Tíminn - 22.01.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.01.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 22. janúar 1993 Guðmundur J. Guðmundsson segir Davíð Oddsson mega senn þakka fyrir 13 þingmenn haldi hann áfram sem fyrr: Hverju hefur Dags- brún logið, Davíð? „Fólk er að missa trú á framtíðina og jafnvel iífíð vegna efnahags- stefnu ríkisstjómar Davíðs Odds- sonar og ég held að hann megi bráðum þakka fyrir þessa 13 þing- menn sem nýleg skoðanakönnun gefur honum, haldi hann áfram á sama hátt og hingað til. Dagsbrún áskilur sér fullan rétt til að halda áfram að halda fjöldafundi og aug- lýsa í blöðum án þess að spyija for- sætisráðherra," segir Cuðmundur J. Guðmundsson, formaður verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, vegna ummæla Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra í sjónvarpsþætti í fyrra- kvöld. „Ég held að maður sem búinn er að fá niðurstöður skoðanakönnunar þar sem hans flokkur tapar helmingi þingmanna sinna, aetti að láta gremju sína bitna á einhverjum öðr- um en Dagsbrún sem aðeins auglýs- ir staðreyndir. Það er staðreynd, en ekki lygi að um 500 Dagsbrúnar- menn lifa nú af atvinnuleysisbótum og forsætisráðherra getur kynnt sér hverjar bæturnar eru,“ segir Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar. í sjónvarpsþættinum Tæpitungu- laust í fyrradag, sagði Davíð Odds- son um nýlega blaðaauglýsingu Dagsbrúnar að hún væri slys og að þar væri vitlaust farið með tölur. Ástæða væri hins vegar aö gleðjast yfir ríkidæmi félagsins sem hefði efni á að kaupa auglýsingu í Morg- unblaðinu fyrir 250 þúsund kall. „Ég vænti þess að forsætisráðherra tilgreini hverju sé logið í auglýsingu Dagsbrúnar," segir Guðmundur. „Ér 12,8-15,4% bensínhækkun lygi? Eru nýju póstburðargjöldin lygi, er það lygi með húsahitunina? Ér raforku- verðið lygi? -flugfargjöldin - víxil- vextirnir? Er það lygi að persónuaf- sláttur, skattleysismörk, vaxtabætur, Guömundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar. kaupmáttur launafólks, gengi krón- unnar og skattar af gróða fyrirtækja hafi lækkað en krónutala launa verkafólks sé óbreytt? Þá vil ég benda á að auglýsingasíða í Morgun- blaðinu kostar Dagsbrún ekki 250 þúsund þótt vera kunni að ríkis- stjórnin hafi mun verri samninga við blaðið," segir Guðmundur. Guðmundur segir að því miður sé það svo að ástandið sé miklu verra en sagt sé í auglýsingu Dagsbrúnar. Þannig komi þar t.d. ekki fram að hafnargjöld séu að hækka um 4% sem fer beint út í verðlagið auk ann- arra fyrirsjáanlegra áhrifaþátta. Það sé því síst ofsagt að kaupmáttur launa Dagsbrúnarmanna eigi enn eftir að rýrna vegna efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar um minnst 8% á árinu. Þá sé ekki sagt þar hversu af- koma þeirra hafi versnað á síðasta ári miðað við t.d. næstu þrjú ár á undan. „Þessi forsætisráðherra sem breiðir Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum alþingismaður og ráðherra, af- henti Vigdísi Grímsdóttur Davíðspennann, bókmenntaverð- laun Félags íslenskra rithöfunda. Timamynd Árni Bjarna Bókmenntaverðlaun: Vígdís Grímsdóttir fékk Davíðspennann Vígdísi Grímsdóttur voru í gær veitt bókmenntaverðlaun Félags íslenskra rífhöfunda, Davíðs- pennann, auk fjárhæðar að upp- hæð 100 þús. krónur. Bók- menntaverðlaunin hlýtur hún fyrir bókina Stúlkan í skóginum. Þetta er í þriðja sinn sem Félag íslenskra rithöfunda veitir bók- menntaverðlaunin og hlutu þau heitið Davíðspenninn, eftir og til minningar um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og eru þau veitt á fæðingardegi skáldsins, 21. janú- ar. í tilkynningu segir að stjórn Félags íslenskra rithöfunda hafi einróma kjörið Vígdísi Grímsdótt- ur verðlaunahafa ársins 1993 fyrir bókina Stúlkan í skóginum. -PS sig svona út með brigslyrðum um lygar Dagsbrúnar, veit kannski ekki að 500 Dagsbrúnarmenn eru nú þegar atvinnulausir og þeim fjölgar um 50-60 í hverri viku. Ég sé ekki betur en þeir verði um 700 í lok febrúar með sama áframhaldi. Vill forsætisráðherra meir af þessu? Það sem forsætisráðherra og menn hans skilja greinilega ekki er að þeir eru að kalla yfir sig gremju og reiði fólks vegna hins vaxandi atvinnu- leysis sem fyrir Davíð og hans fólki virðist aðeins vera dauðar tölur á blaði, en ekki lifandi fólk. Það fólk sem þó hefur vinnu er skelfingu lostið yfir því að verið sé að gera því ókleift að lifa af vinnu sinni og Dav- íðsmenn boða að það eigi enn að versna. Það er stórkostlegt að Davíð láti sig hafa það að halda því fram að skattar hafi ekkert hækkað þegar skattpró- sentan á launamenn hefur verið hækkuð upp undir 40%. Heildar- skattar hafa ekki staðið í stað eða lækkað, eins og forsætisráðherra hélt fram, heldur hækkað. Skatt- leysismörk einstaklinga hafa verið færð úr 60.258 kr. í 57.114 kr. Þá eru hækkanir af völdum gengisfellingar- innar sífellt að koma fram en hvar hafa komið fram lækkanir af ein- hverju tagi vegna afnáms aðstöðu- gjalds? Ég hef ekki séð þær. Málið er nefnilega miklu ljótara en fram kemur í auglýsingu okkar. Fyr- ir utan skattahækkanir og auknar álögur á almenning hefur síðan beint atvinnuleysi stóraukist og ekki verið meir í annan tíma, yfirvinna hefur jafnframt skerst mjög mikið. Því hafa ráðstöfunartekjur fólks lækkað miklu meir en forsætisráð- herra vill vera Iáta. Nú þegar er ástand orðið þannig hjá fjölda fólks að ekki aðeins þarf það nú að greiða mat og nauðsynjar dýrara verði en áður heldur er skuldabyrði af lánum vegna íbúða- kaupa þyngri vegna hærri vaxta og hærri rekstrarskostnaðar heimilis og heimilisbíls. Allar þessar hækk- anir taka svo hrottalega í að fólk sem til þessa hefur verið nokkurn veginn bjargálna, neyðist nú til að ganga á eigur sínar, svo sem sparifé," segir Guðmundur J. Guðmundsson. —sá Skattahækkunarafrek ríkisstjórnarinnar mæl- ast mismikil eftir því við hvað er miðað: Skattbyrðin hefur aukist um tæplega þrjá milljarða kr. Hækkuðu skattamir um 2—3 milljarða við aðgerðirnar um síð- ustu áramót — til viðbótar 2 millj- örðum á fyrsta valdaári ríkis- stjómarinnar — eins og mörgum sýnist ljóst? Eða hækkuðu skattar ekld, eins og forsætisráðherra hamrar stöðugt á? JÞað fer bara eftir því hvað menn vilja segja og við hvað menn miða,“ svaraði hag- fræðingur íþjónustu ríkisins, sem baðst undan að nafns hans væri getið. Hann sagði þijár viðmiðanir tiltækan f fyrsta lagi hlutfall af landsframleiðslu. í öðru lagi staö- virðingu miðað við vísitölur. Og í þriðja lagi að skoða breytingar á skattalögum og skattprósentum. Til glöggvunar má taka eftirfar- andi dæmi: Launamaður hafði um 2.000 þús. kr. tekjur í fyrra hverj- um af hann borgaði um 500 þús. kr. í skatta, eða 25% tekna sinna. Segjum að, vegna minni yfír- vinnu, lækki tekjur mannsins í l. 600 þús. kr. í ár, hverjum af hann borgaði 450 þús. kr. í skatta, sem er rúmlega 28% heildartekn- anna. Hækkuðu skattamir hans, eða hækkuðu þeir eldd? Launþeginn mundi vafalítið fullyrða að skatt- amir hans hefðu hækkað töluvert, eða úr 25% upp í 28% af tekjum. Því mundi forsætisráðherra vænt- anlega þverneita. Skattar manns- ins hafí þvert á móti lækkað um 50 þús. kr. Dæmi nú iesendur hver fyrir sig: Skattahækkun? Eða skattalækkun? Á Tímanum vilja menn kalla þetta aukna skattbyrði skattgreiðenda og að skattbyrðin hafí þar af leiðandi aukist um tæpa tvo rallljarða með síðustu aðgerð- um stjóraarinnar. Að gefnu tilefnl þykir Tímanum ástæða að taka saman, í grófum dráttum, áhrif helstu aðgerða rík- isstjórnarinnar í skattamálum í lok síóasta árs: Skattahækkanir em fyrst og fremst 4.200 m. kr. hækkun á tekjuskatti einstaklinga (m.a. hærri skattprósenta, hátekjuskatt- ur og lægrí persónuafsláttur). Breikkun á skattstofni virðisauka- skatts á að skila kríngum 2.200 m. kr. viðbótartekjum og bensín- skattar vom hækkaðir í kringum 800 m. kr. Samanlagt nemur þetta um 7,2 milljaröa króna skatta- hækkunum. Skattalækkanir sem koma til frá- dráttar em aðallega niðurfelling aðstöðugjaldsins, sem talið er jafngilda um 4.200 mÍHj. kr. skattalækkun. Þar við bætist 200 m. kr. iækkun ágjaldeyrisskatti og tekjuskatti fyrirtækja. Alls er þetta kringum 4,4 milljaröa króna skattalækkun. Eftir standa þvi 2,8 milljarða króna skattahækkanir — þ.e. áður en kemur að „reiknikúnstum" ráðherra og ráðuneyta. Þar er bent á, að vegna efhahagssamdráttar verði ríkissjóður fyrír um 2,5 mllljarða króna tekjutapi á árínu, og það tekjutap vilja ráðamenn nota til jöfnunar á móti skatta- hækkununum. Þar er komið að svipaðri spumingu eins og í dæm- inu um launamanninn hér að framan. Þetta em þó ekki einu skatta- hækkunarafrek stjóraarinnar. Á fyrsta valdaári sínu gladdi hún þegnana með alit að 2.800 mQlj- óna kr. skattahækkunum. Þær fól- ust í lægri bamabótum, skertum sjómannafslætti, raunlækkun per- sónufrádráttar, lögguskatti á sveitarfélögin (sem neytti sum þeirra til hækkunar á útsvarí) og hækkun bensíngjalds. Þar á móti ákvað hún að fella nið- ur jöfnunargjald sem skQað hafði ríkinu 900 milljón kr. Munurinn er 1.900 milljóna kr. hækkun skatta. Rétt er að taka fram að fjármála- ráðuneytið var ófúst að faÚast á þá útreikninga ASÍ að raunlækkun persónufrádráttarins samsvaraði 1.200 mflljóna króna skattahækk- un. Menn vom heldur ekki á eltt sáttir um það hvort núvcrandi eða fyrrverandi rfldsstjórn ætti heið- urinn af 600 m. kr. hækkun bens- íngjalds. Samtals nema þau „vafa- mál“ 1.900 milljónum króna, eða sömu upphæð og fyrrnefnd skattahækkun. Teldð skal skýrt fram, að f framangreindum dæm- um hafa hin ýmsu þjónustugjöld sem ríkistjórnin lagði á lands- menn (s.s. aukin hlutdeild í lyfja- og lækniskostnaði, nemendagjöld og fleira) ekki verið talin til skatta- hækkana. - HEI Nú styttist í það að 002 bílasímakerfið verði lagt niður, enda notendur orðnir fáir. Gústaf Arnar, yfirverkfræðingur Pósts og síma: Sjö milljóna tap af 002 símkerfinu Undanfarið hefur farið fram athug- un á því hvort hagkvæmt sé að reka 002 bflasímakerfið áfram og hafa starfsmenn Pósts og síma komist að þeirri niðurstöðu að svo er ekki og verður kerfíð lagt niður um næstu áramót. Notkunin mun vera orðin svo lítil að kerfíð er rekið með töluverðum halla og er það tvennt meginástæða þess að kerfínu mun verða lokað. Gústaf Arnar, yfirverkfræðingur Pósts og síma, sagði í samtali við Tímann að notendur gamla bfla- símakerfisins væru ekki nema um 400 talsins, en tapið af rekstrinum næmi um sjö milljónum á árinu 1992. Bílasímakerfið var opnað árið 1980, en þegar umræðan um hið nýja far- símakerfi hófst, lofaði Póstur og sími því að 002, bflasímakerfið yrði rekið á að giska í 10 ár í viðbót. Nú sé hins vegar svo komið að mikið tap sé á rekstrinum og notendur fáir og fari fækkandi og því séu ekki forsendur til að halda rekstrinum áfram. Auk þess að notendum hefur fækkað mikið, hefur notkun þeirra fáu not- enda sem eftir eru farið mjög minnk- andi. Póstur og sími hefur boðið þeim notendum í bflasímakerfmu að flytja sig yfir í farsímakerfið án þess að þurfa að borga stofngjaldið og hafa menn byrjað að nýta sér það. Gústaf Arnar sagði ennfremur að verið væri að skoða enn eitt nýtt far- símakerfi, svokallað GSM kerfi. Nú munu starfsmenn Pósts og Síma vera í viðræðum við framleiðendur erlendis og í framhaldi mun verða aflað tilboða í þann búnað sem þarf til og gert er ráð fyrir að fjárfest verði í búnaði í þetta nýja kerfi á árinu. Gústaf Arnar sagði að þeir sem keyptu sér nýjan farsíma í dag, þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því að sá sími afskrifaðist eðlilega. Hann sæi ekki annað en að um einhver ókomin ár yrðu þessi tvö kerfi við lýði hér, þótt erfitt væri að fullyrða um framtíðina þegar þróun á búnaði væri jafn hröð og raun bæri vitni. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.