Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Þriöjudagur 22. desember 1992
FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF
Jólaalmanak SUF
Eflirfarandi númer hafa hlotið vinning i jólaalmanaki SUF:
1. desemben 525, 3570. 2. desember: 3686, 1673. 3. desember: 4141, 1878.
4. desemben 1484, 2428. 5. desember 683, 3056. 6. desember: 5403, 2389.
7. desember 3952, 5514. 8. desember 4342, 4341. 9. desember: 4340, 5169.
10. desemben 5060, 289. 11. desember 1162, 1601. 12. desember 1235, 522.
13. desember 4723, 2429 14. desember: 288,2834. 15. desember 1334, 4711.
16. desember: 2833, 4710 17. desember 3672,1605. 18. desember: 3235, 4148.
19. desember 3243, 2497. 20. desember 1629,1879. 21. desember: 1676, 1409.
Reykjanes
Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi er opin
mánudaga og miðvikudaga kl. 17.00-19.00, simi 43222.
Borgarnes —
Breyttur opnunartími
Frá og með 1. október verður opið hús I Framsóknarhúsinu að Brákarbraut 1 á þriðju-
dögum frá kl. 20.30 til 21.30, en ekki á mánudagskvöldum eins og verið hefur undan-
farin ár.
Bæjarfulltrúar flokksins munu verða til viötals á þessum tlma og ennfremur eru allir,
sem vilja ræða bæjarmálin og landsmálin, velkomnir. Að sjálfsögðu veröur hellt á
könnuna eftir þörfum.
Framsóknarfélag Borgarness.
Kópavogur — Opid hús
Framsóknarfélögin i Kópavogi hafa opið hús á laugardögum kl. 10-12 að Digranes-
vegi 12. Litið inn, fáið ykkur kaffisopa og spjallið. Framsóknarfélögin
Skrifstofur
Framkvæmdasjóðs
íslands eru fluttar að
Hverfisgötu 6, 2.hæð,
sími (91) 62 40 70, fax (91) 62 60 68
LANASYSLA RIKISINS
A
Lausar stöður
við leikskóla
Leikskólinn Fagrabrekka
v/Fögrubrekkur.
Lausar eru stöður fóstra frá 1. febrúar 1993. Verið er að
taka í notkun viðbótarhúsnæði við leikskólann og bæta
við börnum og starfsfólki.
Komið eða hringið og kynnið ykkur starfið, sem miðast
við sérstakt fyrirkomulag húsnæðis.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sólveig Aðalsteinsdóttir,
í síma 42560.
Einnig óskast fóstrur í leikskólana:
Álfaheiði v/Álfaheiði, sími: 642520.
Kópastein v/Hábraut, sími: 641565.
Marbakka v/Marbakkabraut, sími: 641112.
Upplýsingar gefa leikskólastjórar viðkomandi leikskóla.
Til greina kemur að ráða fólk með aðra uppeldismenntun
í stöðurnar.
Ennfremur veitir leikskólafulltrúi upplýsingar í síma:
45700.
Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem fást í Fann-
borg 4, Kópavogi, og í leikskólum.
Starfsmannastjóri.
Afmælis- og minningargreinar
Þeim, sem óska bírtingar á afmælis- og/eða
minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa
að berast a.m.k. tveiraur dögum fyrir birtingardag.
Þœr þttrfa að vera vélritaðar.
F att og smátt
Linda Vilhjálmsdóttir:
Klakabörnin,
Mál og menning, 1992.
Þetta er lítið ljóðakver, 31 blaðsíða
og hefur að geyma 25 ljóð, auk titil-
síðu og efnisyfirlits. Ljóðin eru smá-
gerð og átakalítil, þannig að ekki
verður sagt að hér sé á ferðinni efn-
ismikil bók. Raunar er það svo, að
ætti kver af þessari stærðargráðu að
standa undir því að mega heita
marktæk ljóðabók, þá yrði hvert og
eitt einasta af Ijóðunum að nálgast
það að vera snilldarverk. Hvorki
meira né minna.
En því getur ekki talist vera þannig
farið. Hér er vissulega ýmislegt
smellið og laglega gert. Höfundur
yrkir opinskátt, leikur sér að hug-
myndum sínum og fer alls ekki illa
með formið. Meira að segja endar
hún bókina á nokkuð lipurlega ortri
sonnettu, þótt ekki sé hún tiltakan-
lega markviss eða efnismikil.
Svo hins góða sé getið, þá eru
þama framarlega í bókinni ljóðin
Nótt — Eitt, Nótt — Tvö og Nótt —
Þrjú, sem leggja má út af á ýmsa
vegu, en virðast í fljótu bragði eink-
um eiga að túlka glaðsinna stúlku
sem í einhvers konar ástargalsa
reynir að draga karlmann á tálar.
Vissulega áhugavert yrkisefni. Og
líka fann ég þama smekklega gert
smáljóð sem heitir Móna Lísa og er
kallað „fyrsta mósaíkmynd handa
Kristjáni Steingrími". Þar segir:
„þennan morgun reis regnbogi úr
sjónum við vesturenda engeyjar/ og
stakk sér niður við austurendann á
vesturey viðeyjar/ hafi rignt rigndi í
nafni guðs/ ösku og sandi og kalki/
hvað hafði gerst nóttina á undan?“
Ég hafði dálítið gaman af þessari
mynd af regnboganum hér úti á
sundunum við Reykjavík, þótt ég
ætti hins vegar nokkuð erfitt með að
koma henni heim og saman við
Mónu Lísu, þessa einkennilegu
rigningu og þær mósaíkmyndir sem
ég hef séð.
En hitt er annað mál að það þarf
miklu meira en þetta til að gera
marktæka ljóðabók. Eiginlega skilur
maður ekki í jafn virtu forlagi og
Máli og menningu að átta sig ekki á
þessu. Mörg af þessum ljóðum
hefðu sómt sér með mestu prýði í
Tímaritinu hjá þeim, en til alvöru
Ijóðabóka, til sölu á almennum
markaði, verður að gera stærri kröf-
ur en þessar. Það er búið að yrkja
heil reiðinnar býsn af framúrskar-
andi góðum ljóðum á íslensku í
meir en þúsund ár og gefa út geysi-
legan fjöída af ágætum ljóðabókum.
Þess vegna er samkeppnin við liðna
tímann allt of hörð til þess að hægt
sé að bjóða bókakaupendum svona
lagað.
Eysteinn Sigurðsson
A hæstri hátíð
Nýverið gaf Söngsveitin Fílharmón-
ía út geisladisk með 22 söngvum í
tilefni jólanna, „Á hæstri hátíð“. ÚI-
rik Ólason stjórnar kómum og 15
manna kammersveit, en Sigrún
Hjálmtýsdóttir syngur einsöng með
söngsveitinni í sjö lögum. Söngvar
þessir eru af efriisskrá aðventutón-
leika undanfarinna ára, lög sem eru
hvers manns hugljúfi, íslensk og er-
lend, gömul og ný. Upptökurnar
vom gerðar í Langholtskirkju lyrr á
þessu ári.
Nú gætu menn ætlað, að 22 söngv-
ar geistlegs eðlis væm nokkuð stór
skammtur og einhæfur til að inn-
byrða í einni samfelldri röð. En svo
TÓNLIST
_________________/
er þó alls ekki, nema síður sé.
Söngvarnir em að vísu allir Maríu
guðsmóður og Jesúbarninu til dýrð-
ar, en þeir em svo margvíslegir og
mismunandi að því fer fjarri að þeir
séu leiðigjarnir. Þar kemur líka
margt til frá flytjendanna hendi:
kórinn syngur fagurlega, þarna er
einleikur á hörpu, trompet og óbó,
margvíslegar útsetningar og ein-
söngur Sigrúnar Hjálmtýsdóttur.
Þetta er semsagt bæði fallegur disk-
ur og skemmtilegur, fjölbreytilegur
og ágætur og til þess fallinn að lýsa
upp skammdegið. Tilvalin jólagjöf
handa sjálfum sér ekki síður en öðr-
um. Sig.St.
Óttar Guðmundssoru
íslendingar og
áfengi í 1100 ár
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá
sér bókina Tíminn og tárið, íslend-
ingar og áfengi í 1100 ár eftir Óttar
Guðmundsson lækni. Hann hefur
um árabil ritað greinar um læknis-
fræðileg efni f blöð, en þetta er önnur
bókin sem hann sendir frá sér, þvf
fyrir tveimur árum kom út „íslenska
kynlífsbókin" frá hans hendi.
I bókinni varpar höfundur nýju ljósi
á leynda staði f sögu íslendinga og
dregur fram í dagsljósið sérstæðar
heimildir sem hingað til hefur verið
hljótt um. Hér eru rakin örlög Jónas-
ar Hallgrímssonar, Kristjáns Fjalla-
skálds og Sigurðar Breiðfjörð, að
ógleymdum frásögnum af voveifleg-
um endalokum íslenskra náms-
manna í Kaupmannahöfn þegar
draumar slokknuðu f síkjum. Einnig
er í bókinni gerð skýr grein fyrir þró-
un alkohólisma, allt frá því að ungt
fólk byrjar að drekka í því skyni að
veita tilfinningunum útrás, og þar til
morgunskjálfti, afréttarar og túra-
drykkja verða daglegt brauð. Hér er
að finna greinargóða lýsingu á vam-
arháttum alkohólista, átökum í fjöl-
skyldulífi, og þeirri von sem felst f
áfengismeðferð.
í kynningu Forlagsins segir m.a.: „í
gleði og sorg hefur áfengi verið fylgi-
nautur mannsins. Á öllum tfmum
hafa menn heillast af töframætti víns-
ins. En þessari dýrðlegu nautn fylgir
hætta sem allir þekkja — óskaveröld
vímunnar verður aðlaðandi í saman-
burði við veruleikóinn. Þessi áhrifa-
mikla og sérstæða bók geymir ein-
stæðan sögulegan fróðleik, og dregn-
ar eru upp bæði broslegar og átakan-
legar myndir af tvöföldu andliti vím-
unnar — í sælu og kvöl."
„Tíminn og tárið" er 320 bls., prýdd
miklum fjölda mynda. Grafft hf.
hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf.
prentaði. Verð: 3.480 kr.
Gyðjur og konur
Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út
bókina Óðurinn um Evu eftir ítalska
mannfræðinginn Manuelu Dunn
Mascetti. Sr. Hanna Marfa Péturs-
dóttir ritar formála að íslensku útgáf-
unni, en Guðrún J. Bachmann þýddi.
í þessari bók er fjallað um hinar
kvenlegu rætur vestrænnar menning-
ar f þvf skyni að örva skilning les-
enda á inntaki fomra sagna um gyðj-
ur og konur. Gyðjan var eitt sinn ráð-
andi afl f vestrænni menningu, en
hefur síðan nær horfið í þoku áranna.
Nú á dögum hefur áhugi á þessum
fomu sögum vaknað á ný og f Ijós
kemur að þær geta enn veitt leiðsögn
í daglegu lífi okkar.
í kynningu Forlagsins segir: „Sög-
umar af gyðjunum kenna okkur að
tigna visku, fegurð og styrk hins
kvenlega, f gyðjunum búa eiginleikar
sem eiga sér hliðstæður í persónu-
leika hverrar konu og þannig verður
ferðin um heim gyðjusagnanna til
þess að dýpka skilning kvenna á
sjálfum sér — til að uppgötva á ný þá
gyðju sem býr í hverri konu."
„Óðurinn um Evu" er 240 bls.,
prýdd tæplega 200 myndum, sem
flestar em f lit. Bókin er prentuð á
Spáni. Verð 2.880 kr.
Þorgeir Ibsen
Hreint
og beint
ljóð og Ijóðlíki
Ljóðlíki
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði,
hefur sent frá sér bókina Hreint og
beint — Ljóð og ljóðlíki eftir Þorgeir
Ibsen í Hafnarfirði.
Á bókarkápu segir: „Nýr ljóðahöf-
undur ýtir hér úr vör — þótt seint sé
— með ljóðabók, sem hann kallar
Hreint og beint. Þar eru famar troðn-
ar slóðir í hefðbundnum stíl, en ný-
stárlegum þó um sumt. Höfundur á
það til að víkja af alfaraleið f ljóðum
sfnum, einkum f þeim ljóðum sem
hann nefnir ljóðlfld en ekki ljóð með
þvf fororði að ljóðlfki geti ekki kallast
ljóð fremur en smjörlíki smjör. En
ljóðlíki hans eru samt allrar athygli
verð og virðast standa vel fyrir sfnu.
Þar ber kvæðið Minning greinilega
hæst — ljóðlíki eins og höfundur
nefnir það um Stein Steinarr, um at-
vik f Iffi hans sem er á fárra vitorði,
atvik sem aldrei hefur verið lýst áður
eða frásögn um það á þrykk komist."
„Hreint og beint" var sett og prent-
uð í Prentbergi, Kópavogi, og bundin
í Félagsbókbandinu-Bókfelli. Kápu
teiknaði Auglýsingastofa Guðrúnar
Önnu. Bókin er 96 bls. að stærð.