Tíminn - 21.11.1992, Page 19

Tíminn - 21.11.1992, Page 19
Tíminn 19 Laugardagur 21. nóvember 1992 DÓMARINN OG ÁSTRÍÐUGLÆPURINN: Æðsti dómari New York-fylkis kærður vegna fjárkúgunar „Ef einhver segöi mér að Móöir Teresa væri fjöldamorðingi gæti ég betur trúað því en þessu,“ sagði þekktur lögfræðingur á Manhattan, þegar hann frétti að Sol Wachtler, æðsti dómari New York-ríkis hefði verið tekinn höndum og gefin að sök fjárkúgun. Þetta var samt engu að síður staðreynd og nú er uppi fótur og fit vegna dómarans, sem virð- ist hafa fetað sama veg og aðalpersóna hinnar frægu skáldsögu Toms Wolfe, Bálköstur hégómleikans. Hann, „meistari alheimsins", var með ástmey sína í bílnum að kvöldlagi, þegar hann lenti í að því er virtist lítilfjöríegu óhappi, sem varð til þess að heimur hans hrundi. Aðeins 36 stundum fyrr hafði hann verið æðsti dómari New York-fylkis og sá sem lögbijótar óttuðust mest. Nú lá hann á rúmi sfnu á geðsjúkra- deild, fætur hans hlekkjaðir við rúm- ið, og starði þegjandi upp í loftið. Fall hans var svo hrikalegt og farán- legt að alríkisréttur gaf honum þá skipun að vera undir eftirliti sólar- hringinn á enda, svo að hann færi ekki sjálfúm sér að voða, og vopnaðir verðir sveimuðu fyrir utan sjúkra- stofú hans á spítalanum. Þegar hann var tekinn höndum fyrir að hafa kúg- að fé af fyrrverandi ástkonu sinni, var bundinn harkalegur endi á glæsileg- an feril. Wachtler var neyddur til að segja af sér sem æðsti áfrýjunarrétt- ardómari New York og sem yfirmað- ur 1.075 annarra dómara. Ástríðuglæpur nvlunda í New York, borg hagn- aðarglæpa Afhjúpunin á meintum ótrúskap hans og hefnd fyrir að ástkonan hafnaði honum hefúr gert New York- búa gapandi af undrun. Dómarinn, 62 ára og fæddur í Brooklyn, giftur og fjögurra bama faðir, er sagður hafa hótað þvf að kúga fé af Joy Sil- verman, auðugri samkvæmiskonu í flokki repúblikana og 17 árum yngri en dómarinn. Að sögn lögreglunnar heimtaði Wachtler 20.000 dollara fyrir myndir af Joy Silverman í ástar- atlotum við nýja kærastann og hót- aði að ræna dóttur hennar á tánings- aldri, en henni hafði hann líka sent dónaleg póstkort og var smokkur sendur með einu þeirra. Það, sem heillaði New York-búa hvað mest, er að ákærumar virðast byggjast á „crime passionnel", ástríðuglæp, sem er sjaldgæfúr við- burður í borg þar sem ágimd virðist stjóma öllum gerðum mannfólksins. Wachtler hefur lengi verið vel varinn gegn venjulegum ástæðum til glæpaverka. Konan hans er eigandi 90 milljón dollara auðæfa og sjálfúr á hann 1,6 milljón dollara, til viðbótar árslaununum sem nema 120.000 dollumm. „Það eina, sem hægt er að segja, er að þetta hlýtur að hafo verið ótrúleg, sjúkleg þráhyggja. Engin önnur skýring virðist möguleg," seg- ir yfirmaður í lögreglunni. Víðkvæmt mál á æðstu stöðum Eins og framkomu Wachtlers er lýst, var hún orðin svo ógnandi að Silverman hafði samband við FBI. Joy Silverman er þekkt fyrir fjár- söfnun í kosningasjóði repúblikana oji gaf mörg þúsund dollara í kosn- ingabaráttu Georges Bush 1988. Lögreglan gerði sér því vel grein fyrir að handtaka gæti kippt fótun- um undan einum af þjóðfélags- stólpunum í New York og setti því í gang flókna aðgerð til að góma dómarann. Hvíta húsið var látið vita hvað væri um að vera og yfir- maður FBI setti á svið flókna að- gerð þar sem 80 leynilögreglumenn komu við sögu — fleiri en þegar John Gotti, „capo di tutti capi“ New York-mafi'unnar, var gómaður. FBI veitti Wachtler eftirför í marg- ar vikur og hleraði símtölin hans. Gildrunni var smellt aftur þegar sagt er að Wachtler hafi lagt drög að því að sækja 20.000 dollarana til hárgreiðslukonu, sem hann virðist hafo fengið til að vera milligöngu- maður. Wachtler var tekinn hönd- um þegar hann ók Chevrolet Capr- ice-bílnum sínum til Manhattan á laugardegi og heimur hans hrundi í rúsL Hann kom fyrir alríkisrétt á Man- hattan í handjámum og var strax skipað að verða í haldi á geðdeild, öryggis hans sjálfs vegna. „Mér þyk- ir sárt að fá lögfræðing með svo glæsilegan feril fyrir þennan dóm- stól,“ sagði Michael Chertoff, sak- sóknari New Jersey. „Öryggi skiptir öllu máli. Við viljum tryggja að enginn meiði sig.“ Þrem dögum síðar tókst Wachtler að fó vörsluúrskurðinum breytt og var leyft að fera heim með því skil- yrði að hann bæri armband, sem gæfi frá sér rafmerki. Fall hans hef- ur hlotið geysilega umfjöllun, og framleiðendur í Hollywood hafa þegar verið viðstaddir fyrstu yfir- heyrslur í réttinum til að fylgjast með þróun málsins og semja sögu- þráð í sjónvarpsmynd um sjálf- seyðileggjandi ástríður. Mctnaður í pólitísku lífi dró þau saman og varð dómaranum að falli Það var fyrir átta ámm sem elsk- endumir kynntust, þegar Wachtler var tilnefndur fjárhaldsmaður 2,8 milljóna dollara, sem stjúpfaðir Joy Silverman eftirlét henni. Stjúpfað- irinn var náfrændi konu dómarans. Vinir elskendanna fyrrverandi segja þau hafa dregist hvort að öðm ekki síður vegna m.etnaðar á pólit- ískum vettvangi en líkamlegs að- dráttarafls. Þau hafa bæði verið áberandi innan flokksmaskínu repúblikana. Auk þess sem Silver- man var dugleg að safna fé í kosn- ingasjóði flokksins, stakk Bush einu sinni upp á að hún yrði jafnvel gerð að sendiherra á Barbados. Þrátt fyrir hneykslið segir kona dómarans að hún ætli að verða manni sínum trygg áfram, eins og undanfarin 41 ár. Þegar fréttamenn flykktust að húsi hennar í fínu einkahverfi í Nassau County, þar sem úði og grúði af BMW- og Mercedes-bílum, sagðist hún elska hann mjög heitt. „Gamla strákaklíkan“ reyndi að veija einn úr hópnum í þrjá daga eftir að hann var hand- tekinn neitaði Wachtler að segja embætti sínu lausu og hratt þar með af stað almennum mótmæl- um, sem færðust enn í aukana þeg- ar sex félagar hans í áffýjunardóm- stólnum greiddu atkvæði um að fara ekki fram á það við hann að hætta. „Þetta er æpandi dæmi um „gömlu strákaklíkuna" að vemda einn úr hópnum,“ segir lögfræð- ingur einn. „Hvemig geta þeir komist hjá því að reka hann?“ En eftir þrjá daga var þrýstingurinn orðinn of mikill og Wachtler sagði af sér. Það á eftir að koma í ljós hvemig Sol Wachtler hagar vörn sinni. Hvort hann ætlar að skýla sér á bak við að hann hafi verið í andlegu ójafnvægi á þessum tíma og þar af leiðandi ekki ábyrgur gerða sinna. Þessi aðferð hefur auðvitað óþægi- legan ókost, þar sem Wachtler var að leggja fram sannfærandi laga- lega úrskurði í æðsta dómstól borg- arinnar á sama tíma og hann á að hafa stundað tilraun til fjárkúgun- ar. Sol Wachtler — æðsti dómari New York-ríkis, giftur og fjögurra barna faðir, sólskins- barn í Iffinu — viröist hafa tapað skynseminni þegar fyrrum ástkona hans sneri við honum bakinu. Joy Silverman gengur um með silfurskeið I munninum og umkringd áhrifamiklum vin- um úr röðum repúblikana. Hún kæröi dómarann fyrir fjárkúgun.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.