Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 22. desember 1992 221. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Hangikjöt hækkað, nautið lækkað, svín á sama verði: „Jólasteikin" á svipuðu meðalverði og í fyrra Verð á kjötvörum sem Verðlagsstofnun gerir ráð fyrir að séu á borðum landsmanna um jól og áramót reyndist að meðaltali mjög svipað og fyrir ári samkvæmt könnun sem stofnunin gerði í 12 matvöruverslunum á höfuð- borgarsvæðinu. Enn þótt meðalverð hafi aðeins hækkað um 0,3% þá er eigi að síður um töluverðar verðbreytingar að ræða. Greiðsluþol Skandia kannað Ragnar Ragnarsson hjá Trygg- ingaeftirlitinu segir að búast megi við bráðabirgðaniðurstöðu úr könnun eftirlitsins á gjald- þoli Sandia ísland fyrir jól. Um síðustu helgi komust for- ráðamenn Sandia Svíþjóð og Gísli Örn Lárusson að sam- komulagi um að sá síðamefndi keypti öll hlutabréf Svíanna í Sandia ísland. Þar með er Gísli Öm einn eigandi félagsins og í kjölfarið verður nafni þess breytt á næstunni. En eins og kunnugt er stefnir í að tap félagsins verði um 100 miljónir króna í ár eins og gert var ráð fyrir í áætlunum þess. -grh Tilganginn með þessari könn- un segir Verðlagsstofnun þann að fylgjast með verðbreytingum milli ára. Hún sendi hins vegar ekki út neinar upplýsingar um verðmun milli verslana eða hvar hún fann hagstæðasta verðið. Mesta verðhækkun milli ára segir Verðlagsstofnun hafa orðið á kjúklingum eða um 26%. Meðalverð á hangikjöti með beini hafi hækkað um 5-7% en verð á úrbeinuðu hangikjöti hafi lækkað lítillega milli ára. Meðalverð á rjúpum hafi einnig lækkað talsvert eða um 8-9% milli ára en þær hækkuðu um 45-50% milli 1990 og 1991. Verð á nautakjöti segir stofnun- in hafa lækkað á bilinu 1,6 til 5,6% milli ára eftir tegundum. Að lokum er nefnt að verð á hamborgarhrygg reyndist nán- ast óbreytt. - HEI Soffía Hansen tekur viö fyrsta eintakinu af plötunni af nokkrum flytjenda og höfunda í gær. Timamynd: Ámi Bjama Sophía Hansen styrkt með nýrri geislaplötu: Börnin heim Nokkrir lagasmiðir og tónlistar- menn ákváðu fyrir nokkru að semja 14 lög til að gefa út á plötu og tónbandi til styrktar átakinu „Börnin heirn," en það vill styrkja Sophíu Hansen tilað endurheimta dætur hennar frá Tyrklandi. í gær afhentu flytjendur og höfundar efnisins á geislaplötunni Sophíu fyrsta eintakið. Platan ber nafnið „Börnin heim“ og á henni eru eins og áður segir 14 lög en allir flytjendur og vel- flest hjóðver sem nálægt útgáf- unni komu gáfu vinnu sína. Sem kunnugt er fór fram söfnun til styrktar Soffíu á sínum tíma og barst þá mikill fjöldi loforða um fjárhagsaðstoð. Því miður hefur töluverður hluti þeirra loforða ekki verið efndur enn. Ráðherraráð EB neitar að veita framkvæmdastjórn EB umboð til að semja við EFTA um breytingar á EES: Spánverjar krefjast nýrra breytinga á EES Ráðherraráð EB veitti framkvæmda- stjórn EB ekki umboð til að ganga til samninga við EFTA-ríkin um þær breytingar á EES-samningnum sem ákvörðun Svisslendinga að gerast ekki aðilar að EES kallar á. Verði slíkt umboð gefið mun það ekki ger- ast fyrr en í fyrsta lagi í febrúar á næsta árí. „Ég tel að þetta sé slík kollsteypa í þessu máli að menn hljóti að þurfa að skoða stöðu ís- lands frá grunni,“ sagði Steingrím- ur Hermannsson, formaður Fram- sóknarílokksins. Reiknað var með að á fundinum fengi framkvæmdastjóm EB umboð til að ganga til samninga við EFTA um breytingar á EES-samningnum vegna þeirrar ákvörðunar Svisslend- inga að gerast ekki aðilar að EES. Þetta varð ekki niðurstaða fundarins. Fundurinn samþykkti að veita fram- kvæmdastjóminni ekki slíkt umboð fyrr en hún hefði lagt fyrir utanrík- isráherrana tillögu um í hverju um- boðið yrði fólgið. Slík tillaga verður ekki tekin til umíjöllunar á fundi fyrr en í febrúar á næsta ári. Það er ekki síst fyrir þrýsting frá Spánverjum sem þessi afstaða er tek- in. Spánverjar hafa gert mjög ákveðna kröfu um að hin EFTA-ríkin greiði þann hlut sem gert var ráð fyr- ir að Sviss borgaði í Þróunarsjóð EES en sjóðurinn á að styrkja at- vinnulíf og byggðir í EB sem standa höllum fæti. Hlutur Sviss átti að vera þriðjungur af framlagi EFTA í sjóð- inn. Spánverjar gera einnig fleiri at- hugasemdir við EES- samninginn. Þeir telja að hann hafi miklu minna gildi nú eftir að Sviss hefur ákveðið að hætta við að gerast aðili að hon- um vegna þess að fyrir ýmis Suður- Evrópuríki var tollfrelsi á Svissnesk- um markaði einna mikilvægast. Ennfremur bera þeir mjög fyrir brjósti hagsmuni Spánverja sem búa í Sviss en þeir fá ekki þau réttindi sem í EES- samningnum eiga að fel- ast. Það eykur enn efasemdir EB um gildi EES-samningsins að samningar við þau EFTA-ríki sem sótt hafa um aðild að EB munu hefjast snemma á næsta ári. Svo virðist sem EB hafi orðið meiri áhuga á að hraða viðræð- um um beina aðild EFTA-ríkja að EB. Þetta sést m.a. á því að utanríkisráð- herrar EB ákváðu að bjóða utanríkis- ráðherrum Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis á næsta fund ráðherra- ráðs EB en hann verður haldinn fyrsta febrúar á næsta ári. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, segir að þessi afstaða ráðherraráðs EB breyti mjög miklu um gang EES- málsins. Hann sagðist telja að við ís- lendingar ættum nú þegar að hefja undirbúning að því að leggja inn um- sókn um gerð tvíhliða samnings við EB þeir Halldór Ásgrímsson hafa flutt tillögu þess efnis. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði síðdegis í gær að ekki væri ástæða til að draga of mikl- ar ályktanir á þessu stigi af niður- stöðu ráðherrafundar EB. í yfirlýs- ingu frá fundinum kæmi fram að EB legði áherslu á að viðræður yrðu teknar upp eins fljótt og verða mætti. Jón Baldvin sagði að þessar fréttir breyttu engu um það að mikilvægt væri fyrir Island að samþykkja EES- samninginn nú þegar. Jón Baldvin sagði um Þróunarsjóð- inn að í samningum við EB stæði að EFTA skyldi greiða þar ákveðna upp- hæð. Það væri síðan EFTA að ákveða hvað einstök ríki ættu að greiða þessa upphæð. Það væri því EFTA að sækja á um að þessi upphæð yrði lækkuð en ekki EB að gera kröfu um að hún yrði óbreytt. í fréttaskeyti frá norsku fréttastof- unni NTB kemur fram að embættis- menn EFTA vönist enn eftir að EES- samningurinn geti tekið gildi fyrsta júlí 1993 en margir reikni hins vegar með að gildistaka frestist enn lengur. Og eins og áður segir virðast vissar efasemdir vera í herbúðum EB um ágæti EES- samningsins. Stjómvöld ákváðu í gær að fresta umræðum um EES og sjávarútvegs- samninginn við EB á Alþingi. Þau leggja til að fundir verði haldnir milli jóla og nýárs og eftir áramót. Ekkert samkomulag er við stjómarandstöð- una um að ljúka umræðunni. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.