Tíminn - 03.10.1992, Qupperneq 10

Tíminn - 03.10.1992, Qupperneq 10
10 Tíminn Laugardagur 3. október 1992 Einn af sýslumönnum Amesinga hét Grfmur og bjó að Langholti I Róa. Hann var sonur Magnúsar lögréttumanns á Vatnsleysu (Bisk- upstungum Glslasonar forðum bryta I Skálhoiti, og konu hans Borghildar Jónsdóttur bryta á Hömrum (Grlmsnesi. — Grimur mun hafa veríð fæddur um 1691, þvl að 1703 kemur hann (Skál- holtsskóla og er þá talinn 12 ára. Útskrifaöist hann þaðan 1710. Árið 1716 fékk hann veitingu Páls Beyers fyrir hluta Ámessýslu, en sú veiting hélst eigi og fékk Brynj- ólfur Þóröarson Thoríacius á Hlfö- arenda sýsluna. Varð Grfmur þá lögsagnari hjá honum. Árið eftir strandaði herskipið .Giötheborg* á Hraunskeiði og kom þá ( hlut hans aðalumstangið, sem af þv( leiddi að sjá um skipbrotsmenn og koma þeim fýrir. Var það ærið vandaverk og vanþakklát, þvf að þeir voru hátt á annað hundrað. En ekki er ann- aö aö sjá en aö Grfmi hafi tekist þetta liömannlega. Árið 1721 fékk hann svo veitingu fyrir Ámessýslu og vorið eftir fór hann aö búa f Langholti f Flóa og bjó þar til dauöadags ókvæntur og bamlaus. Haföi hann þar allrausn- ariegt bú, eins og sjá má á þvf, aö hann haföi ráðsmann og þijá vinnumenn, ráðskonu og fjórar vinnukonur. Skrifari hans var fyrst Jón Glslason lögréttumanns Ólafs- sonar f Ytri-Njarðvfk, bróðir Ólafs Glslasonar, er sfðar varð Skálholts- biskup, en seinast var skrifari hans sá maður, er Jón Ólafsson hét. Fátt er vitaö um embættisrekstur Grlms. Virðist hann hafa verið frið- samur maður og haft allt f góðu lagi. Undarleg veik- indi Gríms Það mun hafa verið veturinn eða vor- ið 1723, að Grímur veiktist með undar- legum hætti og gat ekki á heilum sér tekið. Fékk hann aðsvif öðru hvoru og skjálfta mikinn og var oft sárþjáður af hitasótt Lagðist þetta og þungt á hann andlega, svo að hann var ekki heill á geðsmunum. Leið svo fram undir Al- þingi, en það skyldi sett á Seljumanna- messu, eða hinn 8. júlí. Var sýslumaður þá þungt haldinn og var með áhyggjur út af því, að hann kæmist ekki tii þings. Tók hann því það ráð að skrifa séra Ól- afi Gíslasyni, sem þá var kirkjuprestur í Skálholti, og biðja hann að finna sig. Var séra Ölafur talinn læknir góður og ætlaði sýslumaður að vita, hvort hann gæti ekki hjálpað sér. Séra Ólafur átti ferð út á Eyrarbakka um þessar mundir og kom svo við f Langholti á heimleióinni. Var það í sól- arupprás mánudaginn 5. júlí. Gekk séra ólafur inn í svefhhús sýslumanns. Lá hann þá stynjandi í rúminu og kvaðst hafa mikinn höfuðverk og beinverki og þunga f öllum líkamanum, og þannig hefði hann verið nokkum tíma undan- farandi. Hann viðurkenndi og fyrir presti, að á sig sækti þunglyndi og örv- ilnan, en prestur bað hann að gæta að guði og sáluhjálp sinni. Má af því marka, að sýslumaður hefir sagt, að sér væri lífið óbærilegt og því hvarflaði að sér að stytta sér aldur. En hann tók vel undir fortölur prests og sagðist vita, að guð væri svo miskunnsamur, að hann ræki engan frá sér, sem til hans kæmi. Þegar leið að dagmálum, tók prestur blóð á vinstra handlegg og Iá honum þá við yfirliði. En hann náði sér brátt aftur og eftir nokkra stund kvað hann sér lfða miklu betur og sér væri að létta. Lá hann svo enn f rúminu alllanga hríð. Þá tók prestur sér fyrir hendur að raka hann og ætlaði þó að ganga illa, þvf að sýslumaður skalf og nötraði og einkum var skjálfti í kinnunum. Sagði séra Ól- afur svo frá síðar, að sér hefði virst hann fárveikur og með ofsalegan hita. Jóhann prófastur kemur í heim- sókn Um það bil er rakstrinum var lokið, kom þar Jóhann prófastur Þórðarson á Laugardælum, sem talinn var einhver merkasti klerkur á íslandi á sinni tíð. Settist hann inn í svefnhús sýslumanns Bær ÍÁrnessýslu. (Teikning: Daniel Bruun) Sýslumaður steypist í brunn Konungsvaldið krækti í eigur hans og voru þeir þrír lengi að rabba saman. Virtist þeim sýslumaður tala af fullri rænu, þótt hann væri sýnilega mjög veikur. Upp úr hádegi klæddi hann sig svo og var á ferli eftir það. Upp úr nóni var borinn fram miðdeg- isverður og bauð sýslumaður gestum sínum að matast með sér og einnig Jóni Gfslasyni, bróður séra Ólafs, sem hafði verið hjá honum síðan um miðjan júní. Settust þeir síðan að borðum, en í því kemur Jón Ólafsson, skrifari sýslu- manns, og segir honum, að Páll Hákon- arson í Vetleifsholti sé kominn og vilji fá að tala við hann. Sýslumaður reis þá frá borðum, en bað gesti sína að matast, þótt hann þyrfti að hverfa frá. Gekk hann síðan út til Páls og bauð honum með sér inn í vestari skemmuna þar á hlaðinu. Þangað kom einnig Jón Ólafs- son, því að hann þóttist vita erindi Páls, að hann mundi kominn til að sækja af- rit af skjali, sem var í Jóns vörsiu. Reyndist það rétt og bað sýslumaður Jón að ná í skjalið. Þegar hann kom aft- ur út í skemmu, bað Páll hann að skrifa fyrir sig yfirlýsingu um, að hann hefði móttekið þetta skjal, og skrifaði sfðan undir, en sýslumaður stakk yfirlýsing- unni innan í bók, sem Jón var með, og bað hann svo að hverfa aftur til vinnu sinnar. Hvarf sýslu- mannsins Þegar Jón var farinn, hellti sýslumað- ur á staup fyrir þá Pál, en dreypti naum- ast í vínið sjálfur, enda sagði Páll að hönd hans hefði skolfið svo mikið, að hann hefði vart mátt halda á glasinu. Sfðan bað sýslumaður Pál að afsaka að hann mætti ekki tefja lengur hjá hon- um, því að gestir biði sín inni. Gekk Páll þá til hesta sinna, en sýslumaður fylgdi honum fram á hlaðið og bað hann að bera lögmanni kveðju sína, því að Páll ætlaði að ríða til Alþingis. Skildu þeir að því búnu. Nú er að segja frá þeim, er inni sátu, að þeir höfðu lokið máltíðinni, en ekki kom sýslumaður. Tók þeim þá að lengja eftir honum og einkum virðist svo sem Jóni Gíslasyni hafi ekki verið rótL Gekk hann þá fram og spurði einhvem, sem hann hitti, hvar sýslumaður mundi vera. Var honum svarað því, að hann væri úti f skemmu. Þangað fór Jón, en er hann kom að skemmudyrunum, voru þær lokaðar. Hefir Jón þá farið að gruna margt, því að hann hljóp upp í húsagarð að leita sýslumanns, og er hann var ekki þar, hljóp hann fram á brekkuna fyrir vestan bæinn og svo þar norður með, en sá hvergi sýslumann. Voru þá og fleiri komnir í leitina. Fyrir vestan túnið í Langholti var djúpur brunnur, þar sem konur þvoðu þvott og ull var þvegin. Brunnur þessi var nú barmafullur af vatni og óx gras út f hann allt um kring. Þangað hljóp Jón Gíslason og sá hann þá, að húfa sýslumanns flaut ofan á brunninum. Hann náði f hana og fleygði henni upp á bakkann, en hljóp svo heim á leið til þess að ná f eitthvert áhald að kanna brunninn. Voru þá prestamir komnir út og sagði hann þeim, hvers hann hefði orðið áskynja, og bað þá og fleiri menn að koma með sér. Greip hann svo hrífu og hljóp með út að brunninum aftur. En þegar prestamir komu þar, þekktu þeir húfu sýslumanns, að það var sú sama er hann hafði haft á höfði fyrir stundu. Jón Gíslason rak nú hrífuna að hausn- um niður í brunninn, en hann var svo djúpur, að ekki fannst botn. Lagðist Jón þá niður á bmnnbarminn og teygði sig svo, að hann fór með handlegginn á kaf ofan í vatnið á eftir hrífuskaftinu. Fann hann þá eitthvað fyrir og sneri hrífunni sitt á hvað, þar til hún festisL Dró hann síðan hrífuna að sér hægt og með gætni og kom þar seinast upp lík sýslu- manns. Höfðu hrífutindamir flækst í hári hans, svo að það hélL Lík sýslumanns var nú dregið upp úr brunninum og síðan borið heim í skemmu og lagt þar til. Að því búnu kom þeim prestunum saman um að safna f eina hirslu öllum þeim skjölum sýslumanns, sem vom í bæjardyraloft- inu og í vestari skemmunni, og einnig að láta bera f vestari skemmuna allt lauslegt, sem ekki þurfti að nota dag- lega. Að því búnu læstu þeir skemm- unni og innsigluðu lykilinn. Gerðu þeir þetta til þess að ekkert skyldi fargasL Síðan fór hver sína leið. Ráösmaöur sest í búiö Grímur sýslumaður var ekki nema rúmlega þrítugur er ævi hans lauk með þessum sviplega hætti. Eins og áður er sagt var hann ókvæntur og bamlaus. Foreldrar hans munu hafa verið látnir og áttu því eigur hans að bera undir út- arfa. Segir f Hrafhagilsannál, að hann hafi fengið kirkjuleg vegna fátæks erf- ingja, en ekki nefrit hver sá erfingi hef- ir verið. Á skjölum má þó sjá, að aðal- erfinginn hefir verið föðursystir hans, Elín Gísladóttir, sem þá átti heima á Stóra-Núpi, aldurhnigin og farin að heilsu. Er þess sérstaklega getið f skiptagerð, að hún hafi gert sig ánægða með ráðstöfun á sérstakri eign búsins, en aðrir erfingjar ekki til nefndir þar. En að sýslumanni látnum, settist ráðs- maður hans, Gísli Gíslason, í búið. Tkldi hann sig erfingja sýslumanns, eða að minnsta kosti umboðsmann erf- ingja. Lét hann gera útför sýslumanns virðulega og með miklum kostnaði og er ekki að sjá, að nein fyrirstaða hafi verið á því, að hann fengi kirkjuleg, því að Jóhann prófastur sagði seinna, að Gísli hefði afhent sér silfurbikar og tvo rfkisdali, sem hann hafi talið vera fyrir legkaup og líkprédikun. Ýmislegt ann- að hafði Gísli einnig greitt úr búinu, svo sem kaup þjónustufólks og fleira. Hefir hann sýnilega ætlað sér að jafna alla reikninga búsins sjálfur. En þá kom strik í reikninginn hjá honum. Fuhrmann fyrir- skipar rannsókn Niels Kjær varalögmaður var nú sett- ur sýslumaður í Ámessýslu og á Alþingi þetta sumar gaf Niels Fuhrmann amt- maður honum fyrirskipan um að hefja rannsókn út af dauðdaga Gríms sýslu- manns, yfirheyra heimafólk hans og þá gesti, er hjá honum höfðu verið er frá- fall hans bar að höndum, og fá að vita hvað hæft væri í því, að hann hefði af ásettu ráði steypt sér í bmnninn. Jafn- ffamt var Þórði Þórðarsyni Skálholts- ráðsmanni falið að stefna vitnum og koma fram fyrir hönd hins opinbera. Var svo ákveðið, að þingað skyldi í málinu á Langholti hinn 18. ágúsL Þá var versta veður, stórrigning og hvass- viðri, og komu þeir Niels Kjær og fylgd- armenn hans svo hraktir þangað og illa til reika, að ekki treystist lögmaður til þess að halda þingið, heldur frestaði því til næsta dags. Þá lagði Þórður Þórðarson fram stefhu til Gfsla Císlasonar, til þess „að auglýsa undir þinn svarinn eið, hvað þú veist burtfengið og fargað var af sterfbúinu, hvort heldur það sjálfur gert hefir eða aðrir, og hverjum það fengið hefir ver- ið, og með hvaða heimild þú hefir tekið að þér að afhenda nokkuð eða farga fyr- ir utan yfirvaldanna tilhlutan." Rúmri viku áður hafði hinn setti sýslumaður skrifað upp búið í Lang- holti. Þá var Gfsli veikur og svaraði engu, þó að á hann væri yrt, og fengust því engar upplýsingar hjá honum um hvað hann hefði af hendi látið. Og vegna þess að heimilið var þá forstöðu- lausL skipaði Kjær bónda þar úr sveit- inni, Eirík Helgason, umsjónarmann búsins í Langholti, „til að hafa umsjá með kviku og dauðu, sem og því inn- siglað er. Svo og tilsegist ráðskonunni, Margrétu Ófeigsdóttur, að útdeila mat- inn skikkanlega og forsvaranlega til þjónustufólksins, svo það hafi ei orsök að klaga, en ekkert ónauðsynlega farg- ast láta“. Enn fremur fyrirbauð hann „f kröftugasta máta einum og sérhverj- um, hverju nafrii sem heitir, hér af að farga eða útiláta til nokkurs manns, að fráteknum ráðsmanninum og ráðskon- unni, sem hafa leyfi mat og drykk til

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.