Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 18

Tíminn - 22.12.1992, Blaðsíða 18
18 Tíminn JÓLABLAÐ 1992 Gleðileg jól farsœlt komandi ár Þökkum starfsfólki og viðskiptavinum gott samstarf á liðnum árum SAUÐARKROKI - HOFSOSI - VARMAHLIÐ - FLJOTUM ogflemlóg cfíir ]ón Ás'jjcu'ssori || við lj(Kl i lulMors I-uxucss Pjakkar í Bestabæ Pjakkar í Bestabæ, er nýr bókaflokk- ur með Kobba Kanlnu og félögum; Kötu Karúnu, Grísa, ívari Önd, Sætu, Skeggja og Lindu Lómi. Fyrstu tvær bækumar eru nú komnar út hjá Vöku-Helgafelli. Körfuboltinn gerist daginn sem Kobbi getur ekki með nokkru móti fundið boltann sinn, sama hvar hann leitar, og freistar þess að eignast nýj- an. Þá ríður á að eiga góða vini. Speglasalurinn segir frá því þegar Bestabæjarskóli sendir vinina til að gera vettvangskönnun á öllu því sem Bestabæjargarður hefur upp á að bjóða. Þau fara í speglasalinn og lenda þar heldur betur í ævintýrum. Bækumar kosta hvor um sig 295 kr. myndagerð og sumar mynda hans hafa verið meðal vinsælustu íslensku kvikmyndanna. Á síðari árum hefur Þráinn einnig getið sér gott orð sem útvarpsmaður. Aðdáendur hans hafa hins vegar þurft að bíða lengi eftir skáldsögu frá honum, en hér er hún loksins komin. Vettvangur sögunnar er í Vestmanna- eyjum þar sem gömul og ný viðhorf takast á og undiralda sögunnar skol- ar á land gömlu deiluefni, sem nú verður ekki lengur skorast undan að leiða til lykta. Samkvæmt sígildri, ís- lenskri frásagnarhefð er sögumaður nafnlaus, ferðast um að tjaldabaki og bregður upp myndum af fólki og at- burðum, sem eiga sér fyrirmyndir í íslensku þjóðlífi í þúsund ár. Þetta skáldverk Þráins Bertelssonar er i senn uppgjör og sáttargjörð per- sóna og kynslóða, listilegur skáld- skapur, en umfram allt skemmtileg lesning. Verð kr. 2990. í kjölfar Leifs Út er komin hjá Fjölva, bókin Kól- umbus í kjölfar Leifs eftir fræðimann- inn Ian Wilson. Þýðandi er Jón Þ. Þór. Hér er tekin til endurskoðunar saga Kólumbusar og hlutverk hans sem landkönnuðar í mannkynssögunni. 500 ár eru liðin síðan Kólumbus „fann" Ameríku, en það undarlega er, að hann fór fyrst að hyggja að vestursiglingu eftir að hafa dvalist í borginni Bristol (og e.t.v. komið til ís- lands). I Bristol bjó þá fjöldi íslend- inga og vitað er að meðal þeirra hafi vitneskjan um Vínland, Iandið í vestri, verið almenn. Hér er rakið hvemig hann notfærði sér upplýsing- ar sæfaranna í Bristol, en þagði um það þunnu hljóði svo hann einn hlyti heiðurinn af Ameríkufundinum, en í raim sigldi hann bara í kjölfar Leifs. Mörg óvænt atriði koma hér fram og sagan verður oft spennandi og reyfarakennd — en allt er þetta sann- sögulegt. Bókin er 256 bls., prýdd fjölda mynda og korta. Prentuð hjá G. Ben. kfe/ h6hu- || óBesHaáe. / BOmm Örlagavefur ef tir Victoriu Holt Vaka-Helgafell hefur gefið út nýja bók eftir metsöluhöfundinn Victoriu Holt sem nefnist Örlagavefur. Bækur hennar hafa notið mikilla vinsælda hér sem erlendis enda kann hún að halda lesandanum við efnið með spennandi ástarsögum. Nýjasta bók hennar er þar engin undantekning. Örlögin virðast hafa búið Noelle Tremaston dapurlegt hlutskipti. Hún er dóttir ástsællar dans- og söng- leikjastjömu, sem deyr á vofeiflegan hátt. Föður sinn hefur hún aldrei þekkt. Vinir hugga hana í sorg og einsemd en hvert reiðarslagið, af öðm ríður yfir. Astin sigrar saklaust hjarta hennar en jafnvel þar em blik- ur á lofti. Neolle virðast öll sund lok- uð í leitinni að hamingjuríku Iifi en ekki er allt sem sýnist. Á bókarkápu segir: „Victoria Holt spinnur persónum sínum margslung- inn örlagavef í þessari mögnuðu ást- arsögu sinni. Rómantíkin svifur yfir vötnum á þann hátt sem henni einni er lagið. Victoria Holt hefur um ára- bil notið fádæma vinsælda sem ástar- sagnahöfundur og bækur hennar hafa selst í miklum upplögum um allan heim." Þórbergur Þórsson þýddi Örlagavef en bókin er 269 bls. Verð kr. 1990. Maístjaman og fleiri lög Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Maístjaman og fleiri lög. Bókin hefur að geyma safn laga Jóns Ásgeirssonar tónskálds við ljóð Halldórs Laxness. Þessi alkunnu lög Jóns hafa hrifið þjóðina og em hvarvetna sungin á góðri stund. Nú geta unnendur þeirra í fyrsta sinn fundið þau á ein- um stað í útsetningu fyrir söngrödd og píanó. I bókinni em þessi lög: Maistjaman, Vorvísa, Sigurður Breiðfjörð, Hjá lygnri móðu, Þótt form þín hjúpi graflín, Bamagæla frá Nýja íslandi, þessari bók" leiðir Birgitta lesendur sína aftur í aldir. Aðalsöguhetjan, Margrét, er nauðug gefin sýslumann- inum, aðeins 16 ára að aldri. Sagan lýsir baráttu hennar við örlögin og ástina. Dularfullt morð er framið á prestssetrinu og hinn grimmi og lostafulli böðull, Blóðugi Bergur, kemur við sögu ásamt Andrew, myndarlegum Englendingi sem kem- ur hjörtum kvennanna til að slá hrað- ar. Fjölmargar aðrar áhugaverðar per- sónin koma við þessa sögu. Séra Matthias sér biskupsembættið í hill- ingum. Halldóra vitra vill ekki ræða fortíð sina. Er hún nom? Torfi gamli sér fram í tímann og getur sagt fyrir irm óorðna hluti. Þessi nýjasta bók hinnar vinsælu skáldkonu er hlaðin spennu, dulúð og rómantík frá upphafi til enda og lesandinn leggur hana ekki frá sér fyrr en að lokinni síðustu blaðsíðu. Það er Skjaldborg sem gefur bókina út. Verð kr. 1990. Þjóðlífssaga úr Eyjum Sigla himinfley nefnist ný skáld- saga, sem Skjaldborg hefur gefið út, eftir Þráin Bertelsson. Þráin er óþarft að kynna. Hann var þegar í hópi þekktustu rithöfunda fyrir tveimur áratugum, en sneri sér þá að kvik- Jón Ásgeirsson Haldiðún Gróa hafi skó, Þú kysstir mlna hönd og Vor hinsti dagur er hniginn. Gunnar Baldursson hannaði kápu á bókina en Magnús Hjörleifsson Ijós- myndaði. Bókin er prentuð í Stein- holti hf. og bundin í Félagsbókband- inu Bókfelli. Verð kr. 1230 Spennusaga aftan úr öldum Dætur regnbogans heitir nýjasta spennubók húnvetnsku skáldkon- unnar Birgittu H. Halídórsdóttur. I iMnwi fUC

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.