Tíminn - 22.01.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.01.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 22. janúar 1993 Bjöm Ó. Einarsson Fæddur 10. maí 1924 Dáinn 8. janúar 1993 Verði mér hugsað að veðrahami lægðum í undarlegri kyrrð um óbuganleikans blóm: Ljósbera á mel, lilju á strönd, bláhvíta í fjörumöl, eða bumirót á syllu: þá veit ég ekki fyrr til, vinur minn góður, en ég hugsa til þín og heimti seigluna aftur. (Ólafur Jóhann Sigurösion) Kæri frændi. Þó að þú sért nú ekki lengur á með- al vor, þykist ég þess fullviss að þú nemir þessi kveðjuorð mín að leiðar- lokum. Alveg frá því ég kynntist þér, ungur drengur á Stöðvarfirði, dáði ég þig meira en aðra menn. Ég heillaðist af glæsileik þínum og glaðværð, bjart- sýni og ótrúlegri orku og dugnaði til allra hluta. Ég man þegar þú varst að leggja rafmagn í húsin á Stöðvarfirði og komst að mér, litlum strák- hnokka, volandi út undir húsvegg. Þú tókst mig í fangið og spurðir hvað væri að. Ég hafði verið ávítaður fyrir að týna forláta loðskinnshúfu lengst uppi í fjalli þar sem ég hafði verið að flækjast allan daginn með strákunum. Þú sagðir auðvelt að bæta úr því. Við skyldum leggja strax af stað og finna húfuna. Ég taldi öll tormerki á því. Þetta væri svo stórt svæði og ég myndi ekkert hvar ég hafði Iagt hana frá mér. En þú lést mótbárur mínar sem vind um eyrun þjóta, tókst um hönd mér og við lögðum af stað. Ekki veit ég hvort þú hafðir lokið vinnu þennan dag, en ef- laust hefðu flestir þóst hafa eitthvað þarfara að gera en fara í langa og erf- iða fjallgöngu að afloknum vinnu- degi. Ekki er að orðlengja það að ferðalag okkar í leit að húfunni týndu varð ævintýraleg skemmtun, sem endaði með því að við fundum gripinn, mér til mikillar undrunar. Þetta var upphafið að vináttu okkar, vináttu sem aldrei bar skugga á. Ég man líka vel hve mér hlýnaði um hjartarætur þegar ég, ungur dreng- ur í litlu sjávarþorpi á Austfjörðum, fékk bréf frá útíöndum og nafn mitt var skrautskrifað á umslagið með þinni fögru rithönd. Ég minnist hinna mörgu stunda þegar þú varst hrókur alls fagnaðar og sagðir okkur krökkunum ótal sögur af ævintýra- legum atburðum. Þegar þú fórst á flug í frásögnum þínum, hvort sem þær voru af bardögum við berserki á erlendri grund eða veiðiferðum í stórbrotinni náttúru íslands, vorum við gagntekin af viðþolslausum spenningi, héldum krampakenndu taki um stólbríkurnar, hárin risu á höfðinu og augun límd við sögu- manninn. Fáa menn hef ég heyrt segja skemmtilegri sögur. Þér var gefin létt lund og þú notaðir hana óspart til þess að gleðja aðra. Ég vildi að ég gæti upplifað aftur þær stund- ir þegar þú sagðir sögur af skrýtnum köllum og hermdir eftir ýmsu í fari þeirra. Leikarahæfileikar þínir voru svo frábærir að allir viðstaddir velt- ust um af hlátri langtímunum sam- an og hef ég ekki í annan tíma skemmt mér betur. Eftir að ég settist að hér í Reykjavík varð Meltröð 8 einn af þeim stöðum þar sem skemmtilegast var að koma. Það var alveg sama hvenær maður kom í heimsókn, alltaf var manni tekið opnum örmum og var þar eiginkona þín og lífsförunautur, Gunnvör, sannarlega enginn eftirbátur. Einu sinni á erflðri stundu í lífi mínu velti ég því fyrir mér hvert ég gæti leitað eftir andlegum stuðningi og uppörvun. Vissi ég þá ekki annan betri en þig, sem tókst mér auðvitað sem fyrrum, vafðir mig örmum og fylltir mig bjartsýni og trú á lífið á nýjan leik. Sumarið 1986 var haldið ættarmót á Stöðvarfirði til að heiðra minningu foreldra þinna, Einars og Guðbjargar frá Ekru. Ég var þá sem oftar að sumarlagi með fjölskyldu minni í sumarbústað okkar að Steinahlíð, sem þú og systkini þín leyfðu mér að byggja í Ekrulandi. Þú komst nokkru fyrir ættarmótið og við átt- um dýrmæta daga saman. Þetta var í byrjun ágúst, brekkurnar skörtuðu sínu fegursta og stutt var á milli Steinahlíðar og Ekru. Við gengum oft saman um Ekrulandið þessa daga, tylltum okkur af og til niður í laut eða á barð með ilm jarðarinnar í vitunum og horfðum á fegurð him- insins, fjallanna og hafsins. Eitt þessara fögru kvölda ákváðum við að vakna snemma næsta morgun og fara saman í sund. Þegar ég kem út um morguninn sé ég þig standa í túninu rétt fyrir ofan Ekru eitthvað að bjástra. Ég hleyp til þín, vil ekki láta þig bíða. Sé ég þá hvers kyns er: þú ert að losa þrastarunga úr neti sem hann hafði fest sig þrælslega í. Einhvem veginn finnst mér það vel við hæfi, frændi minn góður, að skiljast við þig í minningunni þar sem þú stendur í túninu fyrir ofan Ekru og horflr brosandi hlýjum aug- um á eftir þrastarunganum þar sem hann flýgur á vit lífsins og víðikjarrs- ins í brekkunum dásamlegu, leystur úr dauðans háska og kvöl af mjúkum höndum þínum. Eysteinn Bjömsson í dag er til moldar borinn Björn Óskar Einarsson rafmagnstækni- fræðingur, lengst af til heimilis að Meltröð 8 í Kópavogi, en hann lést á Landspítalanum þann 8. janúar s.l. eftir stutta sjúkdómslegu en nokkuð langvarandi veikindi. Björn Einarsson var Austfirðingur að ætt og uppruna, fæddur á Stöðv- arfirði þann 10. maí 1924 og sleit þar barnsskónum. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Erlendsdóttir og Einar Benediktsson, er bjuggu að Ekru í Stöðvarfirði, en Björn var yngstur átta barna þeirra hjóna. Námsferil sinn eftir barnaskóla hóf Björn Einarsson við Héraðsskólann í Reykholti og eftir útskrift þaðan árið 1943 settist hann í Iðnskólann í Reykjavík og útskrifaðist sem raf- virki 1947. Að því námi loknu hélt Björn svo til Svíþjóðar til frekara náms í fagi sfnu og lauk prófi sem rafmagnstæknifræðingur frá Svenska Institutet 1950. Eftir heimkomuna hóf Björn vinnu á Teiknistofu SÍS 1951 og vann þar til ársins 1962. Þá vann hann hjá Rönning 1962 til 1968 og síðan í eitt ár hjá Kópavogsbæ. Þá rak Björn um tíma Tækniþjónustu Kópavogs, sem hann stofnaði með mági sínum, Baldri Helgasyni. Þetta fyrirtæki þeirra vann að teikningu raflagna í íbúðarhús og veitti ýmsa ráðgjöf á því sviði. En 1971 gerðist Björn fram- kvæmdastjóri Olíumalar h.f., sem var samstarfsfyrirtæki nokkurra TT frarnjei m sn Royale flygill til sölu. Lítið notaður, glæsilegur flygill er til sölu af sérstökum ástæðum. Góður hljómur, gott útlit og mjög hagstætt verð. Kæmi vel til greina fyrir skemmtistað eða félagssamtaka- húsnæði. Upplýsingar gefur Bjöm í síma 91-10517 yfir helgina. sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi og fékkst við gatnagerð með olíu- malarslitlagi. En sú aðferð breytti mjög til þess betra umhverfi margra sveitarfélaga í gatnagerð á áttunda áratugnum, þar sem olíumölin var mun ódýrari en malbikið og því við- ráðanlegri fjárhag minni sveitarfé- laga. Árið 1979 stofnaði Björn svo með öðrum verktakafélagið Hegranes h.f. til að annast vegaframkvæmdir, sem hann rak um tveggja ára skeið. Ókunnugir, sem líta yfir þennan starfsferil Björns Einarssonar, gætu haldið að hér væri á ferðinni at- hafnasamur fjáraflamaður og því nokkuð loðinn um lófana. Vissulega sá Björn vel fyrir stóru heimili, en auðsöfnun var ekki hans áhugasvið. Þeir, sem kynntust Birni náið, vissu að þar fór fyrst og fremst hugsjóna- maður, uppfullur af nýjum hug- myndum og áhuga fyrir velferð þjóð- ar sinnar á öllum sviðum. Og hans síðasta fyrirtæki var einmitt gleggsti votturinn um þá hluti. En Björn hafði lengi velt fyrir sér möguleikum þess að nýta íslenska vikurinn sem byggingarefni með íblöndun annarra efna, t.d. gifsi. Ár- ið 1985 var þessi hugmynd komin það langt að hann ásamt fleirum stofnaði fyrirtækið Vikó h.f., sem ætlað var að þróa framleiðslu á þil- plötum úr framangreindum efnum. Þarna fór nú eins og oft vill verða hjá okkur íslendingum, að við erum til- búnir að leggja fram fjármuni og byrja strax í dag á hlutunum, ef við höfum vissu fyrir því að vera farnir að raka saman peningum á morgun og þá helst fyrir hádegi. En svona vinnsla þarf Iangan þróunarferil áð- ur en regluleg framleiðsla getur haf- ist. Það fór því svo að þessi hugmynd Björns var seld bresku stórfyrirtæki, sem vinnur áfram að þróun hug- myndarinnar og á vonandi, og mjög sennilega, eftir að sjá dagsins Ijós sem veruleiki í líkingu við það sem hugsjón Björns benti til. En hér fór eins og svo oft áður að þeir verma sér sjaldnast við eldana, sem fyrstir kveikja þá. En hugsjónin lifir og heldur uppi nafni hugvitsmannsins. Bjöm Einarsson var mikill félags- málamaður. Einn þáttur þess áhuga var á sviði leiklistar og kvikmynda- gerðar, sem hann tók virkan þátt í. Hann var m.a. formaður Leikfélags Kópavogs um tíma og kom oft fram á leiksviði í ýmsum hlutverkum. Hann Iék einnig í kvikmyndum, s.s. Útlaganum og Gullsandi. Söngrödd hafði Björn ágæta og hafði gaman af söng. Það má næstum því segja að Birni Einarssyni var ekkert óviðkomandi, sem laut að fegurra og betra mann- lífi. Og allt, sem hann tók sér fyrir hendur, stundaði hann af lífi og sál meðan svo stóð. Æskulýðsmálin áttu þar mikið rými. Hann var um árabil virkur í forustusveit Ungmennafé- lagsins Breiðablik og studdi mjög allt æskulýðsstarf. Stjórnmálin fóru heldur ekki fram- hjá Bimi. Hann var mikill sam- vinnumaður og studdi Framsóknar- flokkinn. Bæjarfulltrúi í Kópavogi var Björn í þrjú kjörtímabil frá 1962 til 1974 og forseti bæjarstjómar 1972 til 1973. Hann átti sæti í báð- um þeim nefndum, sem sáu um eft- irlit með byggingu Hafnarfjarðar- vegar í gegnum Kópavog og undir- búning að skipulagi miðbæjar Kópa- vogs, og starfsmaður þessara nefnda um tíma. Þannig var Bjöm einn í hópi mestu áhugamanna um upp- byggingu miðbæjar Kópavogs og honum því mikil vonbrigði hvemig bæjarstjómir í Kópavogi lyppuðust niður í því máli. Bjöm Einarsson átti stóra fjöl- skyldu. Þann 15. júlí 1951 gekk hann að eiga Gunnvöm Braga Sigurðar- dóttur prests í Holti, en hún lést þann 1. júlí á síðasta ári. Börnin á heimilinu urðu 11 talsins: Hildur, Guðný, Amdís, Sigríður Bima, Gunnvör Braga, Einar Valgarð, Guð- björg Halla, Kolbrún Þóra, Halldóra Kristín (látin), Hjalti og Sigurður Benedikt, öll mikil efnis- og myndar- böm. Síðustu ár ævi sinnar átti Bjöm við mikla vanheilsu að stríða og var bundinn við hjólastól, sem átti illa við skapferli slíks athafna- og elju- manns. Það var gaman að kynnast Bimi og vinna með honum. Ef allt hans hug- arflug hefði verið virkjað, þá hefði mikil orka getað leyst úr læðingi. En nú er hann væntanlega laus við hjólastólinn og getur aftur notið þess frelsis sem hann þráði framar öðm. Ég votta börnum hans, tengdaböm- um, systkinum og öllum ættingjum mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að fylgja honum og styðja á helgum brautum. Guttormur Sigurbjömsson 60 ára: Halldór Hafliðason bóndi og hreppstjóri í Ögri Sjá, tíminn, það er fugl, sem flýgur hratt, hann flýgur máske úr augsýn þér í kveld. Þessi orð hins persneska skálds komu mér í hug er mér barst til eyrna á jólaföstunni, að Halldór bóndi og hreppstjóri í Ögri fyllti sjötta áratuginn þann 22. janúar á hinu næsta ári, því sem nú er upp runnið fyrir nokkm með erfiðri tíð, leiðindum til veðurs. Fleirum en mér urðu undmnarorð á vömm er spurðist hvern aldur Halldór bæri nú, með því eigi verð- ur það svo glöggt ráðið af útliti og fasi. En þannig læðist tíminn að oss, hljóðlega og sífellt, lýtur engum lögmálum utan sínum eigin. Á nokkmm jörðum landsins hefur sami ættleggur búið langar stundir, en eigi er mér kunnugt um aðra jörð eða höfuðból um Vestfirði, er lengur hefur af sömu ætt setið ver- ið, en Ögur, en Halldór Hafliðason er afkomandi þeirra Ögurbænda er oftast er til vitnað um rausn og myndarbúskap á staðnum, Þuríðar og Jakobs. Halldór hóf búskap í Ögri árið 1969 er faðir hans, Hafliði Ólafsson frá Strandseljum, lést, en hann hafði lengi í Ögri búið ásamt konu sinni, Líneik Árnadóttur. Mörg árin þar áður hafði Halldór vitanlega verið mikil driffjöður í Ögurbúskap, en tók nú við búsforráðum með konu sinni; gekk að eiga Maríu Guðröðar- dóttur frá Kálfavík í Ögursókn 1967. Hafa þau hjón búið þar síðan góðu búi. Kirkjan í Ögri er bændakirkja, en þær vom margar í aldanna rás, „eign ákveðins bónda eða höfðingja, sem reisti kirkju á jörð sinni", og er arnad heilla slík skipan á í Ögri enn í dag. Sem kirkjuhaldari hefur Halldór lagt metnað sinn í að halda við kirkju og garði og þau hjón bæði séð um að allir hlutir séu til staðar og í góðu ásigkomulagi þá embættað er. Hefur það áreiðanlega verið þannig um tímann og gengur Halldór hér í slóð forfeðra, þótt annað sé á teningi uppi en áður var, er mátt hefði sjá tugi manna drífa í hlað í Ögri á helg- um tíðum. Heimili þeirra hjóna tel- ur eigi margt manna á hinum venjulega degi vetrarins, og er það sem annarsstaðar í héraði', en á há- tíðum og við sérstök tækifæri verð- ur heldur betur breyting á. Vom þannig 16 manns á Ögurheimili hinn fyrsta dag ársins er messað var að venju þar í ytra, börn Ögurhjóna 6 að tölu, makar sumra þeirra og börn. Halldór er maður hispurslaus í hví- vetna og vegur hans til verksins er beinn og hiklaus. Eigi þókti heppi- legt að fara í kirkju þann 1. ársins með svo mörg ung böm er vom að leik á skíðum eða sleðum á breða- fönninni fyrir ofan bæinn, en for- eldrarnir bundnir við gæslu þeirra. Var þá á það ráð brugðið að bera út öflug stormljós, en fólk og börn röð- uðu sér þar í kring, flutt þar guðsorð og sungnir sálmar. Snæóallaströnd- in blasti við í ljósaskiptunum. Trúnaðarstörf ýmis hafa hlaðist á Halldór og mun hann þó ekki í þeim hópi manna, er fyrst og fremst sækj- ast eftir slíku til gyllingar sjálfum sér eða fyllingar andlegs tómarúms. Þrátt fyrir harðfylgi í búskap og að Halldór sé fyrst og fremst hinn önn- um kafni bóndi, les hann á vetmm mikið góðbókmennta og munu ævi- sögur íslensks fólks vera honum kærast lesefni. Spegla slíkar sögur oftar en ekki hugarheim eldri kyn- slóðar, auka skilning á því þjóðfélagi er við lifum í, og gera menn hæfari að meta stöðuna í nútímanum. Hef- ur Halldór því ekki hneigst að yfir- borðslegum skyndilausnum á vanda byggðarlaga eða þjóðfélags, en hall- ast að þeim hlutum sem herst hafa og prófast í eldi reynslu. Ég þakka þeim hjónum góð kynni og gott samstarf, svo og móttökur allar á ferðum mínum á annexíu í Ögri og aðra viðstöðu þar. Bestu kveðjur héðan frá okkur í Vatnsfirði til ykkar beggja og hamingjuóskir á afmælisdegi. Einnig til hamingju með hinn 15. nóvember síðastlið- inn, sem fimmtugasta afmælisdag frú Maríu. Vatnsfirði, á 2. sd. eftir þrettánda, Baldur VUhelmsson prófastur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.