Tíminn - 15.01.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.01.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 15. janúar 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Tlminn hf. Hrólfur Ölvisson Jón Kristjánsson ábm. Oddur Ólafsson Birgir Guömundsson Stefán Ásgrlmsson Steingrlmur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Sfmi: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vísitöluteng- ingar Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar varðandi endurgreiðslu virðisaukaskatts af viðhaldi og íbúðarbyggingum, hefur vakið upp umræður um vísitölumálin. Forsætisráðherra hefur lýst þeim vilja sínum að láta endurskoða vísitölumálin og vissulega skal undir það tekið að slík skoðun fari fram, þótt fyrr hefði verið. Réttmæti lánskjaravísitölu hefur oft verið dregið í efa og rétt væri að afnema allar verð- tryggingar nú, ef á annað borð ríkir trú á því að það takist að halda verðbólgu niðri. í tíð fyrri ríkisstjórnar var sú kenning oft sett fram að þegar verðbólga hefði verið undir 10% í sex mánuði eða lengur, væri kominn tími til að afnema lánskjaravísitölu. Skiptar skoðanir voru um þetta mál innan stjórnarinnar og dró Viðskiptaráðherra, þáverandi og núverandi, lappirnar í málinu. Athygli vekur að áform um endurskoðun verð- trygginga eru kynnt að fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra fjarstöddum. Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu málsins þegar þeir blanda sér í málið. Sjálfvirkni sem stafar af verðtryggingum hvers konar fylgir engum skynsamlegum lögmálum. Hækkun á einu sviði leiðir af sér hækkun á óskyldum sviðum án þess að neitt hafi gerst sem réttlætir hækkunina. Vítahringur verð- trygginganna hefur áreiðanlega í ríkari mæli en nokkuð annað ruglað fólk í ríminu í efnahags- málum. Hitt er svo annað mál að til þess að hægt sé að afnema verðtryggingar verður að ríkja trúnað- ur á milli stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og lánastofnana, um að allt sé gert sem unnt er til að halda verðbólgu niðri. Ef það traust er ekki fyrir hendi er tómt mál að tala um að endur- skoðun þessara mála leiði til nokkurrar niður- stöðu. Því miður bendir ekki margt til að þessi trún- aður sé fyrir hendi. Endurgreiðsla virðisauka- skatts af viðhaldi og húsbyggingum er aðeins einn angi af þeim ráðstöfunum ríkisstjórnar- innar sem gera launþegahreyfingunni gramt í geði. Það er sannarlega nöturlegt fyrir stjórn- völd að standa nú frammi fýrir því verkefni að leiðrétta eigin mistök og það sé einkum undir því komið hvort tekst að halda þjóðarsátt og vinnufriði. Nú stefhir í enn eitt vandræða- ástandið í heilbrígðismálum, aö þessu sinni er það Landspítalinn sem er í forgrunni. Um mánaða- mófcin munu 500 hjúbrunarkonur ganga út og hætta enda hafa þaer sagt upp störfum með iögboðnum fyrirvara. Ástæður uppsagnanna voru óánægja með ákveóna þætti i launaiyrirkomulagi og kváðust hjúkkur tiibúnar til að ræða áframhaldandi störf hjá fyiirtæk- inu ef stjómaracfnd ríkisspítala hlustaði á umkvartanir þeirra. Nú er uppsagnarfrestur hjúkrunar- kvennanna nánast liðinn og eng- inn hefur sýnt því áhuga að ræða við þær. t*að eina sem gerst hefur er að yfirvöld reyndu einhliða að framlengja uppsagnarfrestínn, en siíkt mun víst ekki duga. Það hef- urþó ekki orðið til þess að hrínda af stað raunhæfum viöræðum að- ila. Þetta áhugaleysf i samræðum við hjúkrunarfræðinga er ekki tíJ komlð vegna þess að sfjómendur sprtatans og heilbrígðisyfirvöid vití ekki að neyðarástand skapist á spítalanum ef tíl þessara upp- sagna kemur. Þvert á mótí hafa þessir aðilar mjög giögga mynd af þeim óþægindum og vandræðum sem sjúklingar og aðstandendur þeirra munu verða fyrir vegna uppsagnanna um mánaðamót. Það er hins vegar stefna núver- andi heilbrigðlsyfirvaida að not- færa sér þá pressu sem skapast vegna röskunar á högum sjúk- linga og vandræða í sjúkrahús- starfi til að semja við heilbrigðis- stéttír. Nýtt tímabil Garri gerði það að umtalsefni þegar sjúkrallðadeílani var í há- marid fýrir tæpum tveimur mán- uðum, að nýtt tímabil væri hafið í kjarabaráttu heilbrigðisstétta. Þetta tímabil einkennist af því að inganna má segja að Florence Nightingale, únynd hinnar óeigin- gjörnu og líknandi hjúkrunar- konu, sé snúið gegn því sem kalla mætti „heimtufrekar hjúkkur samtímans, sem láta sig velferð sjúklinganna engu varða.“ Því er það að þegar sjúklingar eru orönir að fómariömbum kjarabaráttu er sú barátta ekki líkieg tíl að mæta samúð og skilningi hjá almenn- ingi.enda stendur hjúkrunarkon- an nær sjúklingnum en heObrigð- isráðherra eða skriffinnar eða full- trúar í stjómamefnd ríkisspftala. Hlnn þjóðfélagslegi þtýstíngur verði því nær allur á hjúkrunar- konumar. Tvíeggja vopn Heilbrigðisyfirvöld hafá því snúið þeim vopnum, sem heilbrigðisstétt- «r hafa í Igarabaráttu sinni. gegn heObrigðisstéttunum sjálfum. Vopnið er tvíeggjað. Yfirvofendi vandamál á Landspítalanum verður ekki kennt viö stjómamefnd ríkis- spítalana, það verður kennt við út- ímynd (og sjálfsímynd) heObrigð- isstétta hefúr verið snúið gegn þeim í kjarabaráttunni. Þetta sýndi sig í sjúkraliðadeilunni, og í deOunni við röntgentækna og meinatækna. Líkn og læknlng, en ekki kaup og kjör, er í hugum fólks það sem heilbrigðisstéttir sfanda fyrir og það er því þeirra hiutverk að koma í veg fyrir óþæg- indi og óþarfa erfiðleika hjá sjúk- lingum. I tilfelli þjúkmnarfræð- Auðvitað getur verið álitamál hvort kröfur og umkvörtunarefhi hjúkr- unarfræðinganna eigi rétt á sér. En um slíkt hefur eldd einu sinnl verið rætt! Ætla má að yfirstjóm Land- spítalans hugsi sér að beita fyrfr sig Florence Nightingale svipunni á .Jiarðbtjósta hjúkífur“ samtímans og stefna ööu í stóra stoppið á spít- alanum án þess svo mikið sem halda einn málamyndasáttafund með hjúkrunarkonum. Verði það niðurstaðan er ijóst að ábyrgðin af slíku er fyrst og fremst stjóm- enda. Garri EES eða EES eða hvað? Vikublaðið sem gefið er út af AI- þýðubandalaginu fetar dyggilega í slóð forvera sinna, Þjóðviljans og Helgarblaðsins að gera pólitískum andstæðingum upp skoðanir og stefnumark og leggja svo út af hug- renningum sínum eins og allaböll- um einum er lagið. „Sviðin jörð í Framsókn" er for- síðuuppsláttur í vikupressu Alþýðu- bandalagins í gær. Þar er því haldið fram að niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar um Evrópska efnahagssvæð- ið skilji Framsóknarflokkinn eftir með dýpri sár en þekkst hafi í flokknum um langa hríð. Flokkur- inn á að hafa skilist í tvær fylkingar og sé allur trúnaður milli þeirra brostinn. Tröllasögur eru sagðar af því að formaður flokksins og þingflokks- formaður hafi blekkt nær helming þingflokksins og tekist með brögð- um að koma í veg fyrir að nokkur hjásetumanna í atkvæðagreiðsl- unni um EES hafi fengið að tala í annarri umræðu, sem var útvarpað, eins og reyndar öllum fundum Al- þingis ef út í það er farið. En ruglið afsannar sig sjálft því allir þing- menn eiga greiðan aðgang að fjöl- miðlum og ekki er hægt að kæfa rödd neins þeirra ef þeir á annað borð vilja koma skoðunum á fram- færi. Þá má minna á að margir hjásetu- manna gerðu grein fyrir atkvæði sínu við lokaafgreiðslu málsins og var henni útvarpað og sjónvarpað á fleiri rásum og stöðvum. Það að Steingrímur Hermannsson hafi múlbundið nær helming þingflokksins, er því fá- sinna og ekki einu sinni sæmandi málgagni allaballa að halda slíku að lesendum sínum. Allur málatilbúnaður málgagnsins beinist að því að gera Framsóknar- flokkinn tortryggilegan og koma af stað sögusögnum um einhvern ímyndaðan formannsslag og að flokkurinn sé klofinn. Rétt er að minna á að skammt er síðan haldið var flokksþing og nú- verandi forusta kosin með miklum meirihluta og einhug. Þá var einnig Ijóst að menn höfðu ekki alveg sömu afstöðu til EES. Og enda þótt menn greini á um einstök málefni og hafi mismunandi afstöðu til þeirra þýðir það engann veginn að flokksbönd slitni. Það er eðli lýð- ræðissinnaðra stjómmálasamtaka að innan þeirra þróast mismunandi sjónarmið á tilteknum málaflokk- um og gjaman er deilt um leiðir að sömu markmiðum þótt heildarsýn- in sé hin sama. Á mótí sjálfum sér Alþýðubandalagið þykist hvítþveg- ið af allri synd hvað varðar sam- skipti við aðrar Evrópuþjóðir og haftiar skilyrðislaust að gengið verði til samstarfs innan EES. En hver em þeirra eigin orð um hvemig eigi að haga samningum og samstarfi? Greinargerð þing- flokks og framkvæmdastjórnar um samning við EB var staðfest á mið- stjórnarfundi 28. júní 1992. Þar er hafnað aðild aö EES en samt á að gera samning sem felur í sér nánast allt það sem máli skiptir í drögum að EES samningi. Orðrétt segir: „Sjálfstæður tvíhliða viðskipta- samningur milli fslands og EB verði byggður á viðskiptaþáttum EES samningsins, sérstökum sjáv- arútvegssamningi og bókun sex í samningum við EB sem verið hefur í gildi síðan 1976.“ Samningurinn á að vera einfaldari í sniðum og setja skal á fót sam- starfsnefnd og gerðardómi beitt um deilumál og pólitísk vandamál á að leysa í ráðherraviöræðum. Næsti gullmoli: „í tvíhliða samn- ingi íslands og EB verði meðal ann- ars byggt á hugmyndum um frjálsa vöruflutninga, fólksflutninga, þjón- ustustarfsemi, fjármagnsflutninga og almenna samkeppni auk þess sem hafðar verði til hliðsjónar regl- ur Norðurlanda um vinnumarkað og búseturétt og afdráttarlaus rétt- ur íslendinga til að skipa forræði og eignarhaldi á auðlindum til lands og sjávar verði tryggður með sér- stökum Iögum.“ Hér leggur þingflokkur, fram- kvæmdastjóm og miðstjóm Al- þýðubandalagsins blessun sína yfir fjórfrelsið margumtalaða, sem er ein meginforsenda allrar samn- ingagerðarinnar. Að lokum blessar samkundan yfir að auk viðskipta verði samið um samvinnu íslands og EB á sviðum rannsókna, þróunar, umhverfis- mála, menntunar og menningar. Allt er nú þetta gott og margbless- að því hér er alls staðar bita munur en ekki fiár hvort allaballar sam- þykkja aðild að EES eða ekki. Altént álykta þeir að öll meginmál EES samkomulagsins séu þeim einkar vel að skapi. Það er því hin mesta furða að allir þingmenn þeirra hafi greitt at- kvæði á móti samningnum svo hugleikinn sem hann er þeim. Það að nokkrir Framsóknarmenn hafi setið hjá og gert glögga grein fyrir þeirri afstöðu sinni, ætti ekki að vera neinum hneykslunarhella og síst af öllum Alþýðubandalags- mönnum sem hafa öll aðalatriði EES á sinni stefnuskrá. En hvemig svo sem menn hafa greitt atkvæði á Alþingi skiptir mestu úr því sem komið er, að ís- lendingar kunni að spiia úr kortum sínum og standist þær prófraunir sem framundan eru. Þá er eins gott að mönnum lærist að snúa bökum saman. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.