Tíminn - 23.10.1992, Side 4
4 Tíminn
Föstudagur 23. október 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVIHNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tfminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Sími: 686300.
Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð í lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Þverrandi traust
Traust manna á milli er undirstaða allra eðlilegra við-
skiptahátta. Á það jafnt við að staðið sé við gerða
samninga og að ekki sé svikið gjald eða vog. Þegar ekki
er staðið við gefín fyrirheit og traustið brestur, koma
upp vandamál sem ýmist varða við lög eða grafa undan
tiltrú manna hvers á öðrum, nema hvorutveggja sé, og
samskipti innan samfélagsins verða önug og erfið.
Þessa dagana eru mörg teikn á lofti um að einstak-
lingar og fyrirtæki njóti ekki þess trausts sem nauð-
synlegt er til að gagnkvæm viðskipti séu í eðlilegum
farvegi og sýnist síga mjög á ógæfuhlið í þessum efn-
um. Er það umhugsunarefni út af fýrir sig.
Skattsvik eru áætluð um 10% af tekjum ríkisins sam-
kvæmt fjárlögum. Miklum fjármunum er skotið und-
an gjaldþrotum og verðbréfafyrirtæki deila um hver
hafi svikið hitt um hundruð milljóna.
Bankar og kaupmenn taka höndum saman um að
sporna við ávísanasvikum, sem orðin eru geigvænlega
algeng. En þessir aðilar geta sjálfum sér um kennt, því
meðferð tékkareikninga og útgefinna ávísana hefur
löngum verið forkastanleg. Bankar hafa hvatt mjög til
að fá sem flesta viðskiptavini til að opna tékkareikn-
inga, enda eru innlánsvextir á þeim í lágmarki. Hins
vegar hafa lánastofnanir ekki verið vandar að við-
skiptavinum og hafa sýnt mikið ábyrgðarleysi þegar
þær afhenda margs kyns óreiðufólki tékkahefti. Svo
vilja þær enga ábyrgð taka á því þegar misfarið er með
það óhefta traust, sem bankarnir sýna, þegar þeir
bruðla út tékkareikningum. Það er nefnilega ekki
hægt að treysta því að bankarnir beri neina ábyrgð á
sínum viðskiptamönnum. Aðrir verða að bera skað-
ann.
Þeir, sem taka við tékkum sem greiðslu, sýna líka full-
komið kæruleysi í meðferð þeirra fjármuna. Þeir láta
nota sig eins og banka og taka við tékkum, sem eru
margfaldir að upphæð miðað við það, sem borgað er
fyrir, og greiða mismuninn út í hönd. Þetta er fásinna,
sem aldrei hefði átt að eiga sér stað og tími til kominn
að stöðva.
Þá á að fara að skera upp herör gegn svokölluðu búð-
arhnupli. Tölur eru lagðar til grundvallar því að það sé
að aukast. Óþekkt rýrnun í smásöluverslun er 4 millj-
arðar á ári. Viðskiptavinirnir stela einum, starfsfólkið
öðrum og svo vita kaupmenn ekkert hvernig tveimur
er gloprað niður.
Nútímaverslanir eru sérhannaðar fyrir búðarhnupl.
Aðeins fjórðungur þeirra hefur einhverjar öryggisráð-
stafanir til verndar. Afleiðingarnar liggja í augum uppi.
Það er ekki hægt að treysta fólki til að stela ekki, þeg-
ar varningurinn liggur vel við og stundum leikur vafi á
að verðlagið í búðunum sé áreiðanlegt miðað við verð-
gildi vöru. Það er ekki einu sinni hægt að treysta því
hvort vara er svikin eða ekki, og eru brigslyrðin um
Levisbuxurnar, sem nú ganga á víxl milli kaupmanna,
dæmi þar um.
Ótal dæmi eru um að traust fer þverrandi og að orð
eru ómerk. Þegar ráðherrar temja sér að segja eitt í
dag og annað á morgun og lofa í sífellu upp í ermina á
sér og standa ekki við neitt af gefnum loforðum, er
ekki nema von að þegnunum verði fótaskortur í
kröppum dansi kringum gullkálfinn, sem gyllingin er
raunar farin að flagna af.
Þaö er óhætt að segja að Þröstur
Ólafsson, aöstoöarmaöur utanrík-
isráherra, hafí náö sér á flug í grein
se hann ritaöi í Morgunblaðið í
gær. Þar er aðstoöarmaðurinn að
útskýra fýrir þjóöinni að þjóðarat-
kvæöi um EES $é hinn mesti
óþarfi vegna þess að þó að IslanJ
gerist aðöi að samningnum þá er
Auk þess seghr Þröstur frá því í
löngu máli í grein sinni að í sið-
ustu alþingiskosningum hafí verið
kosið um EES samninginn og því
ástæðulaust að kjósa um hann aft-
ur aðeins 18 mánuöum sfðar, enda
hafl ekkert breyst og afstaða aDra
aðiia Iiggi kýrskýr fyrir nú eins og
hón gerði fyrir kosnlngar.
Ektó er hægt annað en meta að
verðleikum dirfsku og karl-
mennsku Þrastar, en fáir myndu
láta sér detta f hug að bjóða upp á
svona eldamennsku á opinberum
vettvangi. Því er rétt að skoða bet-
sem Þröstur er áð segja, rétt
MORGUNBLADID FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBKK 1992
Þjóðaratkvæði er þarflaust
Það cina scm eflir er af mil-
; fluUúngi andabrðinga ÖS-tamn-
; ingiins er aS kreQast þjóðaral-
■ kvaeðia um aamninginn. Kg kalla
Þettn verður enn óskifjanlegra landinu 1
þegar haft er I huga að verulegur Synjun 1 EES-samningnum ct
hluU þessa þjóðarvanda er aflcíð raun til þess.
atrsy'irsrs: síxsíí
nefndir aðilar k.«nu ookkuð við atkva-ðagreiðslu
eftir Þröst Ólafsson „ „ __________
k----u.n ... I k----A----1---- c------ « rro---------------Um þetta var ótvinett kosið I
siðustu Alþingiskosningum. Siðan
eru aðeins liðnir itjin minuðir.
Þi lá samningunnn fyrir I drögum
_ — ------------ -------------— sem I öllum aðalatriðum eru al
skilkast i garð uUnrikiarúðherra ifigu, avo gaett só alls hófi f orfia- En snúum okkur að EES og tamningur scm nú liggur fyrir.
eins og kom úr penna hagfra.'ðings notkun. krúfunni um þjððaratkvæða- Ef eitthvað rr þi er cndanlegur
Stíttarsanibands bænda i Tíman- Ekld hvað slst etti það að vera grciðslu. Það cr stutt siðan kosið aamningur Ivið hagstteðari okkur,
um 16. október ekki milflutning. hagfracðingi augijóst að afar var um EES. l-ótt sljómkerfi okk- einkum hvað sncrtir dómstólsmilið
Það veldur ihuggjum hvað full- kostnaðarsóm yfirbygging þjóðfó- ar sé ekki I mjög fBstum skorðum svokallaða.
tniar þeirra samtaka etia að verOa lagsina. sem m.a. er fágin 1 rikia- cr engan veginn eðlilegt að nú hu.i.„ii™*„_
aeinir að ná landi i breyttu um- styrktum atvinnugreinum, er að mði attur kamð um mil sem ,
hverfi. Það er athygiisvert að i sliga þetu land og heldur kjórum skuldbindur þJMru aðeins eiU ir “Ví>kvóukerfið^ **
• »ð rcyna að itU fóíka ’niðri, langt umfram það scm tram I Umaiin t1___________________________________
: sig i þvi mcð hvaða hætti só skyn- samviskusamir fulltrúar vinnuveit- kosning væri vúuiulega ofrausn Jafnviðamikill samningur
ptýði sem felst íþvíaö bjóða upp á
fáranleikann undir þeim formerfcj-
um að um vel fgrundaða skynsemi
sé að ræða.
Það má alltaf skilja
við konuna
FVrri stoðin í röksemdafærslu
Þrastar gengur út á að menn geti
óhræddir samþykkt EES samning-
inn án þjóðaratkvæðis því hægt sé
að segja samningnum upp aftur.
Samkvæmt því verður það bara að
koma f Ijós hvort mönnum Ukar
ástandið þegar íslenskt þjóðfélag er
farið að starfa í takt við EES og
flöidi samninga og skuldbindinga
hefur verið gerður á grundvelli
samningsins. Það sem Þröstur
hins vegar flallar ektó um er það
hver á að ákveða hvort við göngum
út úr EES samstarfinu eða ektó og
hvenær er futlreynt með að þær
skuldbindingar sem við tökumst á
hendur séu ekki þess virði að
standa við þær. Etóá verður það
minna álitamál og er Þröstur tilbú-
inn til að sætta sig við að eínfaldur
meirihluti á Alþingi sb'ti þessu
samstarfi eða mun hann þá krefl-
ast þjóðaratkvæðis um úrsögn?
Augflóslega felst hugptýði Þrastar
og dirfska í þeini ósvífni að láta
sem það sé sambærilegur hlutur
að takast ektó á hendur ákveðnar
skuldbindingar gagvart EES ann-
ars vegar og hins vegar að undir-
gangast þessar skuldbindingar í
einhvem tíma og rjúfa sig síðan frá
þeim og hætta. Samkvæmt sömu
rökum eiga menn bara að drífa:
og kvænast fyrsta kvenmanninum
sem þeím Iíst á. Þaö er hvort sem
er alltaf hægt aö stófla viö hana.
Klukkan stopp hjá
Þresti?
Hin stoöin í röksemdafærslu
Þrastar er aö búið sé aö kjósa um
EES-samninginn. Þaö þarf mik-
inn kjarkmann til að halda því
fram aö ekkert hafi breyst siöustu
tæpu tvö árin í Evrópumálum.
Samningurinn um EES hefur
alitaf verið kynntur þannig aö
hann muni þá og því aðeins verða
gerður að ákveðnum skflyrðum $é
fullnægt. Hafiverið kosið um EES
í síöustu alþinglskosningum þá
var flka kosiö um þessi sldiyröi.
Enídag talar Eramsóknarflokkur-
inn um að á þessi stóiyröi vanti,
Alþýðubandalagsmenn er þar sam-
mála og síöast í gær, daginn sem
grein Þrastar birtist, er Fistóþing
að árétta að á vanti að mitólvægura
stólyrðum sé nægjanlega fullnægt
gagnvart sjávarútveginum. Og
Þrösturtalar um að Kvennaflstftm
hafi vissulega alltaf haft skýra
stefnu og hafl enn. Sltkt mat kem-
ur ektó á óvart ffá krata, því nú eru
horfur á aö einhver hópur innan
Kvennalistans, meö Ingibjörgu
Sólrúnu í fyDdngarbrjósti, iáti
ektó einasta af andstööu við EES
heldur vifli koma landsmönnum
afla ieið inn í EB. Á sama tíma
landi Sjálfstæðisflokks fram i flöl-
miðium, menn eins og Guðmund-
ur H. Garöarsson og Pétur sjó-
maður, og kreflast þjóðaratkvæöis
umEES.
Þetta er aðeins brot af þeim
breytingum og hræringum sem
oröið hafa hér heima í afstöðu
manna. Stærstu breytingamar
hafa hins vegaroröið útií Ewópu.
Þar stefnir í aö EFTA þjóéimar
gangi nær allar í EB nema Ísíand
og af því tveggja-stoða kerfi sem
ríkja átti á EES verði eftir einn
stólpi og lítið prik.
Það þarf því kjark til að segja
frammi fyrir alþjóð að ekkert hafi
breyst frá alþingiskosningunum
og að þegar sé búið að kjósa um
EES. Hann er djarfúr maftur,
Þröstur. Garrf
Dekruð óskaböm
— Flutningar eru okkar fag—aug-
lýsa þeir hjá Eimskip og dregur eng-
inn í efa að óskabam þjóðarinnar
kann nokkuð fyrir sér í þeirri grein.
Hins vegar eru ekki allir vissir um
hvort þetta eftirlæti kann sér nokk-
urt hóf í verðlagningu á þeirri fag-
mennsku sem svo mikið er látið
með. Flutningar tii landsins og frá
eru með þeim dýrustu sem um get-
ur og oft og mikið hefur verið á það
bent og kvartað yfir.
Núna, mitt í stöðugleika verðlags
og hagræðingar, tilkynnir óskabam-
ið, sem ávallt hegðar sér eins og ráð-
ríkt einbimi, verulega hækkun á
farmgjöldum þvert ofan í allt efna-
hagsumhverfi sem aðrir verða að
búa við.
Forstjórinn skýrir farmgjalda-
hækkunina með því að flutningar
hafi dregist saman og að
því verði ekki mætt með
öðm en að láta þá borga
meira sem enn liafa eitt-
hvað að flytja.
Ánægðir hluthafar
Hagræðing af þessu tagi er auðvit-
að andstæð öllum kenningum um
frjálsan markað en gefst einokunar-
fyrirtækjum vel. Og satt best að
segja verða sumir heldur langleitir
og orðfáir þegar eini umtalsverði
samkeppnisaðilinn í landinu gat
ekki beðið nema fram á næsta dag að
hækka einnig hjá sér.
Maður skyldi halda að þegar verk-
efnum fækkar og flutningar minnka
verulega væri eðlilegt að rifa seglin
og draga úr kostnaði og yfirbygg-
ingu. Að minnsta kosti er það lagt að
opinberum stofhum og fyrirtækjum
sem standa frammi fyrir vesnandi
efnahag að draga saman seglin.
En Eimskip gerir ekkert slíkt Ef til
vill lítur það ekki eins vel út fyrir
hluthafana að minnka umfang fyrir-
tækisins eins og að hækka flutnings-
gjöldin. Það er alveg rökrétt að
álykta svo því að Eimskip er fyrst og
fremst óskabam hluthaíanna og
verðbréfamarkaða og kærir sig koll-
ótt um þjóðarhag eða þær samnin-
gaumleitanir sem eiga sér stað um
að halda kostnaði og verðbólgu í
skefjum.
Hjöðnun skípaflota
í sjávarútvegskálfi Morgunblaðsins
sl. miðvikudag var lítil frétt um
hvemig útgerðin í bænum Vigo á
Spáni bregst við verkefnaleysi og
lækkandi fiskverði. Þaðan hafa verið
gerðir út 180 frystitogarar. Togumn-
um verður fækkað um helming,
seldir, úreltir og aðrir sendir á fjar-
læg mið og það sem eftir er af fiotan-
um verður miðað við aflaheimildir á
hefðbundnum miðum útgerðarinn-
ar í Vigo.
Aldrei heyrir maður orð um svona
ráðagerðir á íslandi, en vel má vera
að einhverjir sjái sér leik á borði að
kaupa eitthvað af frystitogumnum
sem Spánverjamir þurfa að losna við
áður en þeir draga þá í gjaldþrot
Ekkert er líklegra en að hægt sé að fá
frystitogara frá Vigo með góðum
kjörum.
Engu gleymt og ekkert
lært
Umtalsverður hluti flotans sem
hluthafar óskabams þjóðarinnar
eiga siglir undir erlendum þjóðfan-
um og eru skipin skráð hingað og
þangað um veröldina annars
staðar en á íslandi. Áhafnimar
em útlendar, helst frá fatæktar-
löndum þar sem kaupið er lágt
og mikið offramboð á vinnuafli.
íslenskum sjómönnum á at-
vinnuleysisbótum fiölgar óðfluga.
Þrátt fyrir það hagræði sem hlut-
hafamir njóta af því að skrá skip er-
lendis og losna við að borga íslensk-
um sjómönnum laun dugir það ekki
til að reka Eimskipafélagið í mesta
stöðugleikatímabili sem verið hefur
síðan það var stofnað fyrir fyrra stríð.
Ofdekrað óskabamið ryðst út úr því
efnahagsumhverfi sem öllum öðr-
um í þjóðfélaginu er búið og ekki
vantar að óþekktarormar fylgja í
kjölfarið.
Og svo á launafóikið í landinu að
fara að standa undir efnahagsráð-
stöfunum til þess að skipaeigendur
þurfi hvergi að slá af vondum sið-
venjum sínum.
OÓ