Tíminn - 03.12.1992, Síða 5

Tíminn - 03.12.1992, Síða 5
Fimmtudagur 3. desember 1992 Tíminn 5 Guðmundur P. Valgeirsson: Raunir Jóhönnu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins laugardaginn 21. þ.m. rak félags- málaráðherra, frú Jóhanna Sigurðardóttir, upp ramakvein yfir hveraig fólksflutningar úr sveitum og dreifbýli landsins hefðu þróast hin síðustu ár og birti tö!ur um þá öfugþróun, sem hún taldi að átt hefðu sér stað og valdið vandræðum í auknum útfar- arkostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Það var eins og blessuð mann- eskjan hafi verið að vakna af löng- um og værum svefni og því ekki gert sér grein fyrir gangi mála, orsök og afleiðingu. Og nýr og óvæntur sannleikur sé að renna upp fyrir henni. Hún virðist ekki gera sér ljóst, að hér er um eðli- lega afleiðingu að ræða, af pólit- ískri baráttu hennar stjórnmála- flokks, og þá sérstaklega flokks- formannsins, Jón Baldvins Hannibalssonar, fyrir útrýmingu bænda og annarra dreifbýlisbúa landsins. — Hefur hún ekki heyrt eða veitt athygli hinum ótal- mörgu ræðum og upphrópunum flokksformanns síns, þar sem hann hefur hrópað á mannfund- um og í þingsölum, árum saman, á útrýmingu þeirra „sníkjudýra" og „ómaga“ sem hann hefur kall- að bændur og búalýð, ásamt dreifbýlisbúum, til að létta á „ómegð landsmanna“ eins og hann og aðrir hafa orðað það. — Og er henni ekki kunnugt um að þessi stjórnmálaforingi hefur sett fram ófrávíkjandi skilyrði fyrir þátttöku sinni í stjórnarmyndun- um að þetta fólk skyldi hrakið frá störfum og heimilum sínum til að auka velmegun í landinu. — Man hún ekki þá daga þegar Jón Baldvin komst í þá stöðu að verða fjármálaráðherra ríkisstjórnar (sællar minningar), að þá setti hann fram þá forgangskröfu, að nær öll fjárframlög, hvers eðlis sem þau voru, skyldu lögð niður ef hægt var að tengja þau með einhverjum hætti við landbúnað og dreifbýlið. — Kannski hafa minningar hennar um þetta eitt- hvað skolast úr minni hennar í „sturtubaðinu" sæla, en hún eitt- hvað farin að ranka við sér nú. Þessi barátta flokksformanns hennar, hennar flokks og annarra meðreiðarsveina þeirra í Sjálf- stæðisflokknum, hefur skilað sér með þeim árangri, sem nú blasir við frú Jóhönnu sem ógn og skelfing er hún nú stendur undr- andi frammi fýrir og krefst úr- bóta. En ekki eru líkur til að breið fylking standi henni að baki í hennar eigin flokki í því máli. Það er hér eins og annarsstaðar, að „of seint er byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í“. — í vettvangur] v.___________________J Og er henni ekki ljóst, að með þeirri sveitarstjórnarlöggjöf, sem hún er nú að keyra í gegn, er hún að reka síðustu naglana í líkkistu margra þeirra sveitarfélaga og landsbyggðar, sem ekki er þegar komin í eyði. Hún stendur því frammi fyrir auknum útfarar- kostnaði þess dreifbýlisfólks, sem af illri nauðsyn hefur orðið að flýja heimkynni sín og starfsvett- vang fyrir atbeina hennar flokks og flokksforustu, þó ekki væri til annars en að njóta útfararþjón- ustu þar, þegar svo mannfátt er orðið, að vart er hægt að veita þá þjónustu í heimabyggð. Því skal frú Jóhönnu bent á það í fullri vinsemd, að líta í eigin barm og til aðgerða flokksfor- manns síns í þessum málum meðan kastað er rekunum á það fólk sem orðið hefur að flýja ætt- byggð sína og lífsframfæri af illri nauðsyn, og leggja til legs sér á höfuðborgarsvæðinu það litla sem því hafði tekist að öngla sam- an með súrum sveita langa ævi. — Um Ieið má benda frúnni og ráðherranum á, að þetta er ekki eina ógæfan, sem gengur yfir þessa þjóð af völdum og skjalfestu dómgreindarleysi núverandi for- manns Alþýðuílokksins. — Þar er EES-samningurinn og atkvæða- greiðslan á Alþingi þann 5. þessa mánaðar og öll sú málsmeðferð gleggst vitni. Bæ, 22. nóvember 1992 Höfundur er bóndi f Bæ f Trékylllsvfk. Stúdentaleikhúsið sýnir verk eftir Platón: Kríton sýndur á Galdraloftinu Stúdentaleikhúsið flutti veridð Krí- ton í Galdraloftinu sL föstudag und- ir leikstjóm Þorgeirs Tryggvasonar. Veridð er byggt á þremur ritum Platóns, sem heita, í íslenskum þýð- ingum Sigurðar Nordal og Þor- steins Gylfasonar, Málsvöm Sókrat- esar, Kríton og Faídon. Þorgeir bjó sjálfúr veridn til flutnings. Leikritið gerist í fangaklefa þar sem Sókrates er haldið föngum. Réttar- höldunum yfir honum hefur lokið með dauðadómi og vinur hans Krí- ton kemur til að hvetja Sókrates til að leggja á flótta. Þetta þarf Sókrates auðvitað að ræða út frá heimspeki- legum forsendum. Tveir Ieikarar taka þátt í sýning- unni, þeir Stefan Gunnarsson og Kári Gunnarsson. Ekki hef ég séð til Stefáns áður, en meðal fyrri hlut- verka Kára eru læknir og pylsusali í Óvitum og einnig tók hann þátt í uppfærslu Stúdentaleikhússins í fyrra. Stefan er mjög skemmtilegur Sókrates og gerði hann að ósköp hlý- legum kalli. Kári er ágætur Kríton, en átti í talsverðum vandræðum með hendumar á sér. Leikmyndin var einföld og við hæfi. Mér fonnst vel til fúndið að kríta helstu spekina á veggina. Á undan sýningunni flutti Ólafúr Páll Jóns- son erindi, sem góður rómur var gerður að og var í góðu samhengi við efni verksins. Þetta var skemmti- leg sýning og gat ég ekki greint ann- að en að aðrir leikhúsgestir væru mér sammála. Það stóð aðeins til að sýna Kríton einu sinni, en vegna þess hversu margir komu verður sýningin end- urtekin og er það vel. Ekki hef ég áð- ur setið sýningu á Galdraloftinu, en mikið farmst mér það henta illa fyrir allan þennan fjölda. Ekki hafði verið gert ráð fyrir honum og stólum því komið fyrir í gangvegi og fyrir fram- an þá sem mættu snemma til að fó sæti á fremsta bekk. Það er engin framkoma við leikhúsgesti. Gerður Kristný Hrafnhlldur Valgarósdóttir f heimavist Æskan 1992 Svo er nú komið að næstum má kalla það daglegar fréttir í fjölmiðl- um að íslenskir menn séu að afla sér fjár með eiturlyfjaversl- un. í þremur heimsálf- um hafa landar okkar verið staðnir að verki við þá iðju. Og innanlands telja margir að áhrif slíkrar verslunar og neyslu séu sívaxandi. Það er því engin furða þó að eitur- lyf og verslun með þau komi við sögu þegar bækur eru ritaðar um æskufólk á íslandi. Vímuefnaneyslan hefur fyrr komið við sögu. Áfengis- neyslan er gamalt fyrirbæri og Hrafnhildur er raunar ekki fyrsti höfundurinn sem nemur staðar við hin lögbönnuðu efni sem nú eru í meðferð. En hér segir hún frá hversu plága þeirra teygir arma sína inn í heimavistarskóla 15-16 ára unglinga. Þessi saga segir frá unglingum sem sagt var frá í síðustu bók Hrafnhild- ar í Dýrið gengur laust. Nýtt fólk kemur við sögu þar sem er starfsfólk skólans og nemendur sem ekki var áður getið. Húsvörðurinn er eftir- minnileg persóna. Vera má að áhrif fikniefha séu hér dálítið samandregin og ferillinn styttur frá því sem algengast mun og þætti því sennilegast Að því þarf þó ekki að finna, því að áhrifiinum er í ———--------^ aðalatriðum rétt lýst Því er sagan rökrétt og sönn, þó að til einföldunar sé löng saga gerð stutt. Hún er spenn- andi, því að hér er efni sem varðar líf og dauða og nemendur ætla sér að sanna hver dreifi eitrinu. Þegar það er upplýst og lögreglumenn leiða hinn seka burt, verður þó engin sig- urgleði, heldur ríkir sorg og piltur- inn er brjóstumkennanlegur. „Hann var bara nýorðinn 16 ára og strax orðinn glæpamaður. Hvað beið hans? Strákunum leið illa." Hrafnhildur Valgarðsdóttir er eng- inn byrjandi. Þetta er sjöunda eða áttunda bók hennar. Og kannski er hún í framför? Það er a.m.k. óhætt að óska henni til hamingju með þessa bók. Þar er varað við hættu sem vofir yfir æsku þessa lands og jafnframt reynt að vekja meðaumkun með óhappa- mönnum án þess að láta undan þeim. Því er þetta góð bók. H.Kr. Á réttri bylgjulengd Stay Tuned ★★1/2 Handrit: Tom S. Pariter Ofl Jlm Jenneweln. Framlelöandl: James G. Roblnson. Lelkstjóri: Peter Hyams. Aðalhlutverk: John Ritter, Pam Daw- ber, Jeffrey Jones, David Tom, Heather McComb og Eugene Levy. Regnboginn. Öllum leyfð. Margar velheppnaðar gaman- myndir hafa verið gerðar, sem gera grín að öðrum kvikmyndum. Þríeykið Zucker, Abrahams og Zucker hafa verið duglegir við að framleiða slíkar myndir, ýmist saman eða hver í sínu lagi. Þeir gerðu myndir eins og The Naked Gun, Airplane, Top Secret og Hot Shots. Þessi mynd byggir á sömu formúlu, en hún tekur einnig sjónvarpsþætti með í reikning- inn. Þetta er að mörgu leyti pott- þétt formúla, ef handritið er sæmilega skrifað. Söguþráðurinn er á þá leið að Roy Knable (John Ritter), forfall- inn sjónvarpssjúklingur, fær sölumann í heimsókn. Hann heit- ir Spike (Jeffrey Jones) og „selur“ honum gervihnattamóttakara, sem nær 666 stöðvum. Helen, eiginkona Roys, er ekkert alltof ánægð með manninn sinn, en þegar hún ætlar að yfirgefa hann, sogast þau inn í djöfullega sjón- varpsveröld. Þar ræður Spike ríkjum og til að komast aftur til jarðar, þurfa hjónin að lifa af í sólarhring, því annars fær Spike sálir þeirra. Þau eru send fram og til baka í þætti og kvikmyndir, sem þau þurfa að sleppa úr. Þætt- irnir á þessari stöð bera nöfn eins og Ekið yfir Daisy, Þaggað niður í lömbunum, Sadistar með falda myndavél og Undirheimar Dua- nes. Þættirnir eru einmitt það fyndn- asta í myndinni. Kaldhæðnisleg- ur húmorinn er notaður til að af- skræma þekktar myndir og sjón- varpsþætti. Til dæmis felst Sad- istar með falda myndavél í því, að bankað er upp á hjá konu og sagt að eiginmaður hennar sé látinn. Þegar hún er farin að gráta og er bent á myndavélina, þá hlær hún og finnst ofsalega gaman að koma í sjónvarpinu. Kannski ekki mjög sakleysislegur húmor, en þetta er það besta við handritið, enda kannast bíógestir við margt sem er skrumskælt. Peter Hyams hefur hingað til verið þekktari fyrir hraðar spennumyndir, misjafnar að gæð- um. Síðasta mynd hans, Narrow Margin, var þó ágætlega heppn- uð. Hann lætur sér ekki nægja að leikstýra myndinni, heldur stjórnar hann kvikmyndatökunni líka, sem er frekar sjaldgæft hjá leikstjórum. Leikur er með sæmilegasta móti. John Ritter er frekar tak- markaður gamanleikari, en hann er með skárra móti hér. Jeffrey Jones er hins vegar þræl- skemmtilegur að vanda, enda mjög sérstakur í útliti og með fyndinn talanda. Eugene Levy er góður í smáhlutverki sínu sem ferðafélagi hjónanna í sumum þáttum. Myndin er sæmilegasta afþrey- ing og fær hálfa stjörnu að auki fyrir óvæminn endi. Það eru margir góðir brandarar í henni, þótt söguþráðurinn sé algert bull. Það er nú ekkert endilega galli í gamanmyndum, þannig að ekki er hægt að bölva því að neinu ráði. örn Markússon

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.