Tíminn - 03.10.1992, Síða 5

Tíminn - 03.10.1992, Síða 5
Laugardagur 3. október 1992 Tíminn 5 Samvinnuhreyfingin og framtíðin Jón Kristjánsson skrifar Skipulagsbreytingar þær sem gerðar voru á Sambandi íslenskra samvinnufélaga þegar deildum þess var breytt í sjálfstæð hlutafé- lög, erfiðleikar Sambandsins nú og samn- ingar við Landsbankann um yfirtöku á eign- um upp í skuldir hafa vakið mikla athygli í þjóðfélaginu að vonum. Þau ummæli hafa fallið hjá mörgum and- stæðingum samvinnuhreyfingarinnar að það sé lítil eftirsjá í Sambandinu, og rifja upp ýmsar gamlar lummur í því sambandi um pólitíska fyrirgreiðslu, og að Samband- ið hafi dafnað á tímum neikvæðra vaxta og óeðlilegs ástands efnahagsmála. Ég ætla ekki að fara að elta ólar við slíkar fúllyrðing- ar, enda eru þær hluti af þrasi dægurmál- anna, og ólíklegt er, svo ekki sé meira sagt, að ekkert fyrirtæki nema Sambandið hafi notið bankafyrirgreiðslu eða hagnast á nei- kvæðum vöxtum. Hvert stefnir samvinnustarfið? Það skiptir hins vegar mestu máli nú fyrir samvinnumenn í landinu að stefria ótrauðir til framtíðarinnar og laga þessa hugsjóna- stefnu að þeim aðstæðum sem eru í nútím- anum. Mikilvægasti þátturinn í þeirri stefnumótun varðandi Sambandið var þeg- ar ákveðið var að skipta því upp og breyta deildum þess í hlutafélög. Þá var teningn- um kastað. Atburðimir nú em eftirleikur, vegna mikilla erfiðleika í rekstri síðustu ára. Ástæðumar fyrir þeim em margvíslegar, og má þar nefna miklar fjárfestingar, samdrátt á ýmsum sviðum sem vom stór þáttur í rekstrinum, t.d. í landbúnaði, og þátttaka Sambandsins í ýmissi starfsemi sem gaf ekki arð. Ég er þess fullviss að mörgum samvinnu- manni vom það þung spor að skipta Sam- bandinu upp í hlutafélög. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það hafi verið rétt skref og nauðsynlegt og vil reyna að rökstyðja þá skoðun mína með nokkmm orðum. Til þess er nauðsyn að skoða megindrættina í sögu samvinnuhreyfingarinnar. Samvinnufélögin og sjálfstæðisbaráttan Saga samvinnustarfs á íslandi er samofin sjálfstæðisbaráttunni. Langt fram á 19. öld var verslunin í höndum útlendinga, og fjár- málastarfsemi sem okkur finnst sjálfsögð nú, svo sem bankastarfsemi, hófst ekki hér á landi fyrr en á síðari hluta 19. aldar. Upphafið Upphaf samvinnuhreyfingarinnar var það að bændur undir fomstu ýmissa athafna- manna bundust samtökum um verslunar- málin. Þau samtök vom stærsta og mark- tækasta skrefið til þess að gera verslunina innlenda og keppa við þá kaupmenn ís- lenska, sem vom fram- lengdur armur erlenda kaup- mannavalds- ins. Þetta er merkileg saga, sem verður ekki rakin hér. Hinu verður ekki á móti mælt að innlend verslun og arður af henni, sem eftir var í landinu, vísaði veginn til sjálfstæðis, enda taldi Jón Sigurðsson þenn- an þátt eina af undirstöðum sjálfstæðisbar- áttunnar. Pöntunarfélögin og síðan kaupfélögin byrjuðu með tvær hendur tómar, þjóðin var fátæk og engin fjármálastarfsemi var til í landinu. Sparisjóðir mynduðust á áttunda áratug aldarinnar, og skömmu seinna hóf Landsbankinn starfsemi sína. Hins vegar varð það svo að smám saman tók að mynd- ast fé í þessari starfsemi og var það notað alla 20. öldina til að færa hana út á ýmsum sviðum. Það hélst í hendur við aðrar breyt- ingar, sem voru þær að upp reis innlend kaupmannastétt og stétt innlendra athafna- manná sem ráku sín einkafyrirtæki, meðal annars í hlutafélagsformi. Sérstaða sam- vinnuhreyfingarinnar í viðskiptum varð ekki eins augljós og áður. Hlutverk fjármagnsins Breytingin á tímum jákvæðra vaxta er sú að sparifé myndast í þjóðfélaginu í auknum mæli. Um leið eflist sú hugsun bæði hjá fyr- irtækjum og einstaklingum og lífeyrissjóð- um þeirra, sem eru mikið fiármálaveldi, að þetta sparifé sé vel komið í atvinnurekstri til þess að efla eiginfiárstöðu fyrirtækja, sem er allt of veik. Það er eitt af sérkennum ís- lensks efnahagslífs. Fyrirkomulag sam- vinnuhreyfingarinnar hentaði ekki við þess- ar aðstæður. Hlutafélagsformið var notað í nýrri starfsemi og í samstarfi við aðra. Fyrsta stóra skrefið í þessa átt, sem sam- vinnumenn stigu, var á uppgangsárum í sögu SÍS, þegar Olíufélagið h/f var stofnað árið 1946. Við skipulagsbreytingamar þegar Sam- bandinu var skipt upp í hlutafélög, vom þessar staðreyndir viðskiptalífsins endan- lega viðurkenndar. Það er ekkert annað fyr- ir samvinnumenn að gera en að halda ótrauðir áfram á þessari braut. Aðalatriðið er það að þau hlutafélög, sem nú starfa, standi að arðvænlegum rekstri sem veitir atvinnu, og félög- in séu traust. Það eitt kemur þjóð- inni að gagni, þeg- ar til lengdar læt- ur. Einnig ætti að þróa þessi félög þannig að þau verði almennings- hlutafélög, sem selji sín bréf á opnum markaði. Sem slík geta þau gegnt þýðingarmiklu hlutverki í því samkeppnisþjóðfélagi sem er staðreynd á íslandi. Kaupfélögin Það er langt í frá að samvinnurekstur sé búinn að vera á íslandi. Kaupfélögin reka enn öfluga starfsemi undir samvinnufélags- forminu. Ný samvinnulög opna möguleika fyrir þau að leita til almennings um fiár- magn. Ekki hefur enn reynt á þá löggjöf. Hins vegar verða forustumenn kaupfélag- anna að vera vel á verði um með hverjum hætti félögin geta haft sem traustastan efnahag, sem er undirstaðan undir farsæl- um rekstri. Traust fyrirtæki í atvinnulífinu er það sem þjóðfélagið vantar í dag, og ekkert nema styrk eiginfiárstaða getur skapað það ör- yggi. Form er ekki sáluhjálparatriði ef hægt er að ná þessum markmiðum. „Krabbamein eða kolkrabbi“ Allir kannast við þá umræðu að Samband- ið hafi verið ríki í ríkinu, allt of stórt og „krabbamein í íslensku þjóðfélagi", eins og einhver stjómmálamaður orðaði það. Þessi umræða hefur nú hljóðnað og færst yfir á þau fiölskyldufyrirtæki sem eiga sér þunga- miðju í Eimskip. Svona er lífið. Fullyrða má að almenningur sé andsnúinn því fiármála- veldi, sem teygir sig út um allt undir for- ustu sömu mannanna sem bregður alls staðar fyrir. Löggjöf um einokun og hringa- myndun er nauðsynleg til þess að stemma stigu við slíku. Framtíðin Þekktur háðfugl sagði eitt sinn að það væri „erfitt að spá og einkanlega um framtíðina". Þetta er vissulega rétt. Hins vegar verða stjómmálamenn og stjómendur fyrirtækja sem og allur almenningur að takast á við það erfiða verkefni að rýna í framtíðina og reyna að gera sér grein fyrir þróun næstu ára og áratuga. Sagt er að það sé þjóðarein- kenni íslendinga að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og bíða eftir happ- drættisvinningum fyrir efnahagslífið. Áreiðanlega er eitthvað til í þessu og tengist ástæðan veiðimannaþjóðfélaginu. Ég er þeirrar skoðunar að happdrættis- vinningamir séu liðin tíð, og traustur efna- hagur byggist á traustum atvinnufyrirtækj- um, sem rekin em með því hugarfari að síg- andi lukka sé best, og vandaðri stefnumót- un til lengri tíma. Sambandið var Iítið fyrirtæki á alþjóðlegan mælikvarða þegar það var óskipt. Svo er um öll íslensk fyrirtæki. Ljóst er að fyrirtækja- rekstur á íslandi mun verða að lifa í grimmilegri alþjóðlegri samkeppni i fram- tíðinni. Þátttaka útlendinga í atvinnurekstri hérlendis mun aukast í því sem arðvænlegt þykir, og sérhæfing í rekstri fyrirtækja vex. í þessu umhverfi verða samvinnumenn og aðrir að hrærast, þótt samstaða sé um það enn um stundir að banna útlendingum fiár- festingar í sjávarútvegi. Hugsjónir lifa — formið breytist Það er langur vegur frá sjálfstæðisbaráttu 19. aldar til þeirra sviptinga, sem nú eiga sér stað í viðskiptum þjóða. Þær aðstæður, sem nú eru, krefiast endurmats og endur- skoðunar á gömlum kennisetningum. Hug- sjón samvinnumanna um að vinna fyrir heildina, en forðast misskiptingu auðsins, á ennþá vel við. Samvinnumenn fyrri tíma lögðu höfuðáherslu á að virkja samtaka- mátt fiöldans og dreifa valdinu í atvinnulífi landsmanna. Samvinnumenn framtíðar- innar hljóta einnig að leggja megináherslu á að virkja allan almenning til þátttöku í at- vinnulífi landsmanna. Hlutafélagsformið hentar aðstæðum oft á tíðum betur en sam- vinnufélagsformið. Aðalatriðið er öflugt at- vinnulíf þar sem hver og einn þjóðfélags- þegn er þátttakandi og nýtur ávaxtanna. Það er því langt í frá að íslenskir samvinnu- menn og samvinnuhreyfing hafi lokið hlut- verki sínu, þótt vissulega standi menn nú á tímamótum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.