Tíminn - 05.11.1992, Side 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 5. nóvember 1992
FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF
Freyja, félag framsóknar-
kvenna í Kópavogi
Almennur fundur I Freyju verður haldinn að Digranesvegi 12 fimmtudaginn 5. nóv-
ember kl. 20.30.
Stef fundarins: Hvert land bjargast við sln gæði.
Á dagskrá veröur m.a. hvatning, félagsmál og fræðsluefni.
Freyjukonur eru hvattar til aö mæta og taka með sér gesti.
Stjómin
Aðalfundur fulltrúaráðs
Framsóknarfélaganna í
Reykjavík
verður haldinn mánudaginn 9. nóvember 1992, kl. 20:30, að Hótel Lind.
Dagskrá:
Kl. 20:30 Setning: Valdimar K. Jónsson formaður.
Kosning starfsmanna fundarins.
Skýrsla stjóman
a) formanns,
b) gjaldkera.
Kosningan
a) Formanns.
b) Aöalmanna I stjóm (5) og varamanna (3).
c) Tveggja endurskoðenda og eins til vara.
d) Aðal- og varamanna i miðstjórn (8).
e) Aöal- og varamanna i stjórn Húsbyggingasjóðsins (3).
Kl. 21:15 Stjórnmálaviðhorfiö: Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknar-
flokksins.
Efnahags- og kjaramál: Bolli Héðinsson, stjómandi málefnahóps.
Umræður.
Kl. 23:15 Önnurmál.
Stjómin
Félagsvist
Hin ártegu spilakvöld Framsóknarfélags Arnessýslu hefjast 6. nóvember kl. 21 i nýja
félagsheimilinu Þingborg I Hraungerðishreppi. Spilaö verður i Aratungu 13. nóvem-
ber kl. 21. Aöalverölaun utanlandsferö. Góð kvöldverðlaun.
Stjórnin
Félagsvist á Hvolsvelli
Spilað verður á sunnudagskvöldum 15. nóvember, 29. nóvember, 13. desember
og 10. janúar. Auk kvöldverðlauna verða ein heildarverðlaun: Dagsferö fyrir 2 með
Flugleiðum til Kulusuk.
3 hæstu kvöld gilda.
Framsóknarfélag Rangárvallasýslu
Reykjavík
Fulltmaráð framsóknarfélaganna í Reykjavik hefur opnað skrifstofu að Hafnarstræti
20, 3. hæð. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 13:00-17:00.
Stjórn fulltrúaráðsins.
Hafnarfjörður
Framsóknarfélögin i Hafnarfirði hafa opna skrifstofu að Hverfisgötu 25 á þriöjudags-
kvöldum frá kl. 20.30. Litiö inn, fáiö ykkur kaffisopa og spjallið.
^ ' Stjórnimar
Keflavík —
Suðurnesjamenn
Vetrarstarfið er hafið. Opið hús alla mánudaga kl. 20.30. Mætum öll. Alltaf heitt á
könnunni. Framsóknarfélögin i Keflavik.
Siglufjörður
Almennur félagsfundur Framsóknarfélags Siglufjaröar veröur haldinn aö Suöurgötu
4, þriöjudaginn 10. nóvember 1992 kl. 20.30.
Dagskrá: 1. Bæjarmál. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing. 3. Önnur mál.
Stjómin
Kópavogur — Opið hús
Framsóknarfélögin I Kópavogi hafa opið hús á laugardögum kl. 10-12 að Digranes-
vegi 12. Lltið inn, fáið ykkur kaffisopa og spjalliö. Framsóknarfélögin
Borgarnes —
Breyttur opnunartími
Frá og með 1. október verður opið hús i Framsóknarhúsinu að Brákarbraut 1 á
þriðjudögum frá kl. 20.30 til 21.30, en ekki á mánudagskvöldum eins og verið hefur
undanfarin ár.
Bæjarfulltrúar flokksins munu verða til viötals á þessum tima og ennfremur em ailir,
sem vilja ræða bæjarmálin og landsmálin, velkomnir Að sjálfsögðu verður hellt á
könnuna eftir þörfum.
Framsóknarfélag Borgamess.
Akranes — Bæjarmál
Fundur verður haldinn I Framsóknarhúsinu laugardaginn 7. nóvember kl. 10.30.
Farið veröur yfir þau mál sem efst em á baugi i bæjarstjóm. Morgunkaffi og meðlæti
á staönum.
Bæjarfulltrúarnir
Guðmundur Matthíasson
Fæddur 1. apríl 1897
Dáinn 8. október 1992
Uppundir hvelfing Helgafells
hlýlegum geislum stafar
frænda sem þangað fór í kvöld
fagna hans liðnir afar.
Situr að teiti sveitin öll,
saman við langeld skrafar,
meðan oss hina hremmir fast
helkuldi myrkrar grafar.
(Jón Helgason)
Við hjónin dvöldum norður í
Húnavatnssýslu þegar við fréttum
að Guðmundur vinur okkar væri
búinn að fá hvíldina.
Atvikin höguðu því þannig að við
áttum ekki hægt um vik að fylgja
honum hinsta spölinn á annan veg
en að láta hugann leita til kveðju-
stundarinnar. Ég veit að dauðinn
var kærkominn þessum háaldraða
heiðursmanni, því síðustu mánuð-
ina lá hann rúmfastur í sjúkrahúsi,
heilsan þrotin, aðeins bið að lífið
fjaraði út. Á fögrum degi liðu svo
síðustu andvörpin inn í kyrrð og
fegurð haustsins, jafnhliða því sem
björkin fellir bliknuð lauf til foldar
og móðir jörð býr sig undir komu
veturs konungs.
Pað getur tæpast talist sorg þegar
gamall maður kveður, en það er
mikill söknuður þegar góðir vinir
kveðja. En þegar minningarnar eru
hlýjar og bjartar, þá ylja þær manni
um hjartaræturnar þegar þær eru
rifjaðar upp. Þegar ég og mín fjöl-
skylda kynntist fyrst Guðmundi
Matthíassyni var hann kominn yfir
sextugt. Kynni okkar hófust á þann
veg að vinur minn og starfsbróðir á
B.S.R., Ingimar Einarsson, er giftur
dóttur hans Mattheu. Þau hjón er ég
r
frá Ospaksstöðum
búinn að þekkja í 45 ár og á þau
kynni hefur enginn skuggi fallið.
Ingimar er bráðgreindur heiðurs-
maður, vinsæll og vel metinn.
Heimili þeirra hjóna er til fyrir-
myndar, Matthea fyrirmyndar hús-
móðir, gestrisni og frjálslyndi ræður
þar ríkjum og hjónin eru samvalin
með að gera öllum gott. Máltækið
segir: ,J4argt er líkt með skyldum"
og á það sannarlega við um þau
feðgin Guðmund og Mattheu.
Guðmundur var einstaklega gest-
risinn, vinsæll, vinmargur og við-
mótsþýður, naut þess að veita öðr-
um og rétta þeim hjálparhönd sem
MINNING 1
^___________1___________)
áttu í vök að verjast. Hann naut þess
líka að þiggja boð frá vinum og
vandamönnum, spjalla saman, lyfta
glasi og vera með í glens og gríni.
Hann var einstakur hófsmaður á vín
og tóbak, en hafði gaman af að
smakka vín, skála og reykja góðan
vindil, hrókur alls fagnaðar og dans-
maður mikill. Ég, sem þessar línur
rita, átti oft samleið með Guðmundi
á mörgum gleðistundum, en aldrei
skyldi maður sjá hann undir áhrif-
um víns, þó maður vissi að hann
væri hreifur. Hann sat veislur frá
byrjun til enda, þó þær yrðu í lengra
lagi, lyfti glasi manna fyrstur og
drakk skilnaðarskál með reisn. Síð-
ustu veislu hjá Guðmundi sátum við
hjónin þegar hann varð níræður, þá
fór lítið fyrir því að sæist lát á reisn
og risnu þessa háaldraða höfðingja.
Guðmundur var myndarmaður,
þéttur á velli og þykkur undir hönd,
kraftalega vaxinn, búinn miklu lík-
amsþreki og átti létta og lipra lund.
Hann var ein af hetjum hversdags-
lífsins sem lét ekki baslið smækka
sig, sótti á brattann þó móti blési,
gat bognað undan þyngstu byrðum,
en rétti sig við þegar áfanga var náð.
Ævistarfið var helgað helstu at-
vinnuvegum þjóðarinnar, sjávarút-
vegi og landbúnaði. Búskap stund-
aði hann bæði vestur á Skógar-
strönd og á Óspaksstöðum í Hrúta-
firði.
Eftir rúmlega tuttugu ára búskap á
Óspaksstöðum varð hann fyrir þeirri
sorglegu lífsreynslu að missa eigin-
konu sína, Jóhönnu Guðnadóttur, á
besta aldri, 56 ára, en þá voru böm-
in uppkomin og flutt að heiman.
Eftir það hætti hann búskap, flutti
til Reykjavíkur og átti þar heima síð-
an í tæp fjörutíu ár. Hér í borg vann
hann lengst af hjá Landssímanum
og allt til þess er hann varð nær átt-
ræður.
Hann keypti sér íbúð hér í borg, var
efnalega sjálfstæður og þurfti ekki
til annarra að leita. Hann safnaði
ekki veraldarauði, var alltaf frekar
veitandi en þiggjandi, enda var það
samkvæmt eðli hans.
Fyrir rúmum þremur ámm síðan
varð hann fyrir þeirri þungu sorg að
missa son sinn Gísla aðeins um
fimmtugt, einn af fjómm börnum
hans, en hin em öll á lífi. Afkomend-
ur Guðmundar em í dag alls 21 á
lífi.
Ekki dreg ég það í efa að hugur
hans hafi staðið nær landsbyggðinni
og sjónum en dvöl hans hér í borg-
inni, þó hann yndi sér hér vel, því
hann kunni vel við sig í fjölmenni.
Hann var fæddur vestur á Barða-
strönd, en ólst upp í Breiðafjarðar-
eyjum þar sem landsýn er sérlega
fögur og auðugt lífríki í eyjum og
sjó. Strax mun sjórinn hafa heillað
hann, enda stundaði hann sjó-
mennsku á bátum og togurum í ára-
raðir. Þar mun hann hafa kynnst
þrældómi og illum aðbúnaði í rík-
um mæli, en hann lifði það líka að
sjá miklar stökkbreytingar til þess
betra í þeim efnum.
Guðmundi þótti vænt um land sitt
og þjóð og mat mikils framtak og
frelsi í athafnalífi og skoðunum.
Hann hafði ákveðnar skoðanir í
þjóðmálum og þó við værum þar á
öndverðum meiði, hafði það engin
áhrif á vináttu okkar. Hugur hans
reis hæst þegar hann ræddi um at-
vinnuhætti þjóðarinnar og mögu-
leika sem ekki væri farið að nýta.
Með huga og hendi vann hann sín
verk, sannur sonur lands og þjóðar.
Guðmundur var heimilisvinur okk-
ar hjóna og barnanna okkar í ára-
tugi. Á þau kynni féll enginn skuggi.
Alltaf þegar Guðmundur leit inn til
okkar, birti yfir þó bjart væri fyrir.
Hlýja brosið og létti hláturinn smit-
aði frá sér. Hann ræddi við börnin,
ekki með tæpitungu heldur eins og
fullorðið fólk. Þau hændust að hon-
um, hann fræddi þau um eitt og
annað, sagði þeim sögur úr sínu lífi
og annarra, frásagnarglaður og
hress í tali, uppbyggjandi fyrir alla
sem á hann hlýddu.
Vináttan er einn af þeim sterku
þáttum sem gefa lífinu gildi, ef hún
er sönn og einlæg. Hún er sú kær-
leikskeðja sem ekki brestur þó sitt-
hvað á móti blási. Þannig var vinátta
Guðmundar Matthíassonar.
Nú er þessi öldungur horfinn okk-
ur sjónum og ég vona að hann njóti
sín vel undir hvelfingu Helgafells,
sem hann hafði í augsýn á uppvaxt-
arárum sínum. Ekki efast ég um við-
tökurnar, ég sé hann í anda við há-
borðið, kneyfa mjöðinn og skrafa
létt við frændur og vini sem á undan
eru gengnir. Við hjónin og börnin
kveðjum látinn vin með söknuði og
trega.
Birtan og ylurinn frá kyndli minn-
inganna mun verða okkur leiðarljós
á ókomnum árum.
Hann helgaði ævina þeim ákveðna
ásetningi „að vera í lífinu sjálfum
sér trúr“. Blessuð sé hans minning.
Jakob Þorsteinsson
Umboðsmenn Tímans:
Kaupstaður Nafn umboðsmanns Helmill Slml
Keflavík Guöriöur Waage Austurbraut 1 92-12883
Njarðvik Katrin Siguröardóttir Hólagata 7 92-12169
Akranes Aöalheiöur Malmqvist Dalbraut 55 93-11261
Borgarnes Soffia Óskarsdóttir Hrafnarkletti 8 93-71642
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410
Grundarfjöröur Anna Aöalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604
Hellissandur Lilja Guömundsdóttir Gufuskálum 93-66864
Búðardalur Sigurlaug Jónsdóttir Gunnarsbraut 5 93-41222
isafjöröur Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541
Hólmavik Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132
Hvammstangi Hólmfriöur Guömundsd. Fifusundi 12 95-12485
Blönduós Snorri Bjarnason Uröarbraut 20 95-24581
Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-22772
Sauöárkrókur Guönin Kristófersdóttir Barmahliö 13 95-35311
Siglufjöröur Guörún Auðunsdóttir Hverfisgötu 28 96-71841
Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Sólvöllum 7 96-24275
Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbaröseyri 96-25016
Húsavik Sævar Salómonsson Vallholtsvegi 11 96-41559
Ólafsfjöröur Helga Jónsdóttir Hrannarbyggö 8 96-62308
Raufarhöfn Erla Guömundsdóttir Aöalbraut 60 96-51258
Vopnafjöröur Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289
Egilsstaöir Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350
Seyöisfjöröur Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136
Neskaupstaður Bryndís Helgadóttir Blómsturvellir 28 97-71682
Reyöarfjöröur Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167
Eskifjörður Björg Siguröardóttir Strandgötu 3B
FáskrúösfjöröurGuöbjörg Rós Guöjónsd. Skólavegi 26 97-51499
Djúpivogur Ingibjörg Ólafsdóttir Borgariandi 21 97-88962
Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Víkurbraut 11 97-81274
Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317
Hverageröi Þóröur Snæbjamarson Heiömörk 61 98-34191
Þorlákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627
Eyrarbakki Bjami Þór Erlingsson Túngötu 28 98-31198
Laugarvatn Kjartan Kárason J.K.L 98-61153
Hvolsvöllur Lárus og Ottó Jónssynir Króktúni 18 98-78399
Vík Sigurbjörg Bjömsdóttir Mánabraut 4 98-71133
Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða
minningargreinum í blaðinu, er bent á, að
þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum
fyrir birtingardag.
Þœr þurfa aÖ vera vélritaÖar.