Tíminn - 15.01.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.01.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. janúar 1993 Tíminn 7 Urskurður Umboðsmanns Alþingis um toll skýrslueyðublöðin dýru: Gjaldið er ólögmætt Nordjobb 1993 hefurtekið til starfa. Reiknað með 90 norrænum ung- mennum hingað til lands í ár og álíka fjölda héðan: Oft upphaf að einhverju meira Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að ólögmætt sé að innheimta gjald fyrir toll- skýrslueyðublöð umfram kostnað. Áætlað er að þetta gjald hafi skilað hátt í 15 millj- ónum króna á síðasta ári. Málavextir eru þeir að snemma á síðasta ári auglýsti ríkistollstjóra- embættið sölu á tollskýrslueyðu- blöðum, sem áður höfðu verið veitt án endurgjalds. Verslunarráð íslands mótmælti þessari gjaldtöku og benti á að álagning á eyðublöðin væri 1.000%. Slíkt væri óeðlilegt og í raun skattheimta sem skorti laga- stoð. Jafhframt þessu benti Verslunar- ráð á að það teldi ríkistollstjóra- embættið ekki hafa einkarétt á gerð eða sölu tollskýrslueyðu- blaða. Með áliti Umboðsmanns er fallist á þessi sjónarmið. Jafnframt bætir Umboðsmaður Alþingis um betur, því hann segir að „... lög þurfi að setja til að gjald megi taka fyrir þjónustu, sem hefur verið veitt al- menningi að kostnaðarlausu eða byggt hefur verið á í lögum, að veita skuli endurgjaldslaust." Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs, segir að í kjölfar úrskurðar umboðs- manns vakni spumingar um gjald- töku hins opinbera fyrir þjónustu, þegar þjónusta er seld hærra verði en hún kostar. í því sambandi nefnir hann að það væri í hæsta lagi óeðlilegt, ef af- notagjöld útvarps og sjónvarps væru hærri rekstrarkostnaði. Jafn- framt nefnir hann að verð fyrir þjónustu, sem neytendur geti ekki verið án og sé eingöngu veitt af hinu opinbera, sé verðlögð með skattlagningu í huga. Þar nefnir hann dæmi eins og t.d. verslunar- leyfi, hlutafélagsgjald, ökuskír- teini, vegabréf o.fl. -HÞ Ása Hreggviðsdóttir, verkefnisstjóri Nordjobb 1993, segir að vissulega hafi atvinnuástandið hárlendis og á hinum Norðurlöndunum áhrif á framboð þeirra starfa, sem í boði eru til handa norrænum ungling- um á vegum Nordjobb. En á móti kemur skilningur og jákvæð afstaða margra atvinnurekenda til verkefn- isins, auk þess sem sumarvinna á Norðurlöndum er oft upphaf að ein- hveiju meira bjá viðkomandi þátt- takendum, eftir kynni þeirra af landi og þjóð yfir sumartímann. Nordjobb 1993 hefur tekið til starfa og er þetta áttunda starfsár verkefh- isins. Umsóknarfrestur er frá 15. janúar til 15. mars n.k. og ber að skila þeim til Norræna félagsins. En eins og kunnugt er, þá er Nordjobb miðlun sumarvinnu milli Norður- Ianda og á sjálfsstjómarsvæðum þeirra fyrir fólk á aldrinum 18-26 ára. Ennfremur er markmið verk- efnisins að kynna ungu fólki þá kosti og þau tækifæri sem felast í samn- Grasrótarsamtök á landsvísu um skynsamlega nýtingu fiskveiðilög- sögunnar: Gegn útflutningi á óunnum sjávarafia ,Á sama tíma og þúsundlr íslend- inga eru atvinnulausir er verið að flytja til útlanda óunninn fisk, sem hráefni fyrir erlend fiskvinnslufyr- irtæki, í stað þess að fullvinna hann hér heima. í síðasta mánuði, sem er dýrasti mánuður ársins, vom á milli jóla og nýárs aðeins seld um 58 tonn á inn- lendum mörkuðum, en tæplega 600 tonn á erlendum mörkuðum, svo dæmi sé tekið," segir Bjamfreður Ármannsson, sem sæti á í undirbún- ingsnefnd að stofnun samtaka um skynsamlega nýtingu fiskveiðilög- sögunnar. Að undanfömu hefur hópur fisk- vinnslufólks í Hafnarfirði verið að kanna gmndvöll fyrir stofnun lands- samtaka um skynsamlega nýtingu fiskveiðilögsögunnar, og hefur verið boðað til stofnfundar á laugardag í Firðinum. í framhaldi af því er síðan ætlunin að stofna deildir í hverju byggðarlagi við sjávarsíðuna. Að sögn Bjamfreðs hafa undirtekt- imar verið frábærar meðal land- verkafólks um land allt og einnig meðal atvinnurekenda í sjávarút- vegi, „enda hefur öll þjóðin hags- muni af vinnslu sjávarafurða og því snertir þetta alla.“ Bjamfreður telur einnig að út- flutningur á óunnum fiski sé ský- laust brot á 1. grein kvótalaganna, auk þess sem þessi útflutningur og flutningur vinnslu út á sjó um borð í frystitogara sé farin að hafa skaðleg áhrif á afkomu sjávarbyggðarlaga um land allt. „Þau verkalýðsfélög, sem við höf- um haft samband við, hafa lýst yfir fúllum stuðningi við okkur og nú síðast formaður Dagsbrúnar," segir Bjarnfreður Ármannsson, fisk- vinnslumaður í Hafharfirði. -grh Félag blikksmiða segir upp kjarasamningum: RÍKISSTJÓRNIN SVÍKUR MARKMIÐ ingum Norðurlandanna um frjálsan vinnumarkað. f boði em margvísleg störf á sviði iðnaðar, þjónustu, Iandbúnaðar, verslunar o.fl., jafnt fyrir faglært sem ófaglært fólk. Þá getur starfs- tíminn verið allt frá 4 vikum og uppí 4 mánuði, á tímabilinu frá 15. maf til 15. september. Einnig sér Nor- djobb um að útvega húsnæði og tómstundastörf fyrir viðkomandi til að kynnast landi og þjóð. Reiknað er með að um 90 norræn ungmenni komi til starfa hérlendis í ár á veg- um Nordjobb og að álíka fjöldi ís- lenskra ungmenna haldi til starfa á hinum Norðurlöndunum. Það em Norrænu félögin á Norðurlöndun- um sem sjá um Nordjobb, hvert í sínu landi, með styrk frá Norrænu ráðherranefhdinni. -grh Þórður H. Hilmarsson, forstjóri Globus hf. (til vinstri), tekur við Alfa-Laval-umboöinu af Erik Bergseng frá Alfa-Laval. Þekkt mjaltavélaumboð flyst til: Gíobus nú Globus hf. hefur tekið við þjón- ar, forstjóra Globus hf., er þjón- ustu og sölu á landbúnaðar- usta við íslenska notendur Alfa- tengdum vörum frá sænska fyrir- Laval nyög umfangsmikil, enda tældnu Alfa-Laval. Alfa-Laval- nota yfir 90% íslenskra kúa- fyrirtældð er stærsti og virtasti bænda Alfa-Laval- mjaltavélar. framleiðandi mjaltavélakerfa i Með yfirtöku Globus hf. á um- heiminum um þessar mundir, en boðinu breikkar vöruúrval fyrir- auk mjaltakerfa framleiðir fyrir- tækisins veralega hvað varðar tækið mjög fjölbreytt úrval landbúnaðinn, og jafnframt auk- rekstrarvara og tækja fyrir land- ast möguleikar þess til að bjóða búnað. ýmsar heildarlausnir í vélvæð- Að sögn Þórðar H. Hilmarsson- ingu í landbúnaði. Laval ÞJOÐARSATTAR Hvað getur gerst þegar orðrómur fer af stað um kjarnorkuslys? Viðbrögð Norðurland- anna æfð samtímis Félagsfundur í Félagi blikksmiða, haldinn 12. janúar 1993, mót- mælir harðlega árásum rikis- stjórnar Davíðs Oddssonar á kjör almennra iaunamanna. Á fundin- um var samþykkt að segja upp kjarasamningum félagsins frá og með 12. janúar. í ályktun fundarins segir að verkalýðshreyfingin hafi haft for- ystu um að móta stefnu í efna- hagsmálum árið 1990, sem byggð- ist á að ná verðbólgu niður og að stöðugleiki myndaðist í þjóðfélag- inu. Með samstarfi verkalýðshreyfing- ar, ríkisvalds og atvinnurekenda náðist þetta markmið með því að gerðir voru svokallaðir þjóðarsátt- arsamningar, sem byggðust á því að allir aðilar stæðu við sitt. Núverandi ríkisstjóm hefur nú hlaupist undan merkjum og svikið þessa stefnu, og ræðst nú með harkalegum aðgerðum á kjör al- mennra launamanna og hleypir verðbólgunni aftur á fljúgandi skeið. Þær aðgerðir, sem ríkis- stjóm Davíðs Oddssonar hefur gripið til, auka misréttið í þjóðfé- laginu og gefa fjármagnsbröskur- unum og skattsvikumnum aukið svigrúm til að sópa að sér ijár- magni. Félagsfundur í Félagi blikksmiða telur einu fæm leiðina fyrir launa- fólk til að reyna að brjóta niður þessa efnahagsstefnu ójafnaðar- ins, vera að segja upp gildandi kjarasamningum. Fundurinn skorar á allt launafólk að standa saman og búa sig undir átök, sem miði að því að rétta kjör okkar. „Almenningur verður ekki var við þessa æfingu, sem fer fram í stjóm- stöð Almannavama hér á landi og samtímis á hinum Norðurlöndun- um. Þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem samnorræn æfing á þessu sviði er haldin," segir Sigurður M. Magn- ússon, forstöðumaður Geislavama ríkisins. Æfingin fór fram í gær, fimmtudag- inn 14. janúar, en undanfarin þrjú ár hefur verið unnið að undirbúningi samnorrænnar æfingar við kjam- orkuslysum og viðbrögðum Norður- landanna fimm við orðrómi um kjamorkuslys og hvað gæti gerst í framhaldi af því. Tilgangurinn með æfingunni er fyrst og fremst að æfa upplýsingamiðlun milli landanna ef kjamorkuslys verður eða orðrómur þar um kemur upp. í æfingunni verða upplýsingar, sem berast á milli landanna, nýttar við ákvarðanatöku um viðbrögð og miðlun upplýsinga til almennings og fjölmiðla. Þátttakendur í æfingunni hérlendis eru m.a. sérfræðingar frá Almanna- vömum ríkisins, Geislavömum ríkis- ins, Hafrannsóknarstofnun, Holl- ustuvemd ríkisins og Veðurstofunn- ar, auk starfsfólks í stjómstöð Al- mannavama. Sigurður segir að æfingin sé einn þáttur í þeirri starfsemi sem fram fer á vegum Norrænna kjarnorkurann- sókna (NKS), sem em fjármagnaðar af geislavama- og kjamorkueftirlits- stofnunum Norðurlandanna. Af hálfu íslands em það Geislavamir ríkisins sem taka þátt í þessum norrænu kjamorkurannsóknum. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.