Tíminn - 21.11.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur21. nóvember 1992
Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík
Aðalfundur
félagsins verður haldinn á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18,
fimmtudaginn 26. nóvember 1992, kl. 20,30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Félagsstjórnin.
Útboð
Kúðafljót, smíði stálbita
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í smíöi stál-
bita fyrir brú á Kúðafljót.
Um eraö ræða smiði 30 soöinna plötubita, 18 og
22 m langra, ásamt tilheyrandi þverbitum og
samskeytum, alls 200 t. Ennfremur er innifalin
hreinsun og ryðvörn stálsins ásamt flutningi þess
á byggingarstaö við Kúðafljót.
Efni I stálbitana verður afhent á næstu uþþskip-
unarhöfn Eimskips I janúar 1993 og skal smíði og
afhendingu vera lokiö 15.05.-01.06.1993.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins (
Borgartúni 5, Reykjavlk (aðalgjaldkera), frá og
meö 23. þ.m.
Tilboöum skal skila á sama stað fyrir kl. 14:00
þann 14. desember 1992.
Vegamálastjóri
Auglýsing
um veitingu leyfis til áætlunarflugs
innanlands
Samkvæmt auglýsingu nr. 523 frá 3. nóvember 1989
um leyfi til áætlunarflugs innanlands, munu sérleyfi til
áætlunarstaða, þar sem árlegur meöalfjöldi farþega árin
1990 og 1991 var hærri en 12 þúsund farþegar, breytast
í almenn áætlunarleyfi frá og með 1. janúar 1993.
Ráðuneytið lýsir hér með eftir umsóknum flugrek-
enda um leyfi til áætlunarflugs á flugleiðinni Reykjavík-
Egilsstaðir-Reykjavík. Leyfið verður veitt með eftirfarandi
skilyrðum:
1) Sætaframboð skal eigi vera meira en 10% af
heildarsætaframboði á umræddri flugleið í vetrar-
áætlun og sumaráætlun, samkvæmt mati ráðuneyt-
isins.
2) Heildarfarþegaflutningar skulu ekki nema meira
en 10% af heildarflutningum i áætlunar- og leiguflugi
á sömu tímabilum.
Með umsókninni skulu fylgja:
- Drög að ársáætlun á viðkomandi flugleið.
- Upplýsingar um þær flugvélar, sem áætlaö er að
nota til flugsins.
- Gögn um fjárhagsstööu fiugrekanda.
- Önnur gögn sem umsækjandi telur skipta máli.
Umsóknum, skv. ofanrituðu, skal skila til samgöngu-
ráðuneytisins eigi síðaren 30. nóvember n.k.
Samgönguráðuneytið,
19. nóvember 1992
Innkaupastofnun Reykjavfkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskareft-
ir tilboðum I foreinangraðar pipur.
Um er aö ræöa lagnarefni I stærðum DN 20 — DN 150 mm. Helstu
magntölur em: pípur 42.300 m og greinistykki 18.619 stk.
Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vomi, Frikirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboöin verða opnuö á sama staö fimmtudaginn 7. janúar 1993, kl
11,00.
IN N KAUPASTÖFN U N REYKJAVÍ^U RBORGAR
£ „• f' o Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ° $ '*vc. tf
ATVINNURE
I
FÆRA SER
NYT
Atvinnuleysi er orðið hluti af íslenskum veruleika og at-
vinnulausir hafa stofnað með sér fjölmenn samtök.
Reynir Hugason er formaður þeirra. Hann segirfólk
vera reitt og þurfa vinnu strax, en ekki einverntímann í
framtíðinni. Hann talar tæpitungulaust um stjórnmála-
menn, sem hann segir að skilji ekki vandann og séu
jafnvel argir vegna tilveru þeirra. Hann skýrir frá dæm-
um um atvinnurekendur sem noti sér ástandið. Þá segir
hann að dæmi séu um sjálfsmorð hjá atvinnulausu
ungu fólki. Það er samt enginn uppgjafartónn í Reyni,
og til marks um það munu samtökin standa fyrir kynn-
ingu á ódýrum mat um helgina.
Eru atvinnu-
lausir að verða
hin gleymdu
börn þjóðfé-
lagsins? Stjórn-
málamenn sem
skilja ekki
vandann.
Reynir Huga-
son, formaður
Samtaka at-
vinnulausra:
Samtökin hafa vaxið hratt. Reynir
segir að félagsmenn í samtökunum
séu núna orðnir 1250, en voru í
upphafi um 50. Hann segir að þessi
fjöldi nálgist helming þeirra sem
séu atvinnulausir í Reykjavík, en
flestir félagar eru þaðan. „Við höf-
um lagt áherslu á að skrá menn af
skráningarstofunni í Reykjavík. Nú
er einnig verið að vinna að skrán-
ingu á fólki úr Garðabæ, Kópavogi
og Hafnafirði," segir Reynir. Hann
getur þess að í upphafi hafi verið
lögð mikil áhersla á að atvinnu-
lausir skráðu sig í samtökin. „Nú
leggjum við ekki svo mikla áherslu
á þetta, en fólk skráir sig samt jafnt
og þétt,“ segir Reynir. Hann telur
að allt að þrír fjórðu hlutar at-
vinnulausra skrái sig. „Einstaka
maður vill ekki skrá sig. Sumir
vilja það ekki og finnst samtökin
ekki vera nógu róttæk. Þeir vilja
samtök sem fara niöur á Austurvöll
með kröfuspjöld og heimta vinnu
og mat,“ segir Reynir. Hann telur
að það sé að finna menn úr öllum
stéttum þjóðfélagsins innan vé-
banda samtakanna og þar á meðal
séu ótaldir viðskiptafræðingar og
nokkrir verkfræðingar.
Ekki hægt að hríngja
í okkur heim
„Þetta atvinnulausa fólk er í þeirri
stöðu að það á enga peninga í dag.
Það leysist ekkert með nýjum lög-
um eða reglugerðum eftir hálft ár.
Fólk vill fá peningana núna,“ segir
Reynir. Hann bendir á að það sé
fjöldi manns sem ekki fái neinar
bætur og segist sjálfur vera þar á
meðal. „Eg er nú svo heppinn að ég
á konu sem er vísindamaður. Hún
hefur þokkaleg laun, en það heldur
ekki heimilinu á floti, að minnsta
kosti ekki miðað við þann lífsstíl
sem við vöndumst. Þetta stefnir
allt til helvítis, eins og hjá flest-
um,“ segir Reynir. Hann getur þess
að í vikunni hafi verið lokunardag-
ur síma og þá hafi síma hjá flestum
félagsmönnum í samtökum at-
vinnulausra verið lokað. „Það er
ekki hægt að hringja í okkur heim,
því að við getum ekki borgað fyrir
sfmann og þar á meðal hjá mér,“
segir Reynir.
Fólk er voðalega reitt
Aðspurður um hug félagsmanna
til samfélagsins segir Reynir: „Fólk
er voðalega reitt og óþolinmótt.
Það heimtar lausnir strax og getur
ekki beðið. Það ásakar stjórnmála-
menn um að vera valdir að þessu,
þar sem þeir séu vanfærir um að
koma með lausnir. Fólk þjappar sér
saman um íslenska atvinnustarf-
semi og er henni mjög hlynnt."
Reynir telur að fólk trúi málflutn-
ingi samtakanna, sem er að allir
myndu fá vinnu ef eingöngu væru
keyptar íslenskar vörur. „Við vor-
um með þennan áróður um síð-
ustu helgi og ætlum að halda hon-
um áfram,“ bætir Reynir við. Hann
er mjög ánægður með árangurinn.
„Okkur var tekið svo vel að það var
alveg með eindæmum. Fóik kom
og sýndi okkur í pokana sína og
sagði: „Sjáðu bara, ég er með allt
íslenskt." Þá klappaði það manni á
öxlina og sagði: „Gott hjá þér ég
styð þetta." Við sögðum því að það
gæti keypt atvinnuleysi af höndum
sér með því að kaupa íslenska iðn-
aðarvöru," segir Reynir. Hann
bendir á að íslenskum iðnaði hafi
hrakað undanfarin ár, þar sem allt
að 4.000 störf hafi tapast. „Við vilj-
um ekki áframhald á þeirri þróun.
Við verðum að snúa þeirri þróun
viö," segir Reynir. Hann nefnir sem
dæmi um hversu undirtektirnar
voru góðar, að hann hafi náð að
dreifa sjálfur um 7.000 miðum á
augabragði um síðustu helgi þar
sem fólk var hvatt til að kaupa ís-
lenskt. Hann segist hafa orðið var
við jákvæðar undirtektir víða. Þar á
meðal nefnir hann að einn af stór-
mörkuðum borgarinnar hyggist
styðja samtökin með margvísleg-
um hætti.
Fjölskyldan í mat
fyrir 20 kr.
Reynir segir að samtökin hyggist
beita sér á margvíslegan hátt til
stuðnings sínum skjólstæðingum.
Hann nefnir t.d. að nú um helgina
ætli þau að kynna félagsmönnum
hvernig hægt sé að matreiða góða
og mjög ódýra rétti úr sfld og
skötu, en samtökin fengu um 20
tonn af skötu að gjöf frá aflakaupa-
nefnd í vikunni. Að sögn Reynis
hefur Reykjavíkurborg gefið vilyrði
fyrir húsnæði þar sem kynningin
fer fram. Matreiðslumenn munu
þar matreiða, en fólki gefst kostur
á að bragða á réttunum, sem það
getur keypt hráefni í á staðnum.
Reynir segir þetta góðan mat og
mjög ódýran og nefnir sem dæmi
að hálft kíló af roðflettri síld kosti
20 kr. og dugi í eina máltíð fyrir
fjóra. „Með þessu viljum við benda
verslunareigendum á það að það er
fullt af fólki í þjóðfélaginu sem er
það fátækt að það getur ekki leyft
sé að kaupa ýsuflak fyrir 400 kr. kg.
Sumir koma hér á skrifstofuna af
því að hér fæst ókeypis kex,“ segir
Reynir.
Sumir atvinnurek-
endur notfæra sér
neyðina
Reynir hefur slæma sögu að segja
af sumum atvinnurekendum, sem
leiti eftir starfskröftum hjá Sam-
tökum atvinnulausra. „Það kemur
fyrir að það hringja menn og biðja
um fólk í vinnu, en það hafa ekki
verið sérstaklega góö störf," segir
Reynir og á við störf eins og sölu-
mennsku upp á prósentur, sem
hann telur hæpið að gefi yfirleitt
mikið í aðra hönd. „Svo hafa kom-
ið upp slæm dæmi, sem við viljum
alls ekki eiga neinn þátt í, en það
er þegar verið er að bjóða mönn-
um svarta vinnu og laun sem eru
lægri en atvinnuleysisbætur, eða
um 200 kr. á tímann sem gefa af
sér um 32.000 kr. á mánuði. Það