Tíminn - 15.01.1993, Qupperneq 8

Tíminn - 15.01.1993, Qupperneq 8
8 Tíminn Föstudagur 15. janúar 1993 Keflavík — Keflavík Þorrablót veröur f Framsóknarhúsinu laugardaginn 16. janúar og hefst kl. 20.30. Fjölmennum. Framsóknarfélögin Kópavogur — Þorrablót Þorrablót Framsóknarfélaganna I Kópavogl veröur haldiö aö Digranesvegi 12 laug- ardaginn 23. janúar og hefst kl. 19.30. Boöiö veröur upp á úrvals þorramat og hljómsveit veröur aö vanda. Miöaverð kr. 1.900,-. Nánarí dagskrá auglýst slöar. Upplýsingar hjá Sigurbjörgu, simi 43774, og hjá Skúla Skúlasyni, simi 41801. Framsóknarfólögln I Kópavogl Þingmenn Fram- sóknarflokksins Fundir og viðtals- tímar Ólafsfjöröur Sunnudagur 17. Janúar Fundur meö trúnaöarmönnum I Tjamarborg kl. 20. Akureyri Minudagur 18. Janúar Fundur meö trúnaöarmönnum I Hafnarstræti 20 W. 20:30. Dalvfk Þrlðjudagur 19. Janúar Viðtalstfmi I Bergþórshvoli kl. 17:00-19:00. Fundur meö trúnaöarmönnum á Dalvfk og nágrenni Id. 20:30 f Bergþórshvoli. Mývatnssvelt Mlðvlkudagur 20. Janúar Almennur stjómmálafundur kl. 21 I Hótel Reynihlfö. Stórutjarnaskóli Fimmtudagur 21. janúar Almennur stjómmálafundur f Stórutjamaskóla kl. 21. Akureyri Föstudagur 22. Janúar Viötalstlmi kl. 15-18 I Hafnarstræti 90. Hægt er aö panta viötalstlma i sima 21180. Guömundur Bjamason Valgeröur Sverrisdóttir Jóhannes Geir Sigurgeirsson Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 16. janúar n.k. kl. 10.30-12.00 aö Hafnar- stræti 20, 3. hæö, mætir Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og ræðir flárhagsáætlun Reykjavlkurborgar 1993. Fulltrúaráðlð UMBROTSMENN- TEIKNARAR Gott Ijósaborð til sölu. Stærð 85x120. Tæknideild Tímans, sími 686300 Sigrún Jóhannes Geir Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur vináttu og sam- úö við andlát og útför Jóhannesar Sveinbjörnssonar Heiðarbæ, Þingvallasveit Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks C-deildar, Reykjalundi. Þórdls Jóhannesdóttlr Magnús Jónasson Sigrún Jóhannesdóttir Gunnar Guttormsson Sveinbjörn Jóhannesson Stelnunn Guömundsdóttir Jóhanna Jóhannesdóttlr Gestur Karisson barnabörn og barnabamabörn Bróöir okkar Þorsteinn Guðberg Ásmundsson Kverná, Grundarfiröi andaöist á Hrafnistu, Reykjavlk, aö kvöldi 11. janúar. Jaröarförin fer fram frá Setbergskirkju, Grundarfiröi, laugardaginn 16. janúar kl. 14. Sæta- ferðir veröa frá BSÍ kl. 8.30 sama dag. Asta Ásmundsdóttir Hallfríöur Ásmundsdóttlr og aörir aöstandendur F ARANLEGAR FIRRUR BANKA OG SPARISJÓÐA Sparisjóður Hafnarfjarðar lét ný- Iega á sér skilja að norskir bankar væru komnir á heljarþröm og væri of lágum vöxtum um að kenna. Það stangast á við þá frétt Morgunblaðs- ins á liðnu ári að norskir bankar hefðu verið á langvinnu „útlánafyll- eríi“. Væru vanskilin slík að til vand- ræða horfði. Bankastjórar höfðu sem sagt ekki gætt þeirrar skyldu sinnar að skoða greiðslugetu við- skiptamanna og veðhæfni eigna. Það er gjörsamlega út í hött hjá þeim að kenna markaðslögmálun- um um ófarimar. Nú vill svo til að íslenskir bankar eru líka komnir í þröng vegna van- skila. Milljarðar króna hafa verið færðar á afskriftarreikninga, og kunna töpuð útlán þó að vera mikl- um mun meiri. Hér er ekki of lágum vöxtum um að kenna, heldur þvert á móti of háum vöxtum. Verðbóta- þáttur vaxta og raunvextir námu á 9. áratugnum frá 20% og allt upp í 80% á ári. Eru afföll skuldabréfa þá ekki meðtalin. Þetta vaxtaokur var langt umfram arðgjöf fyrirtækja og gjaldþol heimila. Skuldir hlóðust upp, og af því stafa vanskilin fyrst og fremst. Við áramótin hækkuðu bankar og sparisjóðir vexti um 2%, sumir meira. Þeir sögðust gera þetta til að mæta væntanlegri verðbólgu. Þó eru svo að segja öll útlán verðtryggð og hækka sjálfkrafa með verðbólg- unni. Skýring þeirra er út í bláinn. Aðeins skammtíma lán eru óverð- tryggð, einkum nokkurra mánaða víxlar, sem unnt er að lagfæra við næstu endurnýjun. Ekkert lá á. Vaxtahækkunin var auðvitað til þess ætluð að fá inn fé upp í vanskilin. Til marks um það er m.a. að innláns- vextir voru ekki hækkaðir og vaxta- munur því aukinn. Svo er þess að gæta að það er verkefni Seðlabanka, ekki einstakra banka, að bregðast við verðbólgu. Það gerir hann með breytingu peningaframboðs, ekki vaxta-hringli. Hærri vextir auka á vanskilin, fara út í verðlagið og draga úr sparnaði. Umrædd 2% vaxtahækkun eykur greiðslubyrði algengs kr. 5 millj. íbúðaláns um kr. 100 þús. Það er meira fé en þorri fólks getur sparað á ári hverju. Síðasta brellan er tilkynning við- skiptaráðherra þess efnis að afnema eigi verðtryggingu fjárskuldbind- inga með þingfrumvarpi, er lagt verði fram á vordögum (Mbl. 8. jan.). Þegar betur er að gáð, reynist þetta líka blekking. Frumvarpið fel- ur það eitt í sér að „lánveitendum og lántakendum verði frjálst að semja um verðtryggingu sín á milli eins og um önnur lánskjör". Ekki er þó vit- að að slíkt sé bannað. Hins vegar ræður lánveitandinn að sjálfsögðu skilmálunum. Hann hefir í hendi sér að krefjast verðtryggingar eftir sem áður, þannig að alls engin breyting verður með frumvarpinu. Lánskjaravísitöluna á svo að reikna áfram eins og ekkert hafi í skorist Þetta er helber skrípaleikur. Er ekki kominn tími til að þessum tilburðum bankakerfisins og skutil- sveinanna linni? Ef ríkisstjómin er ekki fær um að koma því til leiðar, verða launþegasamtökin að taka í taumana. Á.S. Enn ein blekking hávaxtamanna Vaxtahækkanir og afleiðingar þeirra fyrir hagkerfið hafa verið mjög í sviðsljósinu undanfarið. Framvindan er ískyggileg, en þó vekur það talsverða bjartsýni að menn em yfirleitt farnir að átta sig á skaðsemi hávaxta. Þannig hefir verið upplýst að hækkun láns- kjaravísitölu um liðlega eitt pró- sent (1,1%) eykur skuldabyrði landsmanna um kr. 4 milljarða (kr. 4.000.000). Einn kerfiskarlinn fór óðar í fjöl- miðla og kvað eignir hækka sam- hliða skuldum. Hann lét þess hins vegar ekki getið að það hjálpar lán- takanda ekki við að greiða skuld sína, nema við gjaldþrot, ef eignin er seld. Verðhækkun eigna eykur veðhæfni þeirra. Raunar er engin vissa fyrir því að eign hækki í verði með lánskjaravísitölu. Það er komið undir markaðshorfum á hverjum tíma og sölumöguleik- um. Sum fyrirtæki í iðnaði og þjón- ustu geta velt vaxtahækkunum út f verðlagið. Það er útflutnings- greinum hins vegar ekki mögu- legt, því að vöruverð þeirra ákvarðast á erlendum mörkuðum. Þetta skýrir þrúgandi erfiðleika út- gerðar og fiskvinnslu, þegar vextir af skuldum eru orðnir langtum meiri en arðsemi rekstrarins. Það liggur í augum uppi að laun- þegi getur ekki haldið áfram að greiða síhækkandi skuldir af íbúð sinni, nema launin séu verðtryggð eins og lánin. Verðhækkun íbúðar, ef nokkur er, hjálpar honum að- eins, ef hann neyðist til að selja íbúðina ofan af sér. Það ætti að vera forgangskrafa ASÍ og BSRB að hafa kaupgjaldsvísitölu jafn- hliða lánskjaravísitölu — ellegar hvoruga þeirra. Verkalýðssinni Vextir niðurgreiddir en ekki búvörur Alkunnugt er hversu hatrammlega kratar berjast gegn niðurgreiðslu búvara. Jón Baldvin Hannibalsson gengur þar fram með álíka offorsi og /------------------------------ í EES-málinu. Þó kom hann virðis- aukaskatti á matvörur. Maðurinn er ekki alltaf sjálfum sér samkvæmur. Jóhanna Sigurðardóttir innleiddi ---------------------------\ svonefnd húsbréf, sem lengstum hafa verið seld með 25% afföllum. Þegar íbúðarbyggjandi tekur kr. 4 millj. lán þessarar tegundar, fær hann kr. 3 millj. í eigin vasa til fram- kvæmdanna, en kr. 1 millj. ganga til verðbréfabraskarans. Þessi „skattur" Jóhönnu bitnar þyngst á ungu fólki í byrjun hjúskapar. Hann er ósann- gjarn í meira lagi og að sumra dómi beinlínis ósvífinn. Hann er óréttlæt- anlegur vegna þess að húsbréfin eru verðtryggð. Þau verðfalla því ekki á lánstímanum, en afföll eru einmitt til þess ætluð að mæta hugsanlegu verðfalli. Fremur en beita sér fyrir lækkun vaxta kýs Jóhanna að greiða þeim vaxtabætur, sem eiga í erfiðleikum með íbúðarlán. Þessi niðurgreiðsla vaxta mætir velvilja krata, því að fjármagnseigendur eru þeirra skjól- stæðingar, en bændur ekki. Samvinnumaður Maöurinn minn og faöir okkar Hjörtur Hjartar fyrrverandi framkvæmdastjóri Flyörugranda 8 andaðist fimmtudaginn 14. janúar I Landspltalanum. Jaröarförin auglýst siöar. Guörún J. Hjartar Jóna Björg, Sigríöur, Elin og Egill Hjartar ______________________________________________________________/

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.