Tíminn - 06.01.1993, Síða 7

Tíminn - 06.01.1993, Síða 7
Miövikudagur 6. janúar 1993 Tíminn 7 Kambódía: Rauðu khmeramir fara sínu ffam, þrátt íyrir nærvem liðs S.Þ. Bömunum þótti sem þau hefðu fengið sendingu af himnum þar sem var hvíti bíllinn með stóru svartmáluðu stöfunum UN. Þau gátu Ieikið sér með hann, opnað dymar, sest við stýrið og ýtt óspart á flautuna. Mánuðum saman höfðu Toyota- bílarair þotið framhjá lágreistu kofun- um í þorpinu þeirra. Enginn stansaði, enginn steig út úr bílunum til að rétta bömunum eitthvert smáræði að gjöf — þar til einn þessara dásam- legu, glansandi kraftmiklu bíla, sem virtust koma úr öðrum heimi, varð stjómlaus og Ienti á timbursvölum eins kofans. Tveir hermenn S.Þ. slösuðust við áreksturinn og voru fluttir á her- sjúkrahús. Bílflakið var hins vegar skilið eftir. Loks höfðu íbúar Dej Kraham, afskekktasta þorpsins við leiðina frá Phnom Penh til Si- hanoukville, komist í snertingu við svolítið af þeim tveim milljörðum dollara, sem Sameinuðu þjóðimar hafa lagt fram til að færa stríðs- hrjáða Kambódíu eitthvað nær því sem kallað er eðlilegt ástand. Allt óbreytt til sveita í Kambódíu Einu ári eftir friðarsamninginn í París og ellefu mánuðum eftir að fyrstu hermennimir með bláar húf- ur S.Þ. vom sendir á vettvang, hef- ur varla nokkur skapaður hlutur breyst þar til sveita. Enn leynast jarðsprengjur í hrísgrjónaökrunum og enn óttast fólk óvini, sem leynast í lággróðri fmmskógarins. Vonin um sættir hefur gufað upp. Herir stríðandi aðila í borgarastyrj- öldinni hafa ekki verið afvopnaðir; sem fyrr standa þeir ógnandi and- spænis hverjir öðmm. Af því ríki- dæmi, sem S.Þ. færa með sér inn í landið, hefur lítið sem ekkert náð til þorpanna. Peningamir safnast fyrir í Phnom Penh og nokkmm borgum útum landið þar sem 22.000 starfs- menn S.Þ. halda til og vopnahlés- skrifveldi undirbýr kosningar, sem fyrirhugaðar em á þessu ári. Þröng útdeiling erlenda fjár- magnsins — fyrst og fremst í vasa kínverskra og tælenskra kaupa- héðna — sýnir enn og aftur sömu andstæður milli borga og sveita og vom fyrir stríðið. Það var fyrst og fremst þessi breiða gjá, sem gerði öfgafullu Rauðu khmerana svo hættulega og öfluga sem raun ber vitni. Um miðjan áttunda áratuginn hóf hinn alræmdi uppreisnarforingi, Pol Pot, aðgerðir til að minnka bilið milli borgarbúa og bænda á sinn sérstæða hátt. Hann rak íbúa stór- borganna að heiman og gerði sér- hvem Kambódíumann að dag- Iaunamanni til sveita. „Steinaldar- kommúnismi" var nafnið, sem gefið var stefnu hans. Borgir virtust í hans augum tákn óréttlætisins og spillingarinnar. „Leiðrétting" hans fólst í morðum á milljónum Kamb- ódíumanna. Storkanir Rauðra khmera við S.Þ. og vonbrigði íbúanna En nú, þegar friðarhorfur eru eygðar í fyrsta sinn, em það einmitt Sameinuðu þjóðirnar sem koma aftur á gömlu misskiptingunni. Aft- ur bólgna borgarkjamarnir út og með þeim ágimdin, spillingin og óréttlætið. Sífellt fleira fólk flytur til Phnom Penh til að leita sér að yinnu. Kambódíumenn leyna ekki von- brigðum sínum. í fyrstu trúðu þeir því að S.Þ. hefðu komið til heim- kynna þeirra sem eins konar yfirrík- isstjóm, voldug samtök hátt yfir flokkadrætti hafin, sem myndu flytja með sér frið, reglu og réttlæti. Nú em þeir að átta sig á því að þess- ar væntingar muni ekki uppfylltar, að S.Þ. „séu skrýmsli, sem fyrst og fremst vemdi eigið fólk og hags- muni", er álit biturs menntamanns í Phnom Penh. Fulltrúar S.Þ. í Kambódíu hafa í fyrsta Iagi engin ráð til að ná stjórn á þeim hópi, sem er mesta friðar- hindmnin, Rauðu khmemnum. Það kom berlega í ljós fyrir nokkr- um mánuðum, þegar Yasushi Akas- hi, japanskur yfirmaður Untac (Un- ited Nations Transitional Authority in Cambodia), sem á að fara með stjómina í Kambódíu til bráða- birgða, komst ekki leiðar sinnar á aðalyfirráðasvæði Rauðu khmer- anna, vegna þess að bambusvegar- tálmi hindraði umferð. Tveir skæmliðar með öflugar byssur stóðu á verði, meðan sá þriðji sveifl- aði sér upp á reiðhjól og fór til að spyrja pólitískan foringja sinn hvort bílalest Sameinuðu þjóðanna mætti fara í gegn. Akashi, sem beið í hálftíma í gló- andi hita, gerði alvarleg mistök. Hann sneri aftur til Phnom Penh án þess að hafa lokið erindi sínu — og féll þar með frá rétti S.Þ. um að eiga frjálsan umferðarrétt um svæði, sem Rauðu khmerarnir ráða. Þar með var haft að engu mikilvægt at- riði í Parísarsamningnum frá októ- ber 1991 þar sem S.Þ. var falið að hafa eftirlit með því að friður væri haldinn í Kambódíu og lýðræði undirbúið. Vestrænn stjórnarerindreki í Phnom Penh segir að þennan dag hafi friðarþróunin í Kambódíu farið út af sporinu, vegna þess að þá hefðu Rauðu khmeramir þóst sjá merki þess að þeir kæmust upp með hvaða brot á samkomulaginu sem þeim dytti í hug. „Vegur ótta og dauða“ Ferð eftir 214 km löngum vegin- um milli Phnom Penh og hafnar- borgarinnar Sihanoukville leiðir glöggt í ljós andstæðurnar og fárán- leikann í verkefni S.Þ. Opinberlega er þama verið að ræða um þjóðveg 4. En íbúamir kalla leiðina „veg ótta og dauða". „í morgun vom tveir menn á skellinöðm drepnir hér,“ segir vömbílstjóri. „Ræningjar skutu á þá úr mnnunum. Þama er flakið af Renault, sem skotflaug hæfði. Fjór- ir létu lífið í bílnum." íbúar þorpanna segja hryllingssög- ur af ræningjum og Rauðum khmemm, sem friðargæslumenn 5. Þ. geta ekki vemdað þá fyrir. Og síst kátari em þeir, þegar þeir segja frá tillitsleysi hermanna S.Þ. í Phnom Penh segir sagan að þeg- ar hafi farartæki Untac ekið yfir 40 vegfarendur. Það er ekki ósennilegt. Á örfáum klukkutímum urðu tvö slys á þjóðveginum. í annað skiptið ók herlögreglumaður frá Úrúgvæ á vatnabuffal. Eigandi buffalsins lagði á flótta af ótta við að hann yrði lát- inn borga fyrir skaðann á bílnum. í hitt skiptið óku tveir búlgarskir hermenn á strák, sem var að leika sér við vegarbrúnina. S.Þ.- her- mennimir, sem vom með tvær vændiskonur með sér, skildu eftir hundraðdollaraseðil í sárabætur. Slík atvik eru vatn á áróðursmyllu Rauðu khmeranna, sem á síðustu mánuðum hafa hafið framsókn í Krakkarnir I þorpinu Dej Kraham fengu óvænta himnasendingu, þegar bíll S.Þ. varð fyrir óhapþi og varð að blða þarf nokkra daga. Annars þjóta friðargæsluliðar þar framhjá og láta sig þorpið litlu skipta. Japanski yfirmaðurinn, Yasushi Ak- ashi, lét það viðgangast að Rauðu khmerarnir sýndu vopnahlóssamn- ingnum, og Sameinuðu þjóðunum þar með, lítilsvirðingu. frumskógaþorpunum meðfram þjóðveginum og krefjast vemdar- skatts af viðarsölunum. Frönsk Unt- ac-sveit, sem á að hafa eftirlit með því að vopnahléð sé haldið þar, læt- ur þá komast upp með það. AÐ UTAH Fallhlífarhermennimir geta ekki heldur mikið aðhafst. Þeir verða að fara óvopnaðir í eftirlitsferðir, að skipun Untac, og vita að Rauðu khmerarnir snúa jafnóðum aftur eftir að þeim hefur verið stökkt burt. „Við emm undir vemd Sam- einuðu þjóðanna," fullyrða skæm- liðarnir, þegar þeir ráðast inn í þorp sem herlögregla ríkisstjómarinnar vogar sér ekki lengur til. Skíluðu ekki vopnunum, eins og fríðarsamning- urínn kvað á um Eftir friðarsamninginn áttu um 200.000 kambódískir uppreisnar- menn að skila vopnum sínum. Þeir skyldu mæta á ákveðnum stöðum þar sem þeim yrðu afhentar vistir, jafnframt því að þeir afvopnuðust. En Rauðu khmeramir vom ekki á þeim buxunum. Einungis 52.000 vopnaðir andspymumenn, félagar annarra uppreisnarhópa, hafa til þessa orðið við þessum fyrirmæl- um. Hermannaskálarnir, sem Untac reisti til íveru bæði Rauðum khmemm og herliði stjórnarinnar, standa auðir. Enginn kemur þangað af fúsum og frjálsum vilja. Bardaga- menn beggja aðila hafa haldið í sinni vörslu banvænum tólum sín- um. Og þeir nota þau áfram. Nýlega sprengdu Rauðir khmerar 27 metra Ianga brú á þjóðvegi 6, sem liggur frá Phnom Penh til tæ- Iensku landamæranna í norðvestri. Þar með var í fyrsta sinni síðan sveitir S.Þ. komu, rofin ein mikil- vægasta umferðaræð Kambódíu. „Það er alvarlegt brot á vopnahlés- samningnum. Allt bendir til að árásin hafi verið vandlega skipu- lögð,“ segir John Sanderson, yfir- maður Untac-herliðsins. Á meðan á þessu gengur, hangsa Untac-hermennimir iðjulausir. Þeir drepa tímann við heimsóknir á drykkjustaði og vændishús, sem rísa upp umhverfis bækistöðvamar þeirra. Hættulegasti óvinur her- mannanna til þessa eru kynsjúk- dómar. Á hverjum degi er fengist við 40 tilfelli í Untac-sjúkraskýli vestur-þýska hersins á leiðinni til flugvallarins við Pochentong. Kambódíumenn litu á Sameinuðu þjóðimar næstum sem guðlegan bjargvætt, en kenna þeim nú um því sem næst allt sem aflaga fer. Peningamir, sem streyma til lands- ins með erlendu hermönnunum, hafa komið verðbólgunni upp í 130% og gert líf fátækra Kambódíu- manna að örbirgðareymd. Sömuleiðis skellur glæpabylgja á höfuðborginni, svo að varla þorir nokkur maður út á götu eftir að skyggja tekur. Margir íbúanna skella skuldinni á Untac. „Þeir hafa sleppt ræningjum og morðingjum út úr fangelsunum í nafni mann- réttinda og komið okkur í þennan vanda,“ segja þeir. Japönsku hermenn- imir vekja upp slæm- ar minningar Koma japanska liðsins hefur gert stöðu Untac enn viðkvæmari og styrkt áhangendur Pols Pot. Jap- önsku hermennirnir hafa endur- vakið slæmar minningar frá síðari heimsstyrjöldinni, en þeir eiga nú aðeins að sjá um að reisa aftur brýr og gera við vegi. En líkurnar á því að þeir lendi í fyrirsát fyrr eða síðar eru miklar. Minnstu munaði að japanski sendiherrann í Phnom Penh yrði einmitt fyrir því. Hann mætti í Si- hanoukville til að taka á móti fyrstu skipunum, sem fluttu þungavam- ing fyrir fyrstu japönsku sveitimar. í bakaleiðinni til höfuðborgarinnar lá við að sendiherrann lenti í klón- um á Rauðum khmemm á afskekkt- um vegarspotta, þar sem þeir stöðv- uðu fjölda bíla, rændu þá sem í bfl- unum vom og skutu tvo. Franski hershöfðinginn Michel Loridon, sem um tíma var næst- æðstur yfirmaður sveita S.Þ., hafði séð fyrir að uppreisnarmönnum ætti eftir að vaxa fiskur um hrygg. Hann lagði til að beitt yrði valdi til að þvinga Rauðu khmerana til að halda skilmála vopnahléssamkomu- lagsins, jafnvel þó að það kynni að kosta einhver hundmð liðsmanna S.Þ. lífið. En ekkert gerðist, með þeim af- leiðingum að sá vopnaði friður, sem Untac álítur sig vera að vemda, spil- ar beint í hendur Rauðu khmer- anna. Þeir halda fimlega öllum ávinningi sínum og halda áfram að auka hann í leyni fyrir Untac. Rauðu khmeramir eru sem fyrr áhrifamesta, og jafnframt leynileg- asta, valdið í landinu. Styrkur þeirra og fyrirætlanir em engum kunnar. Ekki er vitað hversu margir búa á þeim svæðum, sem þeir ráða yfir. Rauðu khmerarnir geta líka veikt öryggi ríkisins án þess að grípa til hemaðarlegra árása. Þeir skjóta Untac skelk í bringu með því að grípa í auknum mæli til árása hryðjuverkamanna. Eða þeir hóta ofsóknarherferð á hendur Víetnöm- um, bæði þeim sem hafa búið þar kynslóðum saman eða em enn í landinu á vegum stjómarinnar í Hanoi eftir að hernámi þeirra í Kambódíu lauk. Vonleysi um árangur leiðir til vangaveltna um lýðræði og kosningar Aðalstolt Untac er nýtískulegur kosningabúnaður þeirra, fyrst og fremst aðaltölvan í höfuðbæki- stöðvunum í Phnom Penh, þar sem allir kjósendur eru skráðir. Skoð- anakannanir þekkjast ekki í Kamb- ódíu og úrslit kosninganna em jafnvel sérfræðingum alger ráðgáta. .Almenningur er svo óttasleginn að hann lætur ekki uppi stuðning við neitt stjórnmálaafl," segir einn þeirra vestrænu manna, sem fylgj- ast með í Kambódíu. Að öllum lík- indum fer sá aðilinn með sigur af hólmi, sem ræður yfir flestum vopnum. Vafi og uppgjöf færist alls staðar í aukana. Fyrir því, sem var hafið til skýjanna sem umfangsmesta, dýr- asta og árangursríkasta framlag til að koma á friði í sögu Sameinuðu þjóðanna, virðist ekki eiga annað að liggja en að drukkna í botnlausu mótlæti. Það gefur tilefni til að velta fyrir sér heildarhugmyndinni um áætl- un, sem er ætlað að koma á í nafni heimssamfélags vestrænum gildum og stofnunum í landi í þriðja heim- inum. Kambódíumenn hafa aldrei þekkt lýðræði né frjálsar kosningar. Hjátrú og spámenn leika stórt hlut- verk í lögum og dómsúrskurðum. „Untac vildi helst gera Kambódíu- menn að nýtískukapítalistum," seg- ir ástralskur þjóðháttafræðingur. „En velmeintur tilgangur eyðilegg- ur aðeins menningu, sem er orðin brothætt en á sér djúpar rætur.“ Nú virðist það eina öruggt að af- skipti Sameinuðu þjóðanna skipti aftur Kambódíu milli tveggja heima, þar sem í öðrum eru borg- irnar þar sem eins og fyrr er að finna auðæfi, hreint vatn og raf- magn, lyf og tómstundaafþreyingu — og í hinum þorpin þar sem bændurnir ná ekki háum aldri, frekar en nokkru sinni fyrr, og lifa við sífelldan skort. Gleði barnanna í Dej Kraham ent- ist heldur ekki lengi. Nokkrum dög- um eftir óhappið með hvíta Toyota- bflinn kom flutningabfll, tók leik- fangið þeirra á pallinn og flutti það burt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.