Tíminn - 23.10.1992, Side 3

Tíminn - 23.10.1992, Side 3
Föstudagur 23. október 1992 Tíminn 3 Vélarafl flotans 1991 samsvarar426 megavöttum eða tæpum helmingi af afli allra orkuvera Landsvirkjunar: Minnstu skipunum fækkar en þeim stærri fjölgar Árið 1991 fækkaði skipum í íslenska fiskiskipaflotanum um þrjú eftir fjölgun undanfarin fjögur ár, en á þeim tíma bættust 178 skip við flotann. Mest fækkaði skipum í minnsta flokknum en fjölgaði í þeim stærri. Rúmlestatala flotans hækkaði á árinu og vélarafl að- alvéla jókst um 2%. Þá hefur meðalaldur flotans hækkað frá fyrra ári, eða úr því að vera 16,6 ár í tæp 17 í ár. Alls taldi flotinn 993 skip í árslok í fyrra, samkvæmt skipaskrá Fiskifé- lags íslands og greint er frá í Útvegi, riti hagdeildar félagsins fyrir árið 1991. A skrá Siglingamálastofnunar fækkaði opnum bátum um 18, en alls voru 1798 opnir bátar á skrá um síðustu áramót. Aftur á móti komu aðeins 1236 slíkir bátar með afla að landi í fyrra og hafði þeim fækkað um 89, eða 6,7% frá fyrra ári. Fækkun skipa á árinu var nær öll í minnsta flokknum, eða sjö skip en einnig fækkaði um eitt skip í stærð- arflokknum 51-110 brúttórúmlestir. Aftur á móti fjölgaði skipum um fimm í stærðarbiiinu 111-800 brút- tórúmlestir. En við endurnýjun skipa hafa veiðiheimildir tveggja eða fleiri skipa verið sameinaðar fyrir eitt nýtt skip og því fækl ar í minni stærðarflokkunum en fjölgun eða óbreyttur fjöldi verður í þeim stærri. Að mati Fiskifélagsins er fækkun skipa í flotanum mun meiri þar sem talsvert hefur verið úrelt af opnum bátum í stað þilfarsskipa og enn meiri ef tillit er tekið til þess að 87 þilfarsskip komu ekki með afla að Iandi í fyrra og þar af eru 73 skip í minnsta stærðarflokknum og af hin- um 14 eru þrír skuttogarar. Ef breytingarnar á fiskiskipaflotan- um eru skoðaðar eftir landshlutum fækkaði skipum á Norðurlandi vestra, Reykjanesi og Suðurlandi en fjölgaði á Vestfjörðum Norðurlandi eystra og Austfjörðum, en fjöldinn stóð í stað á Vesturlandi. Rúmlestatala flotans hækkaði um 1815brúttórúmlestirogvar 121.630 brúttórúmlestir í árslok 1991. Sem fyrr eru að jafnaði elstu skipin í stærðarflokknum 51-110 brl., eða að meðaltali 26 ára sem er heldur eldra en frá fyrra ári. Yngstu skipin eru í minnsta flokknum, eða 11,7 ára og togarar eru að jafnaði næstyngstir eða 14,5 ára gamlir. -grh Göngu- dagur var í Mikil þátttaka var í göngudegi sam- takanna íþróttir fyrir alla og er vitað um á . .nmta hundrað skipulagðar gönguferðir hópa fólks um allt land, þar af munu tæplega 200 hópar hafa tekið sig saman á höfuðborgarsvæð- inu og gengið lengri eða skemmri yegalengdir. Að mati samtakanna íþróttir fyrir alla má telja að tugþús- undir íslendinga hafi tekið sér gönguferð í gær. Hér er frísklegur hópur eldri borgara að leggja af stað niður í Laugardalinn. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lýsir sig fylgjandi hug- myndum um flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga: Verkefni sem kosta tugi milljarða flutt frá ríkinu? Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), sem haldinn var um síðustu helgi, samþykkti ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við hugmyndir um að flytja rekstur grunnskóla, rekstur heilsugæslustöðva, hafnargerð, málefni fatlaðra og málefni aidraðra til sveitarfélaganna. Fundurinn taldi ennfremur rétt að kanna til hlítar möguleika á því að fela sveitarfélögum rekstur fram- haldsskóla og sjúkrahúsa, löggæslu og þjóðvega í þéttbýli. Sú verkefnatilfærsla sem aðal- fundur SSH er að leggja til snýst ekki um neina smáaura. Um er að ræða opinbera þjónustu sem kost- ar ríkissjóð á þriðja tug milljarða að halda uppi. Eins og nærri má geta leggja sveitarfélögin áherslu á að flytja verði tekjustofna sam- hliða frá ríkissjóði til sveitarfélag- anna ef þau eiga að taka að sér aukin verkefni. Um markmið með þessum breyt- ingum segir aðalfundur SSH: „Markmið með þessari verkefna- tilfærslu er að sveitarfélögin hafi með höndum verkefni sem ráðast af staðbundnum þörfum og þar sem ætla má að þekking á aðstæð- um ásamt frumkvæði heima- manna leiði til betri og ódýrari þjónustu. Einnig verður með þessum hætti gerð einfaldari skil á milli verkefna ríkisins og að sveit- arfélögin verði minna háð ríkis- valdinu en nú er.“ Umræður um verkaskiptingu rík- is og sveitarfélaga fara nú fram í nefnd sem skipuð er fulltrúum sveitarfélaganna, ríkisins og stjórnmálaflokkanna. Eitt aðal- verkefni nefndarinnar er að vinna að tillögum um sameiningu sveit- arfélaga, en almennt er litið svo á að sameining sveitarfélaga sé for- senda þess að hægt verði að færa fleiri verkefni til sveitarfélaganna. Aðalfundur SSH fjallaði einmitt um sameiningu sveitarfélaga. Fundurinn lagði áherslu á að vilji íbúanna ráði þegar tekin verði ákvörðunum sameiningu sveitar- félaga, en ekki verði um lög- bundna þvingun að ræða. Aðalfundurinn ályktaði einnig um atvinnumál. Samþykkt var ályktun þar sem hvatt er til þess að hin almennu skilyrði atvinnu- rekstrarins verði lagfærð til jafns við það sem gerist í viðskiptalönd- um okkar. í því felst m.a. endur- skoðun launatengdra gjalda og skatta á fyrirtæki.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.