Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 12
12 Tíminn
JÓLABLAÐ 1992
Læröi skólinn I Reykjavlk nokkru fyrir aldamótin.
Einar Hjörleifsson Kvaran.
Bertel E.Ó. Þorieifsson.
MISGRIP
ÓÞEKKT LEIKRIT EFTIR NOKKRA ÞJÓÐKUNNA MENN
Þorsteinn Antonsson
rithöfundur bjó til prentunar
og ritar aðfararorð
Oft veltir litil þúfa þungu hlassi,
segir máltæki. Á konunglegu
bókhlöðunni í Kaupmannahöfn
er varðveitt handrit að íslensku
leikriti, sem samið var árið 1878
af fjórum námsmönnum í Lærða
skólanum í Reykjavík, sem allir
uröu þjóökunnir á fullorðinsár-
um sinum. Leikritið er bærilega
samræmt um stíl og efni, þrátt
fyrir að höfundar voru þetta
margir og ekki eldri en þeir
voru. Ekki er að sjá að leikrit
þetta sé nokkursstaðar skráð
meðal islenskra leikrita og virð-
ist svo sem tilvera þess sé á
fárra vitoröi, ef nokkurra. Heim-
ild um að þaö hafi einhvern tíma
verið til er óbirt frásögn Hann-
esar Hafstein af átökum meðal
námssveina í Lærða skólanum
sem leiddi af sýningu á leikriti
þessu í skólanum snemma árs
1878. Um þær mundir var
helsta nemendafélag í skólan-
um Bandamannafélagiö og er
frásögn Hannesar, sem hann
nefnir „Byltingarsögu“, varöveitt
meöal gagna þess. Árið 1878
stjórnaöi Bandamannafélaginu
af miklu ráðriki Sigurður Stef-
ánsson, siöar prestur. Nokkrir
yngri menn stofnuðu nokkru fyr-
irjól 1877 félag til að halda uppi
leiksýningum í skólanum á
sunnudagskvöldum og líkaði
Sigurði þessi sjálfræðishneigð
illa.
I riti sínu um ráðherrann og
skáldið Hannes Hafstein skrifar
Kristján Albertsson um þessar
deilur og sækir upplýsingar sín-
ar i „Byltingarsögu" Hannesar.
„Hin yngri skáldaklika, Hannes
Hafstein, Einar Hjörleifsson,
Bertel Þorleifsson og Jónas
Jónsson (síöar kenndur við
Hrafnagil) setur nú saman gam-
anleik og lætur sýna hann i
einni bekkjarstofunni. Byltingar-
saga vill ekki mikið gera úr bók-
menntagildi þessa verks, en
segir að geta verði höfuðper-
sónunnar „með því að hún kem-
ur mjög við þráð sögu vorrar.
Það er burtrekinn búðarstrákur
einn, óþokki mesti og ónytjung-
ur, er biður rikrar bóndadóttur,
en einfaldrar, lýgur þá ýmsu sér
til ágætis... Einar Hjörleifsson
lék búðarstrákinn og tókst hon-
um það hvorki betur eða verr en
svo að Sigurður Stefánsson
kvaö hann hafa leikið sjálfan sig
og hæddist mjög aö...“ Kristján
bætir við: „Verða nú viðsjár
miklar með „leikmönnum“ og
Sigurðungum, eins og Bylting-
arsaga kallar þá. Einkum slær í
hart með Hannesi og Sigurði.
„Þeir mæltust ekki orð við en
áttu i ritdeilu í félaginu lítt mjúk-
yrta. Skólinn tók mjög þátt i
deilu þessari."
Skemmst er frá því að segja
að nefndum félögum og vitorðs-
mönnum þeirra tókst með
klækjum að ná öllum völdum í
Bandamannafélaginu um hrið,
en hinni fyrri stjórn með enn
frekari harðdrægni að ná völd-
unum aftur. „Voru nú helztu
uppreisnarmenn reknir harðri
hendi úr félaginu, allir með tölu;
en aðrir fylgdu þeim í útlegðina
af frjálsum vilja," ritar Kristján
Albertsson. Menn þessir stofn-
uðu þá nýtt félag, Ingólf, og var
það félag starfrækt um nokk-
urra ára skeiö af mikilli launung.
Félagsstörf voru einkum tengd
ritgerðasmíð. Á fundum báru fé-
lagar upp ritsmiöar sínar, Ijóð,
sögur og ritgerðir, síðan var allt
skráð i bækur til varðveislu fyrir
komandi tima. Afköstin urðu
mikil og sumpart merk, jafnvel
sem bókmenntir. Mest fór fyrir
Einari Hjörleifssyni (síðar Kvar-
an) og Bertel Þorleifssyni, sem
á þessum tíma lifði blómaskeið
sitt sem skáld.
Þau ár sem þessir sömu ár-
gangar námu við Hafnarhá-
skóla, báru flokkadrættir meðal
íslenskra námsmanna i Höfn
sama svipmót og verið hafði er
kom til stofnunar félagskaparins
Ingólfs veturinn 1878-79.
Bandamannafélagið og Ingólfur
voru sameinuð 1882, en ekki
greri um heilt með þeim mönn-
um sem að klofningnum höfðu
staðið. Á árunum upp úr 1880
var djúpstæður ágreiningur milli
vinstri og hægri manna í
dönsku þjóölífi, svo djúpstæöur
að viö borð lá aö likja megi við
uppreisnarástand, þótt aldrei
gengi svo langt. Um sama leyti
mynduðust svipaðar andstæður
í félagslífi íslenskra stúdenta í
Höfn og áttust þá við hinir sömu
menn og fyrr höfðu gert i Lærða
skólanum. Á þessum árum urðu
til fyrstu drög hins islenska
flokkakerfis. Og ekki fritt við að
enn kenni merkja upprunans.
Altént er Jón búðarloka, sem
Sigurður formaður sagði vera
Einar Hjörleifsson sjálfan, í
vissum skilningi forfaðir ís-
lenskra stjórnmálamanna. Af
þessum sögulegu ástæðum er
umrætt leikrit merkilegt, þótt
svo þyki fleirum sem Hannesi i
Byltingarsögunni að verkið sé
engar stórbókmenntir. Fram til
ársins 1878 höfðu islensk leikrit
verið samin af menntaskólapilt-
um eða mönnum nátengdum
þeim, og ekki um aðra leiklistar-
hefð að ræða í landinu en
þessa stúdentsefnanna. Full-
unnin verk voru fá til — enn