Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ 1992
Tíminn 23
Jólagjafir
Það er í miðjum nóvembermán-
uði; þ.e.a.s. „aðeins“ rúmar fimm
vikur til jóla. Og drengirnir eru
farnir að búa til kommóður úr eld-
spýtustokkum, sem þeir líma sam-
an með hveitilími, til að gefa hver
öðrum. Aðrir möguleikar eru
glæru glossasteinarnir úr Hellis-
fjörunni, sem skjóta neistum þeg-
ar þeim er slegið saman. Og ekki
má gleyma fuglunum, sem hægt
er að tálga úr ýsubeini. Þar fyrir
utan á Helgi fáeina eirpeninga; og
Þorvarður einn fimmeyring. Pen-
ingarnir voru alveg tilvaldir í sjó-
og herskipaorustum. Frakkar á
móti Þjóðverjum!
Grímur fer með föður þeirra í
fjárhúsið, og pabbi hans bregður
upp skriðljósinu, svo að bjarminn
fellur framan á jórtrandi snopp-
urnar. Elsti bróðirinn á hrútshorn,
sem hægt er að nota eins og lúður,
og því hélt hann honum leyndum
fyrir hinum tveimur, sem hugsan-
lega jólagjöf.
Jafnvel móðirin hlakkar óvenju-
mikið til aðfangadagskvölds. Á sín-
um tiltölulega fáu ánægjustund-
um hefur henni oft orðið hugsað
til litlu hlutanna, sem læstir voru
niður í betri stofunni, þegar þau
hjónin komu heim úr ferðinni til
Seyðisfjarðar í sumar sem leið.
Fyrir allt sem okkur er dýrmætt í
Iífinu höfum við orðið, eða verð-
um að borga.
Frá því að sláturtíðin loksins var
um garð gengin, hefur hún verið
að keppast við að endurbæta og
endurnýja vetrarklæðnað fjöl-
skyldunnar. Það sem ríður á, er að
hafa komið eins miklu í verk og
mögulegt er, áður en byljirnir og
frostharkan setjast að. íslensku
leðurskóna, sem bóndi hennar og
drengirnir eiga, svo og sokkana
þeirra þarf alltaf að bæta og staga.
Að öðrum kosti verður að gera
nýja skó og prjóna nýja sokka. Auk
þess hafði hún ákveðið að búa til
bryddaða sauðskinnsskó handa
öllum drengjunum fyrir jól. Vett-
lingar Helga og Varða voru líka að
verða útslitnir. En eins og stendur
er hún að prjóna bónda sínum
þykkan trefil; hann myndi vissu-
lega þarfnast hans úti í vetrar-
hörkunum. Vonandi tækist henni
að ljúka tóvinnunni, sem brýnust
nauðsyn bæri til, áður en hún
byrjaði á jólabakstrinum. Að vísu
verður hún að fara ákaflega spar-
lega með mjöl og sykur og allt
annað efni, er nota þarf við bakst-
urinn. En jól eru aðeins einu sinni
á ári. Og það yrðu a.m.k. að vera
tólf brauð- og kökutegundir. Það
var fastur vani. Því næst yrði að
hreinsa til í öllu húsinu.
Það var gefið óvenjuvel á jötuna
seinni partinn þennan dag.
Ásvaldur hefur hengt lugtina sína
á nagla, sem stendur út úr einni
stoðinni, og þeir feðgarnir njóta
þess að horfa á ærnar, sem ákafar
háma í sig ilmandi fjallaheyið. Síð-
an er haldið til hesthússins. Brúnn
heilsar þeim með vinalegu hneggi
og sveigir hálsinn, þegar faðirinn
skýtur lokunni frá hurðinni.
„Heldurðu hann viti, að jólin eru
að koma?“ spyr Grímur.
„Já, að minnsta kosti, þegar þú
réttir honum rúgbrauðsskorpuna
og þegar hann finnur síldarbitana
í moðinu sínu,“ svarar pabbi hans
fjörlega.
Loksins er kominn tími til þess
að gefa kúnum og litla kálfinum í
sameiginlegu fjósi tvíbýlinganna.
Himinninn er skýjaður; en það er
kyrrt í Iofti, og mjallhvítt snjólag-
ið dregur úr skammdegismyrkr-
inu.
Inni í bænum brennur kolaeldur,
og ofan á honum snarka rekaviðar-
bútar. Indæl hangikjötsiykt bland-
ast angan af laufabrauði. Á miðju
gólfinu stendur þvottabalinn og
búið er að sækja margar fötur af
tæru vatni úr niðandi læknum úti
og hita það á eldstónni. Allir verða
drengirnir að vera tárhreinir, segir
móðir þeirra, áður en þeir fara í
jólafötin! Hún hefur látið Varða,
sem fyrsta mann, fara ofan í bal-
ann og er byrjuð að þvo honum.
„Neil“ hrópar hann. „Það er allt of
heitt, mamma!"
Móðirin dýfir hendinni í vatnið.
„Hvaða vitleysa!" segir hún og
heldur áfram að skrúbba á honum
bakið. „Er það ekki notalegt?"
,Jú —“ viðurkennir Þorvarður.
„En nú hlýt ég samt að vera bú-
inn!“
Þá kemur röðin að Helga. Og síð-
ast stígur Grímur ofan í balann.
Rúna er frammi á ganginum að
ljúka við að þvo gólfið þar, öll hin
er búið að hvítskúra. Á eftir fær
hún heitt vatn í þvottaskál og fer
inn í herbergiskytruna sína.
Drengirnir fá eitt par af nýjum
sokkum hver, hrein ullarnærföt og
brydda sauðskinnsskó, sem hafa
verið litaðir svartir.
Loksins fara bæði pabbi og
mamma að þvo sér og hafa fata-
skipti. Jólin eru komin!
Foreldrarnir talast við í lágum
hljóðum og hverfa að svo búnu inn
í hliðarherbergið og loka hurðinni
vandlega á eftir sér.
Allir bræðurnir, en þeim hefur
verið sagt að bíða úti fyrir, finna
það á sér, að eitthvað stórkostlegt
er í aðsigi. Já, viðburður, sem eng-
inn þeirra gleymir til æviloka.
Þeim er gefið — ekki aðeins eitt-
hvað nýtt til fata eins og venjulega,
heldur regluleg leikföng, sem for-
eldrar þeirra hafa keypt í búð í
kaupstaðnum og komið með frá
Seyðisfirði! Þegar dyrnar eru opn-
aðar, opinberast dásemdirnar.
Grímur fær dýrlegt barna-knatt-
borð; Helgi skrautlegan tréhlut,
sem reynist vera hljóðpípa; og Þor-
varður gríðarmikinn, marglitan
bolta, sem er límdur saman úr
pappa. Auk þess gefur pabbi þeirra
þeim þrjú jólakerti hverjum. Af
kertum Varða er eitt blátt, eitt
rautt og eitt hvítt. Af Helga kert-
um eitt grænt, eitt blátt og eitt
rautt. Og af kertum Gríms eitt
rautt, eitt blátt og eitt gult.
Ilmurinn af jólakertunum og fínu
búðarleikföngunum gerir dreng-
ina öra af hrifningu. Og ofan á allt
þetta fá þeir sinn eldspýtustokkinn
hver og mega kveikja eins oft og
þeir vilja. Þeir fara allir ofan stig-
ann með pabba sínum og fram í
skúr með jólamatinn handa
Hrekk; stærðarbein, með ofurlitlu
kjöti á, og smá-mjólkursopa. Pabbi
þeirra lætur loga á lugtinni sinni
hjá Hrekk, meðan hann er að gæða
sér á jólakræsingunum. Það á að
vera bjart í hverjum krók og kima
á aðfangadagskvöld, segir faðir
þeirra.
Eftir að þeir hafa allir klappað
Hrekk og óskað honum gleðilegra
jóla, fara feðgarnir smástund út að
ganga. Það marrar hátt í saman-
þjöppuðum snjónum fyrir framan
húsið undan svörtu, útlendu stíg-
vélunum hans pabba; og eilítið
Iægra undan nýju, flötu sauð-
skinnsskónum þeirra bræðra. Þeir
nálgast sjávarbakkann; og faðirinn
nemur eitt augnablik staðar og
hlustar á öldusogið fyrir neðan;
hann er með nýja trefilinn sinn
um hálsinn. Drengirnir kveikja
aftur og aftur á eldspýtunum og
þeyta gullnum blossum út í nátt-
myrkrið.
Þeir ganga fram hjá gluggum
Höskuldar og Helgu og Grétu Iitlu
og sjá að logar glatt á steinolíu-
lömpunum þeirra. Höskuldur er
byrjaður að syngja jólasálm.
Meðan á þessu stendur er hús-
freyjan uppi á lofti ásamt vinnu-
konunni, sem fengið hefur sápu og
ísaumaðan vasaklút í jólagjöf. Þær
eru farnar að leggja á borðið fín-
asta borðbúnaðinn sem til er á
heimilinu.
Og um leið og móðirin gengur
fram og aftur og augu hennar
hvarfla að dýrlega knattborðinu,
fallegu hljóðpípunni og stóra
marglita boltanum, ljómar andlit-
ið og hjartað er fullt af innilegri
gleði og þakklæti. Þetta eru líka
stærstu gjafirnar, sem henni hafa
nokkurn tíma verið gefnar.
Óskum starfsfólki
okkar
og viðskiptavinum
gleðilegra jóla
og farsældar
á komandi ári
Þökkum gott samstarf
og viðskipti á liðnum árum
Kaupfélag
Langnesinga