Tíminn - 23.10.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 23. október 1992
Tíminn 7
Tíilið er að kostnaður við byggingu Tónlistarhúss/Ráðstefnumið-
stöðvar geti orðið um tveir milljarðar króna. Valgeir Guðjónsson,
talsmaður Samtaka um byggingu tónlistarhúss, segir að ekki verði
hægt að ráðast í bygginguna nema með stuðningi opinberra aðila.
Hann segir að nú standi yfir viðræður milli tónlistarmanna, for-
svarsmanna í ferðamálum og ráðamanna í ríkisstjóm og sveitarfé-
laga um bygginguna.
Samtök um byggingu tónlistarhúss
hafa nú sótt um lóð undir húsið við
Ingólfsgarð. Valgeir sagði að aldrei
hafi skapast sátt um þá lóð sem sam-
tökunum var úthlutað árið 1984 í
Laugardal. Hann sagðist hins vegar
telja að nokkuð almenn ánægja sé
með að staðsetja tónlistarhúsið á
Ióðinni við Ingólfsgarð. Lóðin sé á
fögrum stað, nálægt hafi með fagra
fjallasýn. Þá skipti miklu máli að
hún sé í miðbænum. Valgeir sagði
að ef ákveðið verði að byggja tónlist-
arhús við Ingólfsgarð þá geti það
verið liður í að styrkja miðbæinn.
„Við vonum að þetta verði til þess
að það verði farið að ræða þetta mál
aftur og af alvöru. Þetta hús vantar.
Það brennur á mjög stórum hópi
fólks, jafnt tónlistarfólki sem þeim
sem vilja standa fyrir ráðstefnu-
haldi. Húsið myndi leysa ótal mál.
Reynslan af svona húsum í ná-
grannalöndum okkar sýnir að húsin
eru mjög arðbær fyrirtæki fyrir bæj-
arfélög, m.a. vegna þess að það verð-
ur til mikil vinna, bæði við byggingu
og rekstur þessara húsa. Þeim teng-
ist auk þess ýmiss konar þjónusta.
Þá gæti hús eins og þetta laðað til
okkar ráðstefnur ef rétt er á málum
haldið, í meira mæli en annars
væri,“ sagði Valgeir.
-EÓ
UTBOÐ
Óskum að taka á leigu húsnæði og tóm-
stundaaðstöðu fyrir bandaríska starfsmenn
Varnarliðsins á Keflavíkurflugve?>i.
Staðsetning verður að vera:
- Innan tveggja og hálfrar stundar aksturs frá Kefiavikurflug-
velli.
- (sveitaumhverfi.
- ( ca. 15 km fjariægð frá silungsveiöisvæði.
íbúðarhús verða að hafa:
- Átta svefnherbergi.
- Eldhús með tveim eldavélum og borðstofu.
- Gufubaö.
- Geymsluherbergi.
- Kæli/Frystiskáp.
- Þvottaherbergi.
- Þrjú snyrtiherbergi (tvö þein-a fullkomin meö salemi, baðkari
eða sturtu).
Byggingin verður aö vera I samræmi viö allar bygginga- og
skipulagsreglur.
Staðsetningarkröfur:
- Tjaldstæöi, nægileg fyrir 15 tjöld.
- Bllastæði fyrir tuttugu bíla.
- Golfvöllur, eða að minnsta kosti 1/2 hektari til slikra nota.
- Ca. 300 mJ hlaða eða geymsluhúsnæöi.
Útboðsfrestur ertil 5. nóvember 1992.
Nánari upplýsingar veitir:
VARNARLIÐIÐ PWD PLANNING DIV.
235 Keflavikurflugvöllur
P.O. Box 216
C/O Ari Hjörvar
Simi: 92-54120 - Fax: 92-57898
Þessi teikning sýnir
hvernig tónlistarhús gæti
hugsanlega litið út á lóð-
inni við Ingólfsgarð.
V.
<^5 J-*
I
Smjörvi
verður alltafofan á
Sí-rnjúkura
)KUi a# •# JZ
SmjorvJ
...hvort sem það er rúnstykki,
rúgbrauð, harðfiskur, soðin ýsa,
kex eða ofnbakaðir réttir.
Símjúkur SMJÖRVI
til að fullkomna bragðið.