Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 11
JÓLABLAÐ 1992
Tíminn 11
Skólameistari
kynntur
Guðni rektor
Enga mélkisuhegðun
Ómar valdimarsson tekur
Guðna rektor á teppið.
Vaka Helgafell
Þarmig er þetta rit kynnt á titilsíðu.
Guðni rektor rekur minningar sínar
og gerir grein fyrir frændfólki og
reynist skemmtilegur sögumaður.
Inn á milli er svo skotið vitnisburði
samferðarmanna. Skólabræður, nem-
endur, samstarfsmenn og félagar frá
ýmsum tímum skrifa minningarorð
um söguhetjuna. Og áður en yfir lýk-
ur verður þetta samtalsbók þar sem
hinn margreyndi skólamaður segir
ýmislegt mntalsvert um skólamál
þjóðarinnar á llðandi stund.
Þetta verður því I reynd nokkuð
gimileg bók. Okkur fslendingum er
þannig farið, að við viljum vita
hverra manna það fólk er sem verður
á vegi okkar. Og ég verð t. d. að játa
það að ég vissi ekki fyrr en nú að
Guðni rektor er bróðir Bjama Guð-
mundssonar, blaðafulltrúa, sem ég á
góðar minningar um, auk þess sem
ég man hann sem frábærlega
skemmtilegan útvarpsmann. Um ætt-
artengsl Guðna verður ekki frekar
rætt hér en bókin er til vitnis um
frændsemi hans við Jón forseta og
fleiri.
Guðni er hispurslaus í tali og reynir
að orða mál sitt svo að líkur séu til að
eftir verði tekið. Og víst eru skóla-
málin þess verð að á þau sé litið og
um þau rætt frá ýmsum hliðum.
Þannig verður þessi kynningarbók
um rektorinn verðugt umhugsunar-
efni. H. Kr.
Bangsímon
Vaka-Helgafell hefur gefið út nýja
bók frá Disney-fyrirtækinu um
bangsann vinsæla, Bangsímon og
vini hans. Bókin heitir Bangsímon og
jólin. Þar koma við sögu auk Bang-
símons, þeir Eymaslapi, Tumi tigur,
Grislingur og allir hinir. Komið er
fram á aðfangadagskvöld og Bang-
símon bíður þess eins að jólin gangi í
garð. Hann er búinn að öllu en finnst
samt eins og eitthvað vanti. Og allt í
einu man aumingja Bangsímon hvað
það er: Hann steingleymdi öllum
gjöfunum handa vinum sfnum! Nú er
úr vöndu að ráða. Hann má engan
tfma missa ef hann ætlar að bjarga
sér úr þessari klfpu. Hvað á hann að
gera?
Bangsfmon og jólin er prýdd fjölda
litmynda og er tilvalin fyrir yngstu
kynslóðina. sannkölluð jólabók.
Utgefandi er Vaka-Helgafell hf. verð
kr. 980.
Úrval 19. aldar
skálda
Út er komin hjá Máli og menningu
stórbókin Þjóðskáldin — Úrval úr
bókmenntum 19. aldar. Guðmimdur
Andri Thorsson valdi efnið.
Bókin geymir úrval úr ljóðum eftir
helstu skáld 19. aldarinnar: Bjama
Thorarensen, Sveinbjöm Egilsson,
Rósu Guðmundsdóttur, Bólu-Hjálm-
ar, Sigurð Breiðfjörð, Guðnýju Jóns-
dóttur frá Klömbrum, Jónas Hall-
grímsson, Jón Thoroddsen, Grím
Thomsen, Pál Ólafsson, Steingrím
Thorsteinsson, Matthías Jochumsson,
Júlíönu Jónsdóttur, Kristján Jónsson,
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason
Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavik Simi: 686300.
Auglýsingasimi: 680001. Kvöldsímar: Áskríft og dreifing 686300,
ritstjóm, fféttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð i lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Stephan G. Stephansson, Olöfu Sig-
urðardóttur frá Hlöðum, Þorstein Er-
lingsson, Hannes Hafstein og Einar
Benediktsson. Að auki eru í bókinni
sögur eftir þá höfunda sem atkvæða-
mestir voru í því að endurvekja
sagnalistina hér á landi: Jón Thor-
oddsen, Benedikt Gröndal, Þorgils
gjallanda, Gest Pálsson og Einar H.
Kvaran. Guðmundur Andri Thorsson
skrifar stutta kynningu á hverjum
höfundi.
Bókin er 769 bls., gefin út í stórbóka-
flokki Máls og menningar sem mið-
ast við að gera mikið lesefni aðgengi-
legt á Iágu verði. Bókin kostar 2980
kr., en 3980 í öskju.
Örlagasaga f egurð-
ardrottningar
Iðunn hefur gefið út bókina Thelma
- - Saga Thelmu Ingvarsdóttur. Rósa
Guðbjartsdóttir skráði.
Þetta er saga stúlkunnar úr Skerja-
firðinum, sem sautján ára gömul hélt
ein út í heim til að láta drauma sína
rætast. Hún var kjörin fegurðar-
drottning Norðurlanda og var um
skeið ein eftirsóttasta fyrirsæta
heims. Hún kynntist tignarmönnum
og frægum stjömum, ferðaðist um
heiminn og skreytti forsíður tisku-
blaða, giftist ungum og glæsilegum
auðmanni og lifði við velsæld og alls-
nægtir. En eftir nær tuttugu ára
hjónaband komst hún að því að ham-
ingjan er hverful, önnur kona hafði
tekið manninn hennar frá henni.
Bókin er piýdd flölda mynda.
Prentbær hf. prentaði.
6. bindi Vestur-
íslenskra æviskráa
Skjaldborg hefur sent frá sér 6. bindi
ritverksins Vestur-íslenskar æviskrár
eftir Jónas Thordarson. í kynningu
forlagsins segir m.a.:
„Útgáfa „Vestur-íslenskra æviskráa"
þjónar tvenns konar tilgangi. Annars
vegar er þar skjalfestur og um leið
gerður heyrin kunnur á íslandi nokk-
ur þáttur af þeirri sögu, sem landar
vorir hafa skapað í Vesturheimi, og
gefið sýnishom af þeirri þjóðfélags-
aðstöðu, sem þeir hafa skapað sér,
þar sem þar er getið starfa og stöðu
mikils fjölda manna af íslenskum
stofni. A hinn bóginn á bókin að
skapa möguleika á, að koma á fót
beinum persónulegum kynnum milli
manna yfir hafið. Ættfærslur til
manna á íslandi gera mönnum hér
heima kleift að hafa upp á ættmenn-
um sínum vestra, og þeim vestan
hafs gefur hún einnig möguleika til
að leita uppi frændur á íslandi. Þann-
ig geta skapast ný tengsl á milli þjóð-
anna. En umfram allt er rit þetta mik-
ilvægt tiUag til íslenskrar ættfræði og
persónusögu, og það hefur mikið
þjóðemislegt gildi."
Verð kr. 2990.
Bakkus við höfnina
Grandakaffi er ný skáldsaga ungs
höfundar, Baldurs Gunnarssonar,
sem Fjölvi gefur út. Sagan gerist að
mestu leyti við höfnina og í gamla
vesturbænum. Hetjur hafsins, sem
siglt hafa um heimsins höf og mega
muna fífil sinn fegri, snúa heim og
eiga hvergi höfði sínu að halla eftir
skipbrot á skerjum Bakkusar. Þegar
ekkert virðist framundan nema bar-
dagi við skipsrottur og deleríum tre-
mens, kemur þjóðhöfðingi f heim-
sókn og teningunum er kastað. Tveir
góðvinir rísa úr öskustó. Annar gerist
trúarleiðtogi, en hinn endurheimtir
æskuástina sina.
Skáldsaga Baldurs Gunnarssonar
lyktar af þangi og söltum sæ, ólmast í
forkostulegu gríni hinna uppflosn-
uðu róna, og Iýkur á Kýklópaþætti,
svo mögnuðum að allt leikur á reiði-
skjálfi í villtum losta elskendanna.
Sannarlega djörf, spennandi og um-
fram allt vel skrifuð skáldsaga upj>-
rennandi höfundar.
Bókin er 218 bls., prentuð hjá Prent-
stofu G. Ben.