Tíminn - 03.10.1992, Qupperneq 3

Tíminn - 03.10.1992, Qupperneq 3
Laugardagur 3. október 1992 Tíminn 3 Á annað hundrað manns sagt upp störfum á Norðurlandi. Kári Kárason, form. ASN: Eyðimerkurstefna ríkis í atvinnu- og efnahagsmálum Á skömtqum tíma hefur hátt á annað hundrað manns verið sagt upp störfum á Norðuriandi og virðist ekkert lát vera þar á. Kári A. Kárason, formaður Alþýðusambands Norðuriands og formað- ur Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir að þetta sé hrikalegt og varia líður sá dagur að ekki berist fregnir af uppsögnum eða gjaldþrot- um. Hann segir að í sjálfu sér sé ekki við öðru að búast í ljósi þeirrar eyðimerkurstefnu sem rekin er í atvinnu- og efnahags- málum landsmanna. „Stefna stjórnvalda í atvinnu- og efnahagsmálum virðist ganga út á það að gera ekki neitt. Ifyrstunni gaeti maður ætlað að þetta stafaði af sinnuleysi en svo er ekki. Þetta er meðvituð pólitísk stefna þar sem allri ábyrgð er varpað yfir á hinn svokallaða markað sem einnig er ætlað að leysa allan vanda.“ Sem dæmi um uppsagnir starfs- fólks á Norðurlandi má nefna að fjörutíu og níu manns hefur verið sagt upp í frystihúsi Hólaness hf. á Skagaströnd og viðbúið að frek- ari uppsagna sé að vænta í kjölfar- ið í þjónustugreinum í kauptún- inu. Þá hafa þrjátíu manns fengið uppsagnarbréf frá ullarfyrirtæk- inu Foldu hf. á Akureyri en áður hafði fyrirtækið sagt upp fimm manns og þá hefur ellefu af þrett- án starfsmönnum skipaafgreiðslu KEA verið sagt upp. Á Húsavík hefur ellefu af þrettán starfs- mönnum saumastofunnar Prýði verið sagt upp og sex af sjö starfs- mönnum skipaafgreiðslu Dalvík- ur. Formaður Alþýðusambands Norðurlands segir að þótt ytri að- stæður í efnahagsmálum lands- manna séu ekkert sérlega hag- stæðar um þessar mundir þá séu viðbrögðin við þeim aðstæðum frekar í þá átt að auka kreppuna en að draga úr henni. í því sambandi bendir hann á að það sé ekkert frumkvæði af hálfu stjórnvalda til að örva atvinnustarfsemi almennt. Þá bendir Kári á að niðurskurður stjórnvalda og þær harkalegu spamaðarráðstafanir sem fýlgt hafa í kjölfarið, hafi haft þær af- leiðingar að þjónustustarfsemi ýmiss konar hefur dregist saman og fólki verið sagt upp störfum. „Það fara allir að spara, almenn- ingur hefur minna á milli hand- anna, eftirspurnin í þjóðfélaginu minnkar og samdráttareinkennin verða sífellt meira áberandi." Formaður Alþýðusambands Norðurlands gagnrýnir harðlega það sjónarmið að ríkissjóður eigi aðeins við útgjaldavanda að glíma en ekki tekjuvanda. „Menn virðast ekki átta sig á því í mörgum tilfell- um að þegar verið er að spara við sig í útgjöldum þá er einriig verið að skera niður tekjur. Það er jafn- vel verið að skera niður þá þætti sem gefa meira í skatttekjur en þeir kosta ríkið, þannig að ríkis- sjóður kemur öfugur út úr niður- skurðinum." Kári A. Kárason segir að það sé í sjálfu sér lítill vandi að skapa að- stæður fýrir atvinnuleysi en sýnu verra að snúa þeirri þróun við. Þar að auki séu íslendingar vanbúnir að fást við afleiðingar mikils at- vinnuleysis sem landsmenn hafa ekki þurft að glíma við, þar til núna að öllu óbreyttu. -grh Málmur, samtök fýrirtækja í málm- og skipaiðnaði: Mótmælir að gert sé við Heklu í Póllandi Málmur, samtök fýrirtækja í málm- og skipaiðnaði, mótmælir harðlega áformum samgönguráðuneytisins um að semja við pólskt fýrirtæki um viðgerðir á strandferðaskipinu Heklu. Félagið bendir á að lægsta innlenda tilboðið sé mjög aðgengi- legt og við bætist hagræði sem því fýlgir að láta vinna veridð innan- lands. Bent er á að gjöld og skattar renni til innlendra aðila ef veridð er Níu tilboð bárust í orðabók Menningarsjóðs: ísafold og Mál og menning buðu hæst ísafoldarprentsmiðja og Mál og menning áttu hagstæðustu tilboðin í útgáfúrétt og bókalager Bókaútgáfú Menningarsjóðs. AHs bárust níu tíÞ boð. Ön tílboðin voru í útgáfúrétt á orðabók Menningarsjóðs og í sum- um var einnig gert ráð fyrir fleiri bókum. í aðeins einu tilboði, tilboði Máls og menningar, var gert ráð fýrir að útgáfúréthrr á öDum bókum og bókalageryrði keyptur. Stjóm Menningarsjóðs mun taka ákvörðun um hvaða tdlboði verður tekið á fundi næstkomandi þriðju- dag. ísafoldarprentsmiðja bauð tæpar 39 milljónir í orðabók Menningarsjóðs. Tilboðið gerir ráð fýrir að talsverður hluti kaupverðsins verði lánaður til nokkurra ára. Mál og menning bauð samtals 25,5 milljónir í útgáfurétt á orðabókinni og öðrum bókum Menningarsjóðs og bókalager. Gert er ráð fýrir að kaupverð verði að mestu ieyti greitt upp á einu ári. Verið er að reikna út hvað hvert og eitt tilboð þýðir í raua Nokkuð ljóst þykdr að tdlboð ísafoldarprentsmiðju og Máls og menningar eru hagstæð- ust Hvort tdlboðið er hagstæðara kemur í Ijós á þriðjudaginn þegar stjóm Menningarsjóðs kemur sam- an og tekur afstöðu til tilboðanna. - EÓ unnið hér á landi auk margvíslegra óbeinna áhrifa á aðra atvinnustarf- semi. „Með því að ákveða að færa umrætt verkefni til útlanda hlýtur þeim, sem þá ákvörðun tóku, annaðhvort að vera ókunnugt um að til auðnar horfir í málm- og skipaiðnaði hér á landi eða hitt að þeir láta sig slíkt ástand einu gilda,“ segir m.a. í álykt- un frá Málmi. Málmur bendir einnig á að í utan- ríkisráðuneytinu Iiggi fýrir drög að samkomulagi mílli EFTA og Pól- lands þar sem Pólverjum er veitt undanþága frá almennu banni við ríkisstyrkjum, a.m.k. næstu fimm árin. „Þetta þýðir, að pólskur skipa- smíðaiðnaður mun áfram — og með fullu samþykki íslenskra stjórnvalda — geta gert tilboð í smíði og einnig hugsanlegar viðgerðir skipa sem staðfastur grunur leikur á að sé stórlega niðurgreidd." -EÓ Ríkissáttasonrajari boðaði deiluaöila í álversdeilunni til samningafundar í gær og er ann- ar fundur boðaður í dag klukkan 10 þar sem reynt verður til þrautar að ná samkomulagi. Starfsmenn álversins vilja að fyrirtækið samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara frá því í vor en þeir hafa ver- ið samningslausir ( eitt ár. Á myndinni eru þeir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, og Magnús Geirsson, formaður Rafiðnaðarsambands fslands. Tímamynd Ámi Bjama Formaður VMSI og formaður Dagsbrúnar um könnun á eignamun framteljenda: HINIR RÍKU VERÐA RIKARI Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands, og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar, eru sammála um það að könnun tekju- og lagaskrif- stofu fjármálaráðuneytisins á eignamun framteljenda samkvæmt skattframtali 1991, leiði í ljós að hinir ríku séu sífellt að verða rík- ari, tekjumunur fólks að aukast og lagskipting þjóðfélagsins sé að breytast til hins verra. Þess í stað benda þeir á nauðsyn tekjujöfn- unar í þjóðfélaginu og hertu skattaeftirliti á þetta „himinhrópandi ranglæti.“ Samkvæmt þessari könnun kemur í ljós að 245 hjón eða 0,5% hjóna á ís- landi, sem hvert eiga 50 miljónir króna eða meir, eiga í raun 6% af heildareign landsmanna. Á árinu 1990 nam hrein eign þessa hóps um 16,6 milljörðum króna en 20,4 milljörðum í fyrra. Þessi vöxtur er talinn stafa fyrst og fremst af aukinni eign þessara hjóna í hlutafjár-, peninga- og verðbréfaeiga Ef sérstak- lega er skoðuð peningaleg eign allra hjóna landsins kemur í ljós að 10% þeirra eiga helminginn af þeim en 90% hinn helminginn. Athygli vekur að á árinu 1990 var fjöldi þeirra hjóna sem skulduðu eina milljón króna 3266 en í fyrra hafði fiölgað í þessum hópi um 30%, eða í 4254. Á sama tíma fjölgaði í hópi hinna ríkustu um 20%, úr 204 hjónum í 245 sem eiga 50 milljón krónur eða meira. Bjöm Grétar segir að þessar stað- reyndir sfyðji framkomnar fullyrðingar verkalýðshreyfingarinnar að auðurinn sé að safnast á æ færri hendur á meðan þeim fiölgar sem minna hafa á milli handanna. Hann segir að kröfúr verka- lýðshreyfingarinnar um tekjujöfnun í þjóðfélaginu hljóti að fá byr undir báða vængi, en það hefúr lengi verið eitt af helstu baráttumálum hreyfingarinnar. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður verkamannafélagsins Dags- brúnar, segir að það verði með öllum tiltækum ráðum að stöðva þennan ójöfriuð og segir að það nái engri átt að hinir ríku séu oft á tí'ðurn að greiða mun minni skatta en venjulegt launa- fólk á töxtum. Hann segir skattakerfið vera algjört gatasigti sem verður að stoppa í. Formaður Dagsbrúnar segir að það nái heldur engri átt að ákveðnir hópar í þjóðfélaginu komist upp með það að skammta sér tekjur nánast að vild og þurfi síðan ekki að greiða neitt af því til baka til samfélagsins. Á sama tíma sé skatturinn að eltast við venjulega launamenn út af smáræði á meðan hinir stóru fá að vera í friði. J núverandi ástandi fer þeim sífellt fiölgandi sem eru ákaflega þröngt haldnir. Verkalýðshreyfingin verður því að taka sér tak og harma jámið á með- an það er heitt og krefiast þess að tekið verði á þessari rosalegu tekjuskipt- ingu,“ segir Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar. -grh

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.