Tíminn - 05.11.1992, Side 9
Fimmtudagur 5. nóvember 1992
Tíminn 9
Sýningum á DUNGANON fer fækkandi
Nú fer sýningum að fækka á DUNGANON, leikriti Bjöms Th. Bjömssonar um lífs-
nautnamanninn og listamanninn Karl Einarsson. Næstu sýningar em á Stóra sviði
Borgarleikhússins 6. og 13. nóvember.
Það er Hjalti Rögnvaldsson sem leikur titilhlutverkið og hlaut hann einróma lof
gagnrýnenda íyrir túlkun sína á þessum margslungna manni og öllum hans uppákom-
um í stríðinu miðju. „Hjalti Rögnvaldsson hefur hvert smáatriði gjörsamlega á valdi
sínu.... Dunganon er í túlkun hans í senn seiðmagnaður og óþolandi. Hér búa spek-
ingur og kjaftaskur í einum búk,“ sagði Auður Eydal um frammistöðu Hjalta í DV.
Brynja Benediktsdóttir setti sýninguna á svið, Sigurjón Jóhannsson gerði leikmynd
og búninga, en Hjálmar Ragnarsson tónlisL AIls koma nær þrjátíu leikarar fram í sýn-
ingunni. „Sjónrænt var sýningin skemmtileg," sagði Súsanna Svavarsdóttir í Morgun-
blaðinu. „Sýning Borgarleikhússins á DUNGANON er vönduð og hugvitssamlega upp-
sett,“ var ni' írstaða Lárusar Ýmis í Pressunni. Og nú fer sýningum fækkandi.
Kjöt á heildsöluveröi
í JL-húsinu
Sverrir Sigurjónsson, sem seldi dilka-
kjötið á Svarta markaðnum um síðustu
helgi, hefur ákveðið að bæta um betur og
býður nú bæði lambakjöt og kjúklinga á
heildsöluverði.
Sverrir ætlar einnig að selja þetta ódýra
kjöt og kjúklinga á Jólatorgi sem nú hef-
ur verið opnað á sömu hæð og Svarti
markaðurinn f JL-húsinu og er opið þar
alia daga vikunnar.
Það hefur ekki gerst áður að jólakjöt og
kjúklinga hefur verið hægt að kaupa á al-
mennum jólamarkaði.
Fisksali í bænum ætlar að bæta um bet-
ur og býður glænýja línuýsu á 320 kr. kg,
sem er undir heildsöluverði, alla daga á
Jólatorginu.
Ef þessi algjöra nýjung fær góðar mót-
tökur hjá neytendum, má þykja víst að
allskyns matvara bætist við frá heildsöl-
um.
Þrír myndlistarmenn sýna aö
Kjarvalsstöðum
Um síðustu helgi opnuðu þrjár mynd-
listasýningar á Kjarvalsstöðum. Hér eru
á ferðinni þeir Hrólfur Sigurðsson, Ei-
ríkur Smith og Thór Barödal.
í Austursal er yfirlitssýning á verkum
Hrólfs Sigurðssonar listmálara. Hrólfur
á að baki merkan feril í heimi íslenskrar
myndlistar og er verðugur fulltrúi síns
tíma. Hann hefur lítt haft sig í frammi í
sýningarsölum, — eina einkasýning
hans til þessa var í Bogasal Þjóðminja-
safnsins 1962, en þar fyrir utan hefur
Hrólfur tekið þátt í fjölmörgum samsýn-
ingum, bæði heima og erlendis. Síðast-
liðna áratugi hefur Iistamaðurinn unnið
markvisst að því að framkalla nýja sýn á
landið. í verkum hans eru engir atburðir,
engin frásögn, engin hreyfing, aðeins
kyrrlát fegurð þar sem birta Iandsins
umbreytist í birtu litarins.
f Vestursal er sýning á nýjum verkum
eftir Eirík Smith, olíumálverkum og
vatnslitamyndum. Eiríkur Smith er einn
vinsælasti Iistamaður íslensku þjóðar-
innar. Fyrstu einkasýningu sína hélt
hann árið 1948 og hefur síðan haldið
fjölmargar sýningar og tekið þátt í fjölda
samsýninga heima og erlendis. Fáir ís-
lenskir listamenn eiga að baki jafn fjöl-
breyttan feril og Eiríkur, en hann hefur
átt hlut í öllum helstu straumum og
stefnum nútímalistar sem til íslands
hafa borist, og er áhugavert að sjá nýj-
ustu verk þessa þekkta listamanns.
f Vesturforsal er ungur myndhöggvari,
Thór Barödal, með sýningu á marmara-
og granítskúlptúrum, sem allir voru
unnir í Portúgal á þessu ári.
Sýningamar standa til sunnudagsins
15. nóvember.
Basar í þjónustuíbúðum
aldraöra viö Dalbraut
Þjónustuíbúðir aldraðra að Dalbraut 27,
Reykjavík, halda sinn árlega basar laug-
ardaginn 7. nóvember kl. 13.30.
Á boðstólum verður margt skemmti-
legra muna, svo sem: ofnar og smyrnað-
ar mottur, tilvaldar í sumarbústaði;
skemmtileg prjónuð leikföng í björtum
litum, dúkar, lopapeysur, sokkar, vett-
lingar, húfur, treflar, útskomir trémunir,
brúðurúm, körfur, bakkar fyrir laufa-
brauð og margt fleira tilvalið til jólagjafa.
Gott verð.
Kvenfélag Óháöa safnaöarins
heldur fund í kvöld í Kirkjubæ kl. 20.
Tupperwear-kynning.
Félag eldri borgara
Opið hús í Risinu kl. 13-17. Kynningar-
fundur um málefni eldra fólks kl. 15.
Kóræfing kl. 17.
„Maður meö byssu“
í bíósal MIR
Kvikmyndasýning verður í bíósal MÍR,
Vatnsstíg 10, nk. sunnudag 8. nóvember
kl. 16. Sýnd verður gömul kvikmynd,
„Maður með byssu", sem gerð var í
Moskvu á árinu 1938. Myndin er byggð á
samnefndu leikriti eftir Nikolaj Pogodin
og leikstjóri er Sergei Jútkevitsj, einn í
hópi fremstu kvikmyndagerðarmanna í
Sovétríkjunum íyrr og síðar. í kvikmynd-
inni er fjallað um byltingartímann í
Rússlandi og aðdraganda byltingarinnar
í nóvember 1917 og þar kemur Lenín við
sögu, en með hlutverk hans fer hinn
kunni leikari Maxím Shtraukh. Meðal
annarra frægra leikara í myndinni má
nefna Nikolaj Tsjerkasov. Tónlistin er eft-
ir Shostakovitsj. Skýringartextar á
ensku. Aðgangur öllum heimill.
Nýtt rafkerfi í Kolaportinu
Nú um helgina verður tekið í notkun
nýtt rafkerfi í Kolaportinu, sem hefur í
för með sér algjöra byltingu í sambandi
við lýsingu og rafmagnsmál markaðs-
torgsins almennt. Settar hafa verið upp
þrefaldar rafbrautir, sem eru samtals um
500 metrar að lengd, og eru ljóskastarar
og raftenglar settir beint upp í þessar raf-
brautir.
Með tilkomu þessa nýja rafkerfis getur
hver seljandi fengið eins mikla lýsingu
og hann vill á sitt svæði og fengið teng-
ingu á hvers kyns raftækjum, þar á með-
al sjóðvélum og reiknað er með að notk-
un þeirra verði nú mjög vaxandi í Kola-
portinu, flestum til mikillar ánægju.
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNIDÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
í tvö ár hafa þau Clint Eastwood og Frances Fisher búiö undir sama þaki. En hjónaband hefur ekki bor-
iö enn á góma, segir Frances.
Hjónaband ekki á
aöfinni hjá Clint
Eastwood og
Frances Fisher!
Clint Eastwood er orðinn var
um sig í hjónabandsmálum. Hann
var lengi vel giftur sömu konunni
og varð að borga dýrum dómum
fyrir að fá sig lausan úr þeirri
hnappheldunni, þegar hann vildi
ólmur og uppvægur taka upp sam-
búð við Sondru Locke á sínum
tíma. í 13 ár bjuggu þau svo sam-
an, Clint og Sondra, en aldrei tókst
henni að draga hann upp að altar-
inu. Þegar hann fór frá henni,
gerði hún himinháar meðlagskröf-
ur til hans og þau hafa ekki litið
hvort annað réttu auga síðan.
Og enn er Clint við sama hey-
garðshornið í hjónabandsmálun-
um, og reyndar kvennamálunum
líka. Undanfarin tvö ár hefur hann
verið í sambúð með bresku leik-
konunni Frances Fisher og hefur
í spegli
Timans
vakið athygli hversu mjög hún lík-
ist Sondru Locke í sjón. Og
kannski er eitthvað fleira líkt með
konunum tveim. A.m.k. fást engin
ákveðin svör, þegar forvitnir spyrja
Frances hvort brúðkaup sé á næsta
leiti, enginn virðist leggja í að
spyrja Clint!
„Við höfum aldrei talað um
hjónaband," segir Frances. „En ég
veit að margir tala um mig sem
kærustuna hans Clints, og ég lít
svo sannarlega á Clint sem kærast-
ann minn.“ Kannski er það full-
nægjandi svar.
Hjaiti ásamt einum gesta sinna, Andrési Pálssyni
á Hjálmsstööum. Tlmamyndir GTK'
Merkisafmæli:
Hjalti Pálsson
sjötugur
Hjalti Pálsson, hestamaður og fyrrv. framkvæmda-
stjóri, hélt upp á sjötugsafmæli sitt nýlega og heiní-
sóttu hundruð manns afmælisbarnið og eiginkonu
hans til að samfagna þeim á þessum tímamótum.
Frú Ingigeröur Karlsdóttir og Hjalti Pálsson.