta
erfiða stöðu verksmiðjunnar. Rætt
verður við framkvæmdastjóm og
stjóm Járnblendifélagsins, með-
eigendur, lánardrottna og við-
skiptaaðila, þar á meðal við Lands-
virkjun.
Jón sagði að það væri stjórn
Landsvirkjunar að taka ákvörðun
um hvort gerðir verði samningar
við Járnblendifélagið um að orku-
verð til félagsins verði lækkað
tímabundið, en hann sagðist sjálf-
ur telja að slík lækkun eða
greiðslufrestur gæti verið í sam-
ræmi við hagsmuni Landsvirkjun-
ar.
Jón sagði að eitt af því sem yrði
skoðað á næstunni væri hvort til
greina komi að eigendur Járn-
blendifélagsins auki hlutafé sitt í
verksmiðjunni.
Hann neitaði að svara spurningu
um hvort hann persónuíega teldi
að hlutafjáraukning komi til
greina.
íslenska járnblendifélagið er að
55% hluta í eigu íslenska ríkisins,
norska fyrirtækið Elkem á 30%
hlut og japanska fyrirtækið Sumit-
omo Corporation á 15%.
Erfiðleikar Járnblendifélagsins
stafa af langvarandi kreppu á
málmmörkuðum.
Eftirspurn eftir kísiljárni hefur
ekki verið jafnmikil og vænst var,
en framboð hefur hins vegar verið
mun meira en reiknað var með,
m.a. frá Kína. Járnblendiverk-
smiðjan hefur verið rekin með tapi
í þrjú ár. Á þessum tíma hefur fyr-
irtækið tapað um einum milljarði
króna.
Vonir um bata hafa brugðist. Til
viðbótar hefur síðan borið á sölu-
tregðu og birgðasöfnun á kísil-
járni.
Jón sagði að greiðsluerfiðleikar
og sölutregða hjá Járnblendifélag-
inu stöfuðu ekki síst af því að El-
kem, einn eigenda félagsins og
samstarfsaðili Járnblendiverk-
smiðjunnar í sölumálum, hefur
verið að reyna að ná fram verð-
hækkun á kísiljárni í Evrópu með
því að draga úr sölu og safna
birgðum. Jón sagði að svo virtist
sem þessar tilraunir gengju gegn
tímans straumi.
-EÓ
HAUSTFERÐIR/N E WCASTI
Beint leiguflug til Newcastle. Hreint frábærar
haustferðir á verði sem þú getur eklci hafnað
4 daga ferðir, verð frá 22.900,-*
5 daga ferðir, verð frá 24.900,—
8 daga ferðir, verð frá 32.400,-
Brottfarardagar
21. október uppselt
25. október laus sæti
28. október uppselt
1. nóvember örfá sæti laus
4. nóvember uppselt
8. nóvember laus sæti
11. nóvember uppselt
15. nóvember örfá sæti laus
18. nóvember uppselt
22. nóvember laus sæti
25. nóvember aukaferö
*Staðgreiðsluverð er miðað við tvo ( herb. Flugvallarskattur og forfallagjöld ekki innifalin.
Ferðaskrifstofan Alís, sími 652266, fax. 65