Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ 1992 Tíminn 9 VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Vigdís Finnbogadóttir var sæmd Fflsorð- unni 25. febrúar 1981. Skjaldarmerki hennar er einnig gert af Aage Wulff. Það er skjöldur sem skiptist í lóðrétta reiti, bláan, silfraðan, rauðan, silfraðan, bláan. Silfruðu reitimir eru raunar rendur til þess að fullnægja þeirri reglu skjaldarmerkjafræðinnar að eigi komi saman litur og litur, heldur skiptist á litur og málmur (silfur eða gull). Miðreiturinn rauði er miklu breiðastur og á honum er mynd af teinungi eða ungu tré. Er þar höfðað til al- kunns áhuga forsetans á ræktun lands og lýðs. Upp af hjálmi skjaldarins eru fugls- vængir, sem eiga að minna á hið margbreyti- lega fuglalíf íslands. — Hugmynd skjaldar- merkjamálarans var í fyrstu að reyna að nota að einhverju leyti fornt merki landsins í merki forsetans, en þessi varð niðurstaðan. — Umhverfis skjöldinn er letrað: DOM. VIG- DÍS FINNBOGADÓTTIR PRAESES REIPU- BLICAE ISLANDIAE. DIE XXV. FEBR. AN. MCMLXXXI. — í boga umhverfis skjöldinn er máluð mynd af stórmeistarakeðju Fflsorð- unnar. MAGNÚS STEPHENSEN Magnús Stephensen landshöfðingi var sæmdur stórkrossi Dannebrogsorðunnar 27. janúar 1904 í þann mund sem hann lét af landshöfðingjaembætti og hinn fyrsti ís- lenski ráðherra tók við. Skjaldarmerki hans er blár skjöldur með hvítri (silfraðri) mynd af einhyrningi. Umhverfís skjöldinn er hvít (silfruð) rönd og upp af honum hjálmur og einhymingsmynd. Yfir skildinum eru letruð einkunnarorðin: FESTINA LENTE (Flýttu þér hægt). JÓN MAGNÚSSON Jón Magnússon forsætisráðherra var sæmd- ur stórkrossi Dannebrogsorðunnar 9. sept- ember 1921. Skjaldarmerki hans er gert af Hans Chr. Caspersen árið 1923. Skjöldurinn er bogadreginn að neðan, skipt í þrjá reiti, bláan, hvítan (silfraðan) og rauðan. Hvíti hlutinn er breiður geisli frá skjaldarsporði, mjókkandi upp og nær yfir 3/4 af hæð skjald- arins. Þar tekur við vogarás með gylltum vogarskálum í reitunum rauðu og bláu. Á hjálminum yfir skildinum situr hvítur fálki með þanda vængi. Þar fyrir ofan eru ein- kunnarorðin: AE ÆQUUM BONUMQUE (Réttlæti og gæði). Latneski textinn er dular- fullur. AE í upphafinu er ekki til sem sérstakt orð í latínu. Er hugsanlegt að í upphaflegu handriti til skjaldarmerkjamálarans hafi ver- ið gert ráð fýrir valkosti; að skrifa annað- hvortÆquum eða Aequum, sem hvort- tveggja getur staðist, — segir dr. Jakob Benediktsson, sem hefur þýtt latínutextana. Sk]ald*ra*rkl H*(nd«*r Cuðaundaaonar rdðbarra MAGNÚS GUÐMUNDSSON Magnús Guðmundsson ráðherra var sæmd- ur stórkrossi Dannebrogsorðunnar 7. maí 1926. Skjaldarmerki hans er gert árið 1927 af Gether Caspersen. Skjöldurinn er blár, skjaldarsporðurinn mjór. Á skjöldinn er dregið gyllt merki er líkist þríarma ljósa- stiku. Yfir skildinum eru skráð einkunnar- orð: SUAVITERIN MODO FORTITER IN RE (Mildilega í formi, sterklega í raun). Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári Kaupfélag Árnesinga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.