Tíminn - 03.10.1992, Qupperneq 8

Tíminn - 03.10.1992, Qupperneq 8
8 Tíminn Laugardagur 3. október 1992 Stúdentar i eistnesku háskólaborginni Tartu, aöalbygging háskólans f baksýn. Gústaf annar Adólf Svfakonungur stofnaöi skólann 1632 og hann var aö mestu þýskur þang- aö til fyrir rúmum hundraö árum. Menningarskyldleiki Eista viö Noröurlönd og Þýskaland er náinn, Rússar I þeirra augum öllu framandlegri. 30% íbúa Eistlands eru Rússar, sem flestir fluttust þangað með fulltingi rússnesks hervalds: Hroðalegar endurminningar Aðfaranótt 14. júní 1941 hefur veriö nefnd Bartólómeusarnótt Eystrasaltslanda. Þessa nótt nam sovéska leyniþjónustan, er þá nefndist NKVD, um 10.000 Eistlendinga á brott af heimilum þeirra, og voru þeir fluttir nauðungarflutningi til Síberíu og nyrstu svæða Sov- étríkjanna. Samskonar ráöstaf- anir gerðu Sovétmenn samtím- is í Lettlandi og Litháen. Ári áður höfðu ríki þessi þrjú, sem urðu til í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri, verið innlimuð í Sovétríkin, þvert gegn vilja flestra íbúa land- anna þriggja. Þeir brottfluttu voru flestir úr efri stéttum þjóðfélagsins og var til- gangurinn með þessum aðförum að lama fyrirfram alla hugsanlega mót- spyrnu Eista, Letta og Litháa gegn sovéska valdinu og knýja þá til að sætta sig við aðlögun þjóðfélaganna þriggja að sovéska kerfinu. En öðr- um þræði var hér um að ræða fram- hald af þeirri viðleitni valdhafa rúss- neska keisaradæmisins, sem hófst á síðari hluta 18. aldar og var áþreif- anlegust á síðustu áratugunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri, að gera Eystrasaltslönd rússnesk að þjóð- erni. Meðal ráðstafana rússneskra stjórnvalda þá var að flytja fólk nauðugt úr landi og láta Rússa setj- Dagur Þorleifsson skrifar BAKSVID Sigurglaöir utanríkisráöherrar Eystrasaltslanda í Reykjavlk f ágúst 1991, en hin nýsjálfstæðu rlki eiga viö illviðráðanleg vandamál aö glima. Talið frá vinstri: Lennart Meri frá Eistlandi, Janis Jurkans frá Lett- landi og Algirdas Saudargas frá Litháen. Ljósm.: Arni Bjarna. ast að í heimahögum þess í staðinn. Hið sama gerðu sovésk stjórnvöld, eftir að þau höfðu Iagt löndin þrjú undir Rússaveldi (sem þá orðið nefndist Sovétríkin) á ný, en í miklu stærri stíl og með enn hrottalegri aðförum. „Óvinir alþýðunnar" NKVD hafði við „hreinsanir" þessar þann háttinn á að láta „syndir" feðr- anna koma niður á börnunum, rétt eins og verið hafði reglan hjá ívani grimma, fyrsta Rússakeisaranum, á 16. öld. Ekki aðeins fullorðna fólkið var numið á brott af heimilunum áminnsta nótt, heldur allt heimilis- fólk, börnin líka, og eins þótt þau væru nýfædd. Þau voru eins og for- eldrar þeirra, afar og ömmur úr- skurðuð „óvinir alþýðunnar", sam- kvæmt venjunni á Stalínstímanum. Af þeim tíu þúsundum, sem hand- teknar voru í Eistlandi 14. júní 1941, var þriðjungurinn undir 15 ára aldri. Alls herleiddu Sovétmenn yfir 60.000 manns frá Eistlandi árin 1940-41 og líklega nokkru fleiri eftir að Rauði herinn — eins og sovéski herinn hét þá enn opinberlega — hertók landið aftur í lok heimsstyrj- aldarinnar síðari. Samkvæmt síðasta manntali, er tekið var fyrir sovéska hernámið, voru íbúar Eistlands þá rúmlega 1.050.000, þar af tæplega 980.000 Eistar. Nú eru þeir rúmlega 960.000 í eigin landi (enn ekki eins margir og þeir voru, er sovéski tím- inn gekk í garð) af um 1.570.000 landsmönnum alls. (Heimild: Balt- iskt dilemma eftir Per Sandström, Stockholm 1991.) Áðuráminnsta ógnanótt var hinu handtekna fólki ekið á járnbrautar- stöðvarnar. Þar voru fjölskyldur að- skildar og fólkinu troðið inn í gripa- flutningavagna, karlmönnum í suma, konum og börnum í aðra. Troðið var í hvern vagn eins og í hann komst, eða rúmlega það, og vögnunum síðan rammlega læst. Á sumum stöðvanna biðu vagnarnir í nokkra daga, áður en lest fékkst til að tengja þá við til austurferðar, og var hervörður hafður um þá á með- an. Þann tíma létu NKVD-verðirnir fólkinu í vögnunum hvorki í té mat né drykk og ráku frá fólk, sem reyndi að færa löndum sínum eitthvað til bjargar. Heitt var í veðri þessa daga og sótti þorstinn þeim mun sárar á fólkið í troðningnum í vögnunum. August Rei, leiðtogi eistneskra jafnaðarmanna á sjálfstæðistíman- um fyrri, skýrir svo frá: Barnslík og vitskertir „Nokkrir misstu vitið af hita og þorsta. Mörg kornabörn dóu. Ófrísk- ar konur fæddu börn sín fyrir tím- ann á skítug vagngólfin ... Hvorki líkin né hinir vitskertu voru fjar- lægðir úr vögnunum. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum síðar, er lestirnar voru komnar út úr Eist- landi, að vagnarnir voru opnaðir og fangarnir fengu að dreypa á súpu- gutli og vatnssopa." (Hér tekið úr bókinni Eistland — smáþjóð undir oki erlends valds, eftir Andres Kúng, í íslenskri þýðingu Davíðs Oddsson- ar.) Margir Eistar, sem Sovétmenn fangelsuðu, voru að vísu ekki fluttir úr landi, heldur pyndaðir og myrtir heimafyrir. Til dæmis um það eru hryðjuverk NKVD í gömlu biskups- höllinni á Kuressaare (sem Þjóðverj- ar og Svíar kölluðu Arensburg) á eynni Eysýslu (Saaremaa á eist- nesku) sumarið 1941, er þýski her- inn nálgaðist í hraðsókn úr suðri. NKVD hafði tekið höllina til sinna þarfa, og að liði leyniþjónustunnar flúnu undan Þjóðverjum fundu Ey- sýslumenn þar lík um 100 ættingja sinna, kunningja og nágranna. Einn fanganna þar, sem lifði af, skýrði ár- ið 1988 (þegar glasnost var gengið í garð) svo frá atburðum í höllinni síðustu dagana fyrir flótta Rússa, í eistnesku blaði: „Eftir því sem ég best veit voru að-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.