Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn JÓLABLAÐ 1992 sátuna, þá hefði meira hey kom- ist inn hvern daginn heldur en það hefur orðið með þessu sí- fellda togi og baksi. En það er ekki til mikils fyrir mig að tala um það heldur en annað. Ólöf: Já, þú verður nú að sætta þig við það þó ég felli mig ekki við þessa nýmóðins siði. Ég er nú orðin gömul eins og á grön- um má sjá og kann þá ekki. En þú ert nú líka orðinn gamall, Sveinn minn, og mér finnst þér ekki farast heldur að vera að elta þá. Það gengur ekki heldur mikið betur fyrir þessum ungu glönnum heldur en fyrir gamla fólkinu, þó það láti mikið yfir sér. Man ég það að nokkuð þótti ganga hjá foreldrum mínum, bæði þegar bundið var og endranær og batt ég þá ævin- lega með henni mömmu. Ég man ekki eftir að það væri sér- lega mikið kvartað yfir bandinu þó við hefðum ekki allar þessar reigingar og ósköp sem ganga á hjá kaupmönnunum og sem þú heldur svo mikið upp á. Hvað skyldi hún annars hafa sagt, gamla konan, ef hún hefði séð menn stökkva svona upp á sát- urnar og henda sér svo aftur af þeim eins og krakkar sem ætla að detta ofan af kollu? Þetta þykir þér mikið varið í; mér get- ur nú aldrei þótt það, þó þér þyki það leiðinlegt; það er seint að kenna gömlum hundi að sitja. Sveinn: Jæja, við skulum sleppa því. Það er ekki til neins að vera að þrefa lengur um þetta. Okk- ur kemur aldrei saman um það hvort sem er. Ég sting nú ann- ars upp á að við hættum öld- ungis að rífast um aðra eins smámuni. Hefurðu ekki heyrt hvað hreppstjórinn segir oft við vinnumennina sem ætla að fara að slást eftir messuna? „Elskið friðinn, bræður!" Heldurðu annars ekki að hún Manga fari að koma bráðum? Ég hefði gjarna viljað að hún hefði undið upp sokkinn; hann er orinn brauðþurr. Ólöf: Fjandann ætli ég viti hve- nær hún drullast heim, stelpan. Hún kemst aldrei úr sporunum þegar hún er send eitthvað. Ég man eftir því þegar hún var send út að Þorbrandsstöðum, þá var hún í burtu heilan dag. Ég veit að ég hefði verið hýdd fyrir það þegar ég var í heimahúsum, ef ég hefði hagað mér eins. En það þykir nú vera vaxið upp úr hýð- ingunum vinnufólkið núna. Og þó held ég það væri jafngott þó það væri slegið í það endrum og sinnum. Ég gæti að minnsta kosti fengið það af mér. Sveinn: 0, það held ég það Sveinn: Já, já, sér er nú hvað! Ertu þá farin að senda eftir kaffi ennþá? Mér þykir nú sannast að segja nóg um þessa kaffieyðslu. Ég veit ekki hvernig nokkurt bú á að standast með því. Ef ég mætti ráða þá skyldi enginn kaffidropi koma inn fyrir mínar húsdyr. En til hvers er ég að tala um það? Ég fæ svosem ekki að ráða því fremur en öðru. Ólöf: Já, það væri gaman að vita hvernig mundi fara fyrir okkur ef þú fengir að ráða öllu. Það hefði þá víst ekki fengið að komast einn einasti baggi undir þak hjá okkur í öllum okkar bú- skap, því að aldrei hefur þú kunnað að binda heysátu, hvað þá heldur kornbagga. Þér þykir kannske skömm að því og vilt ekki kannast við það heldur en vant er, en það get ég ekki gjört að; sannleikurinn er beiskur, Sveinn minn. Sveinn: Onei, ég held ég kann- ist ekki við það að ég kunni ekki að binda sátu. Ég er nokkrum sinnum búinn að segja þér það að það gjörir enginn maður riú- orðið að toga sirin í hvort tagl- ið, eins og þú vilt. Og það segi ég þér satt að ef ég hefði fengið að ráða því að binda sáturnar einn eða þá að minnsta kosti ekki láta þig gjöra meira en halda við töglin fyrir framan þætti nú hart að fara að hýða fullorðið fólk. Ólöf: Fullorðið fólk! Eins og það megi ekki eins berja það þó það sé fullorðið. Það er skrítið mál. Mig varðar ekkert um hvað það þætti hart, ég mundi ekkert skammast mín fyrir það. Það er ósiður að gjöra það ekki þegar þess þarf. Man ég það þegar kerlingin hún móðir mín var að tukta vinnu- konuna til. Það var nú kerling sem dálítið kvað að. Þar gat ekki vinnufólkið vaðið uppi með hvern ósómann eins og því sýndist. Ef það væri önnur eins dáð og dugur í fólki nú eins og var á þeim tímum, þá mundi allt vera öðru vísi. Sveinn: Það er nú satt, það eru ekki allir hennar líkar. Ólöf: Nei, það vantar mikið á það. Ég man heldur vel eftir því þegar hún Signý, sem var hjá henni, var að færa hangiket upp úr potti fram í eldhúsi og missti síðuna ofan í kolluna sem stóð hjá. Þá gjörði hún sér lítið fyrir, kerlingarsauðurinn, hún bara tók Signýju með annarri hendi og kolaskörunginn með hinni, fletti upp um hana og hýddi hana þar án allra umsvifa á gólfínu. Þá stóð ég úti í horni og skellihló; þetta átti við mig. Og þá sagði móðir mín að ein- hver dugur mundi verða í mér með tímanum. En svo gjörði hún meira, sauðurinn, hún tók kjötstykkið upp úr kollunni og lét það aftur ofan í pottinn til þess að skyldi þvost af því ef nokkuð hefði loðað við það, því þrifnaðurinn var eftir öðru hjá henni, blessaðri skepnunni. Sveinn: Ómögulegt er mér að gjöra að því að ekki get ég fellt mig við að hún skyldi umsvifa- laust fara að lemja stúlkuna. Ég held það hefði verið betra að skamma hana bara og láta hana svo eiga sig. Ólöf: Nei, það er ekki von að þú fellir þig við það; þú fellir þig ekki við neitt sem einhver dug- ur er í. Þú hefur alltaf verið og verður alltaf of ónýtur til alls, öldungis eins og karlinn hann faðir þinn. Ég held ég muni eft- ir honum, bölvaðri læpunni. Þú ert lifandi eftirmyndin hans. Sveinn: Hvað sem þú segir um mig, þá vil ég hreint ekki hafa það að þú farir að lasta hann í gröfinni. Það verður þú að gjöra svo vel að láta vera. „Sá dauði hefur sinn dóm með sér,“ sagði Hallgrímur karlinn, og þú ert ekki of góð til þess að lifa eftir þeim reglum sem hann hefur gefið þér. Það verður þér heldur aldrei til skammar. Já, það skaltu vita að ef þú skammar föður minn sæla oftar svo ég heyri, þá getur verið að þolin- mæðin mín minnki. Ólöf: Hvað ætli þú getir, bless- aður auminginn! Kannski þú viljir koma í það, það þætti mér gaman að sjá. Nei, það skyldi ekki vera þér til mikils heiðurs. Þú skal vita að ég hef bylt meiri mönnum en þér. Sveinn: Alltaf ert þú að tala um áflog. Ég hef aldrei sagt að ég ætlaði að fara í handalögmál við þig. Ólöf: Þú skyldir heldur ekki hafa betra af því. (Heyrist barið) Hana nú, það er einhver bölv- aður sníkjudallur eða flökku- karl. Ætli þú verðir ekki samt að fara til dyranna, Sveinn. Sveinn: Það býst ég við. (Fer) 2. atríði Ólöf einsömul Ólöf: Skárra er það nú bölvað gestavaðið. Ég veit ekki hvernig búið á að standast með öllum þessum látum. Þarna líður ekki ein einasta vika án þess einhver bölvaður sióðinn komi til að éta út úr okkur þetta litla sem við eigum. Það er nú líka sárgræti- legt að hann Sveinn skuli taka í móti öllu þessu hyski. Hver bölvaður flökkudrjólinn sem biður að lofa sér að, er velkom- inn þó hann sjái eftir hverjum kaffidropanum sem ofan í mig fer. Já, svona er það að eiga góð- an mann. Það er ég viss um að munur hefði það verið fyrir mig að eiga hann Þórð greyið, eins og ég ætlaði mér einu sinni, þó hann sé hæddur fyrir að hann skuli verka kamrana hjá prest- inum. Ég er þó viss um að ég hefði fengið að ráða svo miklu hjá honum sem að vísa einum sníkjugesti burtu, sem ætlaði að éta okkur út á húsganginn. En ég gat ékki orðið svo lánsöm og það held ég hefði þó verið svarið fyrir það einu sinni á árunum að ég mundi láta fara svona með mig. Þarna er Sveinn alltaf að töngla á því að það sé ekki siður að úthýsa fólki. Hvern fjandann sjálfan ætli okkur varði um hvað er siður eða ekki. Já, mikið vildi ég gefa til þess að allir þessir næturgestir væru komnir til fjandans og þaðan í verri stað.“ KAUPFÉLAG STEIN GRÍMSFJ ARÐ AR HÓLMAVÍK OG DRANGSNESI óskar starfsfólki sínu og viðskiptavinum gleðilegra jóla árs og friðar Þakkar gott samstarf og viðskipti á liðnum árum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.