Tíminn - 21.11.1992, Qupperneq 9
Laugardagur 21. nóvember 1992
Tíminn 9
landbúnað og í eldhús veitinga-
staða, þvert ofan í lög og rétt, á
sama tíma og þrjár milljónir lands-
manna eru án atvinnu. Þessir ólög-
legu verkamenn eru flestir frá
Austur-Evrópu og Afríku.
2. Tiltölulega margir asylantar
eru með ýmsa sjúkdóma, sem
breiðast sumir ört út í þrengslum í
bráðabirgðahúsnæði fyrir þá. Ótt-
inn við alnæmi er inni í þeirri
mynd. Rannsókn í Svíþjóð leiddi í
ljós í fyrra að tiltölulega margir,
sem þangað komu frá Afríku, voru
HIV- smitaðir.
3. Vaxandi glæpamennska af völd-
um útlendinga er þó líklega það,
sem þýskur almenningur óttast
mest þeim viðvíkjandi. Fyrir löngu
var vitað að glæpatíðni meðal út-
lendinga var talsvert, ef ekki all-
miklu meiri meðal útlendinga en
Þjóðverja. Glæpatíðnin meðal út-
þess sem útlendur glæpalýður
leggur mikið fyrir sig. Að sögn toll-
gæslunnar á austurlandamærun-
um hefur a.m.k. 4000 stolnum
bflnum verið smyglað yfir landa-
mærin til Póllands s.l. tvö ár, en
e.t.v. um 40.000. í borgarhlutum
og sveitarfélögum, þar sem til
skamms tíma var lítið um glæpi og
fólk því nokkuð öruggt um sig,
þorir það nú ekki lengur út eftir að
skyggja tekur.
40% félagshjálp-
arþega útlend-
ingar
Hægriöfgamenn hafa það sem af er
árinu drepið 11 útlendinga og
meitt og slasað margfalt fleiri. Ekki
er vafi á því að meirihluti Þjóðverja
hefur andúð á því ofbeldi og fæstir
hættu á að stórfelld áföll í efna-
hagsmálum séu framundan.
Húsnæði frátekið af ríki og bæjar-
og sveitarfélögum fyrir asylanta er
fyrir löngu yfirfullt og hafa opin-
berir aðilar reynt að bæta úr því
með því að yfirtaka til þeirra nota
margskonar húsnæði annað, sem
yfirleitt er full þörf á til annarra
nota. Á sama tíma vantar Þjóðverja
þrjár milljónir íbúða og aðstreym-
ið í háskóla landsins er meira en
nokkru sinni fyrr. Það hefur valdið
gífurlegum skorti á húsnæði til
kennslu og íbúðum fyrir stúdenta.
Meðal þeirra kvað hægribylgjan
vera í sókn.
Hræðslubanda-
lag um stjórnar-
skrárbreytingu
Asylantar (hér rúmenskir sígaunar) viö austurlandamæri Þýskalands: allt húsnæöi fyrir þá löngu yfirfullt.
Franz Schönhuber, leiötogi Lýöveldisflokks: þreföldun fylgis á tveimur
árum.
lendinganna hefur undanfarið stig-
ið ört hlutfallslega og kenna yfir-
völd nýkomnum asylöntum um.
Samkvæmt hagskýrslum eru um
þessar mundir 25% ofbeldisglæpa í
Þýskalandi framdir af útlending-
um.
í vesturíylkjunum (fyrrverandi
Vestur-Þýskalandi) voru árið 1990
6099 af 17.854 Ghanamönnum,
sem þangað voru þá komnir og
höfðu sótt um Asyl, dæmdir fyrir
afbrot og glæpi, eða 34% þeirra.
Sömu tölur það ár fyrir Nígeríu-
menn voru 3212 af 8222 (39%),
fyrir Albani 1551 af 2548 (60,8%),
fýrir Gambíumenn 1255 af 1632
(76,8%). Rán á götum úti, eitur-
lyfjasala og bflstuldir eru meðal
þeirra vilja fá eitthvað líkt nasism-
anum aftur, en vera má að margir
þeirra hafi meiri áhyggjur af of-
beldinu af hálfu útlendinganna.
Við þetta bætist gífurlegur kostn-
aður við uppihald asylanta/útlend-
inga og annað í kringum þá, og sá
kostnaður er auðvitað borgaður úr
vösum þýskra skattgreiðenda. Um
40% þeirra, sem fá félagshjálp í
Þýskalandi, eru útlendingar. Þessi
kostnaður, ásamt feiknakostnaði
við að rétta við efnahag austur-
fylkjanna (fyrrverandi Austur-
Þýskalands), er nú orðinn slíkt álag
á Þýskalandi, öflugasta efnahags-
veldi Evrópu og eins þeirra öflug-
ustu í heiminum, að stjórnmála-
menn og hagfræðingar telja bráða
Helmut sambandskanslari Kohl, á
nálum um að falla úr stjórnarstóli í
næstu kosningum, boðar nú að
hækka skuli skatta (sem hann í síð-
ustu kosningabaráttu lofaði hátíð-
lega eins og Bush að gera ekki) og
draga úr félagshjálp, auk fleiri
sparnaðaraðgerða. Hann vill
stjórnarskrárbreytingu til að
hægja eitthvað á asylantastraumn-
um og eftir að hafa tvístigið lengi
virðast jafnaðarmenn hafa ákveðið
að styðja hann til þess. Það ætti að
fara gegnum þingið, fyrst stóru
flokkarnir tveir, CDU og jafnaðar-
menn, eru orðnir sammála um
það. Ekki munu þó enn öll kurl
komin til grafar um samstöðu
þeirra viðvíkjandi mesta áhyggju-
efni þýsku þjóðarinnar.
Tvennt má nefna af því sem er að
baki miklu örlæti Þjóðverja við út-
lendinga til þessa. Ánnað er að á tíð
kalda stríðs og járntjalds var talið
rétt og heppilegt að flóttamenn
undan kommúnismanum fengju
sem bestar viðtökur í Þýskalandi.
Hitt er samviskubit eftir nasista-
tímann. Eftir hann voru Austur og
Vestur og mestur hluti heimsins
sammála um að halda því að Þjóð-
verjum að þeir hefðu mest á sam-
viskunni allra þjóða, gott ef þeir
væru ekki að eðlisfari grimmastir
manna. Þjóðverjar, haldnir ger-
manskri og kristilegri samvisku og
sektarkennd og tvímælalaust ekki
ómannúðlegri í hugarfari upp og
ofan en gengur og gerist um Evr-
ópumenn, samþykktu þetta og
tóku sér nasistatímann mjög
nærri. Áttu þeir kannski varla ann-
ars kost, svo gersigraðir sem þeir
voru eftir heimsstyrjöldina síðari.
Þeim fannst því að þeir þyrftu að
sanna fyrir sjálfum sér og umheim-
inum að þeir væru ekki síður
mannúðlegir og helst mannúðlegri
við „öðruvísi" fólk en nokkrir aðrir.
Nú er svo að heyra að fleiri og
fleiri Þjóðverjar, hollir stjórnvöld-
um og þolinmótt fólk upp til hópa,
séu eigi að síður farnir að þreytast
á þessu eðallyndi, vegna mikillar
og vaxandi notkunar og misnotk-
unar á því.
hluthafafundur
SAMSKIPA
Hluthafafundur í Samskipum hf. verður
haldinn föstudaginn 27. nóvember 1992
kl. 14:00 í matsal félagsins að Holtabakka.
Dagskrá:
1. Stjórnarkjör vegna breytinga
á eignaraðild
2. Önnur mál
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent
á aðalskrifstofu félagsins að Holtagörðum
og við innganginn.
Stjórn SAMSKIPA hf.
IQSAMSKIP
Holtabakka við Holtaveg • 104 Reykjavík • Sími (91) 69 83 00
Varanleg lausn
á vatnsbrettum, sterk, rakaþétt og viðhaldsfri.
Margir litir. Staðgreiðsluafsláttur.
Einnig sólbekkir og borðplötur i mörgum litum.
Ótrúlega lágt verð á legsteinum með rafbrenndum álplötum.
Sterkt og fallegt.
Marmaraiðjan, Höfðatúni 12.
Sími 629955. Fax 629956.