Tíminn - 23.10.1992, Síða 2

Tíminn - 23.10.1992, Síða 2
2 Tíminn Föstudagur 23. október 1992 Svavar Gestsson alþingismaður: Alþýðubandalagið ekki í ríkisstjórn Svavar Gestsson, alþingismaður Alþýðubandalags, segir að AI- þýðubandalagið sé ekki að leggja fram tillögur í atvinnu- og efna- hagsmálum til að komast inn í ríkisstjómina eins og sumir hafi verið að ýja að. Tilgangur sé að knýja á um að ríkisstjómin aðhaf- ist eitthvað í efnahagsvanda þjóðarinnar, ekki síst í atvinnumál- um. Þær tillögur sem Alþýðubandalag- ið lagði fram fýrr í mánuðinum hafa átt sinn þátt í að hafnar eru formlegar viðræður milli forystu- manna stjórnarflokkanna og for- ystumanna stjórnarandstöðunnar. Jafnframt hefur vakið nokkra at- hygli að Alþýðubandalagið hefur breytt um áherslu í stjórnarand- stöðu. í stað þess að ráðast af hörku á ríkisstjórnina fyrir aðgerðir eða aðgerðaleysi í atvinnu- og efna- hagsmálum forðast forystumenn Alþýðubandalagsins að gagnrýna ríkisstjórnina, en leggja áherslu á samstöðu á þessum erfiðu tímum. Sú spurning hefur því vaknað hvort Alþýðubandalagið ætli sér að gerast beinn aðili að ríkisstjórninni. Svavar Gestsson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra Alþýðu- bandalagsins, segir það ekki vera. Innan Alþýðubandalagsins sé eng- inn áhugi á að ganga inn í þessa ríkisstjórn og líklega sé alls enginn áhugi innan ríkisstjómarinnar að fá Alþýðubandalagið til liðs við hana. „Þetta er ekki hugsað sem eitt- hvert plott til að fara inn í ríkis- stjóm. Við viljum ekkert fara inn í þessa stjórn. Við viljum gjarnan koma henni frá,“ sagði Svavar. „Við stöndum frammi fyrir því að við erum hér með ríkisstjórn sem gerir engar tillögur og tekur engar ákvarðanir. Atvinnuleysið vex og vex. Við í Alþýðubandalaginu erum búin að velta því fyrir okkar síðan í sumar hvernig við ættum að bregð- ast við, hvort við ættum að setja fram beinar tillögur eða hvað við gætum annað gert til að knýja fram aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar. Niðurstaðan varð síðan sú að við settum saman tiilögur. Það má segja að til að byrja með hafi þær verið tiltölulega venjulegar stjórn- Svavar Gestsson alþingismaöur. arandstöðutillögur. Við ákváðum hins vegar að leggja fram tillögur sem von væri um að hægt yrði að ná um einhverri samstöðu," sagði Svavar. Samkvæmt heimildum Tímans hafa viðræður stjórnmálaflokk- anna enn sem komið er litlu skilað. Menn eru almennt sammála um að ekkert áþreifanlegt komi út úr þeim fyrr en ljóst er hvort samstaða næst um tillögur í atvinnu- og efnahagsmálum milli aðila vinnu- markaðarins. Menn óttast hins veg- ar að viðræður samtaka launþega og atvinnurekenda dragist, jafnvel fram yfir þing ASÍ sem haldið verð- ur eftir mánuð. Þó náðst hafi viss samstaða um markmið þá er enn langt í land. Óvíst er hvort sam- staða næst um leiðir. Verkalýðsleiðtogar hafa bent á að yfirlýsingar utanríkisráðherra og fjármálaráðherra í vikunni hafi ekki auðveldað mönnum að ná samkomulagi. Þar er átt við yfirlýs- ingu fjármálaráðherra um að rétt sé að skoða á ný tillögur um skóla- gjöld í framhaldsskóla og gjöld á sjúklinga sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Utanríkisráðherra lýsti því yfir að vel mætti afnema orlofssjóðsgjald og lækka gjöld í sjúkrasjóði og félagssjóði verka- lýðsfélaganna. Utanríkisráðherra hefur ennfremur viljað tengja sam- þykkt EES- frumvarpsins við þá umræðu um atvinnu- og efnahags- mál sem nú stendur yfir. Þessar yf- irlýsingar hafa fallið í afar grýttan jarðveg hjá forystumönnum verka- lýðshreyfingarinnar. -EÓ Sjómaður drukknaði Maðurinn sem fórst í innsigling- unni í Sandgerði í gær hét Halldór Sigurjónsson. Hann var 25 ára og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú böm. Heimili hans var að Ásabraut 25 í Sandgerði. -HÞ Menningar- mál á lands- Ráðstefna um menningarmál á Iandsbyggðinni var nýlega haldin á Flúðum. Markmið hennar var að vera vett- vagnur skoðanaskipta um stöðu menningarstarfsemi á landsbyggð- inni. Menntamálaráðuneytið, Sam- band íslenskra sveitarfélaga og Bandalag íslenskra listamanna stóðu að ráðstefnunni. Til hennar vom boðaðir fulltrúar sveitarfélaga, listamannasamtaka, menningar- stofnana o.fl. í máli manna kom fram að ýmis- legt er reynt til að efla menningar- starfsemi landsbyggðarinnar. Til að mynda má nefna erindi Ásdísar Thoroddsen kvikmyndagerðar- manns sem fjallaði um þátt kvik- mynda í menningarstarfsemi lands- byggðarinnar. Þar kom fram m.a. að eitt sveitarfélag starfrækir sérstakan kvikmyndaklúbb, annað hefur leyft veitingarekstur í tengslum við kvik- myndasýningar. Erindi Ásdísar verð- ur birt af þessu tilefni f heild sinni í blaðinu í dag. -HÞ Við gildistöku EES-samningsins falla 76% toll- greiðslna íslenskra sjávarafurða til EB niður: ÆTTI AÐ SKAPA NÝ SÓKNARFÆRI Skilaboð viðskiptaráðherra til fulltrúa á 51. Fiskiþingi: Leitum viðskiptalegra Úr Platanov. Þröstur Leó Gunn- arsson og Erla Rut Haröardótt- ir í hlutverkum sinum. Með gildistöku EES-samningsins mundu tæp 76% núverandi toll- greiðslna á íslenskar sjávarafurðir til EB-ríkja falla niður. Að mati utanrík- isráðuneytisins ætti niðurfelling tolla að skapa nýja möguleika til vöruþró- unar og markaðssóknar á ýmsum sviðum þar sem tollmúrar hafa til þessa veríð þrándur í götu. A árinu 1990 voru greiddar um 2.100 milljónir króna í tolla vegna innflutnings íslenskra sjávarafurða til Evrópubandalagsins. Þegar samningurinn verður að fullu kom- in til framkvæmda í ársbyrjun 1997 verða tæplega 90% af núverandi tollgreiðslum niður fallnar, eða sem nemur 1.900 miljónum króna. Þar sem ákvæði bókunar 6. munu halda gildi sínu munu þessir samningar tryggja íslendingum niðurfellingu á um 96% af sjávarafurðatollum Evr- ópubandalagsins. Þessar upplýsingar koma fram í upplýsingabæklingi um sjávarút- vegsmál EES-samningsins sem við- skiptaskrifstofa utanríkisráðuneyt- isins hefur tekið saman til glöggv- unar fyrir þingfulltrúa á Fiskiþingi. Ef íslendingar samþykkja EES- samninginn og hann tekur gildi um næstu áramót falla strax niður tollar af söltuðum þorski og söltuðum flökum. En tollar af þessum vörum námu um einum miljarði króna árið 1990, eða tæp 50% af heildartoll- greiðslum vegna útflutnings sjávar- afurða til EB á því ári. Þá falla niður tollar af ferskum þorski, ýsu og ufsa- flökum en tollgreiðslur af þessum afurðum voru um 250 milljónir árið 1990. Sömuleiðis falla niður tollar af skreið, 70 milljónir árið 1990, ferskri og frosinni lúðu, grálúðu og flökum af þessum tegundum sam- tals um 85 milljónir króna. Enn- fremur fellur niður tollur af fersk- um og heilfrystum þorski, ýsu og ufsa. Aftur á móti njóta humar, síld, önnur en söltuð síldarflök, og lax engra tollalækkana samkvæmt samningnum. -grh Tvö leikrit eftir Tsjékov undir einu nafni: Sögur úr sveitinni Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir á laugardaginn kemur tvö leikrit eftir Anton Tsjékov. Þetta eru Platanov og Vanja frændi en leikritin verða flutt á litla sviðinu í Borgarleikhús- inu undir nafninu Sögur úr sveit- inni. Leikstjóri er Kjartan Ragnars- son. leiða út úr vandanum Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði á Fiskiþingi að það væri þekkt úr hagsögunni að gnótt auðlinda sé hvorki nauðsynlegt né fullnægjandi skilyrði fyrir efnahagsframförum og góðum lífskjör- um. í stað þess að hjakka í sama fari ættu íslendingar að leita við- skiptalegra leiða út úr vandanum „Gott dæmi um þjóðir sem hafa náð langt án þess að hafa yfir að ráða miklum auðlindum öðrum en mannauði eru Danmörk og Japan. Þessi dæmi ættu íslendingar að hafa hugfast þegar áhyggjur af þverrandi auðlindum sjávar sækja að,“ sagði ráðherrann. í ræðu sinni var Jóni Sigurðssyni tíðrætt um þann ávinning sem sjáv- arútvegurinn mundi njóta góðs af ef samningurinn um evrópskt efna- hagssvæði yrði samþykktur. Auk þess lagði hann áherslu á mikilvægi frjálsra utanríkisviðskipta en ekki síst nauðsyn þess að skattakjör og önnur starfsskilyrði atvinnuveganna hérlendis verði samræmd því sem gengur og gerist innan EES. f því sambandi nefndi ráðherrann sér- staklega nauðsyn þess að lækka Iaunatengd gjöld og aðstöðugjaldið. Að hans mati er samþykkt EES- samningsins stærsta atvinnumálið fyrir fiskvinnslufólk á íslandi sökum þeirra miklu tollalækkana sem samningurinn hefur í för með sér fyrir útflutning á íslenskum fiskaf- urðum á markað í Evrópu. Ráðherr- ann sagði að tollalækkanir á fiskaf- urðum okkar gætu fært íslending- um stórkostlega möguieika til ný- sköpunar í íslenskum fiskiðnaði og skapað lag til að iðnaðurinn gæti þróast frá frumvinnslu til háþróaðr- ar matvælaframleiðslu. Ráðherrann lagði þunga áherslu á mikilvægi rannsókna og markaðs- átaka til að styðja sókn íslenskra fyr- irtækja inn á Evrópumarkaðinn. Þá vék hann að því hvort þróunin í fisk- Jon Sigu. Jsson viðskiptaráðherra. vinnslu væri á réttri braut með tilliti til atvinnu og nefndi að dæmi séu um sjávarpláss með ríflegan kvóta en samt sé verkefnaskortur í landi. Ráðherrann sagði að það komi sterklega til álita að stjórnvöld taki með einum eða öðrum hætti „þátt í hönnun og þróun nýrra ísfiskskipa og búnaðar f þau, sem sérstaklega séu miðuð við að skila fiskvinnslu í landi fersku hráefni með hámarks- gæðum." -grh

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.