Tíminn - 21.11.1992, Qupperneq 15

Tíminn - 21.11.1992, Qupperneq 15
Laugardagur21. nóvember 1992 Tíminn 15 Venjutegar pylsur eru stööugt vinsæll matur, þrátt fyrir aö á und- anförnum árum hafi úrval skyndimatar aukist mjög. Mörg atvinnuþróun- arverkefni í gangi Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um kaup á 230 nýjum og eldri félagslegum eignaríbúðum, sem koma til afhendingar ífam á haustið 1994. Enn- fremur er óskað eftir umsóknum um 30 nýjar félagslegar kaupleiguíbúðir, sem af- hentar verða á sama tíma. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 86/1988 með áorðnum breytingum. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, Suður- landsbraut 30, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga-fostudaga kl. 9-12 og 13-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 18. des. nk. HÚSNÆÐISNEFND REYKJAVÍKUR Rætt við Odd Má Gunnarsson, iðnráðgjafa Suðurlands á Selfossi, um ár- angur í nýsköpunarstarfi Nokkur verkefni Ef við nú lítum til sveitarfélaganna, þá er að nefna að við erum þátttakendur í nokkrum verkefnum, sem flest eru rekin í samvinnu við Byggðastofnun. Þá er kostnaður stundum greiddur að hálfu af Byggðastofnun, en að háifu af okkur eða viðkomandi sveitarfélagi, en þessi hlutföll eru breytileg. Starfa ég þá meira og minna að umræddum verk- efhum og er þá ýmist í stjóm þeirra eða stoðmaður, sern leita má til. Hér á meðal má nefna átaksverkefnið í Vík, sem var ríflega tveggja ára verk- efni og á nú sex mánuði eftir. Að því verkefni var ráðinn sérstakur maður aðstandendum þess til halds og trausts. Þá lukum við á síðasta ári stefnumót- unarverkefni vegna ferðaþjónustu í Skaftárhreppi, en það verkefni var unn- ið í samvinnu við Iðntæknistofnun og ferðaþjónustuaðila. Mikil upplýsinga- öflun fór fram og skoðanakönnun meðal allra, sem að ferðaþjónustu standa, og ferðamanna. Þannig var heildarstefna fyrir byggðarlagið í ferða- málum unnin. Nú erum við að setja verkefni af stað á Stokkseyri, sem nefnist „Konur og ferðaþjónusta". Þar byggjum við á því að Eyrarbakki og Stokkseyri eru tví- mælalaust merkustu þorpin hér á landi og þangað eiga allir íslendingar erindi, bæði til þess að skoða og fræðast. Verk- efhið miðast að því að þar verði fram- vegis betri aðstaða til þess að taka á móti komumönnum. Enn er að nefna þróunarverkefni upp- sveitanna. Þetta er framhaldsvinna við „Límtrés-verkefnið" svonefnda, sem menn kannast við og var samstarfs- verkefni fjögurra hreppa. í framhaldi af því fóru Límtré og hreppamir út í að stofna Yleiningar hf., en þar hafa allt að þrjátíu manns verið í vinnu við hús- hlutaframleiðslu og framleiðslu á kæli- klefum. Þangað upp eftir hefur nú ver- ið ráðinn verkefnisstjóri sem starfar að skilar þá betri árangri. Að þessu vann Byggðastofnun með okkur. Sitthvað annað er í gangi „á teikni- borðinu", en sem ekki er tímabært að tjá sig um allt að sinni. Þó má nefna að farin er af stað athugun á atvinnumál- um kvenna á Hvolsvelli og kemur hún í kjölfar flutnings Sláturfélagsins. Við erum líka að velta vöngum yfir einum eða tveimur átaksverkefnum í sam- liggjandi sveitarfélögum, svipuðum því sem gert var í Vík. Menn eru svona að melta það hvað megi gera og hefur ákvörðun verið tekin um eitt verkefni, en ekki afráðið hvort það verði fært út eða greint að í tvö. Margt hefur verið rætt um heimilisiðnaðarverkefnið Þingborg og höfðum við aðeins komið þar nærri, þótt það hvfli einkum á herðum Helgu Thoroddsen, sem unnið hefur mjög gott starf. Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands Eg vil svo ekki láta undir höfuð leggj- ast að minnast á Atvinnuþróunarsjóð- inn, sem við rekum og er nokkuð öflug stofnun. Hann var með skuldir og eigið fé upp á 124 milljónir um áramót. Hreint eigið fé hans nam 42 milljón- um, en framlög sveitarfélaga 73 millj- ónum. Aðrar skuldir eru 8 milljónir. Á sl. ári veitti sjóðurinn í styrki 1740 þús- undir og hlutafé var keypt fyrir 14 milljónir, svo hann á nú hlutafé fyrir 24 milljónir alls. Þannig var ráðstöfunarfé í fyrra nærri 60 milljónum og þótt svo færi að Vestmannaeyingar yfirgáfú okkur, nemur það enn 45 milljónum. Við veittum lán fyrir rúmar 20 milljón- ir á síðasta ári, skuldbreytingalán fyrir 4 milljónir og áhættulán fyrir rúmar 500 þúsund. Verðbréfaeign okkar í at- vinnuvegunum er nú 89 milljónir. Eitt prósent af skatttekjum sveitarfélganna rennur nú til sjóðsins og eru það um UMSÓKNIR „Það, sem einkum snýr að mér sem at- vinnuráðgjafa, er ráðgjöf við fyrirtæki og sveitarstjómir og starfið er fjölþætt, því verkefhin eru ólík. Þetta er allt frá því að sitja á fárra stunda spjalli við menn og upp í það að fylgja áralöngum verkefnum eftir,“ segir Oddur Már Gunnarsson, iðnráðgjafi Suðurlands, í spjalli við okkur. „Hvað fyrirtækin snertir, hefur mest verið um að ræða fjármögnunar- og rekstrarráðgjöf og þá einkum í tengsl- um við endurskipulagningu. Eins höf- um við aðstoðað þau við styrkja- og lánsumsóknir og á það við um einstak- linga líka, sem verið hafa að fara af stað með einhverjar nýjungar. Nokkuð höfúm við Iíka sinnt endur- menntunarmálum. í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurlands og Iðn- tæknistofnun, sem lagði lið við undir- búningsstarfið, höfum við komið á fót svonefhdum Farskóla Suðurlands. Á hans vegum höfúm við haldið marg- háttuð námskeið og má nefna suðu- námskeið, tölvunámskeið og námskeið um rekstur og stofnun fyrirtækja, en einnig námskeið á huglægara sviði eins og enskunámskeið og námskeið í skrautskrift. Það hefur meira verið hugsað sem íjármögnunarleið fyrir skólann, sem þarf að standa undir sér sjálfur, þótt við höfum stutt hann með vinnuframlagi og útvegun á langtíma- láni. Nokkum stuðning hafa sveitarfé- lögin líka veitt og þá í sambandi við einstök námskeið. mörgum nýjum hugmyndum, en tveir hreppar hafa bæst við þá er fyrir voru. Gömlu hreppamir vom Gnúpverja- og Hmnamannahreppur, Skeiðin og Túngumar. Það em Grímsnes og Laug- ardalshreppur sem við hafa bæst. Lím- tré og Yleiningar leggja okkur lið vegna kostnaðar af þróunarstarfinu, enda leggjum við áherslu á að fá at- vinnulífið til þátttöku, þar sem það 11 milljónir á þessu ári. En þegar um þetta er rætt, má ekki láta hlut Byggðastofnunar verða út- undan. Stofnunin veitir okkur nú rekstrarstyrk, sem stendur undir starfi atvinnuráðgjafans á móti Atvinnuþró- unarsjóðunum. En af ofansögðu má sjá að hér em verkefni næg og trú á árang- ur af nýsköpun í atvinnumálum." skumbalsam HÚSNÆÐISNEFND REYKJAVÍKUR Suðurlandsbraut 30 — 108 Reykjavík Sími 681240 — Fax 679640 ...alltafþegar s-f- ** það er betra %DW5

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.