Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn JÓLABLAÐ 1992 Skjildcratrkl Sxlna BJOrr«»on«r SVEINN BJÖRNSSON ÁSGEIR ÁSGEIRSSON DR. KRISTJÁN ELDJÁRN S R. BJARNI JÓNSSON Sveinn Björnsson hlaut framangreint orðu- stig 2. júní 1924 og næsta ár lét hann gera sér skjaldarmerki. Merkið gerði Hans Chr. Caspersen. Er það yddur skjöldur, blár að mestum hluta, en skjaldarsporðurinn rauður og silfurrönd milli rauða og bláa litarins og silfur (hvít) rönd utan með skildinum öllum. Á skjöldinn er dreginn hvítabjörn, sem stendur á afturfótum. Efst í hægra homi skjaldarins er einnig hvítabjörn. Einkunnar- orð, ofan skjaldarins, eru: Sjálfur leið sjálfan þik. Ásgeir Ásgeirsson varð riddari af Fílsorðunni 5. aprfl 1954. Skjaldarmerki hans er gert af hinum konunglega danska skjaldarmerkja- málara Franz Sedivy. Merkið er sverð og skjöldur. Skjöldurinn er að lögun eins og skjöldurinn í íslenska skjaldarmerkinu, skipt í þrjá langreiti, bláan, rauðan og grænan. í miðreitnum rauða er silfurlitt sverð. Yfir skildinum eru einkunnarorð á latínu: CARPE DIEM (Nýttu þér daginn). í boga umhverfis skjöldinn stendur: DOM. ÁSGEIR ÁSGEIRS- SON, PRAESES REIPUBL. ISLANDIAE. DIE V APRILIS AN. MCMLIV. í öðrum boga um- hverfis skjöldinn er máluð stórmeistarakeðja Fflsorðunnar. Dr. Kristján Eldjárn hlaut Fflsorðuna 2. september 1970. Merkið er yddur skjöldur með gulum neista við skjaldarsporðinn og fomum eldfærum (eldjárn) ofar. Skjöldurinn er blár, en einnig er í merkinu rauður litur og hvítur. í boga umhverfis skjöldinn er letr- að: DOM. KRISTJÁN ELDJÁRN, PRAESES REIPUBLICAE ISLANDIAE. DIE II SEPT. AN. MCMLXX. Skjaldarmerkið er gert af dönsk- um kgl. skjaldarmerkjamálara Aage Wulff. — í boga umhverfis skjaldarmerkið er máluð stórmeistarakeðja Fflsorðunnar. Sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup var sæmdur stórkrossi Dannebrogsorðunnar 4. desember 1958. Franz Sedivy gerði skjaldarmerki hans eftir hugmynd Harðar Bjarnasonar, húsa- meistara ríkisins. Skjöldurinn er blár, fer- hymdur með mjög Iitlum sporði. Á skildin- um miðjum er tvöfaldur hringur, sem skerst af jafnarma, gylltum krossi, er nær út fyrir hringinn á alla fjóra vegu. Yfir skildinum er biskupsmítur, en bagall sitt hvorum megin. Liggja þeir í kross á bak við skjöldinn og ná niður fyrir hann. Fyrir neðan skjöldinn standa þessi einkunnarorð: VIGILATE, STATEIN FIDE (Vakið, standið stöðugir í trúnni). Á skildinum stendur: DOM. BJARNI JÓNSSON. DIE IV DECBR. MCMVIII. — Ein- kunnarorðin eru úr 1. Korintubréfi 16,3. ISLENSK SKJALDAR- MERKI EINSTAKLINGA Fyrr á öldum höfðu nokkrir Islendingar skjald- armerki. Á siðari tímum hafa einnig fáeinir Is- lendingar látið gera sér skjaldarmerki og liggja ti þess tvær ástæöur: Þegar farið var að veita Islendingum stórkross Dannebrogsorðunnar dönsku, þá bar þeim samkvæmt reglum orð- unnar að láta gera sér skjaldarmerki. I öðru lagi bar þeim, sem urðu riddarar af Filsorö- unni, aö láta gera sér slíkt merki. Af þessum ástæöum eru til nokkur skjaldar- merki íslenskra manna frá síðari tímum, þótt ýmsir, sem samkvæmt reglunum hefðu átt að taka sér skjaldarmerki, hafi látið þaö undir höf- uö leggjast. Einungis þrír íslenskir menn hafa hlotið Fils- orðuna. Eru það forsetar (slands, er fóru I op- inbera heimsókn til þjóðhöfðingja Dana: Ásgeir Ásgeirsson, dr. Kristján Eldjárn og Vigdis Finn- bogadóttir. Þau hafa öll látiö gera sér skjaldar- merki. Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Islands, fór aftur á móti aldrei í opinbera heimsókn til Danmerkur, þótt hann ætlaöi sér þaö, en heilsa hans leyföi það ekki. Aftur á móti lét hann gera sér skjaldarmerki, er hann hlaut stórkross Dannebrogsorðunnar skömmu eftir að hann lét af sendiherraembætti i Danmörku hið fyrra sinn. I Friðriksborgarhöll i Hilleröd í Danmörku hanga á veggjum skjaldarmerki riddara af Fíls- orðunni og stórkrossriddara af Dannebrogs- orðunni, þ.á m. skjaldarmerki Islendinga. Þeir Islendingar eru þó margir, sem hlotið hafa stórkross Dannebrogsorðunnar, en hafa ekki látið gera sér skjaldarmerki, þótt til þess sé ætlast. Ýmsar upplýsingar í sambandi við framanrit- að hef ég fengið frá Orðuskrifstofunni í Kaup- mannahöfn, en eins og áður segir þýddi dr. Jakob Benediktsson latnesku einkunnarorðin. JÓN ÞORLÁKS S ON Jón Þorláksson forsætisráðherra var sæmd- ur stórkrossi Dannebrogsorðunnar 5. sept- ember 1927. Skjaldarmerki hans gerði Get- her Caspersen árið 1929. Skjöldurinn er bogadreginn að neðan. Miöhlutinn frá skjaldarsporði upp að skjaldarmiðju er blár flötur, bogadreginn að ofan, eins og stórt dyraop með hvítu skyggni yfir. Sitt til hvorr- ar hliðar við „dyraopið" er hvít múrsteins- hleðsla. Efri hluti skjaldarins er blár, en efri og neðri hluti er aðgreindur með þverrönd blárra og hvítra tígla. Yfir skildinum eru ein- kunnarorðin: SECURITAS PRIMUM (öryggi framar öllu). (kjaUaratim CuðauiuUr J. KfUil Pö»t- 0( •loMlUatjðro GUÐMUNDUR J. HLÍÐDAL Guðmundur J. Hlíðdal, póst- og símamála- stjóri, var sæmdur stórkrossi Dannebrogs- orðunnar 10. aprfl 1956. Skjaldarmerki hans er gert af Franz Sedivy. Skjöldurinn er blár, oddmyndaður, og á honum hvítur svanur sem breiðir úr vængjum, og fyrir framan svaninn þrjár hvítar (silfraðar) þverrendur sem bylgjast. Yfir skildinum eru þessi ein- kunnarorð: PER ARDUUM AD ASTRA (erfið er leið til upphæða). Á skjöldinn er skráð: DOM. GUÐMUNDUR J. HLÍÐDAL. DIE X APRILIS AN. MCMLVI. — í einkunnarorðun- um er ritað arduum, en rétt væri ardua. Skj«Uan>«rkt Or. Mtur» NturiHMt DR. PÉTUR PÉTURSSON BISKUP Fyrstur íslendinga hlaut dr. Pétur Péturs- son biskup stórkross Dannebrogsorðunnar, 16. aprfl 1889. Skjaldarmerki hans er hvítur fálki á bláum skildi og bak við og upp af skildinum eru mítur, bagall og krossmark. Bagallinn og stöng sú, sem ber krossmarkið, liggja í kross bak við skjöldinn og ná stang- arendarnir niður fyrir hann. Undir skildin- um eru þessi einkunnarorð: PERARDUAAD ASTRA (Erfið er leið til upphæða. Þýðingin gæti eins verið: Enginn verður óbarinn bisk- up). Eftir Birgi Thorlacius

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.