Tíminn - 22.01.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.01.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 22. janúar 1993 Tímiim MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verð i lausasölu kr. 110,- Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Fj árhagsáætlun Reykjavíkur- borgar Borgarstjórn Reykjavíkur tók á fundi sínum í gær fyrir í seinna sinn frumvarp að frjáhags- áætlun borgarinnar fyrir 1993. Sú fjárhagsáætl- un sem og áætluð útkoma á síðasta ári, sýna glöggt þau umskipti sem orðið hafa í fjármálum höfuðborgarinnar til hins verra á aðeins örfáum árum. Vandann má að verulegu leyti rekja til fjármálaóstjórnar meirihlutans á síðustu tíu ár- um, og er þar hlutur fyrrverandi borgarstjóra áberandi þungur. Fjáraustur í óarðbær gælu- verkefni hafa leitt til stórfelldrar skuldasöfn- unnar og er borgarsjóður nú rekinn með halla ár eftir ár. Borgarfulltrúar minnihlutans, Fram- sóknarflokks, Nýs vettvangs, Alþýðubandalags og Kvennalista, hafa með kröftugum og skel- eggum hætti gagnrýnt þessa óráðsíu, en því miður ekki haft erindi sem erfiði. Minnihlutinn hefur nokkuð misjafnar áherslur varðandi það hvernig taka beri á aðsteðjandi vanda í Reykja- vík þótt þessi ólíki hópur sé annars að mörgu leyti samstíga. Hér skal þó tekið undir með Sigrúnu Magnús- dóttur borgarfulltrúa þegar hún segir að í upp- hafi sé það brýnast af öllu að fá faglegt mat og úttekt á því hvað fór úrskeiðis í fjármálastjórn- uninni á árunum eftir 1989. Á þessum tíma hafa skuldir á hvern íbúa borgarinnar tvöfaldast og er nú svo komið að hallinn á borgarsjóði er helmingi meiri hlutfallslega heldur en hallinn á ríkissjóði. í ályktunartillögum framsóknarmanna sem Sigrún Magnúsdóttir setti fram á borgarstjórn- arfundinum í gær er annars vegar talað um að skoðunarmenn borgarreikninga og borgarend- urskoðandi geri úttekt á reikningum 1989 til 1992 í því augnamiði að skilgreina vandann og mistökin sem gerð hafa verið. Hins vegar flutti Sigrún ályktunartillögu um að gerð verði tekju- og greiðsluáætlun til næstu þriggja ára þannig að með skipulegum hætti verði unnt að ná tök- um á vandanum. Þessar ályktunartillögur eru sjálfsagðar og eðlilegar enda eitt brýnasta verk- efni borgarinnar að ná tökum á fjármálunum. Sú staðreynd að borgarsjóður greiðir í ár millj- arð í afborganir og vexti af lánum, undirstrikar mikilvægi þessa en þessi kostnaður er álíka hár og sú upphæð sem varið er til framkvæmda fyr- ir aldraða og í skólamál. Viöbrögö stjómarsinna við niöur- stööu skoöanakönnunar DV bafa veriö athvglisverö, en auk tauga- veitíunarinnar eru tvö atriði áber- andi í ölium málflutningi þeirra í þessu sambandi. Annars vegar hefur baö skyndilega riijast upp fyrir ráöherrum og fieirum aö Færeyingar eru í vanda og nú hrópa ráðherrar „Færeyjar!“ í öðru hverju oröi og kalla þaö um- ræðu um efnahagsmái. Hitt er aö skoðanakönnun DV sé svo vafa- samur pappfr að varíegt sé að trúa jþví að Framsókn sé orðinn aö stærsta flokkki iandsins og að Sjálfstæöisflokkur sé orðino minni en Alþýðubandalag. Vissulega má segja að það sé gott, ef eitthvað jákvætt kemur út úr vandræðum Færeyinga, jafnvel þó þaö sé ekki annaö en það að ríkisstjómin gangi í Færeyjavina- félagið á íslandi, en auðvitaö eru vandamál Færeyinga ekki við- fangsefni eða ásteytingarsteinn í íslenskum stjórnmálum, ekki frekar en vandamál Indverja, þar sem þeir fátæku líða skort en þeir ríku lifa í alisnægtum! Viimubrögð DV Gagnrýnin á skoðanakönnun DV er hins vegar útsmognarí, ekki síst vegna þess að á sjónvarps- stöðvum hafa stjómarsinnar í fréttah'ðinu dreglö fram Hafnar- fjarðarkratann Olaf Þ. Harðarson, sem kennir stjómmálafræði við Háskólann, og fengu hann til að draga í efa gildi könnunar DV. Það vom inikál mistök hjá Ólafí að fara með þuiu sína fyrir framan sjón- varpsvélamar, því það sem hann hafði að segja var afskaplega létt- vægt og gaf ekki tilefni tfl að taka skoðanakönnun DV með sérstök- um fyrfrvara. Að gera stærð úr- taksins að einhverju stórmáli, en ekki hvemig það er samansett, og að telja það eðiiiegt að hríngia með fastar reikniformúiur í skoð- anakönnunum, sem síðan em bomar saman, þætti víst óvíða c góð latína hjá fræðimönnum. Það, sem stjómmálafræðingur- inn hefði hins vegar gjaman mátt tjá sig um, er hið einstæða afrek Davíðs Oddssonar að gera Sjálf- stæöisflokkinn aö minni flokki en Alþýöubandalagið. Þetta tekst for- manninum á sama tíma og hug- myndafræði kommúnismans geldur afhroð um alian heim og flokkkar, sem nú teijast borgara- iegir, lenda í því að Mn marx-len- ínfska fortíð þeirra ofsækir þá eins og afturganga. Markvisst unnið að fyigistapi Greinllegt er á þessari fylgisþró- un að Sjáifstæðisflokkurinn siglir þeggja skauta byr út úr íslenskum Stjómmáium, a.m.k. þeim hluta sem skiptir einhverju málL Það merkiiega er, að samkvæmt yfir- lýsingum og viðbrögðum for- manns fiokksins við niðurstöðu skoðanakönnunarinnar þá hyggst hann einmitt halda áfram ótrauð- ur á þessari sömu braut. Þess má því vænta að það verði smáflokkur seœ kemur saman til þess lands- fundar, sem nú styttist í að verði haldinn samkvæmt iögum flokb- Garri hefur nokkuð veit því fyrir sér hvemig standi á þessari sjálfs- eyðingarhvöt sjálfstæðismanna og aðeins fundið eina rökrétta skýr- ingu: Formaður Sjálfstæðis- flokksins hlýtur að vera laumu- kommi. Ótrúlegt er aö það takist óviljandi aö gera AlþýðubandaJag- iö aö stærri stjómmálaflokki en Sjálfstæðisflokkinn. Slíkt afrek krefst markvissra vinnubragða og aðstöðu til að geta fælt fólk frá flokknum. Sé Iitið yfir völlmn, er staðan ekki glæsileg fyrir Sjálf- stæðisflokkinn: Höfuðborgin er flárhagsleg brunarúst eftir fjár- málastjóm fyrrum borgarstjóra og líkur ekki verið meiri f áraraðir á að flokkurinn tapi borginni. Efnahagsmál þjóðarinnar og óstjóm ríkisstjórnarinnar hefur nú gert Sjálfstæðisflokkinn að þriðja minnsta flokki landsins. Það að formaðurinn ætlar hvergi að hvika af þessari braut, bendir eindregið til að hans meginmark- mið sé að stækka enn frekar Al- þýðubandalagið. Garrí Ráðþrota þagnarsamsæri Atvinnuleysi er böl sem enginn þykist þola og margir telja auðvelt að útrýma og allir afneita að eiga nokk- um þátt í. Samt er atvinnuleysi mik- ið og sækir stöðugt á. Bölið er sett upp í prósentur og línurit og skír- skotanir til fortíðar og framtíðar og samanburð við aðrar þjóðir og enn aðra lífshætti. Ef til vill á margslungin umræða um fyrirbærið sér einhverja stoð, en oftar en ekki er hún stagl um keisar- ans skegg og eru úrlausnimar eftir því. Eitt nýjasta framlagið er misklíð sem upp er komin milli samtaka at- vinnulausra og félagsmálaráðuneyt- isins um fjölda atvinnuleysingja. Annar aðilinn telur að þeir séu mjög vantaldir í opinberum plöggum, þar sem aðrir em ekki taldir án vinnu en þeir sem em í stéttarfélagi og hefur verið sagt upp störfum. Ráðuneytið segir það satt vera en fjöldi annarra lífbjargarlausra sé ekki svo mikill að það taki því að setja töluna niður á blað. Samt skiptir hún einhverjum þús- undum og ef skriffinnar og töflu- gerðarfólk kynni að líta upp úr töl- um sínum má koma auga á einstak- linga, og það ærið marga, sem eru flestar bjargir bannaðar og fá hvorki vinnu né tryggingabætur. Gæti farið svo að örlög þessa fólks þættu um- ræðuhæf ef vandi þess væri viður- kenndur. Dyggðir Það þykir mikil dyggð að stofnanir og fýrirtæki hagræði í rekstri, tæknivæði starfsemina og spari. Allt kemur þetta fýrst og síðast niður á starfsfólkinu. Því er fækkað og í mörgum tilvikum em laun þeirra sem eftir eru skert með einum hætti eða öðmm. Svona vinnubrögð þykja til mikillar fyrirmyndar og stundum er kvartað yfir að ekki sé nógu langt gengið í samdrættinum og hagræðingunni. Forráðamenn mikilla stofnana hæl- ast um að segja ekki upp starfsfólki en fækka samt, því ekki eru neinir ráðnir í stað þeirra sem hætta. Það gleymist að taka fram að með þessu er vinnumarkaði lokað fyrir þeim sem með réttu ættu að vera að hefja sitt ævistarf. Og þeir lenda á milli þils og veggjar í samfélaginu, enga vinnu að fá og engar trygging- arbætur því viðkomandi hefur ekki verið rekinn úr starfi. Frammi fyrir þessu stendur unga fólkið sem sér framtíðardrauma sína og meira og minna falskar vænting- ar verða að engu einmitt þegar mest ríður á að atvinnulífið taki því opn- um örmum. Enginn er á móti því að hagræða, draga saman og spara og enginn er á móti því að leggja svo og svo mikið til af fjármunum til að efla atvinnu- lífið, skapa atvinnutækifæri og auka landsframleiðslu og tekjur einstak- linga. En þegar fara á að samræma svona ólík viðhorf veit enginn hvernig á að fara að því og grípa embættismenn og þeir sem gera út á vinnumarkað, til þess gamla góða ráðs að tala bull sem enginn skilur sem ekki er von því það er meining- arlaust. Það sem aldrei má segja Ný tækni og breytt vinnubrögð eru miklu stærri þáttur í síauknu at- vinnuleysi en fíestir þora eða fást til að viðurkenna. En þar kemur hag- ræðingin og „gæðastjórnunirí' við sögu. Afkastaaukning samfara vinnusparandi aðferðum þarf ekki alltaf að vera atvinnulífinu svo dýr- mætt sem af er iátið. Hér má minna á nýlegt heilræði um að þegar þjóðfélag er endumýjað verður að gæta þess vel að gera tæknina að vini mannsins en ekki óvini. Með auknu atvinnuleysi og þeirri fullvissu sem er að grafa um sig, að það sé komið til að vera og muni óhjákvæmilega aukast enn um hríð, er ávallt kæfð sú hjáróma umræða, að athugandi sé að deila störfunum meira en nú er gert. Það er einfald- lega gert með því að stytta vinnutím- ann og gefa fleirum tækifæri til starfa. Launin skerðast en dreifast betur. Enn síður má ræða um það af neinni alvöru að launamunurinn er orðinn óhugnanlegur. Tvöföld, þre- föld og jafnvel tíföld laun tíðkast innan fyrirtækja og stofnana og fer það hvergi nærri eftir vinnuframlagi eða mikilvægi starfsmanna hve hátt þeir eru metnir til launa. Það er viðburður ef einhverju af lúxuslaunaliðinu er sagt upp störf- um en daglegur viðburður að fjöldi manns á lægstu laununum missi störf sín og þarf þá enginn að hugsa um samninga um „starfslok" eða neitt slíkt eins og þegar hálaunahá- karlarnir eiga í hlut. Hægt væri að spara gífurlegar upp- hæðir í rekstrarkostnaði stofnana og fyrirtækja með heiðarlegum launa- jöfnuði ef nokkur vilji væri fyrir hendi. En um þetta er bannað að tala eins og svo margt annað sem skiptir sköpum í rekstri fyrirtækja og þjóð- félags. Því er mál að hætta þessu rausi og þegja, því hér er ískyggilega farið að nálgast kjama máls.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.