Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 22. desember 1992
Kirkjumálaráðherra sakaður um að hafa logið að biskupi, kirkjuþingi
og þjóðkirkjunni:
Kirkjugarðsgjöld
verða áfram skert
Kirkjugarðsgjöld verða áfram skert um 20% þrátt fyrir að dóms- og
kirkjumálaráðherra hafi gefið yfirlýsingu á kirkjuþingi um að hætt
yrði skerðingu kirkjugarðsgjalda. Harðar deilur uröu um þetta mál á
Alþingi og var kirkjumálaráðherra meðal annars sakaður um að hafa
logið að biskupi, kirkjuþingi og
þessu á bug.
Á kirkjuþingi á þessu ári lýsti Þor-
steinn Pálsson, dóms- og kirkju-
málaráðherra, því yfir að á fjárlaga-
árinu 1993 yrði hætt að skerða
kirkjugarðsgjöld. Þrátt fyrir þessa
yfirlýsingu hefur ráðherra flutt
frumvarp um að kirkjugarðsgjöldin
veröi áfram skert um 20%. Þor-
steinn réttlætti þessa breyttu af-
stöðu með því að benda á að hann
hefði á kirkjuþingi boðað að sam-
hliða því að hætt yrði að skerða
kirkjugarðsgjöld yrðu verkefni eins
og viðhald og bygging prestbústaða
og fleira kostuð af kirkjunni sjálfri.
Kirkjuráð hafi hins vegar ekki treyst
sér til að taka afstöðu til tillögunnar
á svo skömmum tíma og því hafi
niðurstaðan orðið að skerða kirkju-
þjóðkirkjunni. Ráðherra vísaði
garðsgjöld í eitt ár í viðbót.
Það var í fjármálaráðherratíð Ólafs
Ragnars Grímssonar sem skerðing
kirkjugarðsgjalda hófst. Vegna þess-
arar tillögu hóf Sjálfstæðisflokkur-
inn miklar árásir á Ólaf Ragnar. Þor-
steinn Pálsson sakaði hann í blaða-
grein um þjófnað og siðferðisbrest.
Friðrik Sophusson hafði einnig stór
orð um þennan gjörning. Þessi orð
rifjaði Ólafur Ragnar upp á Alþingi í
gær við umræðu um málið. Hann
sagði að svo virtist sem Sjálfrtæðis-
flokknum væri ekkert heilagt.
Flokkurinn hefði barist gegn þessari
skerðingu, en þegar hann hefði að-
stöðu til að hætta henni stæði hann
fyrir því að halda henni áfram. Lof-
orð á kirkjuþingi væru svikin, logið
hafi verið að biskupi, kirkjuþingi og
þjóðkirkjunni.
Ólafur Ragnar rifjaði einnig upp að
fyrir síðustu kosningar hefði biskup
Islands hvatt kjósendur til að kjósa
ekki flokka sem stæðu að skerðingu
kirkjugarðsgjalda. Svo alvarlegum
augum hefði hann litið þessa skerð-
ingu. Flokkurinn sem hann trúði til
að hætta þessari skerðingu, Sjálf-
stæðisflokkurinn, hefði hins vegar
ekki staðið við loforð sín.
Allur minnihluti allsherjarnefndar
leggur til að hætt verði við að skerða
kirkjugarðsgjöld, þar með talinn
fulltrúi Alþýðubandalagsins. Ólafur
Ragnar sagðist hins vegar áfram
ætla að styðja þessa skerðingu líkt
og hann gerði í síðustu ríkisstjórn.
-EÓ
Verkamannafélagið Fram á Sauðárkróki segir upp
kjarasamningi:
Afkoma láglauna-
fólks versnar
Félagsfundur Verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki hefur samþykkt að
segja upp gildandi kjarasamningi þannig að hann verði laus þann 1. febrú-
ar n.k.
Félagið mótmælir áformum um
hækkun vaxta í húsnæðiskerfinu og
lækkun vaxtabóta og bendir á að í
þeim tekjusamdrætti sem stafar af
minnkandi vinnu sé stórhætta á að
greiðslugetu þeirra sem skuldugir
eru vegna húsnæðiskaupa verði of-
boðið með þessum aðgerðum.
Fundurinn lýsir yfir miklum
áhyggjum af versnandi afkomu lág-
launafólks og alvarlegu atvinnu-
ástandi sem líkur eru á að fari vax-
andi. Jafnframt er mótmælt að álög-
ur á þetta fólk verði auknar í formi
skattahækkana, aukinni kostnaðar-
hlutdeild í heilbrigðisþjónustu og
verðhækkunum sem dynja yfir í
skjóli gengisfellingar.
Verkamannafélagið Fram harmar
að rofnað hefur það víðtæka sam-
starf sem leiddi af sér stöðugleika og
verðbólgulaust þjóðfélag. Sömuleið-
is harmar fundurinn að ríkisstjórnin
skuli ekki hafa gengið til samstarfs
við verkalýðshreyfinguna um að
treysta atvinnulífið og dreifa óhjá-
kvæmilegri kjaraskerðingu á réttlát-
ari hátt með því að verja láglauna-
hópa áföllum eftir mætti.
-grh
Félagar í Sjálfsbjörgu á feröalagi.
Arsrit Sjálfsbjargar komið út
Út er komið ársrit Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra. Meðal
efnis í blaðinu eru viðtöl við fatlað
fólk, ný hjálpartæki kynnt og
greint frá sjónvarpsmynd um fatl-
aða og ástina er heitir „Ástin hlífir
engum“. Jafnframt er greint frá
ráðstefnu sem Sjálfsbjörg efndi til
um ferlimál og hugmyndasam-
keppni meðal bama um sama mál-
efni. Ráðstefnan og hugmynda-
samkeppnin voru haldin undir yf-
irskriftinni „Þjóðfélag án þrösk-
ulda“.
Á Þorláksmessudag verður dregið
í jólahappdrætti Sjálfsbjargar en
happdrættið er mikilvægur í þátt-
ur í fjáröflun samtakanna. -EÓ
Rússafiskur unninn í mörgum fiskvinnslu-
stöðvum landsins:
Nægt framboð en
gæðin misjöfn
Á undanfórnum misserum hefur innflutningur á heilfrystum þorski
úr rússneskum skipum sem veiddur er í Barentshafi farið vaxandi og
nú er svo komið að þessi fiskur er unninn í mörgum fiskvinnsluhús-
um hérlendis í nær öllutn landsfiórðungum.
Þanníg bætir fiskvinnsian sér Á undanfömum dögum hefur
upn minnkandi framboð af fisld töluvcrðu magni af Rússafiski
af Islandsmiðum oghefurRússa- verið skipað upp á Austfjarða-
fiskurinn komið í góðar þarfir í höfnum og einnig á Norðurlandi
því afia- og gæftaleysi sem verið og á Suðumesjum. Einnig hafa
hefur á miðunum upp á síðkast- fiskverkendur á Vesturlandi og á
ið. Vestfjörðum keypt heilfrystan
Hilmar Daníelsson, fram- þorsk af Rússum til vinnslu.
kvæmdastjóri Fiskmiðlunar í fyrstunni þótti fiskverkendum
Norðurlands á Dalvík, segír að hráefnisverðiö vera í hærri kant-
nægt framboð sé af þessum flski inum en með auknu framboði
um þessar mundir en gæði hans hefur verðið eitthvað lækkað og
séu misjöfn. Á vegum Fiskmiðl- er um þessar mundir um 100
unarinnar hafa verið flutt inn aOs krónur kðóið. Það er svipað verð
1800-1900 tonn en mörg fyrir- og fæst fyrir íslenskan þorsk á
tæki önnur eru í þessum við- fiskmörkuðum. Hins vegar er
skiptum að útvega innlendri fisk- viðbúið að áframhaldandi inn-
vinnslu Rússafisk. Fiskurinn er fiutningur á Rússafiski geti orðið
þíddur upp og síðan endurunn- til að lækka verð á íslenskum
inn í blokk til sölu á Bandaríkja- fisld en fiskverð á fiskmörkuðum
markað. hefur lækkað frá fyrra ári. -grh
Þjóðhagsstofnun heldur áfram að boða slæm tíðindi í efnahagsmálum:
Viðskiptakjörin versna
og atvinnuleysið eykst
Þjóðhagsstofnun teiur að þjóðarútgjöld á næsta ári muni dragast meira bati í heiminum látið á sér standa
satnan en hún gerði ráð fyrir í fyrri spá og sömuleiðis að viðsldptakjör sem leitt hefur til þess að verð á
þjóðarhúslns vcrsni. Stofnunin telur einnig að atvinnuleys) veröi meira útflutningsafurðum okkar er um
en hún gerði áður ráð iyrir og verði meira en 4% á næsta ári. Þá telur hún þessar mtmdir almennt lægra en
að verðbólga verði heldur minni en áður var áætlað. Þjóðhagsstofnun búist var við. Þetta á ekki síst við
vhmur að heildarendurskoðun á þjóðhagsspá en meginþættir hennar hafa um ál og kísiljám en snertir einn-
verið kynntir fyrir fjáriaganefnd Alþingis. ig annan útflutning i mismiklum
mæU.
Horfur eru á að viðskiptakjör urðum samkvæmt samningnum Horfur í útflutningsframleiðsl-
þjóðarbúsins á næsta ári verði taka ekfd gildi f bytjun árs 1993 unni á næsta ári hafa ekki breyst
nokkru lakari en gert hefur verið eins og áður var gert ráð fyrir. í mikið að undanfömu. Þjóðhags-
ráð fyrir í fyrri áætlunum Þjóð- áætlunum Þjóðhagsstofnunar stofhun vekur þó athygli á þrem-
hagsstofnunar. Ástæðumar fyrir var reiknað með að þessi lækkun ur atriðum. í fyrsta lagi er ráð-
þessu em einkum tvær. Annars tolla hefði hagstæð áhrif á verð gert að draga nokkuð úr álfram-
vegar er Ijóst að gildistaka EES- sjávarafurða sem næmu á bilinu leiðsfu. í öðm lagi rödr óvissa
samningsins frestast í þessu 1-1,5 milljörðum króna á heilu um framleiðsfu kísiljárns. í
felst að tollalækkanir á sjávaraf- ári. Hins vegar hefur efnahags- þriðja lagi bendir flest til að tekj-
ur af vamarliðinu verði töluvert
minni en búist var við, einkum
vegna minni framkvæmda. Á
móti vegur að hluta að loðnuafli
kann að verða meirí en reiknað
var með.
í síðustu spá reiknaði Þjóðhags-
stofnun með 4,5% verðbólgu á
milli áranna 1992 og 1993. Nú
hafa ýmsar forsendur breyst.
Verðlagsáhrif breytinga á skött-
um og þjónustugjöldum verða
nokkm minni en áður var áætlað.
Þjóðhagsstofnun telur því að
verðhólga verði nær 4%. Stofn-
unin tekur þó fram að óvissa ríki
um verðbólguspá. Aðstæður í
þjóðfélaginu séu um margt
óvenjulegar og verið sé að fram-
kvæma viðamiklar breytlngar á
tekjuÖflunarkerfi hins opinbera.
Þá telur Þjóðhagsstofnun að
margt bendl tíl að spá um 4% at-
vinnuleysi á næsta ári sé of lág.
Stofhunin vill á þessu stigi ekki
nefna aðra tölu en unnið er að
nýrri spá um atvinnuleysi. Þess
má geta að í þjóðhagsáætlun frá
því í október gerði Þjóðhagsáætl-
un ráð fyrir 3,4% atvinnuleysi.
Stofnunin hefur því á stuttum
tíma tvívegis hækkað spá sína.
Atvinnuleysi > síðasta mánuði var
3,4% og fer hækkandi. -EÓ