Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. desember 1992 Tíminn 3 Bifreiðaeigendur þurfa að greiða 17% meira fyrir bensínlítrann eftir áramót en þeir gerðu um miðjan nóvember eða sem nemur 15.300- 42.840 krónum meira á ári. FÍB: Allt að 10 krónu hækk- un á verði hvers lítra Um áramótin þurfa bfleigendur að greiða 17% meira fyrir bensínið en þeir borguðu 23. nóvember síðastliðinn. Þá var meðal útsöluverð á bensíniítr- anum hjá olíufélögunum um 60 krónur miðað við 92, 95 og 98 oktana bensín en vegna gengislækkunar krónunnar og stóraukinnar skattheimtu rfldssjóðs hækkar meðalverð hvers bensínlítra væntanlega uppí rúmar 70 krónur. Óveðurs- kvellur i Reykjavík Slæmt veður reið yfir vestan- vert landið aðfaranótt sunnu- dags. Götur Reykjavtkur urðu ófærar vegna hríðar og sáu menn ekki handa sinna skiL Þeir sem voru á leið frá yeit- ingastöðum borgarinnar leit- uðu margir hæfis í Fríkirkj- unni í Reykjavík og er talið að þar hafl verið hátt I 700 manns þegar flest var. Leigu- bflar hættu að ganga og voru hjálparsveitir og hópferðabif- reiðar fengnar til að liðsinna fólki. -HÞ Snjóflóð á þjónustu- miðstöð ÍR Milijónatjón varð aðfaranótt sunnudags er snjóflóð hreif með sér 70 fermetra þjón- ustumiðstöð ÍR á skíðasvæði félagsins í Hamragili. Flóðið var öflugt þar sem það splundraði húsinu og sópaði brakánu niður að skemmu sem stendur tugum metra neðar f svokölluðu Karlagili. Stjómtæki og ýmis búnaður voru f þjónustumiðstöðinni sem gjöreyðilagðisL Búist er við að tjónið fáist bætt þar sem húsið var vátryggt -HÞ Samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda hækkar þetta rekstrarkostnað bifreiðaeig- enda frá 15.300 krónum og allt upp í 42.840 á ári eftir því hvaða bifreiðar eiga í hlut. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir að af þessum 17% sé hlutur ríkisins rúm 11%. Sökum gengisfellingarinnar hækkaði verð á bensíni um 3,5% þann 24. nóvem- ber sl. og aftur í byrjun desember um 3% vegna hækkunar besnín- gjalds um 1 krónu og 50. Þetta gjald á svo að hækka um tvær krónur til viðbótar um áramótin til að mæta auknum kostnaði Vegagerðarinnar, m.a. vegna yfirtöku á rekstri á ferja og flóabáta, sem hækkar bensín- verðið um 2%. Ofaná þetta bætast svo stórauknar álögur á bensínið til að afla ríkissjóði enn meiri tekna samkvæmt tiílögum frá meirihluta fjárlaganefndar sem mun hafa í för með sér 5-6% hækkun á bensín- verði. Framkvæmdastjóri FÍB segir að þessi hækkun á verði bensínlítrans muni bitna einna mest á barnafjöl- skyldum og einstæðum foreldrum og öðrum þeim sem þurfa að nota mikið bfl til að komast ferða sinna. Þá sé einnig viðbúið að þessar hækk- anir muni leiða til hækkunar á ým- iss konar annarri starfsemi og þjón- ustu í samfélaginu. Runólfur segir að bíleigendur muni án efa ekki taka þessum auknu álög- um með þegjandi þögninnni enda sé nú svo komið að 20% af tekjum rík- isins séu fengin á einn eða annan hátt með skattheimtu á bíla. Hins vegar sé erfitt að skora á fólk að leggja bílum sínum í mótmælaskyni sökum mikilvægi hans í hinu dag- lega lífi. „Þessi árátta stjórnvalda að íþyngja bifreiðaeigendum sífellt með auk- inni skattheimtu ber með sér ákaf- lega mikla hugmyndafátækt og svo virðist sem þingmenn hafi sofnað með því að telja bfla á rúntinum úr gluggum Alþingishússins," segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. -grh Verslunarráð mótmælir að landsútsvar skuli ekki vera fellt niður um leið og aðstöðugjald: Þýöir skatta- lega mismun- un fyrirtækja Verslunarráð íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem þeirri ákvörðun rík- isstjómarinnar að fella ekki niður landsútsvar með sama hætti og aðstöðu- gjald er harðlega mótmælL Vinnuveitendasamband íslands hefur lýst því yf- ir að það íhugi að kæra til dómstóla þá skattalega mismunun sem í þessu felsL Landsútsvar er í raun sami skatt- ur og aðstöðugjald. Landsútsvar er hins vegar lagt á fyrirtæki sem talin eru vera með starfsemi víða um landið og rennur það í jöfnunarsjóð sveitarfélaga en ekki til tiltekins sveitarfélags. Dæmi um þessi fyrir- tæki eru Jámblendiverksmiðjan á Gmndartanga og Áburðarverk- smiðjan í Gufúnesi. Verslunarráð telur að með því að fella ekki niður landsútsvarið sam- hliða aðstöðugjaldinu sé verið að mismuna í skattlagningu fyrirtækja. Vafasamt sé hvort þessi mismunun samrýmist jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar. Verslunarráð bendir á að nokkur fyrirtæki sem nú bera landsútsvar em almenningshlutafélög og em skráð á hlutabréfamarkaði. Slík skattaleg mismunun sem ríkis- stjómin Ieggur nú til muni gera það að verkum að ársreikningar og tölur úr rekstri þessara fyrirtækja verða ekki samanburðarhæfar við reikn- inga annarra hlutafélaga. -EÓ Markmið ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu nást ekki: 242 af 500 milljónum hafa skilað sér í lok október hafði stjómvöldum tekist að selja ríkiseignir fyrir 242 mifijónir. Upphaflegt markmið var 1,1 milljarður en í fjáraukalögum var þessi upphæð færð niðurí 500 mifijónir. Óvíst er að þessu markmiði verði náð. Athyglisvert er að stærstur hluti eignasölunnar er vegna sölu á fasteignum. Enn sem komið er virðist einkavæðingin því aðal- lega felast í því að selja hús. Sala á fasteignum hafði um miðjan október skilað 101 millj- ón. Framleiðsludeild ÁTVR var seld fyrir 19 milljónir. Hlutabréf í prentsmiðjunni Gutenberg voru seld fyrir 86 milljónir. 17 milljónir voru komnar í ríkissjóð á þessum tíma vegna sölu á hlutabréfum ríkissjóðs f Jarðbor- unum hf. Hlutabréf í Ferðaskrif- stofu íslands voru seld fyrir 19 milljónir. Samtals eru þetta 242 milljónir. Fyrir lok ársins var áformað að selja hlutabréf í Þróunarfélagi ís- lands og íslenskri endurtrygg- ingu. Vonast er til að þegar upp verði staðið fáist um 130 millj- ónir fyrir hlutabréfin í Jarðbor- unum hf. -EÓ mannaeyjum MUljónatjón varð er eldur kom upp í veitingahúsinu Skútanum í Vestinannaeyj- um í gærmorgun. Það var snemma í gær- morgun er vart varð við eld- inn. Svo virðist sem kviknað hafi f rafmagnstöfiu á neðstu hæð hússins sem er þrjár hæðir. Eldur varð ekki mikill en mestar skemmdir urðu af völdum sóts og vatns. Unnið var að rannsókn málsins í gær. -HÞ Opið alla daga frá kl. 10-18 Þorláksmessu frá kl. 10-20 STORIUSTINN VERSLUNOG PÓSTVERSLUN Baldursgötu 32 sími 622335.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.