Tíminn - 22.01.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. janúar 1993
Tíminn 5
SAGA KEFLAVIKUR
1766-1890
Bjaml Guðmarsson: Saga Keflavíkur
Gert að fiski með gamla laginu á Hafnargötunni í Kefiavík 1912. Knudtzons-
verslun I baksýn, síðar hús Ungmennafélagsins.
1766-1890.
Keflavíkurbær 1992.
302 bls.
í 1. kafla þessa 1. bindis af Sögu
Keflavíkur lýsir höfundur næsta ná-
grenni sögusviðsins og gerir grein
fyrir viðfangsefni sínu með eftirfar-
andi orðum: „Strangt til tekið fjallar
þessi saga um þróun byggðar þar sem
heitir Keflavík, og var þegar við kom-
um til sögu, aðeins lítil kotjörð. Þessi
jörð greindi sig þannig frá öðrum bú-
jörðum, að þar var rekin verslun
hluta úr ári. Hafði svo verið um langt
árabil. En Keflavík var ekkert eyland
þá fremur en nú og sagan teygir því
vísast anga sína um Suðumesin, jafn-
vel alla leið til Kaupmannahafnar.
Það er því ekki úr vegi að skyggnast
lítið eitt um nærsveitimar í upphafi
sögunnar, gæta að áttunum, huga að
fólki í amstri dagsins og landshögum
almennt." Þessu næst leiðir höfúnd-
ur lesandann upp á Háaleiti og bend-
ir til átta, sýnir næsta nágrenni sögu-
sviðsins, greinir frá helstu kostum
þess og göllum og tekur síðan að gera
grein fyrir bújörðinni Keflavík og
rekur sögu hennar í aldanna rás í
stuttu máli. Þar virðist hann þó fljót-
lega hafa rekið sig á sama vegg og
fleiri, sem kanna vilja sögu þessa
landsvæðis á öldum áður: Heimilda-
fæðin er mjög til trafala, þótt sagan sé
mikil.
Um það bil sem saga sú hefst, er rak-
in er í þessari bók, var Keflavík ekki
annað og meira en rýr kotjörð. En
hún lá vel við sjósókn í sunnaverðan
Faxaflóa og því settust kaupmenn þar
að í upphafi fríhöndlunar. Var verslun
f plássinu lífleg og um skeið höfðu
Keflavíkurkaupmenn útibú f Reykja-
vík. Sjórinn var það, sem allt byggðist
á, og þegar vel aflaðist fjölgaði fólk-
inu og margir töldu sýnilega þurra-
búðarvistina á mölinni vænlegri en
hokur og húsmennsku í yfirfullum
sveitum.
Hér segir gjörla frá fyrstu Keflavík-
urkaupmönnum, frá fólkinu sem
byggði upp þorpið á ofanverðri 18.
öld og lengst af þeirri 19., lífi þess og
kjörum, og skemmtilegir kaflar eru
um verslunar- og sjávarhætti, auk
þess sem glögg grein er gerð fyrir því
sem helst gagntók hugi manna, svo
sem deilum um netaveiðar.
Skemmtilegir og fróðlegir kaflar eru
um daglegt Iíf og viðurværi fólks,
kryddaðir sögum af breyskum körl-
um og konum og viðhorfi samfélags-
ins til hrösunar þess og ævintýra.
Undir lok sögunnar var þorpslífið
komið í nokkuð fastar skorður, þétt-
býlið var orðið fast í sessi og Keflvík-
ingar teknir að mynda með sér félög
um ýmisleg áhugamál. Þar fóru borg-
arar og aðrir fyrirmenn í fararbroddi,
en alþýða manna fylgdist með eftir
föngum.
Höfundur hefur lagt sig fram um að
skrifa skemmtilega sögu og tekst það
vel. Hann hefur kannað mikinn fjölda
heimilda, sem hann nýtir á athyglis-
verðan hátt, og tekst oft að varpa
skýru ljósi á þá þætti, sem við viljum
helst fá vitneskju um: hvers vegna
þéttbýlið myndaðist íKeflavík, hvem-
ig það byggðist og hvemig háttað var
lífsbaráttu fólksins, sem þarna settist
að. Stíllinn er einkar lipur og læsileg-
ur, en verður þó á stöku stað full
gáskamikill fyrir alvarlegt fræðirit.
Bókin er prýdd miklum fjölda mynda,
sem sumar hafa mikið heimildagildi,
og allur frágangur er til fyrirmyndar,
að því undanskildu að prentvillur em
helsti margar.
Fiskþvottur ! Keflavfk 1912. Duushús á miðri mynd. Miðpakkhúsið til vinstri. Myndin tekin 1912.
Jón Þ. Þór
Leikfélag eldri borgara í Risinu við Hverfisgötu:
SÓLSETUR
Leikfélag eldri borgara, Snúður
og Snælda, sýnir um þessar
mundir leikritið Sólsetur eftir Sól-
veigu Traustadóttur í Risinu við
Hverfisgötu. Bjami Ingvarsson
leikstýrir.
Sólsetur er nafn á elliheimilinu
þar sem verkið gerist. Við fylgj-
umst með opnun þess og sam-
skiptum starfsfólks og heimilis-
manna. Einnig kemur sjálfs-
ánægður sýslumaður mikið við
sögu ásamt konu sinni. Þetta er
gamanleikrit með ástarbralli,
framhjáhaldi og
léttri kölkun.
Húmorinn ein-
kennist af kven-
fyrirlitningu,
blótsyrðum,
spælingum og svo er ýjað að kyn-
ferðislegum athöfnum. Slíkt
bregst sjaldnast.
Átta leikarar taka þátt í sýning-
unni og eru það þau Þorsteinn Ól-
afsson, Brynhildur Olgeirsdóttir,
Sigrún Pétursdóttir, Anna
TVyggvadóttir, Ársæll Pálsson, Ið-
unn Geirdal, Sigurbjörg Sveins-
dóttir og Sveinn Sæmundsson.
Það örlaði á dálítilli taugaspennu í
upphafi sýningar en þegar á leið,
náðu leikarar sér ágætlega á strik.
Að öðrum ólöstuðum þótti mér
Ársæll Pálsson í hlutverki róttæk-
lingsins Kristins einna bestur.
Hlutverk hans er líka skemmtilegt
og honum tókst fljótt að vinna
mann á sitt band. Sömuleiðis átti
Sigurbjörg Sveinsdóttir góða
spretti sem Hildur.
Mér fannst slæmt að sjá hvað
leikararnir gátu verið aðgerðalitlir
á sviðinu meðan einhverjir tveir
áttu í samræðum. Þeir fengu
kannski að skjóta inn einni setn-
ingu en stóðu bara kyrrir í fæturna
og gerðu ekkert í lengri tíma. Slíkt
jók oft á taugatitring leikara og í
eitt skipti veitti ég því athygli að
einn þeirra mímaði með þeim sem
orðið hafði. Leikstjóri hefði átt að
taka fyrir þetta
athafnaleysi.
Ljósahönnun
var í höndum
Kára Gíslasonar
og var vel úr
garði gerð. Búninga sá leikhópur-
inn um og eru þeir jafnframt til
prýði. Leikmyndin er eðlileg en
hana hannaði Bjarni leikstjóri og
smíðaði sjálfur.
Þótt Sólsetur sé vissulega gaman-
leikrit er ekki eintómt grín þar á
ferðinni því það fjallar líka um al-
varleg mál svo sem eins og það
hvort „viðeigandi" sé að verða ást-
fanginn og gifta sig á gamals aldri.
Efniviðurinn höfðar þó til allra
aldurshópa og var ekki annað að
heyra en áhorfendur skemmtu sér
ágætlega. —Gerður Kristný.
Úr sýningu Leikfélags
eldri borgara á Sólsetri.
Ásgeir
Hannes:
Föstu-
dags-
pistill
PRÍVATSTÓRIÐJA
Ólafur Ó. Johnson heitir for-
stjóri Ó. Johnson og Kaaber
hf. ( Reykjavik. Hann er kom-
inn af stórri fjölskyldu duglegs
athafnafólks. Ólafur las á sln-
um tfma við skóla I Bandaríkj-
unum og ræktaöi þar seinna
traust viðskiptasambönd. En
því er Ólafur nefndur til sög-
unnar að kunningjar hans ytra
virðast ætla að nýtast vel Is-
lenskri þjóð um þessar mund-
ir.
Islendingar hafa oft lent I
vandræðum I svokölluöum
stóriðjumálum og er þar ekkl
við neinn sérstakan að sakast.
Oftar en ekki hefur það verið
kappsmál landans að láta rlk-
issjóð eiga dágóðan hlut I
verksmiðjunum og skipa menn
I stjórnir og ráð. Fyrir bragðið
fær ríkiskassinn áfall I hvert
skipti sem harðnar á dalnum
hjá einhverri verksmiðjunni.
Islenska rikið á ekki að vas-
ast I verksmiðjurekstri frekar
en verslunarrekstri. Ef útlend-
ingar vilja reisa verksmiðjur
hér á landi, á rlkið að greiða
götu þeirra til að hrinda verk-
inu I framkvæmd og búið. Þaö
er stopul krónuvon að treysta
á arð utan úr heimi, sem hægt
er að breyta I tap á svipstundu
með einni færslu I bókhaldi
eða hækkun I hafi.
Raunverulegur ábati þjóðar-
búsins er ekki fólginn I að
klippa arömiða frá öðrum
löndum, heldur að fá lifandi
starfsemi inn fyrir lögsöguna.
Láta útlendingana um að bera
ábyrgðina og taka áhættuna.
Islendingar eiga að láta sér
nægja að hirða skatta og önn-
ur gjöld af rekstrinum. Skapa
landsmönnum atvinnu og selja
verksmiðjunni vörur og þjón-
ustu. Lofa útlendingunum að
græða peninga ef þeir geta.
Til skamms tlma vonuðu
menn að álver mundi rísa á
Reykjanesi næstu árin og
hefði það orðið búhnykkur fýrir
Suðumesjamenn og þjóðina
alla. En þvl miður hljóp snurða
á þráðinn og málið var lagt í
salt. Nú berast þær fréttir að
Svisslandsál dragi saman
seglin og loki hverju álveri
sinu á fætur öðru. Ekki er
lengur spurt hvort álverið I
Straumsvík verðí stækkað,
heldur hvenær þvi verði lokað.
En mitt I þessu umkomuleysi
hnippir (slenskur kaupmaður I
félaga sinn bandarfskan og
bendir honum á að reisa slípi-
efnaverksmiðju á Grundar-
tanga. Félaginn brást vel við
og nú er sjálfur iðnaðarráð-
herra á leið vestur um haf til
skrafs og ráðagerða. Þá kom-
um við að boðskap þessa pist-
ils:
Skólanámið er bæði gott og
gilt og daglega nær fólk sjálf-
sagt að láta bókvitiö I askana.
En þar með er ekki öll sagan
sögð. Við námið vex ungt fólk
úr grasi með jafnöldrum slnum
úr öðrum áttum og oft endast
þau kynni á meðan báðir lifa.
Þau eru ekki slður mikilvæg
en sjálft bóknámið, þegar upp
er staðið. Á sama hátt binst
fólk böndum I viðskiptum.
Einn góðan veðurdag getur
kunningsskapur af þessu tagi
borið af sér góðan ávöxt.
Hvort sem er innanlands eða
á milli tanda. Það verðurfróð-
legt og spennandi að fylgjasí
með framvindu þessa nýja
stóriðjumáls. Vonandi verður
niðurstaðan sú að við tossarn-
ir úr skóla getum vel við unað.