Tíminn - 07.01.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.01.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. janúar 1993 Tíminn 3 Athyglisverð hugmynd skotveiðimanna: irnar að Skotvtiðimenn hafa áhuga á að gera ríkisjarðir í eyði að al- mennum veiðilendum. „Þetta eru feiknamargar jarðir," segir Sverrir Schewing Thorsteins- son, varaformaður skotveiði- félags íslands. Féiagið hefur leitað til Halldórs BlÖndal landbúnaðarraðherra með þetta erindi. Þetta kemur m.a. fram í ný- legu fréttabréfi skotveiði- manna. Þar er sagt að ráð- herra hafí ekki veríð kunnugt um ríkisjarðir f eyði en byðist til að athuga málið. Sverrir segir að svar hafi ekki borist frá ráðherra en vonar að það verði sem fyrst. „Sumar þessara jarða eru miklar hlunnindajaróir til lands, sjáv- ar og upp til heiða,4* segir Sverrir. Harm segir að Skotveiðifélag íslands sé tilbúið að hafa um- sjón með þessum veiðilendum ef af yrði, til að koma í veg fyr- ir að fleiri færu ekki til veiða en landið myndi þola. ~HÞ Bankarnir of tilleiðanlegir að útvega fólki „gott“ greiðslumat að dómi Húsbréfadeildar: Er ekkert að marka greiðslumat bankanna? Reynslan af því að færa greiðslumat yfír til bankanna er ekki nógu góð að mati Húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar. Hagsmunir togist á, þannig að bankamir virðist oft teygja sig ansi langt til að útvega viðskiptavinum sín- um „gott“ greiðslumat Verstu vanskilamálin, sem farið hafí alla leið í upp- boð, em f mjög mörgum tilfellum afleiðing þess að viðkomandi hefur gert í þvf að verða sér úti um „gott“ greiðslumat, til þess að geta keypt dýrari eign en hann hefur ráðið við, að sögn Sigurðar Geirssonar framkvæmdastjóra Húsbréfdeildar. „Það er í raun orðin spuming hvort ekki eigi að tengja greiðslumatið við útlánin. Þ.e. annað hvort að lánin verði líka flutt í bankana þannig að þeir beri þá ábyrgð á þessu til enda, eða þá að við tökum aftur við greiðslumatinu." Það vakti athygli Tímans, að í um 40 fyrstu auglýstu uppboðum nýja ársins, var Húsbréfadeildin (sem að- eins hefur þó starfað í þrjú ár) 26 sinnum geröarbeiðandi, og þar af 13 sinnum sá eini. Að mati Sigurðar er þarna ekkert stórmál á ferðinni. Vanskil hjá Hús- bréfadeild séu hverju sinni innan við 1%. Núna séu allt í allt rúmlega 200 milljónir í vanskilum eldri en 30 daga. Sjaldgæft sé að mál endi í upp- boði. „Ég held að það séu aðeins 5 eða 6 fasteignir sem við liggjum með í dag, það er allt og sumt. í sjálfu sér emm við ekkert sérlega Páll Bergþórsson Páll Bergþórsson veðurstofustjóri lætur af störfum um næstu áramót sökum aldurs. Starfsemi og fram- tíð stofnunarinnar í athugun: Einkavæðing ekki útilokuð Starf veðurstofustjóra hefur verið auglýst laust til umsóknar en um næstu áramót lætur Páll Bergþórs- son veðurstofustjóri af störfum sökum aldurs. Hann hefur unnið á Veðurstofu íslands í ein 47 ár og verið veðurstofustjóri frá árinu 1989. Ástæða þess að staða Páls er auglýst jafn snemma og raun ber vitni, en umsóknarfrestur um stöðuna er til 27. janúar n.k., er m.a. að stefnt er að því að nýr veðurstofustjóri taki þátt í þeirri vinnu sem þegar er haf- in á starfsemi stofnunarinnar. En þar er verið að vinna að stefnumót- un Veðurstofunnar í tengslum við þróun og markmið hennar. Meðal þeirra möguleika sem kynnu að verða skoðaðir er m.a. að einkavæða Veðurstofuna, en Páll telur það þó mjög ólíklegt og nánast útilokað. En enginn fordæmi munu vera fyrir því að opinber Veðurstofa hafi verið óhressir með vanskilin hér á bæ, þau eru ekki svo mikil. Hjá Byggingar- sjóði rikisins hafa menn líka þá sögu að segja að skilin vegna gjalddagans 1. nóvember séu með því allra besta sem þau hafa nokkru sinni verið.“ Skýringu margra uppboðsauglýs- inga segir Sigurður þá, að sú stefna hafi verið tekin strax frá byrjun hús- bréfakerfisins að beita stífum inn- heimtuaðgerðum, til þess að gera fólki grein fyrir frá byrjun að það yrði að standa skil á þessum lánum, annað leiddi til stórvandræða. „Það þýðir að þegar fólk er komið með tvo gjalddaga í vanskil, þá er málið komið inn til sýslumanns", (áður fógeta) segir Sigurður. Þetta sé í og með gert vegna þess að, það hefur sýnt sig að meðaltals- afborgun sem lendir í vanskilum sé rúmlega 80 þúsund krónur. Það sé því ljóst að fólk hristi það ekkert fram úr erminni að gera upp tvo slíka vanskilagjalddaga, hvað þá heldur fleiri. Sömu aðferðir voru síðan teknar í gagnið hjá byggingar- sjóðum Húsnæðisstofnunar. En hvaða kostnaður hefur bæst við fyrstu uppboðsauglýsingu? ,Ætli það sé ekki svona um 15 þús. kr. að meðaltali. Kostnaðurinn fellur á um leið og málið er sent til sýslu- manns.“ Sigurður segir hann skipt- ast í lögfræðikostnað annars vegar og hins vegar í gjald sem stofnunin þurfi að greiða til ríkisins vegna uppboðsbeiðnarinnar. Það gjald sé ákveðið hlutfall af skuldinni, en þá að lágmarki um 3 þús. og hámarki um 9 þús. kr. „En áður en að þessu kemur hefur fólk í fyrsta lagi fengið greiðsluseðil fyrir fyrri gjalddagan- um sem lenti í vanskilum. Fimmtán dögum eftir þann gjalddaga fékk það ítrekun um um vanskil. Tveim og hálfum mánuði síðar fékk það enn ítrekun og greiðsluáskorun, þar sem það er varað við því að lendi tveir gjalddagar í vanskilum umfram ákveðinn tíma verði skuldin send sýslumanni til innheimtu með nauðungarsölu, og jafnframt að það hafí svo og svo mikinn kostnað í för með sér. Um svipað leyti er komið að næsta gjalddaga, og útsendingu annars greiðsluseðils, með ábend- ingu um eldri gjalddaga í vanskil- um. Það er því búið að gera mikið til að vara fólk við. Þegar, og ef, að mál- ið fer svo langt að þessi auglýsing birtist, eru í flestum tilfellum þrír og jafnvel fjórir gjalddagar komnir í vanskil," sagði Sigurður. Um reynslu af greiðslumatinu telur Sigurður að hún hafi sýnt að það hafí nokkurn vegin staðist. „Þó má náttúrulega alltaf taka það til endur- skoðunar. Og margir sem vilja meina, að mat greiðslugetu sé núna í hærri kantinum, og ég er ekki frá því að svo sé.“ Að vanskil leiði alla leið til uppboðs segir Sigurður sjaldgæft. Þeir sem lendi í greiðsluerfiðleikum reyni að bjarga sér sem best þeir geti — margir að vísu með sölu eigna sinna, vegna þess að komið hafi í Ijós að þeir hafi keypt dýrari eignir en þeir réðu við. „Verstu málin, og þau sem farið hafa alla leið í gegnum kerfið, eru í mjög mörgum tilfellum þau sem viðkomandi hefur gert í því að verða sér út um gott greiðslumat til að geta keypt dýrari eign en hann hefur ráðið við. í ansi mörgum þeirra mála höfum við getað rakið í umsóknar- gögnum hluti sem greinilega hafa ekki gengið upp þegar á reyndi, t.d. styrktaryfirlýsingar frá foreldrum og annað því um líkt, sem síðari hefur alls ekki skilað sér. Viðkomandi hafi síðan ætlað að bjarga málunum með skammtímalánum sem ekki ganga upp og þar af leiðandi hafi allt farið í hönk.“ Sigurður segir því miður þekkja dæmi þess að bankar reyni sitt ítr- asta, og jafnvel meira en það, til að bæta stöðu fólks í greiðslumati. Jafnvel svo, að í einum banka hafi menn sagt „Guði sé !of‘ þegar Hús- bréfadeild hafi synjað beiðni. Þeir vissu að viðkomandi gat ekki staðið undir metinni greiðslugetu, en vildu samt þjóna þessum viðskiptavini sínum sem best. Þeir sögðust því hafa veitt honum gott greiðslumat í trausti þess að umsókn yrði synjað hjá Húsbréfadeild. Þarna sagði Sig- urður að greinilega toguðust á hags- munir innan bankanna. - HEI ' /rL $ einkavædd í heiminum, að því best er vitað. Hins vegar telur Páll meiri líkur fyrir því að stofnunin verði gerð sjálfstæðari og hún verði látin standa miklu meira undir sér með eigin tekjum. Veðurstofustjóri segist þó binda vonir við það að þessi ákvörðun og þessi athugun eigi þátt í að auka svo skilning á þýðingu stofnunarinnar að hægt verði að leysa þann mikla vanda sem við blasi vegna uppsagna veðurfræðinga. Páll Bergþórsson segir að mestu breytingarnar á ferlinum séu á tæknisviðinu s.s. með tilkomu gervitungla og tölvunnar. Auk þess hefur þjónusta stofnunarinnar auk- ist til muna frá því sem áður var. „Hann hvessir þó enn og rignir þrátt fyrir alla tæknina og þá þróun sem verið hefur í þeim efnum," seg- ir Páll Bergþórsson veðurstofustjóri. -grh i v \—7—r A \ L 7) /A r» x<\/ f S- M- NviV: uGcí Skilafrestur launaskýrslna o.fl. gagna u A / i-fv r Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignar- skatt hefur skilafrestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1993 vegna greiðslna o.fl. á árinu 1992, verið ákveðinn sem hér segir: 1.77/ og með 21. janúar 1993: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 2. 77/ og með 20. febrúar 1993: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtalningsblaði. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI 3. Til og með síðasta skiladegi skatt- framtala 1993: 1. Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausa- fé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölul. C-liðar 7. gr. sömu 2. Gögn frá eignarleigufyrirtækjum þar sem fram koma upplýsingar varðandi samninga sem eignarleigufyrirtæki, sbr. II. kafla laga nr. 19/1989, hafa gert og í gildi voru á árinu 1992 vegna fjármögnunarleigu eða kaupleigu á fólksbifreiðum fyrirfærri en 9 manns. M.a. skulu koma fram nöfn leigutaka og kennitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði sem eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina. J^Vl / r \ --■ y \ /^T 4 \ Vó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.