Tíminn - 21.11.1992, Side 17
Laugardagur21. nóvember 1992
Tíminn 17
Íshokkí:
Bauer-deildar
Um heigina fer fram fyrsti
leikurinn í Bauer-deiidinni,
sem er nafnið á íslandsmótinu
í íshokkí, og eigast þar við
Skautafélagið Bjðminn og
Skautaféiag Reykjavíkur. Leik-
urinn fer fram á skautasvellinu
í Laugardai og hefst klukkan
13.00. Enginn aðgangseyrir er
að ieiknum og hvetur Tíminn
fólk til að leggja ieið sína i
Laugardalinn og berja leikinn
augum, þar sem íshokkí-Ieikir
eru oft á tíðum hraðir og
skemmtilegir.
Úrslitakeppni HM ‘94 í knattspyrnu:
VERÐA ENGIN
JAFNTEFLI?
UM HELGINA
Laugardagur
Körfuknattleikun
1. deild kvenna
UMFT-ÍR...............14.00
Íshokkí:
Bauer-deildin
Bjöminn-Sk.félag Rvk..13.00
Sunnudagur
Körfuknattleikun
Bikarkeppnin
UMFN-Haukar a.........20.00
UBK-UMFG b ...........20.00
Valur-ÍR..............20.00
ÍBK-ÍS ...............16.00
Mánudagur
Körfuknattleikun
Bikarkeppnin
LA-KR.................20.30
Svo gæti farið að í úrslitakeppni
Heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spymu yrði ekki heimilað að leikir í
keppninni enduðu með jafntefli.
Vegna reynslu undanfarinna ára eru
forsvarsmenn Alþjóða knattspymu-
sambandsins orðnir leiðir á fjölda
leiðinlegra leikja þar sem leikið er
upp á jafntefli.
Þetta yrði framkvæmt á þann hátt að
ef jafnt yrði eftir venjulegan leiktíma,
yrði framlengt um 30 mínútur og það
lið, sem fyrst skoraði, stæði uppi sem
sigurvegari. Þetta myndi einnig úti-
loka þann möguleika að þjálfarar leiki
upp á jafntefli til að knýja fram úrslit í
vítaspymukeppni, en eins og margir
muna var það einmitt það sem leik-
menn Rauðu Stjömunnar gerðu þegar
þeir sigruðu MarseiIIes í vítaspymu-
keppni í úrslitaleik í Evrópukeppni
fyrir nokkmm ámm. Þetta fyrir-
komulag verður reynt í úrslitakeppni
heimsmeistarakeppni unglinga, sem
fram fer á næsta ári í Ástralíu, og ef
það reynist vel verður fyrirkomulagið
tekið upp í HM ‘94. Vítaspymukeppn-
inni verður þó ekki alveg útrýmt, því í
leikjum þar sem úrslit þyrftu að ráðast
myndi vítaspymukeppnin fara fram
þegar framlengingu væri lokið.
Körfuknattleikur:
NBA-úrslit
Úrslit leikja í NBA-deildinni í körfu-
knattleik í fyrrinótt:
New Jersey-Atlanta.....108-101
Orlando-Golden State ..126-102
Houston-Cleveland........99-92
San Antonio-Dallas......123-95
Denver-Detroit...........99-87
Chicago-Seattle ........108-99
LA Lakers-New York......101-91
Rallý:
Krabbe í rallý
Katrin Krabbe, hlaupakonan um-
deilda sem nú berst gegn fjögurra
ára keppnisbanni vegna neyslu
ólöglegra lyfja, tekur þann 2. des-
ember þátt í Dubai-rallýinu.
Þar verður hún aðstoðarökumað-
ur vinkonu sinnar, Silke Fritzin-
ger. „Ég sakna íþróttanna, en
helst langar mig þó til að hlaupa á
ný,“ sagði Krabbe í viðtali við fjöl-
miðla. Hún ásamt því liði, sem
þeim vinkonum fylgir, fljúga til
Dubai á sunnudag til æfinga fyrir
rallýið.
í sérflokki
A League of Their Own *★*
Handrit: Lowell Ganz og Babaloo Mandel.
Byggt á sögu Klm Wilson og Kelly Canda-
ele.
Framleiöendur: Robert Greenhut og Elliott
Abbott
Leikstjóri: Penny Marshall.
Aðalhlutverk: Geena Davis, Tom Hanks,
Madonna, Lori Petty, Jon Lovitz, Garry
Marshall og Derek Strathaim.
Stjörnubíó.
Öllum leyfð.
Hafnabolti, þjóðaríþrótt Bandaríkja-
manna, hefur oft verið efni í kvik-
myndir. Þær hafa verið misgóðar, en
eftirminnileg er þó The Natural með
Robert Redford. í þetta skiptið er
Penny Marshall í leikstjórastólnum,
en hún hefur gert velheppnaðar
myndir eins og Big og Awakenings.
Þótt áður hafi verið fjallað um hafna-
bolta í kvikmyndum, þá sker þessi
mynd sig talsvert úr. Hún fjallar nefni-
lega um hafnabolta kvenna. Karla-
íþróttimar hafa hingað til verið vin-
sælli hjá kvikmyndagerðarmönnum
og er þá sama um hvaða íþrótt er að
ræða. Efni myndarinnar er því nokk-
uð frumlegt, þótt leiðinlegt sé frá því
að segja. Myndin gerist á tímum síð-
ari heimsstyrjaldar þegar ungir karl-
menn vom kvaddir í herinn og kven-
menn gengu í þeirra störf. Hafna-
boltaleikmenn fá líka kvaðningu í her-
inn og því er leitað að kvenmönnum
til að ganga í störfin þeirra. Systurnar
Dottie og Kit eru valdar í hóp kvenna,
sem eiga að spila í stað strákanna.
Dottie verður besti maður liðsins
þeirra, Rockford Peaches, en Kit
stendur alltaf í skugga hennar og líkar
illa. Við fylgjumst með liðinu á keppn-
isferðalögum og í Ieikjum. Það em
margar skrautlegar persónur í liðinu,
en sýnu verstur er þó þjálfarinn,
Jimmy Dugan. Hann er fyrrverandi
stjarna í íþróttinni, sem klúðraði ferl-
inum með óhóflegri drykkju.
Þetta er fyrst og fremst gamanmynd
og glettilega góð sem slík. Stríðið er
þó alltaf í bakgrunni, því eiginmenn
sumra kvennanna eru að berjast í Evr-
ópu. Samskiptum systranna em gerð
góð skil, en þó þær séu í sama liði á
Kit erfitt með að þola velgengni stóm
systur. Þessi þáttur handritsins er
mjög vel skrifaður, sem og grínið, en
eins og oft áður í bandarískum mynd-
um fer væmnin aðeins yfir strikið í
lokin.
Geena Davis leikur Dottie mjög vel
og er hún orðin ein af fæmstu leik-
konum Bandaríkjanna. Lori Petty
leikur Kit, yngri systurina, og kemst
mjög vel frá erfiðu hlutverki og sam-
leikur hennar og Davis er með ein-
dæmum góður. Madonna leikur ,AHa
leið" Mae ágætlega. Það er bara frekar
furðulegt að hún skuli titluð sem einn
aðalleikaranna, því hlutverk hennar er
ekki veigamikið, að undanskildu vel
útfærðu dansatriði sem hún tekur
þátt í. Tom Hanks fer létt með sitt
hlutverk, enda réttur maður á réttum
stað í svona gríni. Nauðsynlegt er að
minnast á Jon Lovitz, sem leikur út-
sendarann sem uppgötvar systurnar,
en hann fer frábærlega með gaman-
hlutverk sitt
Leikstjórinn, Penny Marshall, innir
sitt starf vel af hendi í þessari ágætu
afþreyingu. Hafnaboltaatriðin em
skemmtilega útfærð, ekki langdregin
og mátuleg blanda af gamni, alvöru og
spennu. Efnistökin em eins og áður
sagði óvenjuleg, en ég man nú ekki í
svipinn eftir mynd sem fjallaði um
hópíþrótt kvenna. Myndin skilur svo
sem engar djúpar hugsanir eftir sig,
en er góð afþreying í vetrarveðmnum.
Óhætt er að mæla með þessari fyrir
alla fjölskylduna. Öm Markússon
AJ aB \—Ai. p y l|pu 3 \ ffif í
Með sínu
nefi
Tálsvert hefur verið um fyrirspurnir til blaðsins þar sem
spurt er eftir því hvort ekki sé hægt að birta einföld gítar-
grip með algengum sönglögum, til að auðvelda gítargutl-
umm landsins raulið. Við höfum ákveðið að sinna þessu
eitthvað og birtum hér fyrsta sönglagið með þessum
hætti, en það er Maístjaman eftir Halldór Laxness og eiga
gítarhljómarnir við lag Jóns Ásgeirssonar.
Svo vill til að samtök atvinnulausra á íslandi eiga sér bar-
áttuljóð eftir Sigrúnu Björgvinsdóttur frá Egilsstöðum við
þetta lag, og látum við baráttusönginn „Stöndum saman“
fljóta með. Góða söngskemmtun!
Em Am Em D7
Ó hve létt erþitt skóhljóð, ó hve lengi ég beið þín,
G Am D G
það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín,
E7 Am D7 G
en ég veit eina stjömu, eina stjömu sem skín,
Am Em Am B7 Em
og nú loks ertu komin þú ert komin til mín.
Q lOO
M >
Em
A
m
Ö7
2.
Það em erfiðir tímar,
það er atvinnuþref,
ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef,
nema von mína og lífmitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú ga fst mér
það er allt sem ég hef.
3.
En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans.
Það er maísólin okkar,
okkar einingarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.
QOQ
>
I I
G
Stöndum saman
Þegar dimmir um daga
þá fer drungi um sál.
Læðast vofur um vegi,
verður stirðar um mál.
Það er vinnan sem vantar.
Það er vonin sem dvín.
Þrekið lamast og loksins
ekkert Ijós sem að skín.
En þó við bognum í bili,
berum kvíða í hug,
skal nú vonina vekja,
vísa hraeðslunni á bug.
Rísum upp, reisum virki,
réttum sjálf okkar hag.
Stöndum saman í stríði.
Stöndum saman í dag.
D
O O OQ
< >
E7
B?
Láttu ekki Tímann
fljúga frá þér
Ég undirritaður/uð óska hér með að gerast áskrifandi að Tímanum Nafn áskrífenda: 1 T íminn
Heimilisfang: Póstnúmer: _ „ „
Sími: Lyngnaisi ». i iu rteyKjaviK Póstfax 68769. Pósthólf 10240
L_____-^7.________________