Tíminn - 06.02.1993, Page 10
10 Tíminn
Laugardagur 6. febrúar 1993
Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðis-
°9 tryggingaráðherra, hefur beitt sér
fyrir miklum og umdeildum breyting-
um í heilbrigðiskerfinu:
Hvaðá að
ganga langt
í að vekja
kostnaðar-
vitund?
í tíð Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra hafa átt sér
stað mjög miklar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Breytingarnar
einkennast af tvennu. Annars vegar miða þær að því að láta
sjúklinga greiða meira fyrir þá þjónustu sem þeim er látin í té
og hins vegar er áberandi hve breytingarnar eru margar og
flóknar. Til dæmis hafa á einu og hálfu ári verið gefnar út fímm
lyfjareglugerðir.
Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráöherra. Hann hefur óneitanlega gengið í það af gríðarlegum
dugnaði að koma þjóðinni í skilning um hvaö það kostar aö týna heilsunni — efla kostnaðarvitund
fólks, eins og þaö hefur líka verið kallað. Það má sjá af því reglugerðaflóði sem hann hefur gefið út
þaö sem af er ráðherradómi hans og talið er upp í þessari grein.
Margar breytingar
í tíð Sighvats
Markmiðið með þessari grein er að
gefa yfirlit yfir þær breytingar sem
hafa orðið í tíð Sighvats Björgvins-
sonar á kostnaði sjúklinga við að
leita sér lækninga og einnig yfirlit
yfir hluta af þeim breytingum sem
orðið hafa í tryggingakerfinu. Meg-
inefni greinarinnar er byggt á upp-
lýsingum frá lyfjahópi BSRB.
Eins og sjá má af greininni eru
breytingamar sem gerðar hafa verið
margar og margvíslegar. Ekki er
einfalt mál að gera skýra grein fyrir
þeim öllum. Það sem einkennir
breytingamar öðrum þræði er
kannski hvað þær eru margar. Það
er ítrekað verið að breyta sömu
hlutunum. Lyfjareglugerð hefur
verið breytt fimm sinnum. Breyt-
ingar á kostnaði sjúklinga við komu
á heilsugæslustöð em líka flóknar
samanber útgáfu fríkorta og afslátt-
arkorta.
Stefna heilbrigðisráð-
herra er að auka
kostnaðarvitund
Stefna heilbrigðisráðherra kemur
fram í fréttatilkynningu frá því í
janúar, en þar segir: „Meginþráður-
inn í breytingum á greiðslufyrir-
komulagi á heilbrigðisþjónustu í tíð
núverandi heilbrigðisráðherra hefur
verið að vekja kostnaðarvitund al-
mennings og fá hann til þess að
veita aðhald. Því er talið nauðsyn-
legt að sjá til þess að þjónustan sé
aldrei ókeypis."
Sem dæmi um þá þróun sem orðið
hefur í tíð Sighvats má nefna hlut-
deild sjúklinga í heildarlyfjakostn-
aði. Hlutur sjúklinga var lengst af
um 17-18%. Sighvatur hækkaði
þetta hlutfall fljótlega upp í 24-25%
en með nýjustu lyfjareglugerðinni
er þetta hlutfall komið upp í 31-
32%. Heilbrigðisráðherra segir aö
þetta hlutfall sé ekki hærra en gerist
víða erlendis.
Mæðra- og feðralaun
lækka um 400 millj.
Breytingar á lögum um almanna-
tryggingar sem samþykktar voru 22.
desember síðastliðinn valda eftir-
töldum tilfærslum:
Mæðra- og feðralaun verða skert
verulega, þó ekki eins mikið og gert
var ráð fyrir í byrjun.
Framlag ríkisins
Fjöldi baraa 1992 1993 Skeröing
lbam 56.784 12.000 -44.784
2 börn 148.776 60.000 -88.776
3 börn 263.892 129.600-134.292
Þar sem mæðra- og feðralaun hafa
verið skattskyld er gert ráð fyrir að
þessi lækkun hafi í för með sér að
ríkissjóður verði af 100 milljóna
skatttekjum en nettóspamaður rík-
isins vegna lækkunar mæðra- og
feðralauna og hækkunar á meðlags-
greiðslum er talinn verða um 400
milljónir.
Meðlag lækkar um
11-35 þúsund á ári
Bamalífeyrir, og þar með meðlag
með hverju barni, hækkar úr 90.612
kr. í 123.600 kr. á ári eða um 32.988
kr. Þessi hækkun er ekki tekin úr
kassa ríkissjóðs heldur úr vasa með-
lagsgreiðenda.
Þessi hækkun á meðlagi dugir þó
engan veginn til að vega upp á móti
skertum mæðra- og feðralaunum
eins og sést í meðfylgjandi töflu.
Samantekin áhrif breytinga á
mæðra/feðralaunum og meðlags-
greiðslum
Fjöldi barna 1992 1993 Skerðing
1 bam 147.396 135.600 -11.796
2 börn 330.000 307.200 -22.800
3 börn 535.728 500.400 -35.328
Sighvatur hefur alls
geftð út fimm
lyfjareglugerðir
Núverandi heilbrigðisráðherra hef-
ur sett alls fimm reglugerðir á
valdatíma sínum. Þegar fyrsta lyfja-
reglugerð hans tók gildi sumarið
1991 var hlutur sjúklinga í lyfja-
kostnaði um 18-20%. Þessi reglu-
gerðarbreyting hafði í för með sér að
hluti sjúklinga í lyfjakostnaði varð
að meðaltali 24- 25%. Fjórða reglu-
gerð ráðherra um hlutfallsgreiðslur
miðaðist við að hlutur sjúklinga yrði
nánast óbreyttur, sem sagt 24-25%,
en hlutur þeirra mun aukast eftir
síðustu reglugerðarbreytinguna frá
18.janúar síðastliðnum og verður
31- 32% samkvæmt upplýsingum
heilbrigðisráðuneytisins.
Fyrsta reglugerðin
hækkaði fastagjald
sjúklings
Fyrsta reglugerðin tók gildi 1. júlí
1991. Hafði hún í för með sér að:
- almannatryggingar tóku ekki leng-
ur þátt í kostnaði vegna nokkurra
lyfjaflokka svo sem svefnlyfja, róandi
lyfja, nef-, háls-, hósta- og kveflyfja,
hægðalyfja og sýklalyfja.
- fastagjald almennra sjúklinga var
hækkað úr 750 krónum í 850 og
fastagjald elli- og örorkulífeyrisþega
úr 230 krónum í 250. Fastagjald fyr-
ir svokölluð „bestukaupalyf' lækk-
aði hins vegar úr 550 í 500 krónur
fyrir almenna sjúklinga og úr 170 í
150 krónur fyrir elli- og örorkulíf-
eyrisþega.
- hámarksskammtur lyfja var
minnkaður úr 100 daga skammti í
60 daga skammt. Hækkunin á fasta-
gjaldinu var því í raun meiri en
krónurnar segja til um því að
skammturinn hækkaði úr 7,50
krónum í rúmar 14 krónur. Há-
marksskammtur lyfja var aftur
hækkaður í 100 daga skammt með
nýrri reglugerð sem tók gildi í árs-
byrjun 1992.
Tvær reglugerðir
gefnar út til lagfær-
ingar „að fenginni
reynslu“
Tvær lagfæringar voru gerðar á
reglugerðinni frá júlí 1991 „að feng-
inni reynslu". Sú fyrri var gefin út 6.
ágúst 1991 og sú síðari 1. janúar
1992. Þessar lagfæringar höfðu í för
með sér, eins og áður sagði, að há-
marksskammtur var hækkaður úr
60 í 100 daga skammt en einnig var
nokkur tilfærsla lyfja milli greiðslu-
flokka.
Með Qórðu reglugerðinni voru
teknar upp hlutfallsgreiðslur fyrir
lyf
Fjórða reglugerðin tók síðan gildi
1. ágúst 1992, en með henni voru
teknar upp hlutfallsgreiðslur fyrir
lyf sem áður voru háð fastagjaldi.
Samfara þessu var læknum gert að
merkja við á lyfseðlinum hvort af-
greiða skyldi ódýrasta samheitalyfið
eða dýrara lyf. Einnig var tekin upp
sú nýjung að hægt var að fá fjórar af-
greiðslur út á lyfseðilinn.
Með fímmtu reglugerð-
inni er sjúklingum gert
að greiða 500 kr. af
hverri lyfjaávísun
18. janúar síðastliðinn tók gildi ný
reglugerð um greiðslur almanna-
trygginga á lyfjakostnaði. Helstu
breytingar eru að tekið er upp svo-
kallað gólf.
Fyrir B- og E-merkt lyf voru hlut-
fallsgreiðslur teknar upp s.l. sumar.
Nú er sú breyting gerð að sett er
ákveðið gólf, þannig að sjúklingur
greiðir nú fyrstu 500 kr. af verði
hverrar lyfjaávísunar ef um „al-
mennan" sjúkling er að ræða, en
fyrstu 150 krónurnar ef um elli- og
örorkulífeyrisþega er að ræða.
Fyrir B-merkt lyf greiða sjúklingar
nú
- fyrstu 500 krónumar af verði
hverrar lyfjaávísunar
- 12,5% af verði lyfjaávísunar um-
fram 500 krónur
- en þó aldrei meira en 1.500 krónur
af verði hverrar lyfjaávísunar.
Þess ber að geta að áður greiddu
sjúkratryggingar að fullu B-merkt
lyf gegn framvísun lyfjakorts en nú
er sama greiðsla fyrir B-merkt lyf
óháð því hvort viðkomandi hefur
lyfjakort eða ekki.
Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
- fyrstu 150 krónurnar af verði
hverrar lyfjaávísunar
- 5% af verði lyfjaávísunar umfram
150 krónur
- en þó aldrei meira en 400 krónur af
verði hverrar lyfjaávísunar.
Það ber að hafa í huga að hér er um
lækkun á hlutfalli úr 10% í 5% og á
hámarki greiðslu úr 700 krónum í
400 krónur fyrir elli- og örorkulíf-
eyrisþega sem ekki hafa lyfjakort frá
því sem var.
Sem dæmi um B-merkt lyf má
nefna hjartasjúkdómalyf, psoriasis-
lyf, lyf við van- eða ofstarfsemi
skjaldkirtils, asmalyf og sterk geð-
deyfðarlyf.
Greiðslutilhögun fyrir E-merkt Iyf
verður þannig að sjúklingur sem
ekki hefur lyfjakort greiðir:
- Fyrstu 500 krónumar af verði
hverrar lyfjaávísunar
- 25% af verði lyfjaávísunar umfram
500 krónur
- en þó aldrei meira en 3.000 krón-
ur af verði hverrar lyfjaávísunar.
Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða:
- Fyrstu 150 krónumar af verði
hverrar lyfjaávísunar
-10% af verði lyfjaávísunar umfram
150 krónur
- en þó aldrei meira en 800 krónur af
verði hverrar lyfjaávísunar.
Sjúklingur með lyfjakort greiðir
fyrir E-merkt lyf:
- Fyrstu 500 krónumar af verði
hverrar lyfjaávísunar
- 12,5% af verði lyfjaávísunar um-
fram 500 krónur
- en þó aldrei meira en 1.500 krónur
af verði hverrar lyfjaávísunar.
Elli- og örorkulífeyrisþegar með
lyfjakort greiða:
- Fyrstu 150 krónurnar af verði
hverrar lyfjaávísunar
- 5% af verði lyfjaávísunar umfram
150 krónur
- en þó aldrei meira en 400 krónur af
verði hverrar lyfjaávísunar.
Nokkur lyf sem sjúkratryggingar
tóku þátt í að greiða em færð í svo-
kallaðan O-flokk en í þeim flokki em
lyf sem sjúklingur greiðir að fullu.
Þetta em lyf til lækkunar blóðfitu og
væg verkjalyf.
Hægt verður þó að sækja um lyfja-
kort vegna of hárrar blóðfitu og
greiðir sjúklingur þá fyrir lyfið eins
og um E-lyf væri að ræða.
Þau skilyrði sem sjúklingur þarf að
uppfylla til að fá lyfjakort em að
hann hafi viðvarandi hærra kóleste-
ról en 8.0 ef hann er karl en 9.0 ef
sjúklingur er kona. Þó em mörkin
1.5 lægri ef sjúklingur hefur sykur-
sýki, kransæðasjúkdóm, sterkar
erfðir, lágt HDL-kólesteról eða er í
meðferð vegna blóðþrýstings.
Við þetta má bæta að reglugerðin