Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 16
16 Tíminn JÓLABLAÐ 1992 JóÍol/Iol&ol 225 gr smjör 225 gr Ijós púðursykur 4egg Raspað hýði af einni sítrónu 250 gr hveiti 1 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. kanill 1/2 tsk. negull Örlítið salt 2 msk. sérrí eða romm Fylling: 200 gr rúsínur, 200 gr kúrennur, 60 gr smátt saxaðar döðlur, 60 gr muldar möndlur, 60 gr söxuð kokkteilber, apríkósumar- melaði og 300 gr marsipan. Byrjið á að setja fyllinguna í skál og hella sérríinu eða romminu yfir. Látið bíða í 2 klst. Smjör og sykur hrært vel saman. Eggjunum bætt í, einu í senn, og hrært vel á milli. Si- trónuraspinu, hveitinu, lyftiduft- inu, kanilnum og negulnum bætt út í hræruna ásamt fyllingunni. Sett í vel smurt kringlótt, lausbotna form ca. 24 sm. Kakan bökuð í 1 1/4 - 1 1/2 tíma við 160-175“. Látið kökuna kólna. Smyrjið kökuna að utan og ofan með apríkósusultunni. Marsipanið flatt út (á milli pappírs eöa plasts). Skerið undan diski stærð kökunnar og leggið ofan á kökuna. Þar næst fletjum við út Iengju eins og þykkt kökunnar og setjum utan á kökuna. Skreyta má kökuna með rauðum kokkteilberj- um eða hnetum. Kakan er mjög drjúg og það má frysta hana. dDöfeutn télagömönnum borurn, ötarfðl'iöi og lanbömönnum öUum #ltíjilcgra 3Tóla og farsælö feomanbi árö mrö þökfe ftrir þaö, öcmeraö liöa I Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi - Sann&öffloð Jóíaterta 250 gr smjör 250 gr sykur 4 egg 125 gr hveitl 125 gr kartöflumjöl 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanillusykur Smjör og sykur hrært létt og Ijóst. Eggjunum bætt út í einu í senn, hrært vel á milli. Blandað saman hveiti, kartöflumjöli, vanillusykri og lyftidufti. Þessu bætt út í eggja- hræruna. Bakaðir 5-6 þunnir botn- ar í lausbotnamótum. Botnarnir settir saman með góðri sultu, t.d. apríkósusultu. Kakan sett á fallegan disk. Ca. 50 gr af súkkulaði brætt í vatnsbaði og smurt yfir efsta botn kökunnar. Skreytt með hnetum og/eða rauðum kokkteilberjum með stilk, ef þau fást. Marsipan flatt út, skorin lengja með kleinujárni, ca. 5 cm breið eða hæð kökunnar, og sett utan um kökuna þegar súkkulaðið er storknað. Gott er að hafa rjóma með kökunni, en þó al- veg óþarfi. BrouJnies 175 gr hveiti 200 gr súkkulaði 175 gr sykur 3 msk. vatn 125 gr smjör 1 tsk. vanillusykur 3egg 1 tsk. vanillusykur 125 gr gróft hakkaðar hnetur 75 gr súkkulaði til að smyrja yfír kökuna. Súkkulaði, sykur, vatn og smjör brætt saman. Látið aðeins kólna. Eggin hrærð út í. Vanillu, lyftidufti og hnetum blandað saman við hveitið og hrært saman við súkku- laðihræruna. Sett í smurt form, ca. 26 cm x 18 sm. Bakað við 180° í ca. 30 mín. Látin kólna aðeins, skorin í ferkantaða bita. Brætt súkkulaði smurt yfir. Jóður, ^amadda^s „desert ájóda/n 1 kg epli 150 gr rasp 3 msk. smjör 4 msk. sykur 4 dl ijómi Rifsberjahlaup Skræld og smátt skorin eplin soð- in í litlu vatni og hrærð í mauk. Sykur og sítrónusafi settur í eftir smekk. Rasp, smjör og sykur sett á stóra pönnu og brúnað við vægan hita. Hrært stöðugt í — má ekki brenna. Rjóminn þeyttur. Sett í skál, fyrst lag af eplamauki, þá rasp og rjómi til skiptis. Þykkt lag af rjóma efst og skreytt með rifsberjahlaupinu. SörcL Bwnk'ardfe dödar 20-25 möndlumakkarónukökur Fylling: 150 gr suðusúkkulaði 1 msk. smjör 3/4 dl ijómi 200 gr hjúpsúkkulaði Súkkulaðið brætt við vægan hita. Smjör og rjómi látið sjóða saman og hrært út í brædda súkkulaðið. Látið kólna þar til það er orðið þykkt og stíft. Setjið nú súkkulaði- kremið á flötu hliðina á kökunum og Iátið þær vera í kæliskáp í að minnsta kosti 1 klst., svo þær séu gegnkaldar áður en þær eru hjúp- aðar með súkkulaði. Bræðið hjúp- súkkulaðið við vægan hita og hjúp- ið alveg yfir kremið á kökunum. Geymist á köldum stað eða í frysti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.