Tíminn - 03.10.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.10.1992, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 3. október 1992 Banvæn ( héraðinu Dunfries í Skotlandi líta margir á Andrew Bla- ylock sem eins konar spámann. Bóndinn hefur sannarlega sagt fyrir ýmsa atburði þannig að það hefur ræst í smáatrið- um og jafnvel á þeim tíma sem hann tiltók. í árslok 1951 sagði hann kunningjum sínum tii dæmis að breski konung- urinn Georg VI myndi látast innan fárra vikna. Hann nefndi meira að segja tiltekinn dag. Fólk tók mátulega mikið mark á þessum spádómi, þar sem konungur var við hestaheilsu, og bentu meðal annars á að ef konungur kenndi sér ein- hvers meins, hefði Elísabet dóttir hans ekki lagt af stað í för til Kenýa. Jean Blaylock lést einmitt þegar Blaylock hentaði það best. En spá Blaylocks rættist eigi að síð- ur. Að morgni þess dags, sem hann hafði tiltekið, fannst Georg konung- ur látinn í rúmi sínu og hafði orðið bráðkvaddur í svefni. Eftir þetta hætti fólk að gera því skóna að Andrew Blaylock væri ekki með öll- um mjalla og bar óttablandna virð- ingu fyrir spádómum hans. Spáir láti fyrri konunnar Blaylock var 41 árs gamall þegar þetta gerðist, og var kvæntur skoskri konu, Mary McDonald að nafni. Þau höfðu verið gift í 23 ár og áttu einn son. En árið áður hafði það gerst að þessi auðugi skoski bóndi hafði kynnst Jean nokkurri Paterson og orðið svo ástfanginn af henni að hann vildi ekkert fremur en kvænast henni. Kona hans harðneitaði hins vegar að veita honum skilnað. fjúnímánuði 1953 sagði Blaylock Jean Paterson að kona sín myndi deyja þann 16. ágúst. „Ég sá hana þar sem hún lá í kistu sinni og dag- setningin þar fyrir ofan,“ sagði hann. Mary vissi um þennan spádóm manns síns, en hafði ekki af honum miklar áhyggjur. Hún var stálhraust og tók ekki mikið mark á hjátrú og hindurvitnum. Að kvöldi þess 15. ágúst lentu Bla- ylock-hjónin í heiftarlegu rifrildi og deiluefnið var samband húsbóndans við Jean Paterson. Rifrildinu lauk svo með því að Mary rauk á dyr í bræði sinni og kom ekki heim aftur þá nótt. Spádómurinn rætist Snemma morguninn eftir, þann 16. ágúst, var maður nokkur á leið til vinnu sinnar um mjóa göngubrú, sem lögð var yfir læk, og veitti þá at- hygli dökkri flyksu, sem föst var við plankagirðingu sem sett hafði verið í lækinn brúnni til styrktar. Við nán- ari athugun sá hann að um manns- lík var að ræða, en þar sem ekki var orðið fyllilega bjart gat hann ekki greint hvort um karl eða konu væri að ræða. Hann gerði Iögreglunni samstund- is viðvart og dró hún líkið upp úr læknum. Það reyndist vera af Mary MacDonald. Blaylock sagði lög- reglumönnunum frá orðasennunni kvöldið áður og skýrði svo frá að hann hefði tilkynnt Mary að hann hygðist fara að heiman til þess að geta gengið að eiga Jean Paterson. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að Mary hefði ráðið sér bana. Krufning leiddi í Ijós að Mary hafði drukknað. En athugun lögreglunn- ar leiddi einnig í Ijós að þó að lækur- inn væri talsvert breiður, þá var hann hvergi dýpri en svo að hann næði fólki í mitti. Nú vildi svo til að Mary McDonaid hafði verið frábær sundkona. Sem ung stúlka hafði hún meira að segja verið skoskur meistari í 100 og 220 m sundi. Var það líklegt að önnur eins sundkona hefði farið að drekkja sér í vatni, sem ekki var dýpra en svo að hún þurfti ekki að gera annað en standa á fætur og vaða í Iand? Dómsyfirvöld töldu það harla ólík- legt, en þar sem ekki lágu neinar gagnsannanir fyrir hendi varð að telja það gilda skýringu að Mary hefði með einhverjum hætti dottið í lækinn, slegið höfðinu við stein í fallinu, misst meðvitund og drukkn- að. Úrskurðurinn varð því sá að um banaslys hefði verið að ræða og Andrew Blaylock gat því staðið við annað atriði spádóms síns — að hann myndi ganga að eiga Jean þann 20. september. Ástin tekur enn í taumana Tíminn leið og snemma á árinu 1969 varð Andrew Blaylock enn og aftur ástfanginn, að þessu sinni af 25 ára gamalli stúlku, Margaret Scott að nafni. Hrifningin var gagn- kvæm, þó svo að Blaylock væri orð- inn 57 ára gamall. Margaret var starfsstúlka á mjólkurbúi og lét það ekki standa í vegi fyrir kynnum af Blaylock að hann var kvæntur. Þau höfðu alla sína hentisemi í þeim efn- um og í árslok 1969 ól hún honum dóttur. í marsmánuði 1970 tilkynnti Bla- ylock Margaret Scott að þau myndu ganga í hjónaband í júní og bað hana að tiltaka daginn. Hún stakk upp á 20. júní og var hann því sam- þykkur. Margaret skýrði lögreglunni síðar frá að hún hefði ekki spurt Blaylock að því hvemig hann gæti ákveðið brúðkaupsdag þeirra, þó svo að kona hans væri í fullu fjöri og hjónaband þeirra í fullu gildi. Hún kvaðst hafa talið að þau hefðu komið sér saman um að skilja, þó svo að hann hefði ekki sagt henni frá því. Snemma í apríl sagði Blaylock Margaret og nokkmm vinum sínum frá því að kona sín væri bráðfeig. „Hún deyr 29. maí, blessunin," sagði hann. „Ég sá hana liggjandi í kistu sinni, sátta við guð og menn. En ég vil ekki að þetta berist henni til eyma, því að hún gæti orðið hrædd. Hún er mjög hjátrúarfúll og veit þar að auki að ég hef mikla og máttuga spádómsgáfu." Annaö hentugt dauösfall En einhver varð samt til þess að bera Jean Blaylock orð manns henn- ar og varð hún þá mjög miður sfn, eins og Blaylock hafði spáð. Snemma morguns hinn 29. maf hringdi Blaylock eftir sjúkrabíl og á lögreglustöðina. Sjúkrabíllinn kom of seint til þess að læknir gæti orðið Jean Blaylock að liði. Hún var látin í rúmi sínu, með áverka á höfði og í andliti. Lögreglumennirnir lögðu nokkrar spumingar fyrir Blaylock og tóku hann síðan fastan og fluttu í gæslu- varðhald vegna gruns um að hann hefði orðið eiginkonu sinni að bana. „Ég á engan þátt í dauða konu * * Ro£> {* oCyJ p BcRUit. 3TÚLKA uxt p n'gan UPP- ^flfUR, Eó/n FUSL- S?Á^N Mi-Ð- DE<81 — FflRt SV£CG- IN}J /V/k. ÚT- BífíH y>rr -y > FLJtJT ST/EÐl © ' H • > i i t ve.tr* t o'S'Nfl Ð SToNþ F/ERJ Á þCRN 3 1 w*" ■ /MYNT SK I?/F RoÞ syKL- PrN A ► GlN- V£ i K l mR /oo>5 ttKlV \ H KáfTI - VlPGUg ► wwr b RJÚTúR, lÍLpisr Fi,JÓT 5 tf/rVNk- SK.ST tt PKf\Ct A Sf) LT KUGGfl . — L kauÞ MENN }UM 1 - J30RÐ MJD l FILP ItJ CHRE/IV- Kfí GLLW so R - £fNl vflR£> - fl/VPI S SYKRúo GBRfi 1/70 \ 7iöP SUPfl/V FHLLMh SKÓ’púð LiNn' usta STGFð’fl KI. aiM- éiLTJ -Á tltSO 7 Si ÆTf-Ð 5>)M- F K'n f,£/M ST/flO SO /7 f l pRcNCi Uta fÆÐt FloG ~T rz.Jó'o Kom/)5T GflFfLl |. ' ÍVNI OCi/LFA VORu I JNflTTi ■róbi .VtSjfl // TFUl « i V* SWÐUN ÚTiN b7 i'HABUR. GLcÐ GúflMPI Srirv hls , SKJoG- AJ R L7< T/A'D H looo UMST t ðu au /0 — tadKKU ÓÐUK F/5/3 50 ~foc. /?Z£> HJÍUO- 'fl-mTk mann VílN 'foNh 7 yrftBAR PiND- VAFtl FIMM u vlin u > *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.