Tíminn - 18.11.1992, Qupperneq 3
Miðvikudagur 18. nóvember 1992
Tíminn 3
Vandræðagangurinn við að stjórna landinu:
Andstaöa er í SjáKstæðis*
flokkmm gegn skattahækkunum
Lítil hrifning er innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins á hugmyndum at-
vinnumálanefndar ríkisstjórnarinnar um hækkun tekjuskatts og útsvars og
álagningu fjármagnsskatts. Andstaðan er það mikil að ekki er útilokað að
farin verði sú leið að hækka frekar óbeina skatta, einkum virðisaukaskatt.
Enn einu sinni hafa verið teknar til skoðunar hugmyndir um tveggja þrepa
virðisaukaskatt
Þingmenn Sjálfstæðisflokks sem
Tíminn ræddi við voru tregir til að
segja margt um hugmyndir um breyt-
ingar á skattakerfmu. Þeir bentu
réttilega á að enn sem komið er væru
menn að velta upp hugmyndum og
ríkisstjómin hafi enn engar tillögur
lagt fram. Þeir sögðust þurfa að sjá
heildarmyndina áður en þeir færu að
segja eitthvað um einstaka liðið.
Það er þó ljóst að veruleg andstaða er
við hugmyndir um hækkun á útsvari
og álagningu hátekjuskatts og fjár-
magnsskatts. Sama gildir um nýjar
hugmyndir um hækkun á tekju-
skattshlutfalli um 2%. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur margoft hafnað hug-
myndum um skattahækkanir af þess-
um toga.
Vilhjálmur Egilsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði að eins og
staðan sé í dag greiði vinnuveitandinn
um eina krónu í gjöld og skatta af
hverri krónu sem launþegi, sem er yf-
ir skattleysismörkum, fær í sinn vasa.
Jaðaráhrif skattsins séu því ærið mik-
il. Áhrifin séu enn meiri fyrir laun-
þega sem ekki fái bamabótaauka og
vaxtabætur. Vilhjálmur sagði takmörk
fyrir því hvað sé hægt að ganga langt í
þessa átt. „Það er bara þannig að þeg-
ar kostnaðurinn við að koma pening-
unum í vasa launþegans hækkar þá
fara fyrirtæki og einstaklingar að leita
að öðrum leiðum við að greiða laun-
in. Ef að launþeginn fær aðeins eina
krónu af hverjum þremur sem vinnu-
veitandinn þarf að greiða af vinnu
hans þá fer fólk aðrar leiðir. Það má
ekki gleyma því að fólk á alltaf næsta
leik þegar búið er að setja skattalögin.
Þetta þarf allt að vega og meta í sam-
hengi við heildarmyndina," sagði Vil-
hjálmur.
Menn eru sammála um að ekki megi
draga mikið lengur að fá á hreint
hvaða breytingar verða gerðar á
skattakerfinu. Ekkert hefur verið litið
á tekjuhlið fjárlaga síðan fjárlaga-
frumvarpið var lagt fram í byrjun
október. Ástæðan er að hugmyndir at-
vinnumálanefndar ríkisstjómarinnar
um miklar skattkerfisbreytingar. Vil-
hjálmur sagði að menn geti ekki dreg-
ið það mikið lengur að fá niðurstöðu í
nokkra gmndvallarþætti í tekjuhlið
fjárlaga. Ef efnahags- og viðskipta-
nefnd eigi að hafa tök á að fara faglega
yfir tekjuhliðina þá verði ríkisstjómin
af fara að taka sínar ákvarðanir.
-EÓ
Verkalýðshreyfing og iðnrekendur benda
landsmönnum á gildi þess að kaupa ísienskar
vörur í stað erlendra:
Herkostnað
urinn nemur
um 25 millj-
onum Krona
Verkalýðshreyflngin hefur lagt fram 8-10 milljónhr króna til að aug-
iýsa giidi þess fyrir íslendlnga að kaupa innlendar framleiösluvörur f
stað erlendrar og í sama tilgangi hcfur Félag fslenskra iðnrekenda
lagt fram 7,5 miUjónir og svipaða upphæð hefur Landssamband iðn-
aðarmanna reitt af hendi á þessu ári.
Þessu til viðbótar greiddi Iðja,
félag verksmiðjufólks, 300 þús-
und krónur fyrir ieiknar auglýs-
ingar í útvarpi, fyrr á árínu.
Þannig að ailt f allt hafa hags-
munaaðiiar f iðnaði lagt fram
rúmar 25 milljónir króna til að
auglýsa fslenskar iðnaðarvörur í
stað eriendra og hvaða áhrif það
hefur á atvinnu fólks.
Þar fyrir utan hafa samtök at-
vinnuiausra einnig verið iðin við
kolann, en eins og kunnugt er þá
hefur störfum í iðnaði fækkað
töiuvert á undanfórnum árum á
sama tfma og markaðshiutdeild
innlends iðnvaraings hefur
minnkað.
Guðmundur Jónsson, formaður
Landssambands iðnverkafólks,
segir að erfltt sé að henda reiður
á árangurinn að svo stöddu en
hinu sé ekki að leyna að veruleg
vakning virðist hafa orðið meðal
neytenda og sömuleiðis aukinn
skilningur hjá þeim á mikilvægi
þess fyrir atvinnustigið að keypt
sé frekar innlend framleiðsia en
eriend.
Sveinn Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Félags fslenskra
iðnrekenda, segir að ekki aðeins
hafl orðið vart við aukinn áhuga
og skilning almennings á þessu
átald heidur einnig innan fyrir-
tækjanna sjáifra og m.a. eru iðn-
rekendur farair að versia meira
sín í milli en áður. Þá eru dæmi
um það að einstaklingar hafa sótt
um aðild að félaginu til þess eins
að geta sannað það fyrir sínum
kúnnum að þeir séu með íslensk-
ar framleiðsluvörur á boðstólum
en ekki erlendar. -grh
Afskurður um borð i frystitogurum ekki alltaf sem skyldi. Ríkismatið:
Afbragðs vetrarveður var í gær í Reykjavík, vægt frost, heiðríkja og hægur and-
vari og mávarnir voru ansi rólegir í tíöinni. Timamynd Ami Bjama
Davíð kallarstjórnar-
andstöóuna á fund
Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur kallað leiðtoga stjóraarandstöðunn-
ar á fund í Stjómarráðinu kl. 10 í dag. Fundarefnið er aðgerðir í atvinnu- og
efnahagsmálum. Fundurínn er talinn gefa til kynna að stutt er í að aðgerð-
iraar verði kynntar opinberlega. í dag verður einnig fundur f atvinnumála-
nefnd ríkisstjómarinnar og aðiia vinnumarkaðarins.
Ekki er talið að forsætisráðherra stuðningi stjórnarandstöðunnar við
kynni endanlegar tillögur á fundin-
um með stjórnarandstöðunni í dag.
Frekar er reiknað með að hann
kynni stöðu málsins og leiti eftir
þær tillögur sem nú er verið að
leggja síðustu hönd á.
Síðan eftir miðstjórnarfund ASÍ á
sunnudaginn hefur verið leitast við
að skapa sem mesta samstöðu um
þær aðgerðir sem gripið verður til.
Fundurinn með stjórnarandstöð-
unni er liður í þessu. Óvíst er hins
vegar að hve miklu leyti ríkisstjórn-
in mun setja sitt mark á tillögur at-
vinnumálanefndarinnar, en vitað er
að sumt í tillögum hennar gengur
þvert á yfirlýsta stefnu stjórnarinn-
ar. -EÓ
Vænir flakhlutar og
heii fiök í afskuröi Góð færð en hálka
í athugunum sem Ríkismat sjávaraf-
urða hefur staðið fyrir á vinnslu
frystitogara hefur komið í ljós að
vænir flakhlutar og jafnvel heil flök
hafi fundist í afskurði. Ennfremur
eru dæmi um innyflaleyfar séu í af-
skurði en slíkt getur valdið gerla-
mengun m.a. við frekari vinnslu t.d. í
flskmaming. Þetta kemur fram í
fréttabréfí Ríkismatsins.
En afskurður er jafnan skilgreindur
sem smávægilegir fiskafgangar sem
falla til við snyrtingu fiskflaka. Alla
jafna er afskurðinum haldið til haga
um borð í frystitogurum þar sem fisk-
afgangar eru heilfrystir og þýddir upp
til frekari vinnslu í vinnslustöðvum í
landi.
Þórður Friðgeirsson, forstöðumaður
eftirlitssviðs Ríkismatsins, segist ekki
trúa því að óreyndu að sjómenn séu að
henda fiski á þennan hátt í því aflaleysi
sem verið hefur á veiðislóðum togara.
Hins vegar vill hann taka fram að þrátt
fýrir þetta séu mörg vinnsluskip til fyr-
irmyndar hvað afskurð varðar þótt
innan um fyrirfinnist dæmi um hið
gagnstæða. -grh
Greiðfært var í gærkvöldi í nágrenni Reykjavíkur og um Suðurland með
ströndinni til Austurlands þar sem ágæt færð er einnig.
Góð færð er fyrir Hvalfjörð og um
Snæfellsnes en þungfært um Gils-
fjörð. Klettsháls var fær jeppum og
stærri bfium. Frá Brjánslæk var
greiðfært til Bfidudals en Dynjand-
isheiði og Hrafnseyrarheiði voru
ófærar.
Fært var um Holtavörðuheiði til
Hólmavíkur en þungfært um Stein-
grímsfjarðarheiði. Botns- og Breiða-
dalsheiðar voru færar jeppum og
stærri bfium.
Fært var um Norðurland og með
ströndinni á Norðausturlandi til
Vopnafjarðar. Fært var um Möðru-
dalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og
Hellisheiði eystri. Víðast hvar um
allt land var hálka á vegum, einkum
heiðum og fjallvegum.
—sá
Leiðrétting
Jóhann Pálsson garðyrkju-
stjóri Reykjavíkurborgar vill
taka fram að misskilnings gæti
í frétt um mengun í miðborg-
inni. Hann segir að fyrsti vott-
ur um mengun sé að skorpu-
fléttur hverfi af trjám en fjölgi
þegar mengun er lítil.