Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 22. desember 1992 Tíminn 9 Menningarsjóður útvarpsstöðva auglýsir Samkvæmt útvarpslögum og reglugerð fyrir Menningar- sjóð útvarpsstööva, er hlutverk sjóðsins m.a. að veita styrki til eflingar innlendri dagskrárgerð fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu. Stjóm sjóðsins aualýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. I umsóknum ber að tilgreina eftirfar- andi: • Aðstandendur verkefnis og samstarfsaðila. • Heiti verkefnis og megininntak. • Fjárhæð sem sótt er um og áætlun um heildarkostnað. • Áætlun um fjármögnun, þ.m.t. fjárframlög frá öðrum aðilum. • Áætlun um framvindu verkefnis og til hvaða verkþátta sótt er um styrk til. Þá skal fylgja umsókn handrit eða nákvæm lýsing verk- efnis. Sé um að ræða umsóknir um styrki til verkefna, sem sjóðurinn hefur áður styrkt, skal fylgja greinargerð um framvindu þess og með hvaða hætti fyrri styrkur hefur verið nýttur. Umsóknum ber að skila til ritara stjómar, Davíðs Þórs Björgvinssonar, Lögbergi, Háskóla Islands, 101 Reykja- vík, fyrir 10. febrúar n.k. Stjórnin. Hreppsnefnd Laugardalshrepps óskar eftir aðila til að reka veitingasölu í Lindinni á Laug- arvatni, gamla húsmæðraskólanum. Hreppurinn gerir húsnæðið upp í vetur, um 160 fm með 74 sætum í sal. Verönd, fallegur garður við vatnið, frábært útsýni. Gert er ráð fyrir að starfsemi geti hafist í byrjun júní 1993. Leigu- tími er eitt ár í byrjun, þriggja mánaða uppsagnarfrestur. Æskilegt er að leigutaki geti útvegað tæki til rekstursins. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir um að hafa samband við Þóri Þorgeirsson, oddvita, á skrifstofu Laugardals- hrepps, 840 Laugarvatni, s. 98-61199, fyrir 15. janúar 1993. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa, langafa, bróöur og mágs Jóhanns Yngva Guðmundssonar áöur Kirkjuvegi 7, Selfossi Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimili aldraöra, Ljósheimum Selfossi. Guömundur Jóhannsson Sigriöur Jóhannsdóttír Stefán Jóhannsson Yngvi Jóhannsson Lilja Ingibjörg Jóhannsdóttir Helga Guömundsdóttir Barnabörn og barnabarnabörn Ambjörg Þórðardóttir Þorsteinn Guömundsson Ragnheiöur Zóphóníasdóttir Eliane Hommersand Jón Sævar Alfonsson Ólafur Magnússon -----------------------------------------------------\ Faöir minn Jóhannes Sveinbjörnsson Heiöarbæ, Þingvallasveit andaöistá Reykjalundi 19. desember. Sveinbjöm Jóhannesson l ______________________________________________________J Daniel vildi ekki láta bíða að sýna 10 mánaða syni sínum Michael nýj'a hálfbróðurinn, en hann elst upp hjá móður sinni og ömmu skammt utan landamæra Mónakós. Barnsfaðir Stephanie Mónakóprinsessu í útistöðum við lögregluna Fisksalinn Daniel Ducruet, fyrrverandi lífvöröur Stephanie Mónakóprins- essu og faðir Louis, sonar hennar sem fæddist kl. 21.15 þann 26. nóv- ember sl., mun vera litinn hornauga I furstafjölskyldunni. Það gengur á ýmsu hjá þjóðhöfðin- gjafjölskyldunum með bláa blóöið og í mörgu að snúast hjá frétta- mönnum, sem vilja fylgjast sem nánast með einkalífi þeirra svo aö almenningur sé sem best upplýstur um ástandið hverju sinni. Athyglin hefur að undanfomu næstum því einblínt á ógöngumar í fjölskyldu Elísabetar Englandsdrottningar, enda er þar af nógu að taka og sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum. Það er því ekki nema ofureðlilegt að það, sem er að gerast í litlu fjöl- skyldu furstans í dvergríkinu Mó- nakó, hafi orðið að víkja úr heims- fréttunum í bili. Ekki verður þó sagt með sanni að þar ríki eintóm sátt og samlyndi og allir uni glaðir við sitt. Reyndar er því haldið fram að Rainier fursti sé búinn að fá sig fullsaddan af því sem hann lítur á sem „heimskupör" yngri dóttur sinnar Stephanie. At- hugulir hafa a.m.k. tekið eftir því að hún hefur ekki tekið þátt í opinber- um skyldustörfum undanfama mán- uði, og meðan Stephanie lá á fæð- ingardeildinni og ól furstanum hans fjórða bamabam, leit enginn úr fjöl- skyldu hennar til hennar og litla prinsins Louis, sem heitinn er eftir afa Rainiers, Louis II. Dóttir Louis II., móðir Rainiers, var óskilgetin og afsalaði sér tigninni í hendur syni sínum. En þó að fjölskylda Stephanie héldi sig sem fjærst fæðingardeildinni, er ekki sömu sögu að segja af föðurfjöl- skyldu litla prinsins. Hún mætti eins og hún lagði sig: amma, afi, tveir föðurbræður og einn hálfbróðir, 10 mánaða gamall Michael, sem Daniel eignaðist með vinkonunni Martine Malbouvier. Kampavínstappi flaug úr flösku á svölunum fyrir utan her- bergi Stephanie, og amman hossaði Michael litla fyrir framan áhorfend- ur. Daniel Ducmet hefur reyndar kom- ist í fréttir að undanförnu fyrir fleira en að vera orðinn faðir. Hann er kominn með frönsku lögregluna á hælana eftir að hafa nýlega verið dæmdur, fjarverandi, í 15 daga fang- elsi skilorösbundið fýrir að gefa bíl- stjóra á hann og sektaður um 48 þús. ísl. kr. Þá er honum gert að mæta fyrir öðrum frönskum dóm- stól í næsta mánuði vegna annarrar svipaðrar ákæru. En þar sem hann sá þann kost vænstan að skjóta sér undan franskri réttvísi með því að forða sér yfir landamærin til Mónakó, er enn óvíst um hver endalok þessara mála verða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.