Tíminn - 15.01.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.01.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. janúar 1993 Tíminn 3 Pétur Blöndal hafnar tilboði Sparisjóðs Hafnarijarðar: Tilboð Spari- sjóðsins reyndist óaðgengilegt Síðdegis í gær virtist ljóst að fyrir- tækið SH-verktakar yrði gjaldþrota. „Tllboðið var óaðgengilegt og það verður ekki til að bjarga fyrirtæk- inu. Sparisjóðurinn ætlar að fá pen- inga út á það að ég bjargi fyrirtæk- inu,“ sagði Pétur Blöndal, stjómar- maður í fyrirtækinu um nýtt tilboð Sparisjóðs Hafnafjaröar sem lagt var fram á hádegi í gær. Hann vildi ekki segja hvað hefði falist ná- kvæmlega í því. „Ég gerði ákveðið tilboð um að kaupa fyrirtækið og forsendur þess tilboðs eru ekki uppfylltar. Spari- sjóðurinn leggur ekkert fram sjálf- ur. Ég legg fram 25 milljónir kr. og við það fær hann þessar greiðslur yf- irleitt en fengi þær ella ekki. Það er alveg á tæru,“ segir Pétur. Pétur segir að sparisjóðurinn hafi fallið frá greiðslunum að stórum hluta en vildi ekki segja hversu stór- an hluta um væri að ræða. Hann á ekki von á öðru en að þetta verði lokaniðurstaða málsins. „Ég er bú- inn að Ieggja töluvert á mig til að bjarga þessu og það nær bara ekki lengra þegar það strandar á þessu. Forsendur tilboðsins eru ekki til staðar og það gengur því ekki upp,“ segir Pétur. I gærmorgun þegar Tíminn náði tali af Pétri Blöndal sagði hann að það eina sem strandaði á til bjargar SH- verktökum, væri ávísun frá sparisjóðnum. Pétur sagði þá að bú- ið væri að semja við alla kröfuhafa og undirverktaka og taldi sparisjóð- inn hafa fengið mjög góðar upplýs- ingar um stöðu fyrirtækisins. Þór Gunnarsson sparisjóðsstjóri áleit stöða SH-verktalá aðra en Pét- ur telur að hún sé og nefnir sem Pétur Blöndal dæmi að hann hafi ekki séð mat á stöðu fyrirtækins í heilt ár. „Stjórn- in sjálf vissi ekki betur og sem dæmi keypti ég hlutabréf í SH- verktökum í sumar sem nú eru seld fyrir nánast ekki neitt. Ég vissi nú ekki meira um stöðuna en það. Stjómin gekk til samninga um verulegar björgun- araðgerðir og menn hefðu nú varla staðið í því ef fyrirtækið væri hvort sem er gjaldþrota. Það sem gerist er að farið er sífellt dýpra ofan í bók- haldið og þá komu upp vandamál sem höfðu verið dulin. Ég held því að sparisjóðurinn hafi fengið mjög góðar upplýsingar," segir Pétur. „Þeir hluthafar sem em að tapa sextíu milljónum og lögðu fram fé fyrir tveimur ámm létu undan for- tölum um að selja þetta fyrir slikk. Þeir em allir búnir að samþykkja ásamt undirverktökum sem þurfa að halda áfram fyrir milljónir og fá ekki greitt fyrir það sem liðið er. Það er ákaflega erfiður biti fyrir einstak- linga að þurfa jafnvel að tapa millj- ónum króna. Þetta em mjög erfið mál alls staðar og menn hafa flestir orðið að bíta í það súra. Sparisjóður Hafnarfjarðar verður að falla frá þessum ávísunum sem hann hefur á greiðslur úr verkum og rökfræði- lega þannig að ef verkið myndi ekki fara í gang vegna gjaldþrots þá verða þær greiðslur aldrei greiddar þannig að sparisjóðurinn fengi aldrei neitt. Verkin ganga ekki og dæmið geng- ur ekki upp nema að fyrirtækið fái þessar greiðslur," segir Pétur. —Sparisjóðsstjóri hefur látið liggja að því að ekki sé búið að semja við alla kröfuhafa. „Það er búið að semja við þá ásamt undirverktökum og þeir em búnir að skrifa upp á að þeir muni vinna áfram. Einnig er búið að semja við alla verkkaupa utan einn. Síðan em fyrirtæki með ávísanir eins og spari- sjóðurinn. Ég var að tala við einn í morgun og ég hygg að hann muni falla frá sinni ávísun þegar hann horfir á dæmið eins og það liggur fyrir," segir Pétur. „Gjaldþrot er það sem allir standa frammi fyrir, og þá sparisjóðurinn sem aðrir, og þá tapa allir," bætir Pétur við. Hann bendir á að það hafi komið mjög illa við fyrirtækið þegar spari- sjóðurinn felldi niður yfirdrátt og til marks um það segir hann að fyrir- tækið hafi ekki einu sinni átt fyrir beiðni um greiðslustöðvun upp á 3.000 kr. „Fjármálastjórinn þurfti að greiða fyrir hana úr eigin vasa,“ seg- ir Pétur. „Svona skilur sparisjóður- inn við fyrirtækið, leitar til við- skiptabanka síns um aðstoð,“ segir Pétur. —HÞ Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnafjarðar um Pétur Blöndal: Menn eru oft á tíðum ofmetnir JHenn eru oft ofmetnir," segir Þór Gunnarsson, sparisjóðsstjóri Sparísjóðs Hafnafjarðar um Pétur Blöndal sem starfsmenn SH-verk- taka hafa talið bjargvætt fyrirtækis- ins. Þór vill meina að þær 10 milljónir króna sem rætt hefur verið um að strandi á, séu hluti af stærra dæmi. „Einu staðfestu upplýsingamar sem ég hef frá félaginu eru ársgamlar. Þær sýndu allt aðra mynd en við stöndum frammi fyrir í dag. Við megum ekki kippa neinum þætti úr svo stóru máli. Félagið er talið vera með 800 millj. kr. veltu og skuldir hátt f 400 millj. kr. Ég get ekki séð aö það brotni fyrir þeirri tölu sem hér er verið að ræða um og því er bara stillt upp þannig af þeim mönnum sem hafa verið með há- vaða í fjölmiðlum," segir Þór. Þór Gunnarsson segir að fundur- inn hefði haft mikil áhrif á sig sem einstakling og hann geri sér grein fyrir því hvað það þýði fyrir jafn stóran hóp manna að missa vinn- una. Þór vildi ekkert um það segja hvort sparisjóðurinn hefði verið blekktur með upplýsingum um stöðu SH- „Einu staðfestu upplýsingarnar sem ég hef um stööu fyrirtækis- ins eru árs gamlar," segir Þór Gunnarsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnafjarðar. verktaka. Þór telur að Pétur Blöndal hafi not- fært sér bæði starfsmenn og fjöl- miðla. „Það vita allir það að við get- um ekki svarað í smáatriðum um stöðu einstakra aðila við sparisjóð- inn,“ segir Þór. Hann bendir á að Pétur nýti sér einnig tilfinningaleg viðbrögð manna sem séu að missa vinnuna og geti ekki séð sómasam- Iega fyrir fjölskyldu sinni. „Ég vek athygli á því að haldi menn því fram að þetta sé á kostnað sparisjóðsins núna er það kannski vegna þess hve sparisjóðurinn hefur teygt sig langt til að aðstoða félagið áffam," segir Þór. Þór telur að ef forsvarsmenn félags- ins hefðu í einlægni viljað ganga til samninga og reynt að ná samstöðu um að bjarga félaginu þá hefðu þeir ekki beitt starfsmönnum fyrir sig og vakið hjá þeim kröftuga tilfinnga- bylgju og hótað þeim atvinnuleysis- vofunni eins og hann orðar það. „Það er auðvelt að byggja upp óhróðursöldu gagnvart stofnun eins og sparisjóðnum sem bundinn er ákveðnum lagafyrirmælum og starfsvenjum að gefa ekki upp starfs- venjur einstakra fyrirtækja," segir Þór. Þór segir að það sé erfitt að tala við hóp sem hafi verið fóðraður á ein- hæfum upplýsingum og reyna að snúa honum. -HÞ TSWJV ýj-jsMÍ TS (JTSW^ fm Kwl H g|3R Sfik afe f: '• v" 1 9 v nJB n 1 m W3 . co - lisM ttýtt 9tel xs\okor'°'im STAÐ6REIÐSLUAFSLÁTTUR greiðslukortaþjo 'ZKL AIIKUOflRDUR MARKAÐUR VIÐ SUND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.