Tíminn - 22.01.1993, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. janúar 1993
Tíminn 9
Húnvetningafélagið
Félagsvist á morgun laugardag í Húna-
búð, Skeifunni 17, kl. 14. Verðlaun og
veitingar.
Félag eldri borgara í Reykjavík
Dansleikur með Tíglunum í Risinu í
kvöld kl. 20. Gönguhrólfar fara frá Ris-
inu á laugardagsmorgun kl. 10. Leikritið
Sólsetur, sýning á morgun kl. 16 og
sunnudag kl. 17.
Frá Hana nú í Kópavogi
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað
frá Fannborg 4 kl. 10. Nýlagað molakaffi.
RÝMI Myndmenntaskóli kynnir
starfsemi sína
RÝMI Myndmenntaskóli, hinn nýi lista-
skóli í Reykjavík, heldur sýnikennslu og
kynningu á starfsemi sinni í Kringlunni
dagana 18.-30. janúar 1993.
,Á þennan hátt leitumst við við að fylgja
eftir markmiði okkar, þ.e. að fraeða al-
menning um listir og svipta dularslæð-
unni af listframleiðslu og opna fólki inn-
sýn í hugmyndafræði og tæknihlið
myndgerðar," segir í fréttatilkynningu.
Guðrún TVyggyadóttir, myndlistarkona
og skólastjóri RÝMIS, mun vinna að gerð
stórs málverks frá kl. 12 í dag. Þannig
gefst fólki tækifæri á að fylgjast með gerð
olíumálverks og mun Guðrún svara
spumingum áhorfenda.
Mánudaginn 25. janúar kl. 15 mun Jón-
as Bragi Jónasson glerlistamaður vera
með sýnikennslu á gerð steindra glerja
og glerskúlptúra.
Þriðjudaginn 26. janúar kl. 15 mun
Þorvarður Ámason kvikmyndagerðar-
maður kynna kvikmynda- og video-gerð.
RÝMI býður upp á Tölvugrafíknám-
skeið, sem er nýjung á íslandi. Nám-
skeiðið er haldið í samvinnu við Tölvu-
skóla Stjómunarfélags íslands og Ný-
herja og kennt verður á forritin Painter
og CorelDraw.
Sunnudaginn 24. janúar opnar síðan
nemendasýning í RÝMI, Listhúsi í Laug-
ardal, Engjateig 17-19. Sýningin verður
opin dagana 24.1.-30.1. frá kl. 10-18 dag-
lega. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur.
Bókamarkaöur og kompudagar
þessa helgina í Kolaportinu
f Kolaportinu er jafnan aö finna
skemmtilega blöndu af nýju og gömlu,
og þar á meðal svokölluðu kompudóti.
En þessa helgina er efnt til sérstakra
kompudaga í Kolaportinu og er þá gef-
inn afsláttur af sölubásum með kompu-
dóti. Slíkir kompudagar em jafnan mikil
hátíð fyrir grúskara sem gaman hafa af
gömlu dóti, og því má segja að þessa
helgi fari saman hátíð grúskara og bóka-
orma, því á bókamarkaðnum í Kolaport-
inu bætast nú um helgina við um 200
titlar og margir þeirra fágætir.
Auk þessara sérstöku liða á markaðs-
torginu nú um helgina verður þar að
vanda mikill fjöldi seljenda, nýrra og
gamalla, sem bjóða nánast allt milli him-
ins og jarðar, en Kolaportið verður að
venju opið laugardag kl. 10-16 og sunnu-
dagkl. 11-17.
680001 & 686300
r
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNIDÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
BLAÐBERA VANTAR
f ÝMIS HVERFI
Viltu komast á fjöll?
i til sölu
Polaris Indy 650 árg. 89.
Ekinn aðeins 2.400 mílur. Mjög vel útlítandi í toppstandi.
Brúsa- og farangursgrind, farangurskassi úr áli.
Gott staðgreiðsluverð.
Uppl. í sima 91-685582 eða á sleðanum í farsíma 985-34561.
Brigitte hélt jóiaveistu fyrir helstu vini sina, alla þá hunda sem vildu og gátu verið viðstaddir.
NÚ VILL BRIGITTE
BARDOT SIFELLT FA
AF SÉR MYNDIR í
HEIMSPRESSUNNI!
Brigitte Bardot er nýgift! Það hef-
ur ekki farið framhjá neinum, sem
á annað borð sér blöð.
Allt í einu fór að rigna yfir heims-
pressuna myndum og fréttum af
Brigitte, og hún var ekki í þessum
dýraverndunarham sem hún hefur
verið í langan tíma.
Nei, hún er hamingjusöm og ný-
gift franska pólitíkusnum Bernard
d’Ormale, sem fram að hjónaband-
inu hafði verið þekktastur fyrir að
vera í slagtogi með hægrisinnaða
stjórnmálamanninum Jean Marie
Le Pen. Hún sló tvær flugur í einu
höggi, þegar hún fór til Noregs til
að halda brúðkaupið og heilsaði
um leið upp á soninn Nicholas og
fjölskyldu hans, en hún hafði varla
litið hann augum frá því hann var
lítill hnokki. Smákökkur kom í
hamingjusúpuna, þegar Brigitte
varð það á að taka of mikið af ein-
hverri ólyfjan eftir veislu og það
varð að dæla upp úr henni í hvelli.
En það varð fljótt yfirstigið og enn
halda áfram að birtast myndir af
henni, geislandi af hamingju, og
nýja manninum.
En Brigitte hefur ekki gleymt
gömlu skjólstæðingunum sínum,
dýrunum, þrátt fyrir nýja lífið sem
nú brosir við henni. Um jólin hélt
hún dýrindisveislu og bauð til
hennar þeim sem næstir standa
hjarta hennar, nýja eiginmannin-
um og öllum þeim hundum sem
til náðist. Veislan var haldin í
húsakynnum Brigitte Bardot-
sjóðsins í Saint Tropez, en hún
setti þá stofnun á fót til styrktar
dýravernd.
Nýi eiginmaðurinn, Bernard d'Or-
maie, virðist heldur betur hafa
dregið Brigitte út úr þeirri skel,
sem hún hefur brynjað sig með
lengi.
I spegli
Timans