Tíminn - 06.01.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.01.1993, Blaðsíða 12
Áskriftarsími Tímans er 686300 NÝTTOG Bílasala Kópavogs FERSKT Smiðjuvegi 1, 200 Kópavogi DAGLEGA SÍMI 642190 Vantar nýlega bíla. -MTÍreiSholtsbaka rí Mjög mikil eftirspurn. VÖLVUFELL113 - SÍMI73655 VERIÐ VELKOMIN « Tímirni MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993 Vaxandi ásókn ríksins eftir fjármagni, verðbólga og afkoma bankanna ræður mestu um vaxta- stigið. Magnús Geirsson form. Rafiðnðarsambandsins: „Ekki pínlegt að sitja báðum megin við borðið“ „Nei, það er ekki pínleg staða að sitja báðum megin við borðið. Hækkun á raunvöxtum um 0,25%, gerir ekki útslagið um afkomu heimilanna miðað við þá stórkostlegu kjaraskerðingu sem þau eru að verða fyrir. Hitaveitan í Bessastaða- hreppi seld Reykvíkingum Gerður hefur verið samn- ingur um að Hitaveita Reykjavíkur yfirtaki Hita- veitu Bessastaðahrepps, jafnt eignir sem skuldir. Samningurinn hefur verið samþykktur í stjóm veitu- stofnana og borgarráöi. Samningurinn gerir ráð íyr- ir að Hitaveita Reykjavíkur greiði rúmar 8 miÚjónir kr. fyrir Hitaveitu Bessastaða- hrepps og yfírtaki skuldir að andviröi 32 milljónir. Dreifíkerfí Hitaveitu Bessastaöahrepps, ásamt aðveituæð, er metiö á um 48,5 milljónir króna. Skuldir veitunnar, sem Hitaveita Reykjavíkur yflr- tekur, eru metnar á 32 milljónir. Mismunur eigna og tekna er um 16,4 miUj- ónir. Samkomulagið gerir ráð fyrir að Hitaveita Reykjavikur greiði helming þessarar fjárhæðar vegna yfírtökunnar. Um er að ræða fuUnaðargreiðslu. Pjárhæðin mun ganga til greiðslu á skuld Hitaveitu Bessastaðahrepps við Hita- veitu Reykjavíkur. Miðað er við að Bessastaðahreppur verði skuidlaus við Hita- veitu Reykjavíkur 31. mars 1993. Með yfirtökunni ervonast til að Hitaveita Reykjavfltur nái fram einhverri hagræð- ingu í dreifingu og að hita- veítugjöld í Bessastaða- hreppi lækki. -EÓ Bensínhækkun og önnur hækkun á rekstri bifreiða hefur t.d. miklu meiri áhrif á afkomu okkar fólks en örlítil vaxtahækkun", segir Magnús Geirsson, formaður Rafiðnaðarsam- bands íslands sem situr í stjóm ís- landsbanka og einnig í miðstjórn Al- þýðusambands íslands. Verkalýðsleiðtogar og forsvars- menn í sjávarútvegi hafa harðlega gagnrýnt þá ákvörðun banka og sparisjóða að hækka vexti og telja að það muni hafa alvarleg áhrif á stöðu atvinnulífsins og heimila landsins. Ef að líkum lætur, mun miðstjórn ASf mótmæla vaxtahækkunum og aðspurður um afstöðu sína til slíkrar tillögu, sagðist Magnús ekki getað svarað því fýrr en hún sæi dagsins ljós. Hann segir að verkalýðshreyf- ingin og vissir lífeyrissjóðir hafi lagt sitt af mörkum gegn vaxtastiginu á meðan aðrir lána sínum félags- mönnum ekkert, heldur ávaxta sitt fé í ríkisstryggðum pappírum og vísa félagsmönnum sínum á bankakerfið. Magnús Geirsson segir að í raun og veru sé það ríkið sem ráði vaxtastig- inu og ef það lækki sína vexti, muni aðrir fylgja í kjölfarið. Aðrir þættir sem ráða vaxtastiginu séu verðbólg- an og afkoma bankanna. Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir að hann sitji í stjórn íslands- banka sem fulltrúi þeirra fjölmörgu sem hlut eiga í Eignarhaldsfélagi Al- þýðubankans og gæti hagsmuna þeirra, þ.e. almennings og lífeyris- sjóða. ,Auk atvinnuleysisins hef ég mestar áhyggjur af getu lífeyrissjóðanna til að greiða þann lífeyri sem þeir hafa lofað að greiða því fólki sem er búið að slíta sér út við vinnu.“ Magnús segir að stjórn íslands- banka hafi talið vaxtahækkunina nauðsynlega í Ijósi þess að afkoma bankans væri ekki nógu góð. „Fyrir árið 1991 var greiddur 5% arður til hluthafa íslandsbanka en verður trú- lega enginn fyrir nýliðið ár. Þá minni ég á að Islandsbanki var fyrstur til að lækka vexti árið 1990 þannig að það má ekki kenna Guði um allar synd- ir“, segir Magnús Geirsson. -grh ...ERLENDAR FRÉTTIR... GENF Sáttasemjarar til Belgrad Alþjóðlegir sáttasemjarar, sem nú gera til- raun til að ganga frá friðarsamningum um Bosnlu, fóru I gær til Belgrad til að leita stuðnings Serbíuforseta, Slobodans Mi- losevic, við áætlun sína að sögn embætt- ismanna S.þ. SARAJEVO 14 stiga frost versti óvinurinn Kaldasti dagur vetrarins skall á íbúum Sarajevo í gær og fylgdu honum brýnni vandamál en frestunin á friðarviöræðun- um í Genf. Hitinn fór niður í 14 stig á Celsi- us og rafmagnsleysi og ónógur eldiviður til aö hita heimili og mat, var íbúunum skæð- asti óvinurinn I gær. SUMBURGH, Skotlandi Olíuskip strandaði og olían flæddi Skaddað olluskip strandaði I óveðri við strönd Hjaltlandseyja við Norður-Skotland I gær og olían flæddi að ströndinni. Óttast er að þama hafi orðið umhverfisslys. JERÚSALEM Israelar gefa ekki eftir Israelar sögðu í gær að þeir héldu fast við ákvörðun slna um að visa 415 Palestínu- mönnum af landi brott til Líbanon þrátt fyr- ir aö framkvæmdastjóri S.þ. hafi hótað að mæla með að griþið verði til aögerða til að Íivinga Israela til að skila þeim aftur heim. sraelar handtóku líka 17 ættingja Palest- inumanns frá hinum hemumda vestur- bakka, sem grunaðir eru um að hafa tekiö þátt i drápi Shin Bet leynilögreglumanns, að því er Palestínumenn segja. MARJ AZ-ZOHOUR, Líbanon Palestínumennirnir gera sér vonir Brottreknu Palestinumennimir sem kom- ast hvergi frá vosbúðinni I einskismanns- landinu I Suöur-Libanon, sögðust I gær gera sér vonir um að nýr sendiboöi S.þ. gæti gert heimför þeirra mögulega. NABATIYEH, Libanon Israelar særöu fjóra borgara Fjórir óbreyttir borgarar særðust þegar israelskir skotliðar dreifðu sprengjum yfir Suður-Libanon I hefndarskyni fyrir skæm- liðaárás við sólarupprás á herstöð undir vemd (sraela, eftir því sem heimildir innan öryggisliðsins hernidu I gær. ADDIS ABABA Friöarviðræöur út um þúfur? Friðarviðræöur 15 sómalskra fylkinga stefndu að hruni I gær þegar fulltrúamir, undir forystu Mohamed Farah Aideed her- stjóra, sökuðu Sameinuðu þjóðimar, sem stuðluðu að viöræöunum, um að blanda sér I sómölsk stjómmál, skv. villandi uþp- lýsingum. MOGADISHU Kanar skjóta sómalskan byssumann Bandarískir landgönguliðar skutu, að öll- um likindum til bana, sómalskan byssu- mann I norðurhiuta Mogadishu þar sem ringulreiöin rikir, að því er talsmaður bandariska hersins sagði I gær. LÚANDA Margir falla í bardögum Fjölmargir létu lifið I bardögum milli uppreisnarmanna UNITA og stjórnar- hermanna Angóla I gær í hafnarborg- inni Benguela, aö sögn stjórnarerind- reka. COLOMBO 50 saknaö og taldir af Stjómmálamenn Tamila á Sri Lanka sögðu I gær að a.m.k. 50 manns sé sakn- að og taldir af eftir að sjóherinn gerði árás I síöustu viku á óbreytta borgara sem gerðu tilraun til að komast yfir lón I norður- hluta landsins. varsjA Stjórnin slapp enn Pólsku stjórninni hefur tekist i annaö sinn að sigrast á verkföllum með um- bótastefnu sína óskaddaöa en þó rikir engin sigurgleði I herbúöum hennaraf ótta við meiri óróa á vinnumarkaði og fjárlagavanda. DENNI DÆMALAUSI O-ix. 1 „Ég er ekki að strjúka að heiman ... mig vantarbara fleiri vasa. “

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.